Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára_________________________________ Þóra Magnúsdóttir, Engjavegi 75, Selfossi. 75 ára ________________________________ Gíslína Guðlaug Árnadóttir, Neshömrum 12, Reykjavík. Hallfriöur Sigurðardóttir, Uppsölum 1, Dalvík. Helga Sigríöur Helgadóttir, Breiöuvík 53, Reykjavík. Svan Ingólfsson, Grænugötu 2, Akureyri. 70 ára_________________________________ Aöalsteinn Hjálmarsson, Laugarásvegi 7, Reykjavík. Ólöf Siguröardóttir, Sámsstööum 3, Laxárdalshr. Dalasýslu. Sólveig Jónsdóttir, Hegranesi 32, Garöabæ. 60 ára_________________________________ Erla Jósepsdóttir, Vesturgötu 2, Keflavík. Óttarr Halldórsson, Hraunbraut 24, Kópavogi. Sigríöur Júlía Jónsdóttir, Eystri-Skógum, Hvolsvelli. 50 ára_________________________________ Guömundur Gunnarsson, Dalhúsum 77, Reykjavík. Gunnlaugur Sigurðsson, Hafnarbraut 12, Kópavogi. Hildur Björnsdóttir, Meðalholti 9, Reykjavlk. Óli Austfjörö, Heiöargeröi 9, Húsavík. 40 ára_________________________________ Brynjólfur Friöriksson, Austurhlíö, Blönduósi. Guöbjörg Elsa Guðmundsdóttir, Kolbeinsmýri 12, Seltjarnarnesi. Jóna Gréta Jónsdóttir, Suðurhólum 16, Reykjavík. Kristín Höskuldsdóttir, Dalalandi 2, Reykjavík. Kristrún Birna Viggósdóttir, Hringbraut 35, Hafnarfiröi. Pétur Þormar, Granaskjóli 74, Reykjavík. Sesselja Signý Sveinsdóttir, Vallargerði 37, Kópavogi. Sigurjón Þorgrímsson, Grundargarði 1, Húsavík. Sigþór Haraldsson, Móasíðu 4e, Akureyri. Sólrún Jónsdóttir, Skólavöröustíg 16, Reykjavík. Steinþór Vigfússon, Brekkum 1, Vlk. Sveinbjörn Símon Aifreösson, Ásvöllum 5, Grindavík. s jjrval góður ferðafélagi - til fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Elín J. Christensen, Móaflöt 8, Garðabæ, lést á Landspítala Vífilsstööum þriöjud. 24.10. Útförin hefur farið fram I kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Ingunn Einarsdóttir frá Drangsnesi lést á heimili sínu, Fellsási 7, Mosfellsbæ, föstud. 3.11. sl. Stefanía K. Bjarnadóttir, Kópavogsbraut la, áöur til heimilis aö Skólageröi 65, Kópavogi, andaöist á Landspltalanum Fossvogi föstud. 3.11. Fímmtugur Jón Magnússon markaðsfulltrúi Tæknivals á Akureyri Jón Magnússon, til heimilis að Vættagili 19, Akureyri, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Jón fæddist að Miðtúni í fyrrum Presthólahreppi á Melrakkasléttu. Hann ólst upp á Raufarhöfn á há- punkti shdaráranna, lauk skyldu- námi á Raufarhöfn, miðskólaprófi frá Lundi i Öxarflrði og útskrifaðist úr Kennaraskóla íslands 1973. Hann lauk einnig réttindanámi til skip- stjórnarkennslu (30 tonn) frá Stýri- mannaskóla íslands. Jón kenndi við Grunnskólann á Raufarhöfn 1973-86 og var þar af skólastjóri 1978-86. Þá stundaði hann sjóróðra flest sumur með kennslunni og á námsárum sínum, mest á eigin bátum. Einnig stundaði hann afleysingarstörf á flugvöllun- um á Raufarhöfn og Kópaskeri um árabil. Jón hefur tekið þátt i fuglarann- sóknum frá sumrinu 1986 ásamt því að vera drjúgur við fuglamerk- ingar á liðnum árum. Hann flutti til Akureyrar með fjölskyldu sína og hóf störf hjá Tölvutækjum-Bókvali hf. sem sölumaður og síðar verslun- arstjóri. í dag er hann markaðsfull- trúi Tæknivals á Akureyri. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Katrín Her- mannsdóttir f. 21.12 1951, frá Ási í Kelduhverfi, starfsmaður Lands- banka íslands á Akureyri. Móðir Katrínar er Hanna Sæfríður Ingólfs- dóttir, húsmóðir, Akureyri og faðir Katrínar er Hermann Sigurðsson í Keflavík. Jón og Katrín hófu sambúð 1968 og giftu sig í september 1972. Dætur Jóns og Katrínar eru Hulda Sæfríður f. 5.2. 1969, búsett í Danmörku; Hugrún f. 30.6. 1978, bú- sett í Reykjavík. Systkini Jóns eru Margrét Guð- ný Magnúsdóttir, f. 24.4.1952, búsett á Akureyri og starfar við öldrunar- þjónustu en maður hennar er Hreinn Grétarsson frá Kálfagerði í Eyjafirði og eiga þau tvær dætur, Björgu og írisi; Magnús Örn Magn- ússon, f. 28.8. 1957 starfsmaður Dagsverks á Egilsstöðum en sam- býliskona Magnúsar Amar er Ragn- heiður Sigursteinsdóttir og eiga þau saman Bríeti og Rúnar; Valur Magnússon. f. 22.5. 1959, rannsókn- arlögreglumaður á Egilsstöðum, en dætur Vals og Birnu Sigurðardóttur frá Þórshöfn eru Sandra og Sunna. Foreldrar Jóns: Magnús Anton Jónsson f. 29.11. 1923, frá Skálum á Langanesi, nú búsettur að Hvammi á Húsavík, og Hulda Jónsdóttir, f. 24. júlí 1933, d. í janúar 1995, frá Reykjavík. Þau bjuggu lengst af á Raufarhöfn. Ætt Magnús er sonur Jóns Magnús- sonar frá Borgarflrði eystra, og hétu langfeðgar þessum tveimur nöfnum í sjö ættliði þar eystra allt til séra Jóns Brynjólfssonar sem fæddur var 1735. í Borgarfirði eystra og á Austurlandi er margt skyldmenna afmælisbarnsins og má þar nefna Húsavíkurættina. Hulda var dóttir Jóns Einars Jónssonar, bróður Hjalta, föður Jóns og Hauks Hjaltasona, athafna- manna og KR-inga í Reykjavík. Systir Jóns Einars var Ásta, amma Þorsteins Pálssonar, fyrrv. ráð- herra. Jón Einar var sonur Jóns, sjómanns á Eiðsstöðum Guðmunds- sonar, b. í Ánanaustum Gíslasonar, b. í Ánanaustum Guðmundssonar, b. í Ánanaustum Gislasonar, í Breiðholti við Öskjuhlíð. Móðir Gísla í Ánanaustum var Hólmfríður Eyleifsdóttir, b. í Skildinganeskoti. Móðir Jóns sjómanns var Margrét Ásmundsdóttir, b. á Bjargi á Kjalar- nesi Gissurarsonar. Móðir Margrét- ar var Guðrún Þórðardóttir, systir Runólfs, afa Björn Þórðarsonar for- sætisráðherra. Móðir Guðrúnar var Sigríður Þórólfsdóttir, b. í Engey Þorbjamarsonar, bróður Guðlaug- ar, langömmu Guðrúnar, langömmu Bjama Benediktssonar forsætisráð- herra, foður Björns menntamálaráð- herra. Móðir Jóns Einars var Þór- unn, systir Guðmundar, kirkju- garðsvarðar í Skólabæ, afa Ágústs Einarssonar, fyrrv. forstjóra Stál- smiðjunnar. Þórunn var Einarsdótt- ir, frá Skólabæ á Hólavöllum i Reykjavík. Móðir Huldu var Ásta Pálsdóttir frá ísafirði. Sjötug Ásdís Ásgeirsdóttir húsmóðir á ísafirði Ásdís Ásgeirsdóttir húsmóðir, Pollgötu 4, Isafirði, varð sjötug í gær. Starfsferill Ásdís fæddist í Reykjavík en ólst upp í Grunnavík í Jökulfjörðum hjá Sólveigu Magnúsdótur á Nesi þar sem hún var búsett til 1947. Þá var hún á Sútarabúðum um skeið. Hún fór til ísafjarðar ung kona, starfaði einn vetur við Farsóttarhúsið í Reykjavík en hefur síðan búsett á ísaflrði frá 1954. Auk heimilisstarfa hefur Ásdís unnið við fiskverkun á ísaflrði. Fjölskylda Eiginmaður Ásdísar var Jóhann S.H. Guðmundsson, f. 1.10. 1905, d. 15.3. 