Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 23
35 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000_________________________ DV Tilvera Joni Mitchell 57 ára Söngkonan og lagahöfundurinn Joni Mitchell verður 57 ára gömul i dag. Joni er ekki aðeins þekkt söngkona sem hefur sungið allt frá þjóðlögum upp i djass heldur er hún einnig ljóðskáld og listmálari. Á þrjá- tíu ára ferli sem tónlistarmaður hefur hún sent frá sér tuttugu plötur og er viðurkennd sem einn helsti tónlistar- maður sinnar kynslóðar. Mitchell kem- ur fram á sjónarsviðið á hippatimabil- inu og var „blómabarn" í upphafi og bera fyrstu lög hennar þess merki. Gildir fyrir miövikudaginn 8. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-38. febr.l: , Þú skalt fara varlega í ’ fjármálum í dag og vera viss um að þeir sem þú semur við séu heiðarlegir. Varastu mikla eyðslu. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Það er kominn timi til að lleita á önnur mið og vikka sjóndeildarhring- inn. Taktu engar skyndi- ákvarðanir, heldur hugsaðu þig vel um áður en þú breytir um mnhverfi. Hrúturinn (21. mars-19. april): Þú mætir metnaðar- gjömu fólki í dag og átt í vök að verjast í vinnunni. Leggðu þig fram og þú munt fá það sem þér ber. Nautið (20. april-20. maíl: Vinur þinn hjálpar þér við erfitt verkefiii en þú verður að launa ___ honum greiðann. Ekki gera neitt sem er þér þvert um geð, þó þú sért beðinn um það. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníl: V. í dag er eitthvað öðm- fjp*' visi en það er vanalega _ f f og þaö angrar þig og vini þína. Það er í þínu valdi að koma málunum í lag. Krabbinn 122. iúní-22. ifilír Einhver hefur mikinn I áhuga á því sem sem þú ert að að gera og þú ættir að nýta þér það. Þér gæti i koma í framkvæmd ein- hveiju sem þig hefur lengi dreymt um. Liónið (23. iúií- 22. áeústl: Þú ert innan um til- finningasamar mann- eskjur í dag og þarft að haga þér í samræmi við það. Vertu sérstaklega tillits- samur við þína nánustu. Mevian (23. ágúst-22. seot.): a. Dagurinn hefst á ró- legu nótunum, en er 'fc.líður á hann hefur þú ^ f meira að gera og þarft á hjálp að halda til að komast yfir allt. Vogln (23. sept.-23. okt.i: Þú ættir að hafa hægt um þig innan rnn fólk sem þú veist að er á annarri skoðun en þú. Það gæti bifhað illa á þér að vera að skipta þér af málum sem koma þér ekki við. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Fólki í kringum þig hættir til að vera kærulaust í dag og það bitnar óþyrmilega á þér. Vertu þolinmóður við þá sem yngri eru í dag. Bogamaður (22. nóv.-21. desá: ^^Heppnin er með þér í dag á vissum vett- I vangi. Efþúnýtirþér aðstæður gæti dagur- inn orðið einstaklega ábatasamur. Steingeltin (22. des.-19. ian.): Þínir nánustu eru upp- teknir af einhveiju öðru en þér í dag og það gæti angrað þig að fá ekki næga athygli. Happatölur eru 4, 6 og 32. DV-MYND GUNNAR KRISTJÁNSSON Kynslóðir vínna saman Meöal þeirra sem tóku þátt í söfnuninni í Grundarfiröi voru þessar þrjár kynslóöir: mamman, Dagþjört Lína Kristjánsdóttir, lengst til vinstri, en síöan Hallmar Gauti Halldórsson, Herdís Lína Halldórsdóttir, Ólöf Rut Halldórsdóttir og Ólöf Friögerður Kristjánsdóttir, amman. Amma, mamma og börnin fóru hús úr húsi DV, GRUNDARFIRÐI:__________________ Landssöfnun Rauða kross Islands - Göngum til góðs - fékk frábærar viðtökur. Söfnun á fé til styrktar baráttunni gegn alnæmi í Afríku skilaði sér vel og tókst að safna þeim 20 milljónum sem stefnt var að í upphafi og meira til. Á Vesturlandi var vel tekið á móti sjálfboðaliðum sem gengu hús úr húsi til styrktar þessu mikilvæga málefni. Það var áberandi að