Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjórl og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plótugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Auðugir og án afsökunar Jarðvegsrannsóknir sýna, að sögualdarfólk reið um há- reista skógarlundi upp fyrir Hvítárvatn, þar sem fundizt hafa kolagrafir frá þeim tíma. Síðan reið það á algrónu landi yfir Kjöl, unz skógar tóku við í heiðalöndum norðan Hveravalla. Á allri þessari leið var landið algróið. Eini langi fjallvegurinn, sem ekki var algróinn, var Sprengisandur, þar sem fólk þurfti að ríða á ógrónu um 20 kílómetra kafla á sandinum hæstum. Þá var næga beit og nóg vatn að hafa í Ódáðahrauni, sem nú er svo þurrt og laust, að sandfokið ógnar byggð i Mývatnssveit. Á þessum tíma var land nokkurn veginn algróið upp í 800 metra hæð og skógar náðu 400 metra hæð. Landið jafn- aði sig fljótt eftir eldgos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig var landið, sem forfeður okkar tóku að láni hjá landvætt- unum fyrir rúmlega ellefu hundruð árum. Meðan náttúruhamfarir voru einar um hituna, ógnuðu þær ekki lífríki landsins. Maðurinn þurfti að koma til skjalanna með skógarhöggi og ofbeit. Hálendið fékk þó að mestu að vera í friði fram eftir öldum, enda voru stundað- ar fráfærur og sauðfé var lítt eða ekki rekið á afrétti. Lokahnykkurinn á tilræði forfeðra okkar við landvætt- ina varð, þegar hálendið var tekið undir sauðfjárbeit seint á 19. öld og með vaxandi þimga fram eftir 20. öld. Á þess- um síðustu og verstu áratugunum voru víðerni landsins rústuð af langöfum okkar og öfum og feðrum. Landeyðing tuttugustu aldar stafaði ekki af illri nauð- syn fátæks fólks. Hún stafaði beinlínis af ríkidæmi þjóð- arinnar, sem græddi á sjávarútvegi og gat ausið milljörð- um króna á hverju ári til að þenja sauðfjárhald út fyrir allan þjófabálk. Við höfum alls enga afsökun. Þjóðin eyddi landinu hraðast, þegar hún var orðin rík- ust. Hún notaði auðlegð sína til ótakmarkaðs stuðnings við sauðíjárrækt, sem framleiddi óseljanlega vöru. Fjöldi fullorðins sauðfjár var kominn upp fyrir 800.000, þegar menn gáfust upp og fóru að takmarka styrkinn. Undanfarna tvo áratugi hefur sauðfé fækkað mikið og gróður er víða kominn í jafnvægi, þótt ekki sé farið að endurheimta þann, sem áður hafði glatazt. Sumir afréttir eru þó enn á undanhaldi, einkum á eldvirka beltinu, sem greinilega þarf algera friðun til að jafna sig. Þótt mikið af unnizt á afmörkuðum svæðum, fer því þó fjarri, að vöm hafi verið snúið í sókn. Við þurfum að leggja harðar að okkur við að skila landvættunum aftur þeim verðmætum, sem forfeður okkar fengu lánuð hjá þeim. Til þess höfum við meira en nóg af seðlum. Enn er því miður nóg af hryðjuverkamönnum, sem hata landið og vilja reisa steypublokkir umhverfis Elliða- vatn, fækka þeim stöðum, þar sem ekki sést til rafmagns- lína, reisa stíflur og safna í uppistöðulón með breytilegu vatnsborði, eyða gróðurverum í skjóli jökla. Sú verkfræðilega árátta, að landið beri að nýta sem mest, á greiðan aðgang að ríkisstjómarflokkunum, hvort sem þeir starfa saman að orkumálum á landsvísu eða að skipulagsmálum í Kópavogi. Þetta er ekki efnahagsleg árátta, því að