Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Qupperneq 9
24 + 25^ Sport Stjörnumenn kjöldregnir „Við lögðum upp með að koma ákveðnir tii leiks. Ég taldi að fyrstu 20 mínútumar væru mjög mikil- vægar þar sem Stjörnumenn hafa ekki byrjaö vel og sjálfstraustið kannski ekki nógu gott hjá þeim. Ég er mjög ánægður með hvað strák- arnir komu vel innstilltir í leikinn. Við erum á réttri leið en það eru þó enn hlutir sem ég er ekki sáttur við,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, eftir að hans menn unnu ör- uggan sigur á Stjömunni, 24-19, á Hlíðarenda. Sigurinn var mun ör- uggari en þesssir tölur gefa til kynna því Stjaman saxaði nokkuð á for- skot heimamanna á síðustu 20 mínútum leiksins. Það var snemma ljóst hvert stefndi. Valsmenn léku 5:1 vörn þar sem Snorri Steinn Guðjónsson kom út á móti sóknarmönnum og þetta var múr sem Stjömunni reyndist erfitt að rjúfa. Styrkur vamarinnar sést best á því að Eduard Moskalen- ko, hinum sterka línumanni, var nánast alveg haldið niðri til að byrja með og hefur ekki mörgum vörnum tekist það. Það liöu tíu og hálf mínúta þar tO Stjömumenn komust á blað og eftir 19 mínútur var staðan orðin 10-3. Júlíus Jónasson fór mikinn í byrjun leiks og skoraði fjögur af sex fyrstu mörkum liðsins en síðan tóku Snorri og Daníel Ragnarsson við markaskorinu. Fyrir aftan vörnin varði svo Roland Eradze eins og berserkur og allt þetta gerði sókn Stjömunnar ráðþrota. Forystan var átta mörk í leikhléi og mest níu mörk i síðari hálfleik. Það var alveg sama þótt Stjaman reyndi að breyta um vamaraðferð, þ.e. úr flatri vöm í 4:2 og síðan 5:1, ekkert gekk. Það var ekki fyrr en á síðari hluta síðari hálfleiks sem fór að sax- ast á forskotið, mest fyrir það að Valsmenn slökuðu á klónni eins og lið hneigjast oft til að gera sem hafa svo mikið forskot. Stjörnumenn náðu muninum mest niður í fjögur mörk en hann endaði í fimm mörk- um. Það var frábær vörn sem skóp sigur Valsmanna fyrst og fremst. í sókninni bar mest á Snorra og Ingvari Sverrissyni í hominu auk þess sem Júlíus byrjaði af krafti eins og áöur sagði og var feykisterk- ur í vöminni. Eradze var auk þess frábær í markinu. Hjá Stjömunni varði Birkir oft ágætlega og Moska- lenko sýndi stundum góða takta þrátt fyrir að vera oft í strangri gæslu. Aðrir vom langt frá sínu besta. -HI Snorri Steinn Guðjóns- son spilaöi vel fyrir Val á föstudaginn og ógnar hér vörn Stjörnunnar. DV-mynd Hilmar Þór Enn eitt tap - Blikar bættu sig en töpuöu samt með 9 mörkum fyrir FH NIS5AN Staðan: Haukar 6 6 0 186-138 12 Fram 6 6 0 160-132 12 Valur 6 5 1 131-108 10 IBV 6 4 2 167-148 8 Afturelding 6 3 3 168-154 6 FH 6 3 3 157-143 6 KA 6 3 3 152-147 6 Grótta/KR 6 3 3 151-152 6 ÍR 6 2 4 133-150 4 Stjarnan 6 1 5 151-166 2 HK 6 0 6 137-172 0 Breiðablik 6 0 6 124-202 0 Markahæstir: Halldór Ingólfsson, Haukum . . 53/22 Alexander Petersons, Gróttu/KR . 40 Hilmar Þórlindsson, Gróttu/KR 39/18 Guöjón Valur Sigurðsson, KA . 37/11 Jaliesky Garcia, HK..........36/10 Heimir Örn Árnason, KA .........34 Björgvin Rúnarsson, Stjörnunni 34/2 Bjöm Hólmþórsson, Breiðabliki . 34/8 Mindausgas Andriuska, iBV ... 33/6 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu .32/13 Botnlið Breiðabliks tók á móti FH í Smáranum á laugardag og mátti þola enn eitt tapið. Gestirnir frá Hafnarfirði fóru með sigur af hólmi, nokkuð sannfærandi, 24-33, þrátt fyrir að hafa ekki átt neinn stórleik. Munurinn var ávallt 5-6 mörk en FH-ingar náðu að auka muninn í lokin. „Við settum okkur það takmark fyrir leikinn að sigra með 8-10 mörkum og það tókst þannig að ég er svona mátulega sáttur. Vörnin hefði átt að vera betri en okkur vantaði meiri þolinmæði þegar við vorum að verjast. Það er erfitt að halda mönnum á tánum í svona leikjum. Blikarnir eru að bæta sig, sérstaklega