Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 Skoðun H>'V Jafnrétti eða frekja og yfirgangur? Hrafnkeil Daníelssson skrifar: Það hvarflar að manni, þegar konur eru að krefjast þess að vera metnar til jafns á við karlmenn, hvað það er sem konur raunverulega vilja. Jú, þær vilja fá jafnan rétt til að vinna sömu vinnu og karlmenn og fá sömu laun fyrir sömu vinnu og þeir. Sem er bara sjálfsagt þeg- ar um störf er að ræða. En þegar konur fara fram á það að verða teknar fram fyrir karlana, þá er auðvitað of langt gengið. Sem dæmi í jafnréttislögum mn ójafnréttið er tekið fram, að ef tveir umsækjendur eru um sama starflð, karl og kona, og báðir jafnhæfir til að gegna því, þá skal ráða konuna. En á hvaða forsendum? Auðvitað á að taka báða umsækjendur og leggja fyrir þá hæfnispróf og sá sem betur stendur sig i því fái starfið. Þetta myndi ég kalla jafnrétti, ekki hitt sem að ofan greinir. En margt er það sem orðið hefur konuni til bölvunar frekar en blessunar í jafnréttisbaráttu þeirra og má taka ýmis dæmi. Ég læt nægja að minnast á það hvernig margar haga sér þegar þær fara út á lífið eins og sagt er. Oftar en ekki hef ég orðið vitni að því að konur haga sér ekki vitund skár á skemmtistöðum en götudræsur stór- borga úti í heimi. Þessi hegðun er ekki mikið rædd í fjölmiðlum þegar fjallað er um jafnréttisbaráttuna í víðu samhengi. Það var þó stórmerkilegt mál sem kona ein sagði frá í DV 1. nóv. sl. af konukvöldi er haldið var á Hótel ís- landi í boði útvarpsstöðvarinnar Létt 96,7. Segir þar frá því að sumar konumar hafi tekið þátt í strippi með karlstrippara sem kom þar fram. Og áfram heldur greinin. „Ein konan lét höfuð sitt hverfa undir svuntuna (karlstripparinn var víst nakinn að undanskilinni svartri svuntu) og dvaldi þar alllengi meðan salurinn æpti af fögnuði." Seinna í greininni seg- ir svo frá. „Um þverbak keyrði þó í lokaatriðinu þegar ein konan lagðist á bakið á sviðið með útglennta fætur og dró stripparann yfir sig. Lágu þau lengi á sviðinu í taktföstum hrynjanda tónlistarinnar sem vart heyrðist fyrir hvatningarhrópum kynsystra konunnar sem á sviðinu lá með stripparann á milli fótanna „. Þetta minnir mig helst á atriði í lélegri klámmynd. Eru þetta húsmæðurnar sem skreppa út til að skemmta sér með vinkonum sínum stöku sinnum? Ég held að konur ættu að staldra við og skoða sjónar- mið sín áður en þær fara yfír strikið, ef þær eru þá ekki þegar komnar yfir það á sumum sviðum nú þegar. Það er eitt að fá jafnréttið, annað að fara með það. Hvað hefði verið gert ef þetta heföi verið karlmaður sem hag- Líf og fjör meö stripparanum. „Húsmæðurnar skreppa út til að skemmta sér stöku sinnum. “ „Ég held að konur œttu að staldra við og skoða sjónarmið sín áður en þœr fara yfir strikið, ef þœr eru þá ekki þegar komnar yfir það á sumum sviðum nú þegar.“ aði sér svona þar sem kvenstrippari var að sýna? - Svari hver fyrir sig. Brjóta lífeyrissjóðir á sjóðfélögum? Hvað heldur þú að kennara- verkfallið verði langt? (Spurt i Fiöibrautaskólanum í Breiðholti) Stefán Andrésson kennari: Vonandi stutt, ég vona að það verði fljótt samið. Gunnar Bachmann kennari: Ekki minna en 1-2 vikur, en auðvit- að vona ég að það verði stutt. Sveinn Ingi Sveinsson kennari: 10 dagar, lágmark. Erla Gísladóttir skrifstofustjóri: Ég myndi segja út vikuna. Stefán Benediktsson aöstoöarskólameistari: Það verður í nákvæmlega 6 daga. Það eru allir launalausir þangaö til. Haildóra M. Halldórsdóttir námsráögjafi: Ég treysti því að það verði ekki leng- ur en út vikuna. Haildör