Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 43 Sport___________________________________________________________________________________________pv pv_____________________________________________________________________________________________________Sport Enn tapa KR-ingar - lágu fyrir Þórsurum á heimavelli í gærkvöld Það er óhætt að segja að ævintýri gerist enn og það sannaðist þegar Þór frá Akureyri sigraði KR, 78-79, í KR- heimilinu í gærkvöld. KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum allan tím- ann þar til rúmar 6. mínútur voru eftir og ótrúleg 3ja stiga karfa frá Óðni Ás- geirssyni á síðasta sekúndubrotinu tryggði Þórsurum sætan sigurinn. KR-ingar byijuðu leikinn vel og höfðu tögl og hagldir í upphafi. Munurinn var strax kominn í 13 stig, KR í vil, eft- ir fyrsta leikhluta og Þórsarar virtust ekki tiibúnir í slaginn. í fjórða leik- hluta fór ævintýrið af stað hjá Þórsur- um. Þegar rúmar sex mínútur voru eftir höfðu KR-ingar 13 stiga forskot, 74-61, og virtust hafa leikinn í hendi sér. Þá fór Einar Öm Aðalsteinsson í gang hjá gestunum og eftir íylgdu körf- ur frá Óðni og Sigurði Sigurðssyni og munurinn aðeins 2 stig, 74-72. Sóknarleikur KR-inga fraus þessar mínútur og menn hættu að hreyfa sig í sókninni og framkvæmd kerfanna varð léleg. Einar Öm jafnaði síðan leikinn, 76-76, þegar tæp mínúta var eftir. Jón Amór Stefánsson skoraði góða körfu þegar háif mínúta var eftir og KR kom- ið yfir, 78-76. Þórsarar reyndu að jafna metin í lokin en skot þeirra geigaði og KR-ingar náðu frákastinu og fólk byij- að að fagna sigri. En leikmenn KR köstuðu boltanum frá sér ög allt í einu stóð Óðinn með boltann í höndunum rétt fyrir utan 3ja stiga línuna og náði að kasta boltanum, í þann mund sem flautan gall, og beint ofan í. Þórsarar ærðust af fógnuöi á meðan KR-ingar trúðu vart sínum eigin augum. Þrátt fyrir tapið var KR-liðið að spila mun betur en í fyrri leikjum. Jón Amór var þeirra jafnbesti maður ásamt Ólafi Ormssyni. Magni Haf- steinsson var góður framan af og Ólaf- ur Ægisson og Amar Kárason áttu sína spretti. Þórsarar sýndu mikinn karekter að komast aftur inn i leikinn og fara með sigur af hólmi sem virtist nánast vonlaust. Óðinn Ásgeirsson átti mjög góðan leik og Einar Öm var frábær í seinni hálfleik. „ Við komum ákveðnir til leiks og ætluðum okkur ekkert annað en sigur. Við spiluðum ekki neitt sérstaklega vel framan af, þá einkum í vöminni. Ég taldi þá ekkert sterka inni í teig og lagði upp að nýta þann veikleika hjá þeim. Við vorum sterkari þegar á reyndi þar sem við vorum ákveðnari í okkar aðgerðum," sagði sigurreifur þjálfari Þórs, Ágúst Guðmundsson, að leik loknum. -BG 8-1, 22-9, 26-13, 28-20, 36-23, 43-31, (51-38), 58-51, 67-57, 71-59, 74-61, 74-72, 75-72, 76-76, 78-76, 78-79. Stig KR: Ólafur Ormsson 18, Jón Amór Stef- ánsson 17, Magni Hafsteinsson 14, Ólafur Ægisson 11, Amar Kárason 9, Jónatan Bow 5, Hjalti Kristinsson 4. Stig Þór Ak.: Óðinn Ásgeirsson 23, Clifton Bush 18, Einar Öm Aðalsteinsson 15, Sig- urður Sigurðsson 11, Hermann Her- mannsson 7, Magnús Helgason 5. Fráköst: KR 27, Þór 33. 