Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Smíðabekkir, eldhús, þvottahús og fleira skemmtilegt fyrir börnin. Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 Kópavogur: Ekið á gangandi vegfaranda Ekiö var a gangandi vegfaranda í Kópavogi skömmu fyrir klukkan fjögur í gærdag. Fullorðinn maöur var að fara yfir Dalveg við Smára- i>-íorg á gangbraut þegar ekið var á hann. Hann kastaðist upp á vélar- hlíf bílsins og skall í framrúðu hans. Tveir sjúkrabilar voru kallað- ir til og flutti annar þeirra manninn á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi. Vegfarandinn reyndist hafa fengið höfuðáverka og vera axlar- brotinn. Hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gær. Ökumaðurinn var ómeiddur en bíll hans var flutt- ur af slysstað með kranabifreið. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er talið að sólin, sem var mjög lágt á lofti, hafl verið meðvirkandi þátt- ur i því að ökumaðurinn sá mann- inn ekki fara yfir götuna. -SMK Villikettir þrífast Minkaveiöimenn veiddu fimm villi- ketti í Skagafiröi í sumar. Stór villikattastofn getur veriö mjög hættulegur fuglalífi á svæöinu. Veiðistjóraembættið: Villikettir veiðast í Skagafirði í tilraunaminkaveiðum sem veiði- stjóraembættið stóð fyrir í Skagafírð- inum í sumar veiddist ýmislegt annað en villiminkurinn sem nam hér land í byrjun þriðja áratugarins. Af 28 mink- um sem veiddust voru sex eldisminkar ' og auk þess veiddust fimm villikettir. „Villikettir eru miklu sérhæfari fuglaveiðarar en minkurinn. Ef kom- inn er upp mikiil og stór stofn af villi- köttum þá er það orðið mjög alvarlegt mál,“ sagði Áki Ármann Jónsson veið- stjóri. Hann útskýrði að villikettimir væru liklega afkvæmi katta sem hefðu lagst út frá nálægum bæjum. Einnig olli fjöldi aliminkanna sérfræðingum talsverðum áhyggjum en fjórðungur minkanna sem veiddust reyndist vera úr búrum. „Þetta kom okkur gríðarlega á óvart, bæði fjöldinn af villiköttum og aliminkum," sagði Áki Ármann. Veiðamar stóðu í júlí, ágúst og sept- ember, í nokkra daga í hveijum mán- vjuði. -SMK DV-MYND KK Nemendafagnaöur Nemendur í Menntaskólanum viö Hamrahlíð koma saman til tóniistarveisiu í gærkvöld. Óvissa ríkir um þaö hvenær þeir eiga afturkvæmt i skóia sinn eftir að kennarar iögöu niöur störf á miðnætti. Allt eins gæti fariö svo aö þeir séu komnir íjólafrí ef miöaö er viö verkfallssögu kennara sem staöiö hafa í langvinnum verkföllum. Framhaldsskólarnir lamaðir í kennaraverkfalli: 15 þúsund nemendur sváfu út í morgun - og 1300 kennarar. Ríkið býður minna en ekkert, segir formaður kennara Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti. í morgun voru því rúmlega 15 þúsund nemendur heima auk tæplega 1300 kennara. Fundur er í deilunni í dag en samningsaðilar eru svartsýnir á að lausn finnist þar. Geir Haarde fjármálaráðherra hefur sagt kröf- ur kennara óraunhæfar. Auk kennaranna 1300 sem eru I verk- falli hafa nemendur hótað að veita þeim liðsinni með því að fara með borð og skólabækur á fjölfarin gatnamót og nema fræði sín þar. „Það situr allt fast og engin þau tilboð hafa borist að þau séu líkleg til að leysa deiluna. Ríkið býður minna en ekkert," sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Fé- lags framhaldsskólakennara, í samtali við DV í morgun. Geir Haarde: Elna Katrín Jóns- - Óraunhæfar dóttlr: kröfur. - Bjóöa minna en ekkert. Skilningur samninganefndar rík- isins er sá að kennarar séu að krefj- ast um 70 prósenta launahækkunar á samningstimanum en kennarar telja þvert á móti að þeir séu aðeins að