Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Page 11
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000
2 T
Sport
Jimmy Floyd Hasselbaink
fór á kostum á Stamford
Bridge á laugardaginn og
skoraöi fjögur mörk í 6-1
sigri Chelsea á Coventry.
Reuters
Enska knattspyrnan:
- Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði fjögur mörk
Hollenski framherjinn
Jimmy Floyd Hasselbaink
fór mikinn um helgina þeg-
ar Chelsea mætti Coventry
á Stamford Bridge. Hann
skoraði fjögur mörk í 6-1
sigri Chelsea og er þar með
búinn að skora átta mörk í
deildinni á þessu keppnis-
tímabili. Leikmenn
Coventry misstu markmann
sinn, Chris Kirkland, út af á
24. minútu með rautt spjald
og eftir það var leikurinn
búinn. Gordon Strachan,
knattspymustjóri Coventry,
var daufur eftir leikinn og
sagði að lið sitt hefði verið
tekið í kennslustund. Eiður
Smári Guðjohnsen var ekki
í leikmannahópi Chelsea í
leiknum.
Aldrei möguleiki
Manchester United fékk
vængbrotið lið Leeds í
heimsókn í stórleik um-
ferðarinnar og var sá leikur
aldrei spennandi. Ensku
meistararnir voru miklu
betri allan tímann og ekki
bætti úr skák að dómarinn,
Jeff Winter, dró taum
heimamanna meira en góðu
hófi gegndi. Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri
Manchester United, fann til
með David O’Leary, stjóra
Leeds. „Það gat enginn bú-
ist við að þeir kæmu á Old
Trafford með þetta unga lið
og sigruðu," sagði Ferguson
og bætti við að Leeds væri
búið að vera með eindæm-
um óheppið með meiðsli á
þessu keppnistímabili.
Arsenal á skriði
Gott gengi Arsenal held-
ur áfram. Þeir sigruðu botn-
lið West Ham á Upton Park,
2-1, um helgina og sitja við
hlið Manchester United á
toppi deildarinnar. Arsenal
bar ægishjálm yfir West
Ham í leiknum og hefði get-
að unnið mun stærri sigur.
Arsenal sýndi í þessum leik
að þeir verða helstu keppi-
nautar Manchester United í
baráttunni um meistaratit-
ilinn.
Heskey óstöövandi
Emile Heskey, framherji
Liverpool, virðist vera
óstöðvandi þessa dagana og
hann skoraði sigurmark
Liverpool gegn Leicester.
Tim Flowers, markvörður
Leicester, var þó maður
leiksins því hann varði oft
frábærlega og bjargaði heill-
um horfnu liði Leicester frá
mun stærra tapi. Gerard
Houllier, knattspymustjóri
Liverpool, var mjög ánægð-
ur með leik sinna manna.
„Við spiluðum frábærlega í
leiknum og hefðum getað
unnið með þremur eða fjór-
um mörkum. Einbeitningin
var góð og við sýndum
mikla þolinmæði og styrk
þrátt fyrir aö mörg tækifæri
færu forgörðum. Við
gáfumst ekki upp og
uppskárum að lokum laun
erfiðsins," sagði Gerard
Houllier.
EN6LAND
Síoke vann góðan sigur á Millwall, 3-2, um
helgina í ensku 2. deildinni. Markahrókurinn
Peter Thorne skoraði tvö mörk fyrir Stoke og
Chris Iwelumo eitt. Bjarni Guðjónsson og Brynj-
ar Bjöm Gunnarsson léku allan leikinn fyrir
Stoke en Stefán Þórðarson var meiddur og lék
ekki með. Þessi úrslit þýða að Stoke er enn í 10.
sæti með 20 stig en liðið er nú aðeins þremur
stigum á eftir Millwall í sjötta sæti deildarinnar.
Enska 1. deildarliðið Fulham tapaði sínum
fyrstu stigum á keppnistímabilinu þegar liðið
gerði markalaust jafntefli gegn Wolves á úti-
velli. Áður hafði Fulham leikið ellefu sigur-
leiki í röð undir stjóm Frakkans Jean Tigana.
Peíer Taylor, knattspyrnustjóri Leicester,
verður við stjórnvölinn hjá enska landsliðinu
þegar liðiö mætir ítölum í æfmgaleik á Ítalíu 15.
nóvember næstkomandi. Taylor, sem þjálfaði
áður U-21 árs landslið Englands, mun aðeins
stjórna liðinu í þessum eina leik. Honum til
aðstoðar verður Steve McLaren, aðstoöarmaður
Alex Ferguson hjá Manchester United.
Varnarmaðurinn Ugo Ehiogu, sem keyptur
var til Middlesbrough frá Aston Villa rétt fyrir
helgi, byrjaði ekki vel i sínum fyrsta leik fyrir
Middlesbrough. Ehiogu var í byrjunarliðinu en
varð að fara út af eftir átta mínútur, meiddur.