3ja stiga skot: KR 7/22, Þór 8/16. Dómarar (1-10); Leifur Garðars- son og Kristinn Óskarsson, (9). Gæði leiks (1-10): 8. Vítanýting: KR 7/10, Þór 5/12 Áhorfendur: 200. Maður leiksins: Óðinn Ásgeirsson, Þór Ak. Haukar (46) 95 SkalSagrímur (47) 75 Frábær lokakafli - tryggði Haukum sigur 95-75, á Skallagrími 3-0, 6-9, 11-20, 15-22, 23-24, 28-32, 36-36, 41-38, (46-47). 46-51, 65-55, 72-62, 85-68, 90-75, 95-75. Stig Hauka: Rick Mickens 39, Marel Guðlaugsson 11, Davíð Ásgrímsson 11, Jón Amar Ingvarsson 10, Bragi Magnússon 8, Lýður Vignisson 8, Leifur Leifsson 3, Róbert Leifsson 2, Þröstur Kristinsson 2, Eyjólfur Jóns- son 1. Stig Skallagríms: Ari Gunnarsson 20, Warren Peebles 17, Yvgeni Tomilonckij 10, Páimi Þór Sævarsson 9, Sigmar Egilsson 8, Alexander Ermolionski 6, Andrei Krion 5. Fráköst: Haukar 45, Skallagrímur 36. 28. 3ja stiga skot: Haukar 8/28, Skalla- grímur 8/30. Dómarar (1-10): Eggert Þór Aðal- steinsson og Eriingur Snær Erlings- son (7). Gæði leiks (1-10): 6. Vítanýting: Haukar 25/32, Skalla- grímur 13/19. Áhorfendur: 70. Maður leiksins: Rick Mickens, Haukum. Haukar unnu tuttugu stiga sigur, 95-75 á Ásvöllum í gærkvöldi. Þessar tölur gefa þó ekki alveg rétta mynd af leikum því hann var lengst af í jámum en frábær fjórði leikhduti hjá Haukum færði þeim sigur. Eins og fyrr segir var leikurinn í járnum. Borgnesingar voru heldur með frumkvæðið framan af, einkum fyrir slaka vöm Hauka sem leyfðu skyttum Borgnesinga að athafna sig nánast að vild við körfu sína. Þá voru Skallagrímsmenn mun grimmari í fráköstunum en þetta átti eftir að snúast við. Þegar Haukum tókst að þétta vörnina jafnaðist leikurinn aftur og Haukamir voru jafnvel heldur oftar með frumkvæðið í öðrum og þriðja leikhluta. En það var í fjórða leikhlutanum sem úrslit réðust en þá léku Haukar á als oddi og gerðu þá 30 stig gegn 15 stigum Borgnesinga. Borgnesingar gáfust hreinlega upp á þessum leikhluta og það var sama þó að varamenn Hauka spreyttu sig undir lokin, munurinn jókst enn frekar og endaði í 20 stigum eins og áður sagði. Það var Rick Mickens sem átti fyrst og fremst þátt í þessum sigri með stórgóðum leik þó að hann hafi oft verið full skotglaður. Bragi var sterkur i vöminni og Marel og Davíð áttu ágæta spretti. Hjá Borgnesingum var Ari Gunnarsson góður en hefði þó mátt eyða minni tíma í að tuða í dómurunum þar sem hann fékk eingöngu tæknivíti upp úr því. Waren Peebles lék þokkalega en á þó að geta mun betur en hann sýndi í gær. -HI Mikilvægur sigur - Borgnesinga á ísfirðingum Skailagrimur (56) 102 KFÍ (38) 95 9-2, 18-11, 27-22, (28-22), 33-24, 45-31, (56-38) 60-45, 65-56, (75-67), 80-72, 92-85, 93-91, 102-95. Stig Skallagríms: Warren Peebles 41, Sigmar Egilsson 16, Ari Gunnarsson 13, Evgenij Tomilovski 12, Hafþór I. Gunnars- son 13, Pálmi Þ. Sævarsson 4, Alex- ander Ermolinskij 3. Stig ÍR: Dwayne Fontana 48, Sveinn Blön- dal 27, Baldur Jónasson 7, Ingi Vil- hjálmsson 5, Gestur M. Sævarsson, Hrafn Kristjánsson 4. Fráköst: Skallgrímur 34, KFÍ 35. 