í sókn, þar sem þeirra aðgerðir eru orönar agaðari,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH, við DV að leik loknum. FH-ingar gerðu lítið annað en það sem þurfti til að innbyrða 2 stig að þessu sinni. Menn voru að gera mistök í vörninni og skrifast þau flest á einbeitingarleysi. Guðmund- ur gat leyft sér að hvila Bergsvein í markinu og spilaði Jónas Stefánsson þorrann af leiknum. Victor Guðmundsson var atkvæða- mestur í sókninni og Valur Amar- son sá um að dreifa spilinu vel. Það er ljóst að Breiðablik á langan og erfiðan vetur fyrir höndum. Liðið barðist ágætlega og þokkaleg stígandi er í leik liðsins, en hvort það dugi tU aö liðið haldi sér uppi er harla ólíklegt. Björn meö ágæta takta Bjöm Hólmgeirsson sýndi ágætis- takta í seinni hálfleik en var frekar ragur í þeim fyrri. Zoltan Belanyi hefði mátt reyna meira í sókninni og Rússinn Andrei Lasarev vann vel úr því sem hann fékk úr að moða á línunni. Athygli vakti hversu slakur Slavisa Rakanovis var og viröist hann lítið geta hjálpað liöinu í þeirri erfiöu baráttu sem fram undan er. -BG MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 DV DV Aliaksandr Sahmkuts, Haukum, og Sverrir Björnsson, HK, takast hér hart á í leik liöanna á laugardag en þeir Jón Bessi Erlingsen og Jaliesky Garcia fylgjast meö. HK stóð lengi vel í íslandsmeisturunum en í síöari hálfleiknum dró í sundur með liðunum og Haukar sigruðu nokkuð auðveldlega. DV-mynd Hilmar Þór íslandsmeistarar Hauka náðu að leggja HK að velli, 29-23, í miklum baráttuleik í Hafnarfirði á laugardag og eru íslandsmeistar- amir nú einir á toppn- um en HK situr með hinu Kópavogsliðinu á botninum án stiga. Haukar voru að vinna sinn sjötta sigur í deild- inni og eru eina liðið sem enn er taplaust og má segja aö þetta sé óskabyrjun fyrir meist- arana, þó hafa HK-menn HK óþægur Ijár f þúfu. alltaf haft tök á Haukamönnum og náðu þeir að velgja þeim vel undir ugg- um. HK sýndu mikla baráttu í leiknum og virðist sem Páli Ólafs- syni sé að takast að koma liðinu saman. Tölumar í leikslok sýna ekki réttan gang leiksins en hann var jafn og mikil barátta en í lokin fóru Bjami Frostason markvörð- ur og Haukavömin að verja vel og þá tókst Haukamönnum að síga fram úr. Vorum ekki aö klára færin Páll Ólafsson, þjálfari HK, var að vonum ekki ánægður með að tapa þessum leik, sem er von, hann sagði að honum heföi fundist að liö- ið væri að ná betur og betur saman og þetta væri að koma hjá því. „Við vorum að fá færi og vömin er að koma hjá okkur. Við voram ekki að klára færin sem við fengum i rest- ina en í lokin hafði Bjarni lokað leiðinni að markinu. Hefði okkur tekist að komast í 23-24 hefðum við átt mikla von um að vinna leikinn. Munurinn á styrk liðanna var ekki svo mikill ef maður lítur á hvar liðin standa í deild- inni, Haukar efstir og HK neöstir," sagði Páll að leik loknum. Baráttu- leikur Viggó Sig- urðsson, þjálfari Hauka Viggó Sigurðsson, þjálfari var ánægður Hauka, er að gera góða með sína menn hluti meö liöiö- og hann sagði að þeir hefðu unnið þetta í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir náðu þriggja marka forystu. „Þeir eru ekki með það breiðan hóp og það er alltaf erfitt að þurfa að vinna upp svona forskot en HK-menn voru nærri búnir að ná okkur, Bjami byrjaöi að verja og vömin aö starfa rétt og það skipti sköpum. Þetta var baráttuleikur og hafa HK-menn alltaf haft tök á Haukum, þeir voru að spila vel í fyrri hálf- leik en við náðum að hrista þá af okkur.