Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000
Sport
ðmundsson, Tromsö, og Ríkharður
ttulegu
knarmenn norsku úrvalsdeUdarinnar
Þeir Rikharður Daðason og Tryggvi Guðmundsson eru hættulegustu
sóknarmenn Noregs ef marka má tölfræði Verdens Gang yflr þá leik-
menn norsku úrvalsdeildar sem áttu þátt í flestum mörkum í deildinni,
sem lauk um helgina. Alls komu þeir nálægt 24 mörkum sinna liða. Þeir
félagar skoruðu báðir 15 mörk og lögðu upp níu önnur en Tryggvi og
Ríkharður voru jafnir í 2. til 5. sæti yfir markahæstu menn ásamt
Magne Hoseth, komungum strák frá Molde. Markakóngur deildarinnar
var lærisveinn Teits Þórðarsonar hjá Brann, Thorsteih Helstad, með 18
mörk.
r *
Ríkharður með 47 mörk í 69 leikjum í Noregi
Rikharður, sem er á leið til enska 2. deildarliðsins Stoke, skoraði í síð-
ustu sex leikjum sinum í deildinni og samtals níu mörk. Ríkharður skor-
aði mörkin 15 í 23 leikjum og hefur alls gert 47 mörk í 69 úrvalsdeildar-
leikjum í Noregi síðustu þrjú árin. Ríkharður varð í sjötta sæti 1998 meö
15 mörk, 4. sæti í fyrra með 17 mörk og í öðru sæti í ár með 15 mörk.
Tyrggvi hækkaði sig þriðja árið í röð
Tryggvi hefur bætt sig mikið í Noregi og hækkað bæði markaskor og
stoösendingafjölda sinn öll þrjú árin sín í herbúðum norska heim-
skautaliðsins Tromsö. Tryggvi skoraði 8 mörk fyrsta árið, var með 13
mörk í fyrra og svo fímmtán mörk i ár. Stoðsendingar hans voru 4 1998,
sex í fyrra og svo níu í ár. Tryggvi var einnig stigahæsti
(mörk+stoðsendingar) leikmaður íslensku úrvalsdeildarinnar 1995 og
1997 og hefur því náð þeim árangri bæði á íslandi og í Noregi. Tryggvi
skoraði 56 mörk í 88 leikjum í efstu deild á íslandi en hefur skorað 36
mörk í 76 leikjum með Tromsö í Noregi. -ÓÓJ
Norska úrvalsdeildin í knattspyrnu:
Stefnum á
meistaratitil
á næsta ári
- segir Teitur Þórðarson, þjálfari Brann
Þýski handboltinn:
Magdeburg a toppnum
- Ólafur Stefánsson skoraöi sex mörk gegn Nettelstedt
Alfreð Gíslason og lærisveinar
hans í Magdeburg tróna nú á toppi
þýsku 1. deildarinnar í handknatt-
leik með fjórtán stig úr átta leikjum.
Um helgina bar liðið sigurorð af
Nettelstedt, 29-19. Stefan
Kretzschmar var markahæstur hjá
Magdeburg með 13 mörk og Ólafur
Stefánsson skoraði sex mörk.
Þrír með fimm mörk
Essen, lið Patreks Jóhannesson-
ar, er í sjöunda sæti deildarinnar
eftir stórsigur á Hildesheim, 26-17.
Patrekur skoraði fimm mörk fyrir
Essen í leiknum.
Wuppertal fékk skell gegn Gum-
mersbach, 31-20. Dimitri Filipov
var að vanda markahæstur hjá
Wuppertal með átta mörk og Heið-
mar Felixson skoraði tvö.
Bayer Dormagen, undir stjórn
Guðmundar Guðmundssonar, tap-
aði fyrir Eisenach, 27-25, og er í
fjórða neðsta sæti deildarinnar með
þrjú stig. Róbert Sighvatsson skor-
aði fimm mörk fyrir Bayer Dor-
magen.
Sigurður Bjarnason skoraði
einnig fimm mörk fyrir Wetzlar sem
tapaði fyrir Flensburg, 29-36. Lítið
hefur gengið hjá Wetzlar í vetur og
situr liðið í næstneðsta sæti
deildarinnar með tvö stig eftir átta
leiki.