3ja stiga skot: Skallagrímur 7/21, KFÍ 3/16. Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Björgvin Rúnarsson (8). Gæöi leiks (1-10): 7. Vítanýting: Skallagrímur 23/26, KFÍ 16/28. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Warren Peebles, Skallagrimi. Heimamenn hófu leikinn með miklum látum, náðu strax vænu for- skoti og leiddu fyrri hálfleikinn ör- ugglega og höfðu 18 stiga forskot í leikhléi og allt benti til stórsigurs heimamanna sem fóru á kostum. En gestimir komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik á meðan heima- menn virtust frekar værukærir með sitt góða forskot og eftir þriðja leik- hlutann voru ísflrðingar búnir að minnka muninn niður í átta stig og búnir að peppa vel upp sitt sjálfs- traust. Þegar 27 sekúndur voru eftir voru Isfirðingar búnir að minnka muninn niður í tvö stig, 93-91, en í næstu sókn á eftir slökkti Warren Peebles vonarneista ísfirðinga með þriggja stiga körfu og næstu sekúndur brutu ísfirðingar á heimamönnum og sendu þá á vítalínuna og því sigur heimamanna staðreynd, 102-95. Warren Peehles átti stórleik fyrir Skallagrím, eins og allir leikmenn liðsins, og sigurinn því sigur liðs- heildarinnar, en hjá gestunum voru Dwayne Fontana og Sveinn Blöndal allt í öllu enda gerðu þeir samanlagt 75 stig eða 80% stiga ísfirðinga. „Við spiluðum mjög vel í fyrri háiíleik en í síðari hálfleik slökuðum við of mikið á, kannski var það visst vanmat eftir góðan fyrri hálfleik en ég er samt mjög ánægður með liðið og þá sérstaklega ungu strákana í lið- inu, Hafþór og Pálma, og einnig féll nýi Rússinn, sem er nýkominn til okkar, vel inn í liðið,“ sagði Ari Gunnarsson, fyrirliði Skallagríms, sem gerði 13 stig og stal 9 boltum. „Við erum í mjög slæmum málum því við erum alltaf 13-18 stigum und- ir í fyrri hálfleik en spilum seinni hálfieikinn ávallt mun betur og þetta er það verkefni sem ég þarf að leysa,“ sagði Karl Jónsson, þjálfari ísfirðinga. -EP Góð tilþrif Það var hraður og skemmtilegur körfubolti sem Tindastóll og ÍR buðu upp áþegar liðin mættust á Króknum í gærkvöldi og oft sáust mjög skemmtileg tilþrif. Tindastólsliðið sýndi það í þessum leik að þeir eru líklegir til að verða mjög sterkir í vet- ur. Til að mynda gefur Rússinn góðar vonir.virðist batna með hverjum leik, og svo er að sjá sem liðið frá Sauðár- króki sé mjög vel blandað nú í vetur, hæðin er góð og skyttumar vantar ekki. Það voru hinsvegar gestimir sem mættu grimmir til leiks og ÍR-ingam- ir em með mjög skemmtilegt lið, þótt þeir hafi ekki haft erindi sem erfiði að þessu sinni. Það var fyrir lok fyrsta leikhluta sem Tindastólsmenn fóra í gang og ÍR-ingar reyndu hápressu til að