K. Gunnarsson skrifar: Þvingunaraðgerðir sem viðhafðar eru hjá vissum lífeyrissjóði gagn- vart sjóðfélögum sem skipta um starfsvettvang og hefja greiðslu til annars lífeyrissjóðs verða að teljast mjög hæpnar, svo ekki sé meira sagt. Þær felast í því að um leið og viðkomandi fer að borga til annars lífeyrissjóðs eða hættir greiðslum til sjóðsins vegna einhverra ann- arra ástæðna eru hæstu lögleyfðir vextir settir á lán viðviðkomandi án tafar (vextir hækkaðir úr 6% í rúm 9%), eða um 50% vaxtahækkun, Sömuleiðis skapast miklir erfiðleikar selji sjóðfélagi íbúð sína með áhvílandi líf- eyrissjóðsláni og skiptir um leið um lífeyrissjóð því þá fær kaupandi íbúðarinnar þessa vaxtahœkkun sem er auðvitað öllum venjulegum launamönnum ofviða. Sömuleiðis skapast miklir erfið- leikar selji sjóðfélagi íbúð sína með áhvílandi lífeyrissjóðsláni og skipt- ir um leið um lífeyrissjóð, því þá fær kaupandi íbúðarinnar þessa vaxtahækkun. Það ber að vara fólk við því að taka við lánum frá Sam- einaða lífeyrissjóðnum við íbúðar- kaup. Sömuleiðis skal fólk varað við því að hafi það ekki borgað iðgjöld til sjóðsins sl. 6 mánuði einhverra hluta vegna er það réttlaust og fær engar lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum vegna örorkumissis, þótt það hafi borgað til sjóðsins áratugum saman. Hér er mál fyrir löggjafarsamkund- una að koma að. I vetrarófæröinni. - Negld dekk - bara til að vera öruggur. Naglar nauðsynlegir Ökumaður skrifar: Ég er búinn að aka svo lengi að ég missi senn ökuleyfið vegna aldurs. Ég bendi hins vegar ökumönnum og bif- reiðaeigendum á að varasamt er að aka á svokölluðum vetrardekkkjum eingöngu, þ.e. án naglanna. Sannleik- urinn er sá að lendi maður í óhappi og vafi leikur á hvor aðilinn er í rétti þá er segin saga að bæði lögregla og þó einkum tryggingafélag ber þvi ávallt við að viðkomandi hafi ekki verið nægilega búinn til vetrarakst- urs ef góð dekk - og negld - vantar. í reglugerð segir að maður eigi að vera rétt búinn til vetraraksturs og geta brugðist við aðstæðum hverju sinni. Það er óspart notað gegn manni sé maður ekki á hinum fullkomnustu dekkjum, með nöglum. Kúburytþminn Gunni hringdi: Bubbi Morthens hefúr fyrir löngu skráð sig inn sem listamann þjóðarinn- ar í ljóðasöng. Lög hans eru auðvitað misjöfn en hann fer ávallt vel með það sem hann flytur. Sérstaklega voru lög- in hans með Kúbubandinu, sællar minningar, eftirtektarverð og einstak- lega áheyrileg. Það bætti ótrúlega að hafa þessa listamenn frá Kúbu með söngvaranum. Þessi Kúburyþmi er ein- stakur og slær náttúrlega út gítarinn sem ég flokka nú alltaf undir einhvers konar fátækratónlist nema auðvitað þegar spænski gítarinn er annars veg- ar. Ég vil fá Bubba aftur í gang með betri undirleik en gítarinn, takk. Herjólfur býst til brottfarar. - Hve lengi enn? Herjólfi lagt líka Guðmundur Kristjánsson skrifar: Ég er þess fullviss, fyrir mína parta, að skrípaleikurinn í kringum útboðið á rekstri Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs er til þess gerður að hætta rekstri Herjólfs fyrir fullt og allt. Þá verður mönnum bara sagt: þið eigið að íljúga. Muna menn hvernig fór þegar Ríkisskip voru lögð niður? Allt til að koma flutningum á fólki og varningi í flug og bíl. Akraborginni hefur verið lagt af sömu ástæðum; nú fer allt með bílum þangað. Fagranes- ið á ísafirði er þegar úr leik og ráð- gert er að leggja niðrn- Breiðafjarðar- ferjuna Baldur. Sem sé: Allt sem heit- ir farþegaflutningar á sjó skal skorið af. Vestmannaeyingar, bíðið og sjáið hvað