5»
fm
Olafur Stefánsson og félagar hans
-ósk Magdeburg hafa byrjaö vel.
- efstu sætin skipuð íslendingaliðum
Teitur Þórðarson, þjálfari
Brann, fékk uppreisn æru í dag
þegar Brann tryggði sér annað
sætið í norsku úrvalsdeildinni.
Fyrir tíu árum síðan missti
Brann, undir stjórn Teits, af
öðru sæti deildarinnar í síðustu
umferð og ekki er laust við að
Teitur haíl hugsað um atburðina
fyrir áratug þegar líða fór að
leiknum gegn Molde í dag.
Staðan fyrir leikina í dag var
sú að Viking og Brann voru með
jafnmörg stig í öðru og þriðja
sæti deildarinnar með 44 stig en
Viking hafði betri markatölu.
Það þýddi að Brann þurfti að
treysta á Stabæk sem mætti Vik-
ing á heimavelli. Stabæk brást
ekki, gerði jafntefli við Viking. Á
sama tíma fóru lærisveinar Teits
á kostum gegn Molde og unnu,
4-0. .
„Þetta var frábær endir og ég
tel að við getum verið sáttir við
sumarið. Þessi árangur er að
sjálfsögðu ánægjulegur fyrir mig
persónulega en það eru leik-
mennimir sem eiga mestan heið-
urinn,“ sagði Teitur við norska
blaðamenn í gær.
„Ég hef trú á því að ef við höld-
um sama mannskap á næsta ári
þá getum við gert Rosenborg líf-
ið leitt,“ sagði Teitur jafnframt
en bætti við að sökum erfiðrar
fjárhagsstöðu hjá félaginu væri
það ekki raunhæft. -ósk
Það borgar sig greinilega fyrir
norsku úrvalsdeildarliðin að hafa
íslendinga innan sinna raða ef
marka má lokastöðuna í norsku
deildinni ár. Sex efstu lið deildar-
innar eru öll með íslendinga innan-
borðs og í flestum liðanna leika þeir
stórt hlutverk.
Rosenborg, með Árna Gaut Ara-
son innanborðs, var búið að tryggja
sér meistaratitilinn fyrir þessa um-
ferð. Þeir gerðu jafntefli, 1-1, á úti-
velli gegn Moss og meiddist Ámi
Gautur i leiknum. Hann spilaði þó
allan leikinn en óvíst er hvort hann
verði klár þegar Rosenborg mætir
Paris St. Germain á þriðjudaginn 1
meistaradeild Evrópu í París.
Ríkharöur kvaddi meö marki
Lærisveinar Teits Þórðarsonar í
Brann tryggðu sér annað sætið með
stórsigri á Molde, 4-0.
Auðun Helgason og Ríkharður
Daðason kvöddu Viking með jafn-
tefli á útivelli gegn Stabæk, 1-1. Rík-
harður skoraði mark Viking í leikn-
um en jafnteflið gerði það verkum
að Viking endaði í þriðja sæti.
Hvorki Pétur Marteinsson né Marel
Baldvinsson léku með Stabæk sem
hafnaði í fimmta sæti deildarinnar.
Tryggvi Guðmundsson og félagar
hans í Tromso tryggðu sér fjórða
sætið með góðum sigri á
Bodo/Glimt á útivelli, 4-1. Tryggví*
var meðal markaskorara Tromso i
leiknum.
Lillestrom, með Rúnar Kristins-
son í broddi fylkingar, tapaði fyrir
Haugesund, 1-0, en hafnaði samt
sem áður í sjötta sæti.
Þrír kveöja
Þrír íslendingar kveðja nú
norsku úrvalsdeildina. Auðun
Helgason og Rúnar Kristinsson eru
á leiðinni til belgíska félagsins
Lokeren og Ríkharður Daðason fer
til íslendingaliðsins Stoke.
-ósk
Teitur Þórðarson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Brann, sýndi enn
og aftur fram á hversu hæfur þjálfari hann er með því aö ná öðru sæti
deildarinnar með liði sínu Brann.