“ Halldór Ingólfsson var afar ánægður með að ná að leggja HK- menn að velli, þetta hefði verið mikil barátta en Haukamir hefðu verið sterkari á endasprettinum. Halldór sagði það gaman að vera búinn að vinna fyrstu sex leikina og væri meiningin að halda sínu striki og verja íslandsmeistaratitil- in og ná sér í fleiri titla Bestir í liöi Hauka voru Bjami Frostason sem varði vel í lokin og Óskar Ármannsson en í liði HK voru Óskar Elvar Óskarsson, Guð- jón Hauksson og Amar Freyr Reyn- isson að gera ágætishluti. -EH Sport Valur-Stjarnan 24-19 4-0, 5-2, 10-3, 11-5, (14-6), 15-6, 17-8, 18-11, 19-13, 20-15, 21-17, 23-17, 24-18, 24-19. Valur Mörk/viti (skot/viti): Júlíus Jónasson 5(7), Snorri Guðjónsson 5 (7), Ingvar Sverrisson 4(7), Daníel Ragnarsson 3/5), Markís Michaelsson 3/2 (6/2), Fannar Þorbjörnsson 2(2), Valdimar Grímsson 2(4/2), Valgarð Thoroddsen (1). Mörk úr hraóaupphlaupunu 4 (Júlíus 2, Ingvar 1, Snorri 1). Vitanýting: Skorað úr 2 af 4. Varin skot/viti (skot á sig): Roland Eradze 22(42/4, 52%) Brottvisanir: 8 mínútur Stiarnan Mörk/viti (skot/víti): Eduard Moska- lenko 4(5), Magnús Sigurðsson 4/3 (9/3), * Hafsteinn Hafsteinsson 3(5), Björgvin Rúnarsson 3(7), David Kekelion 2(4), Arnar Pétursson 2(13/1), Sigurður Við- arsson 1(7), Bjarni Gunnarsson (1). Mörk iír hraöaupphlaupum: 6 (Haf- steinn 2, Amar 1, Björgvin 1, Moskalen- ko 1, Kekelion 1). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/víti (skot á sig): Birkir í. Guðmundsson 11/2 (35/4, 31%) Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Bjarni Viggóssonog Valgeir Ómarsson, 5. Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 300. Maöur leiksins: Roland Eradze, Val. Haukar-HK 29-23 1-0, 3-1, 4-2, 8-7, 10-8, 12-10, 14-11,(14-14), 16-14, 19-16, 20-18, 23-18, 24-20, 24-22, 26-22, 28-22, 29-23. Haukar Mörk/viti (skot/viti): Óskar Ármann- son 7/3 (12/4), Einar Örn Jónsson 6 (7), Jón K. Björnsson 6 (7/1), Halldór Ingólfs- son 4/l(7/2), Aliaksandr Shamkuts 2 (2), Þorvarður Tjörvi Ólafsson 2 (2), Rúnar Sigtryggsson 2 (5,) Petr Baumruk (2), Einar Gunnarsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 7 (Jón 3, Þorvarður 2, Einar Ö. 1, Shamkuts 1). Vitanýting: Skoraö úr 4 af 7. Varin skot/víti (skot á sig): Bjarni Frostason 9/3, Magnús Sigmundsson 2/1. Brottvisanir: 6 mínútur HK Mörk/víti (skot/viti): Óskar Elvar Óskarsson 7/2 (11/2), Jalvsky Garcia 6/2 (11/5), Guðjón Hauks- son 5 (8/1) Samúel Árnason 2 (2), Jón H. Gunnarsson 2 (3/0), Jón B. Ellingsen 1 (1), Sverrir Bjömsson 0 (5), Alexander Arnarsson 0 (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Óskar 2, Guðjón 2). Vitanýting: Skorað úr 4 af 8. Varin skot/viti (skot á sig): Arnar F. Reynisson 7/2, Hlynur Jóhannesson 0/0. Brottvísanir: 16 mínútur (Jón Bessi rautt spjald fyrir 3x2 mín.). Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðs- son Ólafur Haraldsson (7). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 100. Maöur leiksins: Óskar Ármannsson, Haukum Breiöablik-FH 24-33 0-1, 2-3. 3-6, 8-14, (12-17), 13-17, 15-20, 21- 28, 24-33. Breiöahlik Mörk/viti (skot/viti): Björn Hólmgeirsson 5/1 (10/1), Zoltan Belanyi 5 (5), Halldór Guðjónsson 5/3 (8/3), Garðar Guðmundsson 4 (4), Andrei Lasarov 3 (5), Sigtryggur Kolbeinsson 2 (9) , Slavisa Rakanovic (3), Stefán Guðmundsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Belanyi) Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/víti (skot á sig): Guðmundur K. Geirsson 5 (26/2, 19%) Brottvisanir: 10 mínútur FH Mörk/viti (skot/viti): Victor Guðmundsson 8 (8), Sigurgeir Ægisson 5 (10) , Valur Arnarson 4 (5), Hálfdán Þórðarson 4 (6), Guðmundur Pedersen 4/2 (6/2), Lárus Long 3 (4), Pálmi Hlöðversson 2( 3), Héðinn Gilsson 2 (2), Gunnar Gunnarsson 1 (1). Mörk úr hraóaupphlaupunu 4 (Victor 2, Valur, Hálfdán) Vitanýting: Skorað úr 2 af 2. Varin skot/viti (skot á sig): Jónas Stefánsson 6 (30/2, 20%) Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, (8) Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 165. Maöur leiksins: Victor Guðmundsson, FH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.