drepa niður þeirra leik en það gekk ekki eftir. Tindastólsmenn höfðu tögl- in og hagldimar allan leikinn og vom lengst af með tíu stiga forskot á gest- ina. Shawn Mayers átti stórleik og hef- ur sjaldan leikið betur. Holmes komst- hvorki lönd né strönd gegn honum og í sókinni var Maeyrs að gera ótrúlega hluti. Antropov var mjög sterkur og þeir Svavar, Láms,Kristinn og Ómar léku einnig mjög vel. Hjá ÍR var Eiríkur Önundarson at- kvæðamestur og fór á undan sínum félögum með góðu fordæmi. Magnús Hreggviðsson er mjög efnilegur leik- maður með mikið frumkvæði og Sig- urður Þorvaldsson og Halldór Krist- mannsson áttu góða spretti, en Holmes átti ekki góðan dag. -ÞÁ Tindastóii (41) 81 ÍR (29) 73 2-6, 8-10, 16-11, (22-17), 26-20, 33-22, (41-29). 48-38, 57-44, (63-54), 68-56, 75-62, 81-73. Stig Tindastóil: Shawn Mayers 31, Mikhail Antropov 13, Lárus Dagur Pálsson 11, Kristinn Friðriksson 9, Svavar Birgisson 9, Tony Pomones 6 og Ómar Sigmarsson 2. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 24, Hreggviður Ágústsson 19, Halldór Kristmannsson 8, Sigurður Þorvaldsson 7, Senrick Holmes 6, Steinar Arason 5, Ásgeir Backman 2 og Rúnar Sævarsson 2. Fráköst: Tindastóll 43, ÍR 38. 3ja stiga skot: Tindastóll 6/29, fR 5/21. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Bender (6). Gæði leiks (1-10): 7. Vitanýting: Tindastóll 14/21, ÍR 26/32. Áhorfendur: 250. Maður leiksins: Shawn Myers, Tindastóli. Keflavik Grindavík Haukar Þór A. Tindatóll Njarðvík SkaHagr Hamar 0 377-303 1 339-317 1 360-323 1 344-310 1 338-320 2 299-347 2 299-347 2 312-334 3 348-357 3 301-318 4 296-339 4 322-379 Valur KR KFÍ Kjmfan Q. SiyufÖsson, V.-il f jolliÍ,l S:tiKir ;iö korfu Kt í oy n.-tlcUu .Jón- asson, KFÍ. kemur engum vómum viö. nv mynd É. Ói. Valur/Fjölnir-KFÍ: Fýrsti sigurinn - hjá Val/Fjölni þegar ísfirðingar komu í heimsókn Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur í Epson deildinni í ár þegar ísfirðingar komu í heimsókn í Grafarvoginn í gærdag. Þrátt fyrir góða baráttu ieikmanna KFÍ þá voru Valsmenn einfaldlega sterkari og unnu sanngjarnan sigur, 91-82. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust vera á leiðinni að valta yfir gestina. Eftir fyrsta leikhluta voru þeir komnir 13 stigum yfir og var vömin öflug og Dwayne Fontana var eini leikmaður gestanna sem virtist hafa eitthvað í vömina að gera. Karl Jónsson, þjálfari KFÍ, náði að berja krafti í sína menn og fóru fleiri leikmenn liðsins að láta til sína taka í sókninni. Sveinn Blöndal átti frábæran kafla í öðrum leikhluta og skoraði 11 stig á skömmum tíma og Baldur Jónasson skoraði tvær þriggja stiga. Þrátt fyrir góða sóknartilburði þá náðu gestimir ekki að minnka muninn af neinu ráði fyrir hálfleik þar sem varnarleikurinn var ekki sannfærandi. Valsmenn leiddu í hálfleik, 49-39. Fantagóður Fontana Dwayne Fontana var ekki á þeim buxunum að játa sig sigraðan þrátt fyrir að vera vel undir og