auðlegð okkar rís á öðmm grunni. Við eigum ekki landið, sem við búum í. Við getum í mesta lagi sagt, að við höfum fengið það til láns og varðveizlu, svo að afkomendur okkar geti einhvern tíma samið frið við landvættina. Við þurfurn því að skera upp herör gegn hatursmönnum hinna ósnortnu víðerna. Sigursæl barátta gegn Eyjabakkavirkjun var aðeins léttur undanfari stríðsins, sem verður háð á næstu árum fyrir hönd landvætta gegn hryðjuverkamönnum. Jónas Kristjánsson DV Nútímalegir jafnaðarmenn? Kjallari Sú var tíðin að islenskir vinstrimenn máttu vart mæla án þess að bera orð sín fyrst undir aðal- kommana í Moskvu. Þaðan fengu þeir „flokkslinuna", stefnuna sem þeir máttu og áttu að verja. Þessi siður er víst ekki lengur tíðkaður meðal vinstrimanna, enda eru þeir margir hverjir orðnir að „nútímalegum jafnaðar- mönnum" og kommúnista- flokkurinn í Rússlandi ekki nema skugginn af sjálfum sér. Þing ungra jafnaöarmanna Það kom mér þess vegna á óvart að heyra hvernig vinnubrögð voru stunduð á fyrsta landsþingi ungliða- hreyfmgar Samfylkingarinnar. Þar réðust ungliðarnir í það að móta stefnu sambandsins í fjölda mála- flokka og skiptust á skoðunum eins og gengur og gerist. Þetta væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að ungu jafnaðarmennimir fengu ekki frið til að móta ályktanir sínar. Nokkrir jaxlar úr Samfylkingunni mættu nefnilega á svæðið og sögðu Hafsteinn Þór Hauksson laganemi ungliðunum hvemig væri skynsamlegast að álykta. Þannig hélt Möröur Árnason inn- blásnar ræður rnn mikil- vægi Ríkisútvarpsins á meðan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir bað þing- gesti vinsamlegast um að álykta ekki með lög- leiðingu ólympískra hnefaleika en um lög- leiðingu þeirra hafði myndast meirihluti í nefndinni sem fjallaði um málið. Ásta Ragnheiður náði að sannfæra ungliðana á síðustu stundu og kom þannig í veg fyr- ir að ungliðahreyfing flokksins væri í andstöðu við sig. Þeir voru því ekki allir ýkja ungir jafnaðarmennimir sem skiptust á skoðunum á þingi ungra jafn- aðarmanna. Mistök Ástu og Marðar Ég held að afskiptasemi Marð- ar Ámasonar og Ástu Ragnheið- ar hafi hvorki verið þeim né ungliðahreyfmgu flokks þeirra til framdráttar. Ég held að það „Ég held að afskiptasemi Marðar Ámasonar og Ástu Ragnheið- ar hafi hvorki verið þeim né ungliðahreyfingu flokks þeirra til framdráttar. Ég held að það felist styrkur í því fyrir hvem stjómmálaflokk að eiga kröftuga ungliða sem lœra að standa á eigin fótum og hugsa sjálfstœtt. “ felist styrkur í því fyrir hvem stjómmálaflokk að eiga kröftuga ungliða sem læra að standa á eigin fótum og hugsa sjálfstætt. Afskiptasemi þeirra gerir bara lítið úr ungliðunum og gefur til kynna vantraust eldri flokksfé- laga á starfi þeirra yngri. Hokkslínan gefin Ungliðar Samfylkingarinnar mega alveg kalla sig „nútíma- lega“ jafnaðarmenn fyrir mér en það breytir því ekki að þeir stunda vinnubrögð sem eru langt í frá nútímaleg. I áraraðir beittu íslenskir vinstrimenn sömu vinnubrögðum. Þeir tóku við skipunum frá valdameiri mönnum í Rússlandi og létu segja sér hvernig skoðanir þeir ættu að hafa á málunum. Ungir jafnaðarmenn ákváðu á fyrsta landsþingi sínu að láta bjóða sér álíka