gerist. Miðasala í strætó Steingrímur Kristjónsson skrifar: Nú er búið að koma því í gegn að almenningur getur keypt strætis- vagnamiða hér í Reykjavík fyrir vagnana sem aka í Kópavog, Garða- bæ og Hafnarfjörð, en þó með þeim annmörkum að elli- og örorkuþegar geta ekki keypt þá. Miðar fyrir þá hópa eru afgreiddir í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarflrði. Við sem búum hér í Reykjavík getum hins vegar ekki keypt þessa miða þar held- ur eingöngu í Reykjavík. Þessu verð- ur að kippa í lag og skora ég á við- komandi ráðamenn að leysa málið. Lesendur geta hringt allan sólarhring- Inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Átak að hætta við átak Byggðastefna rikisstjómar íslands er skýr. Á yfirborðinu á að gera öllum til geðs með því að viðhalda góðæri, en á sama tima er auðvitað ekki hægt að ganga að því sem gefnu að allir hafi sama rétt á að njóta góðærisins. Sem sagt góðæri fyrir alla nema suma. Borðleggjandi er að þensla, uppbygging og þar með góðærið margfræga þrífst best í höfuðborg- inni og nágrannabyggðum. Þá hefur um árarað- ir verið rekið apparat á vegum hins opinbera sem ber heitið Byggðastofnun. Þessi stofnun hef- ur það göfuga hlutverk að rétta landsbyggðar- mönnum þá brauðmola sem hrökkva af allsnægtarborðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem vitað er að landsbyggðarlýðurinn hefur ekki meira vit til að bjarga sér en apar í búri, þá er Byggðastofnun ætlað að hafa vit fyrir þessu fólki. Það gengur auðvitað ekki að þessir ómagar æði um og hrifsi til sín i krafti frumskóg- arlögmáls þá mola sem falla til af veisluborðum við Faxaflóa. Nei, slikt er ekki hægt að láta við- gangast. Þess vegna er vandlega séð til þess að Byggðastofnun úthluti þessu fágætu molum að vandlega athuguðu máli og samkvæmt ýtrustu pólitísku reglum. Af einskærri góðmennsku við landsbyggðarlýð- inn var gerður samningur á milli Byggðastofnun- Vandi formannsins felst í því að nú verður hann að finna upp nýtt átak til að fá landsbyggðarlýðinn til að skilja að hann þurfi ekki að vonast eftir neinni ölmusu að sunnan. Það verður án efa mikið átak fyrir formanninn. ar og atvinnuþróunarfélaga vitt og breitt um land- ið um að efna til gríðarmikils átaks i atvinnumál- um. Ákveðið var að leggja helling af milljónum í þetta átak, sem hefur m.a. falist í því að kenna landsbyggðarfólki að sækja um vinnu á höfuð- borgarsvæðinu. Það kom hins vegar í ljós að þessi útkjálkalýður kann ekkert með opinbert fé að fara og skilur ekki að raunverulegur tilgang- ur með ölmusunni var að fá það til að hunskast burt úr sínum héruðum og skunda suöur. Fyrst þessir ómagar vilja ekki skilja þetta með góðu var ekki um annað að ræða en að segja upp samningunum við atvinnuþróunarfélögin og slá af þessi átaksverkefni. Hins vegar er þó deginum ljósara að það er mikið átak fyrir formann Byggðastoftiunar að hætta við þetta átak í at- vinnumálum. Vandi formannsins felst í því að nú verður hann að finna upp nýtt átak til að fá landsbyggðarlýðinn til að skilja að hann þurfi ekki að vonast eftir neinni ölmusu að sunnan. Það verður án efa mikið átak fyrir formanninn að takast á við þetta verkefni. Ekki sist ef það er haft í huga að háttvirtur formaður er sjálfur hluti af þessum landsbyggðarlýð. Hann þarf nú bæði að koma sér, og einnig þessu fólki, í skilning um að það hafi það bara fjandi gott og þurfi ekki á nein- um peningum að halda í einhver fáránleg átaks- verkefni. Flóknara er það nú ekki! ^ .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.