Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Qupperneq 2
18 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 Sport Þýski handboltinn: Annað tap Kiel í röð Þýskalandsmeistarar Kiel í handknattleik töpuðu um helg- ina sínum öðrum leik í röð í Bundeslígunni. Liðið sótti Flensburg heim og lyktaði leiknum með sigri Flensburg, 30-29, í jöfnum og spennandi leik. Magdeburg vann stórsigur á Wuppertal, 28-19. Ólafur Stef- ánsson skoraði fjögur mörk fyr- ir Magdeburg. Heiðmar Felix- son lék ekki með Wuppertal vegna veikinda. Róbert Duranona skoraði tvö mörk fyrir Nettelstedt sem sigr- aði Hildesheim, 29-22. Minden tapaði fyrir Bad Schwartau, 23-22, þar sem Gúst- ____________af Bjarnason skoraði fjögur mörk fyrir Minden. Essen sigr- aði Dormagen, 25-17, og skor- aði Patrekur Jóhannesson 5 mörk fyrir Essen og átti mjög góðan leik. Úrslit í öðrum leikjum Lemgo sigraði 26-27, Solingen 25-21, og Grosswald- Patrekur Jóhannesson. urðu þau að Gummerbach, sigraði Hameln, Eisenach sigraði stadt, 28-25. Magdeburg er í efsta sæti með 18 stig eftir 10 leiki. Wallau Massenheim er í öðru sæti með 16 stig eftir 9 leiki og Flensburg í þriðja sæti með 15 stig eftir 10 leiki. -JKS Alfreft Gíslasyni gengur allt í haginn með Magdeburg: Umgjörðin eins og best verður á kosið - hefur framlengt samning sinn við liðið til ársins 2004 Undir stjóm Alfreðs Gíslasonar er Magdeburg í efsta sætinu í þýsku Bundeslígunni í handknatt- leik. Alfreð tók við þjálfun liðsins í fyrra og hafnaði það þá í þriðja sæti og varð Evrópumeistari félagsliða. Mikil ánægja er með störf Al- freðs og óskuðu forsvarsmenn liðs- ins eftir því að hann framlengdi samning sinn við félagið og skrifaði hann undir samning sem gildir til ársins 2004. Magdeburg hefur fengið lofsamlega ummæli fyrir leik sinn í þýskum fjölmiðlum og er fullyrt að liðið hafl ekki verið jafnsterkt í mörg ár. Nánast óbreytt lið Alfreð var ekki að gera mikið úr frammistöðu liðsins það sem af er timabilsins. Hann sagði þó liðið vera að leika vel og sér sýndist það enn sterkara en í fyrra. Alfreð tefl- ir fram nánast óbreyttu liði sem hann segir meira samæft og nú þekkist menn betur. Magdeburg fékk Rússann Gudinov fyrir tímabilið og sagði Al- freð hann vera að leika mjög vel til þessa. Þegar tíu mnferðum er lokið hefur liðið ekki tapað leik. Fimm lið berjast um titilinn í vetur - Hvaða lið koma til með að berj- ast um Þýskalandsmeistaratitilinn i vetur, að mati Alfreðs? „Það verður Kiel, Lemgo, Flens- burg og að sjálfsögðu við. Wallau Massenheim hefur byrjað vel og ef liðið heldur áfram á þessari braut verður það með í baráttunni. Ann- ars er ómögulegt að spá nokkuð í þessa hluti því þeir eru fljótir að breytast. Það má ekkert bera út af og meiðsli leikmanna geta sett strik í reikninginn." Deildin er sterkari og fleiri nöfn að bætast við „Nú er sagt að þýska deildin sé sú sterkasta í heimi. Er hún ef til vill sterkari nú en áður? „Ég held að deddin sé sterkari núna en í fyrra. Það eru alltaf fleiri sterkir leikmenn að koma inn i hana. Lemgo hefur fengið Svisslendinginn Baumgartner aftur og fleiri nöfn væri hægt að nefna.