fmna hvað fólk var vel undir þessa söfn- un búið og á mörgum stöðum var hreinlega beðið eftir sjálfboðaliðum þar sem fólk beið tilbúið með fé til að gefa í söfnuninna. Það voru glað- ir sjálfboðaliðar sem komu með fulla bauka til baka eftir hressandi göngu um bæinn. Gekk deildum upp til hópa mjög vel að safna sam- an sjálfboðaliðum og mátti sjá heilu fjölskyldurnar á göngu. Alls tóku um 150 sjálfboðaliðar þátt í þessari söfnun á Vesturlandi og í V-Barðastrandarsýslu og söfn- uðu þeir yfir 1, 2 milljónum króna. Söfnunarféð frá íslandi verður not- að til að herða verulega á fræðslu um smitleiðir alnæmis meðal ungs fólks í sunnanverðri Afríku, heima- hlynningu alnæmissjúkra og um- önnun bama sem hafa misst for- eldra sína vegna þessa sjúkdóms. Söfnunarsíminn 907-2020 verður op- inn næstu tvær vikurnar. -DVÓ DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Áfall Þaö var engin sjón aö sjá Stút þegar hann loks skilaöi sér, annaö horniö, svo myndarlegt sem þaö var, er horfiö. Verðlaunahrút- ur týndi horni Hollywood vill fá Viktoríu Kvikmyndaframleiðandinn Jason Schulz, sem tengist Wamer Bros. í Hollywood, ráðgerir að gera stórmynd í Svíþjóð. Schulz vill hafa prinsessuna í þremur senum og hann vill að hún leiki sjálfa sig. Fái Schulz óskir sínar uppfylltar getur hann haldið ráðgerðum titli myndarinnar, Viktoria prinsessa. Myndin er gamanmynd og fjallar um útbrunninn bandariskan kaupsýslumann sem ákveður að yfirgefa heimaland sitt og freista gæfunnar í Sviþjóð. DV, MYRDAL:_________________________ Enginn veit hvað kom fyrir hann Stút, fyrstu-verðlauna-hrútinn hans Einars Guðna Þorsteinssonar á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. En þessi sómahrútur kom hornbrotinn til réttar á Sólheimum í dag. Má geta nærri að menn vora hnuggnir með útlitið á Stúti sem sannarlega hafði misst sitt stóra stolt, hvemig sem það hefur svo borið að. Hann er besti hrúturinn á Ytri-Sólheimum og aðeins 5 vetra gamall og gegnir vonandi áfram skyldum sínum sem fram undan eru, jafnvel þótt ein- hymingur sé. -SKH Céline Dion með dreng Kanadíska poppsöngkonan Céline Dion greinir frá því á síðustu síðu nýrrar sjálfsævisögu sinnar að barnið sem hún gengur með undir belti sé sveinbarn. Céline og eigin- maður hennar, hinn 58 ára gamli René Angelli, fengu að vita kyn bamsins þegar í ágúst. Litli snáðinn er væntanlegur í heiminn um miðj- an febrúar næstkomandi. „Ég sé fyrir mér að hann hafi bros Renés og augu. Ég veit að ég mun tilbiðja hann eins og guð,“ seg- ir Céline í bókinni. Ætluðu aldrei að skilja Stelpurnar í AIl Saints segja það ekki rétt að þær hafi ætlað að fara hver í sína áttina. ínýlegu viðtali viðurkenna þær samt að þær hafi oft verið ósáttar og næstum því neit- að að ferðast í sömu langferðabif- reið. Þær hafi rifist um alls kyns smámuni eins og hver þeirri fái fal- legust fotin eða hver þeirra tali fyr- ir þeirra hönd í viðtölum. Reyndar er gengi í kringum stúlkumar sem fréttamenn þola ekki. Gengið, sem skipuleggur samskiptin við fjöl- miðla, reynir meira að segja að fá að skrifa viðtölin við stelpurnar og greinarnar um þær. Stella samþykk ráðahag pabba Greinilegt er að Stella McCart- ney, tískuhönnuður og dóttir Bítils- ins Pauls McCartneys, leggur bless- un sína yfir ástarsamband pabba gamla og fyrirsætunnar Heather Mills. Stella er nefnilega farin að hanna föt á Heather þegar hún á einhverja stund aflögu. Hermt er að pabbi gamli hafi meira að segja ósk- að eftir því við dóttur sína að hún bróderaði ýmsar orðsendingar inn- an á fótin, eins og til dæmis ástar- játningar Pauls til Heather.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.