Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Page 3
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 19 I>V Sport Kristín Rós Hákonardóttir setti svip sinn á sundkeppni ólympíumótsins meö framgöngu sinni. Árangur Kristínar Rósar Hákonardóttur stendur upp úr: Heim með fjóra verðlaunapeninga - vann tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í Sydney Kristín Rós Hákonardóttir á efsta þrepi verðlaunapalls eftir sigurinn í 100 metra bringusundi þar sem hún setti einnig heimsmet. Ólympíumóti fatlaöra í Sydney í Ástralíu lauk um helgina. Sex íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu, fjórir sundmenn og tveir frjálsiþróttamenn. Þótt markmið keppenda sé fyrst og fremst að vera þátttakendur á svona móti stendur árangur Kristínar Rósar Hákonardóttur upp úr. Hún kemur með tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun heim frá mótinu, sannarlega glæsilegur árangur sem íslendingar geta verið stoltir af. 27 ára gömul og hefur keppt á fjórum mótum Kristín Rós, sem er 27 ára gömul, var að keppa á sínu fjórða ólympíumóti en hún var aðeins 15 ára gömul þegar hún keppti í Seoul 1988. Hún vann gull í 100 metra bringusundi, synti á 1:35,64 mínútum, og vann gullverðlaun I 100 metra baksundi, synti á 1:26,31 mínútum. Bronsverðlaun vann hún í 200 m fjórsundi en þá vegalengd synti hún á 3:20,28 mínútum og síðan vann hún brons í 100 metra skriðsundi á 1:18,05 mínútum. Auk þess að sigra í 100 metra bringusundi setti hún heimsmet í greininni. íslensku keppendurnir dvelja í Sydney í nokkra daga áður en haldið verður heim til íslands. -JKS Viktor stal senunni - á Norðurlandamóti unglinga í Ösló Viktor Kristmannsson varð Norðurlandameistari drengja í fjöl- þraut á Norðurlandamótinu sem haldið var i Ósló um helgina. Vikt- or hlaut einkunnina 50.050 stig. í liðakeppninni hafnaði ísland í fimmta sæti. í gær var síðan keppt í einstök- um áhöldum og þar bætti Viktor við sig þrennum gullverðlaunum með þvi að sigra I æfingum á gólfi, á bogahesti og tvíslá. Hann hlaut einnig bronsverðlaun fyrir æfingar á tvíslá. Stjarnan í 4. sæti í Birmingham Stjaman úr Garðabæ varð í fjórða sæti í úrslitum á Evrópumót- inu i hópfimleikum sem fram fór í Birmingham á Englandi. Á gólfi fékk liðið 9,0 sem var hæsta ein- kunn sem gefin var. Á trampolini fékk liðið 8,45 og á dýnu 8,0. Liðið var í efsta sæti eftir keppni á tveim- ur áhöldum en eftir æfingar á dýn- unni var ekki lengur möguleiki á verðlaunasæti. Það var dönsk sveit frá Helsingor sem sigraði með 25,98 stig og danska liðið Gastrup lenti í öðru sæti með 25,8 stig. Þýska liðið Berlín TCS, sem varð Evrópumeist- ari 1998, varð að gera sér þriðja sæti að góðu með 25,7 stig. -JKS Edilon Hreinsson til Framara Edilon Hreinsson skrifaði um helgina undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarlið Fram i knatt- spymu. Edilon, sem er 21 árs gam- all miðjumaður, hefur allan sinn feril leikið með KR en var leigður til ÍR á síðasta tímabili. „Það er góður styrkur að fá Ed- ilon til okkar. Við ætlum samt að byggja liöið upp á yngri leikmönn- um sem fyrir em hjá félaginu,“ sagði Kristinn R. Jónsson. Hilmar Bjömsson er hættur hjá Fram og líkur á því að hann fari til FH. Sigurvin Ólafsson hefur átt i viðræðum við Eyjamenn undanfar- ið. -JKS Viktor Kristmannsson er mikiö efni og veröur eflaust skemmtilegt aö fylgjast meö honum í framtíðinni. Gunnleifur stendur sig vel á æfingum Gunnleifur Gunnleifsson, mark- vörður Keflvíkinga, hefur verið að standa sig vel á æfingum hjá enska 2. deildar liðinu Bury. Gunnleifur fór utan í síðustu viku og mun lík- lega leika með varaliðinu á mið- vikudagskvöldið. Andy Preece, knattspymustjóri liðsins, er ánægð- ur með það sem hann hefur séð til Gunnleifs. Ef hlutimir ganga ekki upp hjá Bury er líklegt að Gunnleifur reyni fyrir sér hjá Sheffield United. Guðmundur ekki til Aalst Ekkert verður af því að Guð- mundur Steinarsson fari til Aalst í Belgiu. Það var sameiginleg niður- staða hans og Keflvíkinga að fara ekki enda var lítið sem ekkert í boði. -JKS Það var hart tekist á á ísnum á laugardag. DV-mynd Hilmar Þór ísknattleikur: Brutu ísinn - fyrsti sigur Bjarnarins á SA í meistaraflokki Bjöminn vann Skautafélag Akur- eyrar, 13-8, í skemmtilegum leik í Skautahöllinni í Laugardal á laugar- dagskvöldið. Þar með braut Bjöminn ísinn og vann SA í fyrsta sinn i leik í meistaraflokki. Leikurinn var á köflum mjög harð- ur og var mikið um brottvísanir hjá báðum liðum, eða 10 hjá hvora liði. Fyrsti leikhluti fór 3-3, annan leik- hluta vann Bjöminn 5-3 og þann síð- asta 5-2. Greinilegt var að úthald leikmanna Bjamarins var meira eins og sést af úrslitum seinni leikhlutanna tveggja og býr liðið að þrekæfingum síðasta sumars sem byrjuðu um miðjan júlí. Mikill hraði einkenndi leikinn sem var hraður og skemmtilegur á að horfa fyrir hina 200 áhorfendur sem fylgdust með leiknum. Fyrir Björninn: (Mörk stoösend- ingar.j Sigurður Einar Sveinbjarnarson 5/2, Jónas Breki Magnússon 3/1, Sergei Zak 3/3, Snorri Gunnar Sigurð- arson 1/5, Glenn Hammer 1/1. Fyrir Skautafélag Akureyrar (Mörk/stoðsendingar): Sigurður Sveinn Sigurðsson 2/1, Rúnar Rúnarsson 2/0, Leifur Finney 2/0, Ingvar Þór Jónsson 1/2, Stefán Hrafnsson 1/1, Haraldur Vilhjálms- son 0/1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.