“ „Ekki voru Þjóðverjar ánægðir með frammistöðu sinna manna á Ólympíuleikunum í Sydney? „Nei, þeir urðu fyrir svolitlu áfalli en liðið varð þó oft að leika vel að mínu mati og átti meira skilið. Þýska landsliðið lenti í flmmta sæti og það var bara bölvað klúður hjá því. Þjóðverjar ætluðu sér miklu meira og voru hreinlega óheppnir í nokkrum leikjum. Heiner Brand verður áfram þjálfari liðsins en hins vegar hafa nokkrir leikmenn ákveð- ið að hætta eða taka sér í það minnsta hvfld. Vinstrihandar- skyttan Zerber hættir og Holpert, markvörður frá Flensburg, ætlar að hvila sig í bfli. Af þessum sökum verða Þjóðverjar eitthvað slakari á heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. Það eru nokkrir ungir strákar að koma inn í landsliðið núna og þeir þurfa sinn tíma.“ „Það hlýtur að vera mikil stemning i kringum Mag- deburg-liðið þessa dagana? „Umgjörðin er gríðarlega skemmtileg og hún er raunar eins og best verður á kosið. Það er alltaf uppselt á heima- leikjum liðsins en það komast hátt í sex þúsund áhorfendur í Alfreö Gíslason er oröinn stórt nafn í þýska handboltanum. Alfreö ætlar ekki síöur aö sanna sig sem þjálfari en sem leikmaöur á sínum ferli. Alfreö lék lengstum með Essen. Hann þjálfaði fyrst Hameln en síöan lá leiöin til Magdeburg þar sem allt leikur í lyndi. Liöiö er í efsta sæti Bundeslígunnar og er líklegt til afreka í vetur ef heldur fram sem horfir. Óiafur Stefánsson leikur stórt hlutverk hjá Magdeburg og í leikjunum til þessa í deildinni hefur hann náö sér sérlega vel á strik. Hér sést Ólafur hampa Evrópumeistarabikar félagsliða sem liöiö vann í fyrra. nýju höllina. í leiknum um helgina gegn Wuppertal gaf ég yngri leik- mönnunum tækifæri og hvíldi lengstum þá eldri og reyndari. Það er mikið álag á liðinu og við leikum aftur á miðvikudag og síðan fer Evrópukeppnin af stað eftir tíu daga.“ Hef frjálsar hendur og geri það sem ég vil - Hvemig sérð þú framtíð þína hjá félaginu? „Ég fæ frjálsar hendur með liðið og geri nánast allt sem ég vfl. Það standa mjög öflugir aðflar á bak við liðið og starfið allt í kringum það er sterkt. Það er gríðarlegur áhugi á handbolta í Magdeburg og íþróttin er sú vinsælasta í borginni. Knatt- spymuliði félagsins hefur ekki gengið vel og er í 4. deild svo það er engin samkeppni þaðan. Við höfum ótakmarkaða æfingarmöguleika á öllum sviðum og getum sagt að um- hverfið sé fúflkomið. Á dögunum komu forsvarsmenn liðsins að máli við mig og spurðu hvort ég vildi ekki framlengja samning minn við félagið. Ég réði lengd hans en nið- urstaðan var að framlengja hann tfl 2004. Mér og fjölskyldunni líkar mjög vel í Þýskalandi og öll bömin ganga í skóla hér.“ Líður vel í Þýskalandi og handboltinn er mitt áhuga- mál - Sérðu fyrir þér að þú snúir aft- ur heim til íslands eftir að þjálfun- inni lýkur? „Ég er ekkert farinn að hugsa um það en maður veit aldrei samt hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér líð- ur mjög vel hérna og handboltinn er mitt áhugamál. Það gengur vel og launin eru ágæt.“ - Em íslendingamir í deildinni ekki að leika vel? „Ólafur Stefánsson er að leika mjög vel hjá mér og eins Patrekur Jóhannesson hjá Essen. Guðmund- ur Hrafnkelsson hefur verið að standa sig vel i markinu hjá Nor- dom. Ég hef ekki séð til fleiri ís- lendinga enn sem komið,“ sagði Al- freð Gíslason. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.