skoraði hann hverja körfuna á fætur annarri og komu heimamenn litlum vömum við. Hann gerði 15 stig í þriðja leikhluta af þeim 17 sem liðið gerði og náði KFÍ að minnka muninn í 5 stig, 60-55, en þá tóku Valsmenn við sér aftur. Eftir það var munurinn ávallt sjö til tólf stig og fyrsti sigur Valsmanna í deildinni því staðreynd. Lýsum eftir sóknarframlögum Hjá Valsmönnum vom Brynjar Karl, Delawn Grandison og Herbert Amarson bestir. Einnig átti Orri Sigurðsson flnan leik. Hjá KFÍ var Dwayne Fontana yfirburðamaður. Þar er á ferð leikmaður sem er gríðarlega duglegur og þrátt fyrir að vera orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleik þá hélt hann áfram á innsoginu og gerði allt sem hann gat til að hjáipa liðinu. Sveinn Blöndal átti góða kafla og þessir tveir skoruðu bróðurpart stiga liðsins. Ljóst er að liðið þarf að fá framlög í sókninni frá fleiri leikmönnum ef liðið ætlóir sér einhverja hluti í deildinni í vetur. -BG Sterkur varnarleikur - skóp sigur Njarövíkinga á Hamarsmönnum * Það var frábær vamarleikur Njarðvíkinga sem færði þeim góðan sigur á Hamarsmönnum í gærkvöldi í Ljónagryfjunni. Lokatölur urðu 96-71. Það sannaðist heldur betur að það er ekki besti tími að mæta Njarðvíkingum eftir tapleik gegn Keflvíkingum og sú varð raunin að þessu sinni. Njarðvíkingar breyttu byrjunar- liði sínu írá síðustu leikjum, Friðrik Ragnarsson kom inn í leikstjóm- andahlutverkið og gerði mjög vel í að keyra hraðann upp hjá Njarðvík- ingimi. Það má segja að mistök Ham- arsmanna hafi verið að leika á sama hraða og Njarðvíkingar og fengu þeir grænklæddu oft auðveldar körf- ur úr pressuvöm og hraðupphlaup- um. Hamarsmenn settu þó kraft í vamarleikinn um miðjan annan leikhluta og minnkuðu muninn og staðan í hálfleik 42-33. Það var svo í þriðja leikhluta sem Njarðvíkingar gerðu út um leikinn, þar sem frábær vöm og mikil hittni setti þá úr sex stiga forskoti í 21 stig. Þar fór fremstur í flokki Logi Gunnarsson sem skoraði 15 stig í leikhlutanum, auk þess sem hann fann samheija sina vel, enda gerðu Njarðvíkingar niu þriggja stiga körfur á sjö mín- útna kafla. Njarðvíkingar gátu svo leyft sér að hvíla lykilmenn eins og Loga og Brenton, sem meiddist reyndar iítil- lega, og það var sama hver kom inn hjá þeim, allir léku vel. Logi Gunnarsson var atkvæða- mestur Njarðvíkinga eins og áður sagði, en Jes Hansen lék einnig mjög vel sem og Friðrik Ragnarsson. Þá léku Halldór Karlsson og Sævar Garðarsson einnig vel. Hjá Hamars- mönnum vom þeir Ægir Hrafn Jóns- son og Svavar Pálsson að leika best. „Við ákváðum að bæta vömina eftir Keflavíkurleikinn og héldum þeim í 71 stigi og það var fýrst og fremst vörnin sem færði okkur þennan sigur. Það vora allir að spila vel, menn voru að hjálpast að og við hittum vel, og þá sérstaklega í seinni hálíleik. Ég var að fá góð skot í 3 leikhluta og það fór allt ofan í, reyndar átti það við um allt liðið okkar í leikhlutanum," sagði