Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 23 I>V Sport Petr Baumruk brýst í gegn og skorar eitt af 3 mörkum sínum fyrir Hauka gegn Braga á laugardaginn. DV-mynd E.OI. Haukar-Braga 28-30 0-1,1-3,4-4, 5-7, 8-7,10-9,10-12, (11-14), 11-15, 14-15, 15-17, 16-19, 18-20, 19-22, 21-23, 24-24, 25-28, 27-29, 28-30. Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Oskar Ármanns- son 7/1 (14/1), Einar Öm Jónsson 5 (6), Aliaksandr Shamkuts 5 (7), Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3/6), Petr Bamruk 3 (11), Jón Karl Bjömsson 2 (2), Halldór Ingólfsson 2/1 (7/2), Rúnar Sigtryggs- son 1 (6), Vignir Svavarsson (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 (Einar Öm 3, Shamkuts 1, Bamruk 1, Jón Karl 1). Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Varin skot/viti (skot á sig): Magnús Sigmundsson 13/1 (33/4, 39%), Bjami Frostason 3(13/3, 23%). Brottvísanir: 8 mínútur. Braga: Mörk/viti: Victor Tchikoulaev 10/3, Yuriy Kosetsky 6/3, Filipe Cruz 6, Rui Almeida 3, Carlos Galambas 2, Iouri Nesterov 2, Alvaro Marins 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 5, (Al- meida 2, Tchikotúaev 1, Nesterov 1, Martins 1). Vítanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot/viti (skot á sig): Paulo Morgado 17/1 (43/3, 40%), Anton- io Campas 1 (3, 33%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Ullrich og Lemme frá Þýskalandi (7). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 1000. Maöur leiksins: Victor Tchikoulaev, Braga. í ’ V m 1 1 X ?*•* p 1 a rsá ■ 21 Óskar Ármannsson var markahæstur Hauka í leiknum meö sjö mörk og hér aö ofan skorar hann eitt þeirra. Meö portúgalska liðinu fylgdu nokkrir haröir stuöningsmenn og sjást þeir hér til hægri. DV-myndir E.ÓI. Leikur mistaka - þegar Braga tryggði sér sæti í meistaradeildinni með sigri á Haukum Ekki okkar dagur „Við vissum að við þyrftum að spila góðan leik til að vinna þetta lið en þetta var hreinlega ekki okkar dagur. Þeir voru ekki að spila vel en við nýttum okkur það ekki. Það var frekar að þeir nýttu sér hvað við vorum að spila illa,“ sagði Halldór Ingólfs- son, fyrirliði Hauka, eftir leik- inn. „Það er lykillinn að því að vinna svona leik að skora úr hraðaupphlaupum en það klikk- aði í þessum leik. Við vorum heldur ekki nógu beittir í sókn- arleiknum og kannski ekki eins hungr- aðir eins og við hefðum átt að vera. Nú verðum við bara að leggja okkur 100% í næsta verkefhi, Halldór Ingólfsson, sem er lerk- fyrirliöi Hauka. urinn við Bodö.“ -HI Haukar naga sig örugglega kirfi- lega í handarbökin eftir að hafa ver- ið misst af meistaradeildarsæti með tveggja marka tapi, 28-30, á ÁsvöU- um fyrir Braga frá Portúgal. Leikur- inn einkenndist af mörgum mistök- um beggja liða en mistök Haukanna voru töluvert fleiri og því fór sem fór. Byrjunin var nokkuð í jámum þó að Bragamenn hefðu yfirleitt frum- kvæðið. Bæði lið léku flata vörn sem var nokkuð sterk og markverðirnir, þeir Magnús Sigmundsson og Paulo Morgado, náðu sér ágætlega á strik, vörðu m.a. sitt hvort vítið í stöðunni 7-7. Haukamir náðu forystunni þeg- ar tiu mínútur vom eftir en klaufa- legur sóknarleikur varð til þess að þeir misstu Portúgalana fram úr sér og voru þremur mörkum undir í leik- hléi. Það sem háði Haukaliðinu eink- um í fyrri hálfleik var að ekkert mark kom úr hraðaupphlaupi þrátt fyrir að þeir fengju þónokkur tæki- færi á þeim og þetta átti eftir að reyn- ast afdrifarikt. Misstu trúna í síðari hálfleik var engu líkara en að Haukarnir hefðu sjálfir misst trúna á því að þeir kæmust í meist- aradeildina. Portúgalarnir misstu tvo menn út af í tvær mínútur með stuttu millibili en héldu samt forustunni því Haukavörnin var sof- andi gegn fjórum útileikmönnum Braga. Smá vonarglæta fór þó að koma í ljós þegar tíu minútur vora eftir þeg- ar hraðaupphlaupin virtust loksins vera að ganga upp og Haukarnir náðu að jafna, 24-24. En lengra komust Haukar ekki og Bragamenn náðu forystunni aftur og héldu henni fyrirhafnarlítið til leiksloka. Erfiöleikar meö vörn Braga Haukamir voru alls ekki eins og þeir eiga að sér að vera í leiknum. Þeir virtust i erfiðleikum með vöm portúgalska liðsins, einkum þó Hall- dór Ingólfsson, sem gerði aðeins eitt mark utan af velli. Magnús varði vel og af útileik- mönnunum var það helst Óskar Ár- mannsson sem barðist allan tímann og Einar Örn Jónsson, sem nýtti færi sín vel og átti góðan leik. Aðrir voru hins vegar nokkuð frá sínu besta. Hjá Bragamönnum var þaö óvin- sælasti maður vallarins, Victor Tchikoulaev, sem var bestur og þrátt fyrir að baulað hafi verið á hann vegna þess að hann sló Halldór í gólf- ið í fyrri leiknum virtist það bara efla hann. Youra Kostetsky og mark- vörðurinn Morgado vora einnig góð- ir, sem og örvhenta skyttan Filipe Cruz, sem virtist geta skorað þegar honum datt í hug. Bragaliðið var annars alls ekki sannfærandi í leikn- um, sóknarleikurinn var oft ráðleys- islegur og sendingarnar rötuðu oft beint til Haukanna. En Haukarnir náðu ekki það nýta sér það sem skildi auk þess sem þeir vora sjálfir að gera sömu mistökin, bara i meiri mæli. -HI Vantaöi allan neista „Það vantaði einhvern veginn allan neista í þetta hjá okkur. Við voram eiginlega á hælunum frá upphafi og áttum í raun aldrei möguleika á að klára þetta dæmi. Það vantaði allan hraða í hraðaupphlaupin hjá okkur og mannskapurinn virkaði þreyttur og taugaspenntur. Við vorum hreinlega að spila illa og Braga verðskuldaði að fara áfram," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Ég held að þeir hafi í raun ekki verið að leika neitt sérstaklega vel. Þeir gerðu fullt af mistökum og gáfu okkur mörg tækifæri til að komast inn í leikinn. Við gerum bara fleiri mistök í staðinn. Næsta verkefni er svo leikimir við Bodö, sem er nokkuö sterkt lið. Það er verðugt verkefni sem við verðum að takast á við," bætti Viggó við. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.