sækja á um leiðréttingar launa. Kennarar taka þó undir sjónarmið rikisins um að tekið verði upp nýtt launakerfi en lítið sem ekkert hefur miðað í því máli. Elna Katrín segir að talsverð harka sé í málum á fyrsta verkfallsdegi og hún er ekki bjartsýn á að samningafundur sem boðaður hefur verið í dag skili nein- um árangri. „Það er hér um bil ekki neitt í boði. Okkur er ekki einu boðið það sama og samið var um á almenn- um vinnumarkaði. Þar er ég að tala um lyftingu lægstu launa. Til- lögur ríkisins til lausnar deilunni snúast því nánast um ekki neitt og það er allt fast,“ segir hún. Hún vildi engu spá um það hvort stefndi í langt verkfall. „Það er ómögulegt að segja en ég er ekkert sérstaklega bjartsýn," sagði Elna Katrín. -rt Týndi læknissonurinn í Texas kominn í byggingarvinnu: Bjó um skeið erlendis - segir hann vinnufélögum sínum Halldór Heimir ísleifsson, læknis- sonurinn sem var týndur í Texas í tólf ár, er búinn að ráða sig í bygg- ingarvinnu í vesturbæ Reykjavíkur og er vel látinn af vinnufélögum sín- um: „Þetta er dugnaðarstrákur og seg- ist hafa búið um skeið erlendis," sögðu vinnufélagar hans í gær en þá hafði Halldór verið sendur í steypu- vinnu austur í bæ. „Hann byijaði héma á fimmtudaginn og okkur skilst að hann ætli að vera áfram. Eiginlega höfum við ekki haft kjark i okkur til að spyrja hann í þaula hvað hann hafi verið að gera þau tólf ár sem hann var týndur í Ameríku en það hlýtur að koma þegar viö kynn- Á vinnustað Halldór Heimir er vel látinn í bygging- arvinnunni vestur i bæ. umst betur,“ sögðu vinnufélagamir. Byggingarvinna Halldórs Heimis vestur í bæ er fyrsta skrefið sem hann tekur til aö aðlagast Islensku þjóðfélagi á nýjan leik eftir að hafa verið skráður látinn i tólf ár. En hvers vegna fór hagfræðistúdentinn fyrrverandi í byggingarvinnu? „Okkur er sagt að eiginkona verktakans hér sé skyld fiölskyldu Halldórs og því sé hann hér. En þetta er fmn náungi og býður af sér góðan þokka,“ sögðu vinnufélagam- ir sem iða í skinninu eftir að heyra alla söguna um ferðir Halldórs Heimis í Ameríku á meðan hann var skráður látinn hér á landi. -EIR Brunabótafélag íslands: Eignarhlutur færist ekki til dánarbús Hæstiréttur hefúr hafhað kröfú dán- arbús Sveinbjöms Guðmundssonar um að eignarhluti sem hann átti í Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Is- lands skyldi færast yfir til dánarbúsins við andlát eigandans. Þar með var hér- aðsdómur i málinu staðfestur um ann- að en málskostnað, sem rétt þótti að láta falla niður. Með hliðsjón af lögum um Bruna- bótafélag íslands og félagsaðild var álitið að ekki væri unnt að framselja eignaraðild og þar með erfðist hún ekki. Réttindin vora takmörkuð við þá eina sem höfðu viðskipti við félagið á hveijum tíma. í ljósi nýrra viðhorfa kaus löggjaf- inn að breyta Brunabótafélaginu í eignarhaldsfélag og ákvað jafnframt að það hætti beinni vátryggingastarfsemi. Lög um þetta tóku gildi 1994. Hæsti- réttur telur að löggjafanum hafi verið þessi breyting heimil á sínum tíma, enda hafi tilhögun á eignarráðum sam- eigenda í eignarhaldsfélaginu verið í aðalatriðum hin sama og áður gilti hjá Brunabótafélaginu. Ekki var talið að í lögunum frá 1994 fælist skerðing á rétt- indum sameigenda. Á þessari forsendu komst Hæstiréttur að þeirri niður- stöðu á sama hátt og héraðsdómur að hafna bæri kröfú dánarbúsins um að umræddur eignarhlutur færðist yftr til þess við andlát fyrrum eiganda. -Ótt brother P-touch 9200PC I Prentaðu merkimiða beint úr tðlvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.