Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Qupperneq 6
22
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000
Sport
x>v
ÍT
Pólski hnefaleikakappinn
Andrew Golota hneykslaði marg-
an hnefaleikaáhugamanninn að-
faranótt laugardagsins þegar
hann hætti eftir tvær lotur í bar-
daga sínum gegn Mike Tyson i
Auburn Hills-höllinni i Detroit í
Bandarikjunum.
Golota átti erfitt uppdráttar í
bardaganum frá upphafi en samt
hafði Mike Tyson aðeins náð einu
almennilegu höggi á Pólverjann í
þessar tvær lotur. Það kom þegar
fimm sekúndur voru eftir af
fyrstu lotu. Tyson náði þá stutt-
um hægri krók og féll Golota í
gólfið en stóð strax upp aftur. í
annarri lotu var jafnræði með
þeim og virtist allt stefna í langan
og spennandi bardaga. Eftir þá
lotu neitaði Golota hins vegar að
stíga aftur inn í hringinn og þrátt
fyrir heiðarlegar tilraunir þjálf-
ara hans, AI Certo, var engu tauti
við hann komið. Bardaganum var
lokið með sigri Tysons sem
þurfti, eins og í undanfórnum
bardögum, að hafa lítið fyrir
sigrinum.
Áhorfendur í Detroit tóku
þessu uppátæki Pólverjans illa og
grýttu hann á leið til búningsher-
bergja.
Ferillinn á enda hjá Golota
Flestum hnefaleikasérfræðing-
um ber saman um það að ferill
Golota sem atvinnuhnefaleika-
manns sé á enda. Ferillinn hefur
einkennst af furðulegum uppá-
komum og hefur hann meðal ann-
ars verið dæmdur úr leik í
tvígang fyrir að kýla andstæðinga
sína ítrekað fyrir neðan beltis-
stað. Hann hætti eftir 10. lotu í
bardaga sínum gegn Michael
Grant í nóvember á síðasta ári
þar sem hann hélt að hann væri
að tapa svo að þetta uppátæki
Golota er ekki nýtt af nálinni.
Golota kvartaði sáran undan því
gegn Mike Tyson að Tyson hefði
skallað hann og að dómarinn
heíði ekkert gert í þvi.
Tyson enn óþekkt stærð
Þessi bardagi segir lítið um
getu Mike Tyson. Hann er enn
spurningarmerki eftir marga
létta bardaga og hann var ekki
sannfærandi gegn Golota. Það
jákvæða við þennan bardaga fyrir
Tyson er að hann hegðaði sér
loksins eins og maður og hélt sig
innan almennra velsæmismarka.
Tyson sagði fyrir bardagann
gegn Golota að þetta yrði hans
síðasti bardagi en eftir heldur
stutt gaman og óvæntan endi
hlýtur Tyson að vilja fá einn
alvöru bardaga áður en hann
leggur hanskana á hilluna.
Allir hnefaleikaáhugamenn
vilja sjá hann beijast við þann
besta, breska hnefaleikakappann
Lennox Lewis. -ósk
Hér aö ofan sést þjálfari Andrew Golota, Al Certo, reyna að koma vitinu fyrir Golota og fá hann til aö halda áfram en
hann haföi ekki erindi sem erfiði. Á myndinni til hægri fær Golota þungt högg frá Tyson. Reuters
0-1, 2-3, 5-7, 7-7, 10-9,13-12,15-13,
(16-15), 16-16, 20-18, 23-22, 26-25, 26-29,
27-30.
HK .
Mörk/viti (skot/víti): Óskar Elvar Ósk-
arsson, 7/1 (13/1), Samúel Ámason, 5 (7),
Alexander Arnarson 4 (5), Jaíiesky
Garcia, 4/2 (10/2), Guðjón Hauksson, 3
(4), Sverrir Bjömsson, 3 (11), Ólafur Víð-
ir Ólafsson, 1 (1), Karl Grönvold, (1).
Mörk úr hraóaupphlaupurtv 3 (Guð-
jón, Alexander, Samúel).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 3.
Varin skot/viti (skot á sig): Hlynur Jó-
hannesson, 11 (40/3,28%), Kristinn Guð-
mundsson (1/1, 0%).
Brottvísanir: 6 mínútur (Jaliesky
Garcia fékk rautt spjald fyrir brot).