Bobby Robson,
Newcastle, fær ekki
leyfi hjá forráðamönn-
um Newcastle til að taka
við enska landsliðinu í
hlutastarfi fram á næsta
sumar. Robson sagðist
sjálfur vera vonsvikinn
yfir ákvörðun Newcastle
en sagðist jafnframt
skilja og virða þeirra
sjónarmið.
-ósk
knattspyrnustjóri
Bobby Robson
DV
ENGLANP
Úrvalsdeild
Man. Utd-Leeds...............3-0
1-0 Dwight Yorke (41.), 2-0 David
Beckham (55.), 3-0 Matthew Jones,
sjálfsmark (83.).
Bradford-Ipswich.............0-2
0-1 Dan Petrescu, sjálfsm. (34.), 0-2
Jamie Clapham (89.).
Charlton-Middlesbrough .... 1-0
1-0 Matthias Svensson (68.).
Chelsea-Coventry.............6-1
1-0 Jimmy Floyd Hasselbaink, víti
(25.), 2-0 Jimmy Floyd Hasselbaink
(42.), 3-0 Gianfranco Zola (48.), 4-0
Jimmy Floyd Hasselbaink (52.), 5-0
Jimmy Floyd Hasselbaink (54.), 6-0
Tore Andre Flo (68.), 6-1 Cedric
Roussell (89.).
Livei-pool-Leicester.........1-0
1-0 Emile Heskey (68.).
Newcastle-Everton............0-1
0-1 Kevin Campbell (80.).
Tottenham-Derby .............3-1
1-0 0yvind Leonhardsen (4.), 1-1
Chris Riggott (39.), 2-1 Stephen Carr
(45.), 3-1 0yvind Leonhardsen (48.),
West Ham-Arsenal.............1-2
0-1 Robert Pires (12.), 0-2 Rio
Ferdinand, sjálfsm. (21.), 1-2 Stuart
Pearce (56.),
Aston Villa-Sunderland.......0-0
Staðan í úrvalsdeild
Man. Utd 10 6 3 1 26-8 21
Arsenal 10 6 3 1 17-10 21
Liverpool 10 5 3 2 17-13 18
Newcastle 10 5 1 4 11-9 16
Leicester 10 4 4 2 7-6 16
Ipswich 10 4 3 3 14-11 15
Charlton 10 4 3 3 16-16 15
Tottenham 10 4 2 4 15-14 14
Leeds 9 4 2 3 14-13 14
Chelsea 10 3 4 3 19-14 13
Aston Villa 9 3 4 2 11-8 13
Sunderland 10 3 4 3 8-11 13
Everton 10 3 3 4 13-16 12
Man. City 9 3 2 4 12-14 11
Coventry 10 3 2 5 11-21 11
Middlesbr. 10 2 4 4 15-16 10
Southampt. 9 2 4 3 12-13 10
West Ham 10 1 5 4 12-14 8
Bradford 10 1 3 6 4-16 6
Derby 10 1. 0 5 5 deild: 15-26 5
Blackbum-Grimsby.............2-0
Crewe-Wimbledon..............0-4
C. Palace-Portsmouth ........2-3
Gillingham-Barnsley..........0-0
Huddersfield-Preston.........0-0
Norwich-Sheff. Utd...........4-2
Nott. Forest-Watford.........0-2
QPR-Burnley..................0-1
Stockport-Bolton.............4-3
Tranmare-West Brom ..........2-2
Wolves-Fulham................0-0
Sheffield Wed.-Birmingham .... 1-0
Staða efstu liða í 1. deild
Fulham 12 11 0 1 31-6 34
Watford 12 10 2 0 27-9 32
Birmingh. 13 8 2 3 22-11 26
Bolton 13 7 4 2 20-13 25
Preston 13 7 4 2 16-9 25
Burnley 13 7 4 2 15-11 25
West Brom 14 7 3 4 15-15 24
Sheff. Utd. 12 6 2 4 15-13 20
Portsmouth 14 5 4 5 17-18 19
Blackburn 12 5 3 4 18-13 18
Nott. Forest 12 5 3 4 12-15 18
Wimbledon 12 4 5 3 20-11 17
Barnsley 13 4 4 5 20-22 16
Gillingham 14 3 7 4 18-21 16
Tranmare 14 4 3 7 15-21 15
Norwich 12 3 4 5 13-16 13
Wolves 13 2 6 5 11-12 12
QPR 12 2 5 5 12-18 11
QTf SKOTtAND
Aberdeen-Dunfermline ........0-0
Celtic-Dundee Utd............2-1
Dundee-Motherwell............1-2
Kilmarnock-St Mirren.........2-1
Hibemian-Hearts..............6-2
St. Johnstone-Rangers........2-1
Staða efstu liða:
Celtic 12 11 1 0 28-9 34
Hibernian 12 9 2 1 26-7 29
Rangers 11 7 1 3 22-15 22
Dundee 12 4 4 4 15-12 16
Hearts 12 4 4 4 19-17 16