vinnubrögð þegar þeir sömdu ályktanir. Þeir sóttu afstöðu sína til valdameiri manna í flokknum, fengu flokkslínuna gefna frá Merði og Ástu. Verði þeim að góðu. Hafsteinn Þór Hauksson Hve langt má leikstjóri ganga? Sú spuming hefur oft vaknað hve langt leikstjóri geti gengið í túlkun sinni á leikriti, listaverki. Svo und- arlegt sem það kann að viröast við fyrstu sýn vaknar þessi spuming oft- ast þegar sýnd eru Shakespeare-leik- rit og hygg ég að það eigi við bæði hérlendis og erlendis. Lifandi leik- húsmenning hlýtur að byggjast á þróun, túlkun, víðri yfirsýn og skír- skotun til margvíslegra viðhorfa í mannlegu lífi. Frelsi leikstjóra verð- ur því að vera talsvert. Stundum er því um að ræða leikgerð leikrits fremur en sýningu leikritsins sjálfs. Margir kannast við þegar Barbra Streisand gerði kvikmynd eftir frægri sögu nóbelshöfundarins Sin- gers, Yentl. Singer hafnaði myndinni algerlega og lagði bann við að sitt nafn væri nefnt í tengslum við hana. Myndin var góð og áhugaverð en hún sýndi ekki verk Singers, að hans mati. Síður er vandgert við löngu liðna höfunda sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Að flysja laukinn Leikfélag Reykjavíkur efndi nýlega til umræðna undir nafninu: Hvaða Shakespeare? Þetta var athyglisvert framtak og skemmtilegt innlegg í leikhúslíf Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur hér. Ákaflega fannst mér gaman að hlusta á kunna leikstjóra og bókmennta- fræðinga ræða þetta við- fangsefhi. Leikrit Shake- speares em rituð fyrir ann- að umhverfi en hér er. Eðli- legt er að breyta búningum, tíma og rúmi, jafnvel stytta leikritin og fella í því skyni út aukaatriði og aukaper- sónur ef því er að skipta. Vandi leikstjórans er hins vegar fólginn i því að hann er að fást við listaverk sem hefur oft að geyma vandmeðfar- inn kjama, skæra perlu sem hefur ljómað í mörg hundmð ár. Menn „Menn geta spurt sig: Af hverju Shakespeare? Verður ekki slík leiksýning að vera: „To he or not to be?“ Annaðhvort sýna menn Shakespeare eða ekki.“ - Allt um Shakespeare (sviðsmynd úr verkinu). geta spurt sig: Af hverju Shake- speare? Verður ekki slik leiksýning að vera: „To be or not to be?“ Ann- að hvort sýna menn Shakespeare eða ekki. Breyti menn og stytti, skipti um umhverfi og tíma þurfa menn að gæta þess að flysja ekki laukinn eins og Pétur Gautur þannig að ekkert sé eftir. Vandi leikstjórans Hér reynir auðvitað verulega á leik- stjórann. Snjall leikstjóri getur útbúið afburðagóða sýningu sem margir njóta en sú spuming kann að vakna hvort í raun sé verið að sýna leikrit hins fræga höfundar sem verkið er kennt við. Enn erfiðara getur verið um vik þegar leikstjórinn gerir leik- gerð eftir skáldsögu. Við eigum marga góða leikstjóra og umræðukvöldið sem Leikfélag Reykjavikur efhdi til er þáttur í að efla leikmenningu, gera jarðveginn frjórri, því ekkert sprettur þar sem stofninn fúnar og rætur visna undir og gæta þarf eldsins hér við ysta haf. Eitt er að búa ýfir höfundareigin- leikum og geta sett upp verk sem hlýt- ur mikla aðsókn og vinsældir en ann- að er að túlka verk annars meistara og skila verki hans til áhorfenda. Lifandi leikhús Lifandi leikhús hlýtur að takast á við