Grótta/KR:
Mörk/víti (skot/víti): Alexander Peter-
sons, 10 (13), Hilmar Þórlindsson, 10/4
(18/5), Davið Ólafsson, 4 (7), Magnús
Agnar Magnússon, 2 (2), Gísli Kristjáns-
son, 2 (4), Kristján Þorsteinsson, 1 (2),
Atli Þór Samúelsson, 1 (3), Alfreð Finns-
son, (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Peter-
sons 2, Davíð, Gísli).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig): Hreiðar
Guðmundsson, 5 (18/1, 28%), Hlynur
Morthens, 4 (18/2, 22%).
Brottvisanir: 8 mínútur (Ólafur Láms-
son fékk rautt spjald fyrir mótmæli).
Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson
og Jónas Eliasson (4).
GϚi leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: 250.
Maður leiksins: Óskar Elvar
Óskarsson, HK.
HK-Grótta/KR 27-30
Furðulegur hnefaleikabardagi þegar Mike Tyson mætti Pólverjanum Andrew Golota:
Golota gafst u pp
- eftir tvær lotur gegn Mike Tyson í Detroit aðfaranótt laugardagsins
Þriðji sigur nýliðanna í fjörugum leik:
Grótta/KR hafði það
- á lokasprettinum gegn HK á föstudag
Grótta/KR vann sinn þriðja
sigur á íslandsmótinu gegn HK í
fjörugum og spennandi leik. HK
er því enn án stiga.
Leikurinn var mjög hraður í
fyrri hálfleik, sóknirnar stuttar,
mikið skorað og markvarslan
slök. Jafnt var á flestum tölum,
Grótta/KR hafði frumkvæðið
framan af en HK komst yfir um
miðjan fyrri hálfleik en munur-
inn á liðunum varð aldrei meira
en tvö mörk. Eftir rúmar 23
mínútur var staðan 14-13 en eft-
ir það gerðu leikmenn sig seka
um mörg mistök og skoruðu
liðin tvö mörk hvort fram að
hálfleik.
Skrautleg lokamínúta
Lokamínúta fyrri hálfleiks
var skrautleg og að sumu leyti
dæmigerö fyrir hvemig leikur-
inn gekk fyrir sig lengst af, HK-
ingar voru einum leikmanni
fleiri og áttu möguleika á að
komast þremur mörkum yfir
þegar hálf mínúta var eftir en
náðu að misnota tvær sóknir á
þessum tíma. Grótta/KR minnk-
aði muninn í 16-15 þegar 15 sek-
úndur voru eftir, HK-ingar
misstu boltann í sókninni og
þegar tvær sekúndur lifðu af
hálfleiknum braut Kúbumaður-
inn Garcia í liði HK illa á Davíð
Ólafssyni og fékk að líta rauða
spjaldið. Ekki var allt búið enn
því Hilmar Þórlindsson náði
ékki að framkvæma vítakastið á
tilskyldum tíma að mati dómara
og fékk Ólafur Lárusson að líta
rauða spjaldið eftir kröftug mót-
mæli gestanna.
Grótta/KR náöi
yfirhöndinni í lokin
HK hélt áfram frumkvæðinu í
seinni hálfleik en Grótta/KR
var aldrei langt undan. Það var
ekki fyrr en á lokamínútum
leiksins sem Grótta/KR náöi yf-
irhöndinni þökk sé bættum
vamarleik sem sló HK-inga út
af laginu. í stöðunni 26-25 skor-
aði Grótta/KR fjögur mörk í röð
og skyndilega var staðan orðin
26-29 þegar um mínúta var eftir
af leiknum og úrslitin í raun
ráðin.
Þakka þremur mönnum
Grótta/KR geta þakkað þrem-
ur mönnum öðrum fremur fyrir
þennan sigur, Hilmari Þórlinds-
syni, sem skoraði 10 mörk og
lagði upp fjölmörg önnur, Al-
exnder Petersons, sem skoraði
einnig 10 mörk og nýtti færin
vel, og Gísla Kristjánssyni, sem
kom inn á í seinni hálíleik og
gerði gæfumuninn í varnar-
leiknum. í liði HK var Óskar El-
var Óskarsson langbestur og
Samúel Árnason og Alexander
Arnarson voru góðir 1 fyrri hálf-
leik.
-HRM
Alexander Petersons skoraði tíu mörk í sigri
Gróttu/KR á HK og hefur gert 18 mörk úr 23
skotum í síðustu tveimur leikjum liðsins í
Nissandeildinni. DV-mynd E.ÓI.