Logi Gunnarsson besti maður Njarðvík- inga að leik loknum. -EÁJ Njjardvlk (42) 96 Haitaar (33) 71 8-2, 11-9, 24-9, (24-12), 36-16, 32-23, 36-29, (42-33), 47-38, 52-46, 65-46, (73-52), 80-54, 83-61, 87-67, 96-71. Stig Njarðvík: Logi Gunnarsson 23, Jes V. Hansen 20, Friðrik Ragnarsson 15, Halldór Karlsson 13, Brenton Birmingham 12, Sævar Garðarsson 6, Ragnar Ragn- arsson 4, Teitur Örlygsson 3. Stig Hamar: Ægir Hrafn Jónsson 15, Svavar Páls- son 15, Chris Dade 14, Skarphéðinn Ingason 8, Hjalti Jón Pálsson 8, Pétur Ingvarsson 7, Lárus Jónsson 4. Fráköst: Njarðvík 35, Hamar 35. 3ja stiga skot: Njarðvík 14/32, Ham- ar 2/13. Dómarar (1-10): Björgvin Rúnars- son og Rúnar Gíslason (8). Gæði leiks (1-10): 7. Vítanýting: Njarðvík 6/12, Hamar 15/18 Áhorfendur: 250. Maður leiksins: Logi Gunnarsson, Njarðvík. Léku eins og fyrir þá var lagt DV, Grindavík: Keflvíkingar unnu góðan sigur á nágrönnum sínum í Grindavík á útivelli í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og vom sterk- ari framan og fóru þá þeir Kim Lewis, Bergur Hinriksson og Páll Axel Vilbergsson fyrir sinum mönnum. Eftir sem á fyrri hálfleikinn leið jafnaðist leikurinn. Hann var hrað- ur, jafn og skemmtilegur á að horfa. Calvin Davis hjá Keflvíking- um lenti í villuvandræðum og var hvíldur um tíma en hann átti síð- an eftir að láta að sér kveða. í fyrri hluta síðari hálfleiks náðu Keflvíkingar fljótlega ellefu stiga forystu. Falur Harðarson, sem átti afmæli í gær, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og Guðjón Skúlason bætti þeirri flórða við. Segja má að þessi kafli Valur (49) 91 KFÍ (39) 82 4-2, 11-2, 19-7, 24-21, 32-18, 42-30, (49-39), 54-45, 60-55, 67-56, 73-61, 81-71, 91-82. Stig Haukar: Delawn Grandison 20, Brynjar Karl Sigurðsson 19, Herbert Arnarson 16, Kjartan Orri Sigurðsson 11, Bjarki Gústafsson 10, Guðmundur Björnsson 6, Sigurbjörn Bjömsson 6, Drazen Jozic 1. Stig Skallagrímur: Dwayne Fontana 38, Sveinn Blöndal 20, Baldur Jónasson 9, Ingi Vilhjálmsson 5, Gestur Sævarsson 4, Guðni Guðnason 2. Fráköst: Valur 34 , KFÍ 31. 3ja stiga skot: Valur 6 , KFl 5. Dómarar (1—10): Helgi Bragason og Einar Einarsson (7). Gæði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 100. Maður leiksins: Dwayne Fontana, KFÍ. hafi gert út um leikinn og áttu Grindvikingar sér ekki viðreisnar von. Calvin Davis átti góðan leik í síðari hálfleik og skoraði 20 stig. „Það er alltaf erfltt að koma hingað til Grindavikur og sækja sigur. Leikkaflinn í síðari hálfleik skipti sköpum. Ég var ánægður með strákana því þeir léku eins og fyrir þá var lagt,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvík- inga, við DV eftir leikinn. „Við glopruðum leiknum í síðari hálfleik. Skyttumar hjá þeim fengu að leika lausum hala en við náðum að halda þeim niðri í fyrri hálfleik. Við getum gert miklu bet- ur en þetta,“ sagði Einar Einars- son, þjálfari Grindavíkinga, eftir leikinn. -EH