þessar spumingar, einstök verk og almenn viðhorf. Það er gaman til þess að hugsa að nú er verið að sýna þrjú leikrit Shakespeares í Reykja- ^ vik og auglýsingar leikhúsanna fylla heila síðu í Morgunblaðinu. Leiklist- arlíf íslendinga stendur með blóma. Guðmundur G. Þórarinsson Meö og á móti Staðnaðir kjarasamningar ja en samningsvilja? Fáránlegt að þurfa að standa í verkfalli j „Forystumenn a | kennara ætluðu alltaf í verkfall. Þetta er mjög skaðleg afstaða einmitt þegar við stöndum frammi fyrir miklum breyt- ingum á kennsluháttum. AJlt á að vera óbreytt nema laun- in, sem eiga að hækka um- talsvert enda kröfugerðin byggð á könnun á óskum kennara. Hver vill ekki há laun? Kannanir sýna að staða mennta- mála er mjög slæm hér á landi. Stíf- ir og flóknir kjarasamningar þar sem greitt er fyrir hvert viðvik sérstak- lega og óbilgjöm afstaða verkalýðsfé- laga hindra nauðsynlegar breytingar. Vegna þess hve menntun er mikilvæg þjóð- inni til framtiðar er mjög brýnt að losa um heljartök staðnaðra kjarasamninga á skólakerfinu. Hvers vegna geta kennarar ekki unnið allt Pétur H. árið og verið á vinnustað sín- Blöndai 11111 ahan daginn og verið aiþingismaöur með lifeyrisréttindi eins og annað fólk? Þetta em kjörin ef þeir fara út á vinnumarkaðinn. Ef- laust mætti hækka dagvinnulaunin um 40%-50% ef þetta yrði niðurstað- an. Svo mætti umbuna góðum kenn- urum með hærri launum. Þá fengju bömin okkar betri menntun.“ „Því miður er verkfau eina lög- .-j' J lega aðgerðin sem r launamenn hafa til að ná fram við- , unandi niðurstöðu í kjara- | samningum. Tuttugu ára “ reynsla mín af því að beijast við að fá ríkisvaldið til að borga kennurum mannsæm- andi laun segir mér aðeins aö aldrei hefur verið unnt aö draga ríkisvaldið að samn- annan vinnumarkað. Þvi hef- ur menntakerfið verið að dragast aftur úr öðrum lönd- um. Það er alveg sama hvað er samþykkt af lögum og námskrám um betri skóla, ekkert gerist nema inni í kennslustofunni séu ánægðir kennarar. í nútíma upplýs- ingasamfélagi er fáránlegt að ingaborði í alvöru nema undir of- beldishótunum. Öll þessi ár hefur ríkisvaldið sýnt ótrúlegt skeytingar- og kæruleysi við að gera menntakerf- ið samkeppnishæft um vinnuafl við Gunnlaugur Ástgeirsson . . _ . formaöur verkfaiis- starfsmenn menntakerfisms stjórnar KÍ þurfi að standa í verkfalli hvað eftir annað til þess að tryggja framtíðargrundvöll og sam- keppnishæfni samfélagsins. Til að það verði unnt verður að gera breyt- ingu á launastöðu kennara. Um það eru kennarar æstir í að semja.“ Fjármálaráöherra Gelr H. Haarde sagöi i fallsvllja en samnlngsvilja. utandagskrárumræöum á Alþingi í vikunni aö kennarar heföu efnt til verkfalls of snemma en það lýsti meiri verk- + Einskis metið? „Er það kannski einskis metið af for- ráðamönnum Trygg- ingasto&unar, sem segjast bera hag ríkis- kassans fyrir brjósi (þegar þeir skattyrðast út í slysakostnað íþróttafólks), þegar hundruð einstak- linga leggja fram endurgjaldslausa vinnu í þágu íþróttafólksins, með starfi sínu í íþróttafélögum, þegar æskufólki er boðið til þátttöku í heilsusamlegu umhverfi, þegar tugþúsundir íslend- inga njóta góðs af æfingum og hreyf- ingu í betri heilsu og hollustu?" Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og Ólymp- lusambands íslands, í Mbl. 4. nóv. Vinsæll með Sjálf- stæðisflokknum „Ef menn líta til síðustu vinstri stjóm- ar sem framsóknar- menn tóku þátt í þá komst stjómin aðeins einu sinni yfir 50 pró- sent hvað vinsældir varðar. Nú er Fram- sóknarflokkurinn í ríkisstjórn sem hefúr alltaf mælst með um eða yfir 60 prósent fylgi. Ef Framsóknarlokkur- inn vill vera f vinsælli ríkisstjóm á hann að vera í ríkisstjóm með Sjálf- stæðisflokknum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingis- maöur í Degi 4. nóvember. Herjólfsrekstur í útboð „Viðbrögö margra Vestmannaeyinga vegna málsins hafa verið næsta ofsa- fengin, rétt eins og þeir hafi allan tím- ann átt von á að a) reksturinn yrði ekki boðinn út og b) að lægsta tilboð- inu yrði ekki tekið ... Sérlega kostulegt hefur Víkveija þótt að sjá formann samgöngunefndar Alþingis beita sér í þessu máli, en honum sýnist bersýni- lega ekki ástæða til útboða af þessu tagi í samgöngumálum þjóðarinnar og þaðan af síður sýnist honum ástæða til að taka bestu tilboðunum sem bjóðast." Úr pistli Velvakanda í Mbl. 5. nóvember. Bara barnaverndaryfirvöld „Það hlýtur að felast í í rétti for- eldra til að ráða persónulegum högum bamanna sinna, að fá vitneskju um það ef bömin era.í vanda ... Mér finnst mjög erfitt að hugsa mér að til sé ótölulegur fjöldi sérfræðinga út um allan bæ sem á að vega og meta hvort sambönd foreldra og bama séu nógu góð, hvort foreldrar geti axlað ábyrgð- ina á uppeldinu. Bamaverndaryfir- völd em í raun einu aðilamir sem hafa lagaheimildir til afskipta af sam- bandi foreldra og bama.“ Hrefna Sigurðardóttir, lögmaöur Barna- verndarstofu, I Degi 4. nóvember. Skoðun' (j>) 'OO pt<?r.FíT(ii?uHe w íAíegvices Al! Kosninga- barátta þín er í vanda. Leyfðu mérað þjálpa Hjálpa?! Það ert þá sem þarft á þjálp að haláa. Þú óviðráðanlegi sjálfselsku- páki. Nú er komið að mér að stíga mín skrefí stjónmálam! Þ L Skaðráð við Skúlagötu í sumar var kynnt á veg- um skipulagsyfirvalda áætlun um að klára múrinn við Skúlagötuna og fjar- lægja fjölda húsa úr Skuggahverfi. Byggja á fleiri tuma við strandlengj- una og skerða útsýni sem íbúar njóta í byggðinni sem stallast allt frá Skólavörðu- holti og niður að Lindar- götu. Áður er húið að eyði- leggja götumynd Skúlagötu og rífa mörg merkileg hús. Borgarmúrar em löngu úr- elt fyrirbrigði og háhýsi við strand- lengju þekkjast vart nema þá helst á sólarströndum og á Manhattan þar sem landrými er nánast ekkert og allt verður að vaxa upp í himininn. Það hvarflar ósjálfrátt að manni að hugmyndin hafi kviknað í romm- vættum kolli einhvers á sólarströnd „í sandölum og ermalausum bol“. Að byggja stærstu húsin niðri við strönd þekkist hvergi nema þar sem vald fjármagnsins fær yfirhöndina með sjálfteknu frelsi sinu til þess að ná sem mestum arði út úr hverjum fermetra. Hallgrímskirkja við Sóleyjargötu? Allir sem ferðast hafa um Evrópu eiga í huga sér fagrar myndir af hæðum og ásum þar sem byggðin fylgir landslaginu en stríðir ekki gegn því. Kastalar og kirkjur standa á hæðum og byggðin stallast með fögrum formum og myndar eina samfellu sem gleður augað og skapar vellíðan. Hvemig