1984, sjómaður og verslunar- maður á ísafirði. Hann var sonur Guðmundar H. Halldórssonar úr Arnardal, og Guðrúnar Friðriks- dóttur frá Hrafnseyrarhúsum í Am- arfirði. Börn Ásdísar og Jóhanns: Jón Friðrik Jóhannsson, f. 11.12. 1952, sjómaður á ísafirði en kona hans er Sigurrós Sigurðardóttir, f. 3.11.1955, og eiga þau sjö börn og fimm barna- böm; Sigríður Jóhannsdóttir, f. 15.7. 1954, matráðskona við Grunnskól- ann á Isafirði en maður hennar er Hannes Kristjánsson, f. 14.10. 1948 og eiga þau sex börn og níu barna- börn; Viggó Jóhannsson, f. 12.8. 1955, kaupmaður í Reykjavík en kona hans er Eydís Ósk Hjartardótt- ir, f. 9.12. 1953 og eiga þau tvö böm og tvö bama- börn; Daníel Stefán Jóhanns- son, f. 12.8. 1955, d. 25.2. 1980, var sjómaður á ísa- firði en kona hans var Lára Lámsdóttir, f. 21.3. 1958 og eignuðust þau tvö böm og eitt barnabam; Guðmundur Jó- hannsson, f. 30.11. 1958, búsettur á Isafirði; Hall- dór Jóhannsson, f. 20.12. 1960, d. 21.7. 1995, var verkamaður í Dan- mörku og eignaðist hann eitt barn; Kristinn Jóhannsson, f. 28.8. 1962, búsettur á ísafirði. Sytkini Ásdísar: Dagný Hansen, bú- sett i Reykjavík; Soffia Hansen, bú- sett í Dalasýslu; Sig- ríður Tómasdóttir, búsett á ísafirði; Óskar Gíslason, bú- settim í Kópavogi; Ásgeir Ásgeirsson, búsettur í Reykja- vík; Elín Jónsdóttir, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ásdísar: Ásgeir Einarsson frá Eiði í Hestfirði í Jökulfjörðum, f. 21.6. 1889, d. 1932, vélamaður, og Bjargey Hólmfriður Eyjólfsdóttir frá Smiðjuvík, f. 11.6. 1891, d. 5.5. 1990, húsmóðir í Reykjavík. Merkir íslendingar Pétur J. Thorsteinsson sendiherra fædd- ist i Viðey 7. nóvember 1917. Hann var sonur Eggerts Briem, búfræðings og óð- alsbónda í Viðey, og k.h., Katrínar, syst- ur Muggs myndlistarmanns. Katrín var dóttir Péturs Thorsteinssonar, stórút- gerðarmanns á Bíldudal og í Kaup- mannahöfn. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1937, prófi í viðskiptafræðum frá HÍ1941 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1944. Pétur var starfsmaður utanríkisþjón- ustu íslands frá 1944. Hann var sendiherra íslands í fjölda ríkja og oft í mörgum ríkj- um samtímis, lengst af með aðsetur í Moskvu, Pétur J. Thorsteinsson París og loks Washington. Auk þess var hann fastafulltrúi íslands hjá Nato, OECD og EBE. Þá var hann ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu 1969-76. Pétur átti farsælan feril í utanríkis- ráðuneytinu enda traustur embættis- maður, afar vel látinn og ætið tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Hann var í forsetaframboði 1980, ásamt Albert Guðmundssyni, Guðlaugi Þorvalds- syni og Vigdísi Finnbogadóttur. Pétur kvæntist Oddnýju Elísabetu Stefánsson, BBA í viðskiptafræði og hús- móður og eignuðust þau þrjá syni, Pétur Gunnar, Björgólf og Eirík. Pétur lést 12. apríl 1995. Unnur Siguröardóttir frá Bolungarvík, Hagamel 31, Reykjavík, veröur jarösungin frá Neskirkju þriðjud. 7.11. kl. 10.30. Pétur Guöni Einarsson, Holtastíg 13, Bolungarvlk, verður jarösunginn frá Hólskirkju I Bolungarvlk, þriöjud. 7.11. kl. 14. Björg Sæmundsdóttir, Kambi 4, Patreksfiröi, veröur jarðsungin frá Patreksfjaröarkirkju miövikud. 8.11. kl. 14. glýsingarnar ná athygii 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.