íslandsmeistarar Keflavíkur í kvennakörfunni byrja vel og unnu opnunarleik l.deildar kvenna í körfu með 50 stigum um helgina. Keflavíkurstúlkur sóttu nágranna sína í Grindavík heim og unnu ör- ugglega, 34-84, en næsti leikur fer fram i kyöld í Kennaraháskólanum þar sem ÍS og KR mætast kl. 20:15. Hið unga lið Grindavikur stóð I meisturum í fyrsta flórðungi og fram í miðjan annan flórðung en þá skildu leiðir og Keflavík jók muninn út leikinn. Keflavík vann meðal annars þriðja fjórðunginn, 19-2. Hjá Grindavík léku Ema Rún Magnúsdóttir og Sigríður Anna Ólafsdóttir best en auk þeirra áttu þær Jovana Stefánsdóttir (dóttir Milan Stefáns Jankovic) og Ólöf Helga Pálsdóttir (dóttir Páls Björns- sonar knattspyrnumanns) góða inn- komu. Þrátt fyrir mikinn manna- missi er dugur og þor í þessum ungu stelpum í Grindavík sem undir sflóm Péturs Guðmundssonar em líklegar til að læra og bæta sig í vet- ur og þær gætu reynst liðum erfíðar þegar þær hafa aðlagast alvörunni í GHndavík (44) 83 Keflavík (40) 92 8-2, 4-4, 8-6, 10-8, 16-10, 20-14, 22-16, 24-20, 24-22, 29-25, 29-30, 32-35, 35-35, (44-40). 47-44, 49-44, 4846, 49-51, 53-52, 57-68, 60-68, 62-73, 66-82, 76-86, 79-90, 83-92. Stig Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 22, Dagur Þórisson 14, Kim Lewis 13, Kristján Guðlaugsson 11, Bergur Hinriksson 6, Pétur Guðmundsson 4, Davíð Þór Jónsson 4, Guölaugur Eyjólfsson 3. Stig Keflavík: Calvin Davis 30, Guöjón Skúlason 13, Hjörtur Hjartarson 13, Jón Norðdal Hafsteinsson 12, Falur Harðarson 9, Birgir Örn Birgisson 8, Gunnar Einarsson 7. Fráköst: Grindavík 32, Keflavík 31. 3ja stiga skot: Grindavík 9/29, Keflavík 9/26. Dómarar (1-10); Kristinn Albertsson og Sigmundur Herbertsson (7). Gæði leiks (1-10): 7. Vítanýting: Grindavík 10/13, Keflavík 9/13. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Calvin Davis, Keflavik. meistarflokki. Hjá Keflavík léku þær Marín Rós Karlsdóttir og Guðrún Karlsdóttir best en þær hafa tekið við stóram hlutverkum af þeim Önnu Maríu Sveinsdóttur og Öldu Leif Jónsdótt- ur og skiluðu þeim með sóma. Ann- ars fengu allar að spila og sýndu að það er góð breidd í Keflavíkurliðinu í vetur. Stig Grindavikur: Sigríður Anna Ólafsdóttir, 12, Erna Rún Magnúsdóttir, 10 (hitti úr 5 af 7 skot- um), Ólöf Helga Páldsdóttir, 6 (5 frá- köst, 4 stoðsendingar), Jovana Lilja Stefánsdóttir, 2, Rut Ragnarsdóttir, 2, Sandra Guðlaugsdóttir, 2 Stig Keflavíkur: Marín Rós Karlsdóttir, 16, Theódóra Káradótt- ir, 16, Bima Valgarðsdóttir, 14, Erla Þorsteinsdóttir, 12 (10 fráköst), p Bonnie Lúðvíksdóttir, 8 (8 fráköst), Guðrún Karlsdóttir, 7 (10 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 varin skot), Svava Stefánsdóttir, 5 (4 stoðsendingar, 4 stolnir), Sigríður Guðjónsdóttir, 4 (9 fráköst, 5 í sókn), Kristín Blöndal, 2 (6 stoðsendingar). -ÓÓJ 50 stiga sigur - í opnunarleik kvennakörfunnar * 't

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.