þætti þér að Hall- grímskirkja stæði við Sóleyjargötu og eyðilegði hina fögru mynd af Þingholtunum þar sem byggðin fylg- ir landslaginu og fógur hús með hávöxnum tijám í görðum mynda eina sam- fellu sem gleður augað? Farðu út að Norræna hús- inu og horfðu á Þingholtin þaðan. Skuggahverfið jafnast að vfsu ekki við þessa sjón en þar er margt forvitnilegra húsa og það er vissulega ákveðinn sjarmi yfir byggð sem er blönduð og ólík inn- byrðis. Þessi hugmynd að byggja háhýsi við strand- lengjuna er eins og að taka bekkjar- mynd og stilla upp stærstu bömun- um fremst. Auðvitað eru íbúar í þessum háhýsum ánægðir með út- sýnið og fegurðina en hún er á kostnað hinna sem búa í húsunum sem kúra í hæðinni á bak viö nýja borgarmúrinn. Það kann að vera að múrnum sé ætlað að mynda skjól í Skuggahverf- inu en þá er fegurðinni fómað og hún látin fjúka út í veður og vind. Arkitektar sem ég hef borið þetta undir eru þessu sammála í meginat- riðum og þykir eðlilegra að byggð fylgi landslagi en ögri því ekki. Hitt er auðvitað ekki óþekkt að byggðin kallist á við landið en það verður að mínu mati að gerast með öðrum hætti en búið er að gera við Skúla- götuna og fyrirhugað er aö halda áfram með. Tíminn leiðir margt í Ijós Laugarásinn er ágætt dæmi um hvemig vel fer á því að hafa háhýsi uppi á hæðinni og byggðina eins og fald á samkvæmiskjól sem liðast fag- urlega. Fleiri dæmi mætti nefna þar sem skipulagsyfirvöld og arkitektar hafa náð þokkalegum tökum á þessu fagurfræðilega jafnvægi sem er svo mikilvægt i byggð þar sem markmið- ið hlýtur að vera það að fólki líði vel. Arkitektúr getur skapað mikla vellíðan en líka valdið spennu og vanlíðan. Islenskur arkitektúr er e.t.v. ekki til nema í fógrum formum torfbæjanna gömlu og torfkirkjun- um. ^ Síðari tíma tilraunir til að skapa stíl hafa margar hverjar mistekist hrapallega að margra mati. Húsin sem byggð voru á miklum þenslu- tíma borgarinnar á 7. og 8. áratug aldarinnar hafa flest elst illa og eru í sundurgerð sinni dæmi um fálm- kennda leit að fegurð sem ekki hefur tekist að höndla. Fegurstu byggingar á íslandi að mínu mati eru báru- jámsklædd hús í hlutfollum sem ganga upp og vekja hugrenninga- tengsl við frummyndakenningu Platóns um speglun hinna fullkomnu og handanverandi forma. Ég er ekki á móti þeim háhýsum sem þegar hafa risið við Skúlagöt- una. Þau eru sum hver bara snotur að sjá en þau eru sett niður á röng- * um stað. Nefnd skulu tvö dæmi um ágætlega formaðar byggingar sem eru nýjar og voru báðar umdeildar, Perlan og Ráðhúsið. Hið fyrra er full- komlega staðsett en hinu síðara var þröngvað á kolrangan stað gegn vilja fjölmargra borgarbúa. Búið er að skaða Skúlagötuna og Skuggahverf- ið. Þar eru nú risnir minnisvarðar um menn sem virðast hafa heillast í ölvaðri vímu af múrum strandbæj- anna við Miðjarðarhaf og skýjakljúf- um stórborga í Vesturheimi. Óþarfa tummenning á víðáttum eins feg- ursta lands í veröldinni. öm Bárður Jónsson ■ Orn Bárður Jónsson prestur ,Ég er ekki á móti þeim háhýsum sem þegar hafa risið við Skúlagötuna. Þau em sum hver bara snotur að sjá en þau em sett niður á rögnum stað.“ - Við Skúlagötuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.