Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 DV Drottinn blessi dalalíf af því að hlaða upp grjóti sem tekur að lokum á sig táknræna mynd. Táknsæi sögunnar er hefðbundið, ýmist bibliutengt eða skírskotað til náttúrunnar. Ljósið í vatninu vísar tO trúarinnar á Guð og landið, sælan er fólgin í sálarró einyrkjans. í bók- arlok svífur Arnar inn í framtíðina, í kyrrðina sem kemur til þeirra sem vilja taka við henni (275). Hann er orðinn sáttur og heill á sálinni þótt lifs- háskinn sé ekki liðinn hjá. Afturhvarfið til náttúr- unnar sem boðað er í sögunni er ein flóttaleið, en er sú lausn ekki of einfóld og afturhaldssöm til að geta verið sönn? Steinunn Inga Óttarsdóttir Birgir Sigurðsson: Ljósiö i vatninu. Forlagið 2000. Birgir Sigurðsson rithöfundur Sendir í dag frá sér skáldsögu um nútímalegt dalalíf. DV-MYND HILMAR ÞÓR Hjáróma rödd landsbyggðarinnar heyrist litt í skarkala Reykjavíkursagnanna sem tröllriðið hafa bókamarkaðnum á síðustu árum. Nokkrir „sérvitr- ingar“ eins og Gyrðir Elíasson, Jón Kalman og Birgitta Halldórsdóttir hafa þó löngum haldið sig við dreifbýlið í skáldverkum sínum, og í dag send- ir Birgir Sigurðsson frá sér skáldsögu sem bregður ljósi á nútímalegt dalalíf. Þegar sagan um Arnar Halldórsson hefst liggur hann á sjúkrahúsi eftir erfiða skurðaðgerð. Hann berst við krabbamein og þarf að taka til hendinni í lífi sínu. Arnar er einfari og reikull i ráði. Návíg- ið við dauðann gerir hann enn áttavilltari. Örlögin haga því svo að Arnar sest að í sveit þar sem hann dvaldi oft sem barn. Þar öðlast líf hans tilgang, hann kynnist ástinni að nýju og sér ljósið (í vatn- inu). Bókmenntir Boðskapur sögunnar er skýr. í borginni sofa menn svefni vanans, firrtir og stefnulausir. Úti í náttúrunni, i nánum tengslum við landið, veð- urguðina og skepnurnar, vaknar sálin og líkaminn styrkist af heilbrigðri erfiðisvinnu. „Reykvísk fluga? Nei. Varla. Reykvískar flugur voru ekki vaknaðar til lífsins. Það var ekkert sem vakti þær. Ekki þessi hráa sterka angan úr sverði og mold sem gaf til kynna að vorið væri að koma. Ekki þetta ofvæni eins og eitthvað væri í þann veginn að bresta" (47). Amar elskar landið og meðan hann vinnur jörð sinni gagn gerir hann upp við erfiða fortíð. En hætta steðjar að, verðfall á sauðfjáraf- urðum og mjólkurkvóti gera bændum erfitt fyrir og hver kostajörðin af annarri hefur lagst í eyði. Að auki standa virkjanaframkvæmdir og bygging álvers fyrir dyrum sem ógna fegurð og lífríki öræf- anna. Gagnrýnisrödd sögumanns er áleitin og ágeng - heill og framtíð landsins er í okkar hönd- um og brýnt að ganga til verka. Langar og nærfærnar náttúrulýsingar einkenna söguna og eru margar þeirra fallegar - „Fossinn eins og mjólk væri hellt úr risavaxinni svartri fótu“ (199). Allmikla fortíðarþrá má hér finna - í heyskap við fuglasöng er maðurinn hamingjusam- ur. Lýsingar á þjáningum og sjúkrahúsvist Amars eru nærgöngular, miskunnarlausar og átakanlegar og því er svolítið erfitt að trúa þeim umskiptum sem á honum verða; frá rekaldi og sjúklingi til hörkuduglegs bónda og náttúrabams. Margt fólk kemur við sögu og alúð er lögð i persónusköpun sem birtist m.a. í liðugum samtölum. Aðalpersón- an er þó frekar daufleg og erfitt að hafa samúð með henni því Amar er eigingjarn og atkvæðalítill. Samband hans við Lilju er trúverðug ástarsaga en þróast yfir i hálfgert „melódrama". Skari er skemmtilegasta persóna sögunnar: breyskur, list- rænn, óútreiknanlegur og ofstækisfullur. Harm- saga Rannveigar ráðskonu, sem varið hefur bestu árum ævi sinnar í að þjðna húsbændum sínum, hljómar kunnuglega. Þroskahefting Hadda, bróður Lilju, er undirstrikuð með stagli og einfóldum orðasamböndum, t.d.: „Haddi hlaða. Haddi hlaða.“ (259) Haddi er risinn með barnssálina, gagntekinn Bókmenntír Úreldist lýðræði við hnattvæðingu? Stjórnmálastefnur samtimans eru bundnar við þráhyggju. Þær leggja að jöfnu stað og póli- tíska sjálfsmynd. í þessu birtist í hnotskurn mótsögn lýðræðis og hnattvæðingar að áliti þýska félagsfræðingsins Ulrichs Becks. Uggur um lýðræði er rauði þráður- inn í merkilegum greinaflokki sem þýska tímaritið Die Zeit birti fyrr á árinu og er nýkom- inn út í íslenskri þýðingu. Framtíð lýðræðisins á tímum hnattvæðingar er yfirskrift greinaflokksins, en hann sam- anstendur af greinum átta þekktra fræðimanna á sviði hug- og félagsvísinda. Þó að höfundamir eigi sam- merkt að vera uggandi um lýð- ræði i sviptingum samtímans eru skoðanir þeirra skiptar um hvert samspil lýðræðis og hnattvæðingar sé eða geti ver- ið. Þannig sér stjórnmálafræð- ingurinn Francis Fukuyama „eina nothæfa leiðarvisinn" um framtíðina í lýðræði og frjálsum markaðsviðskiptum á meðan félagsfræðingurinn Alain Touraine telur iýðræðið standa berskjald- að „gagnvart ákvörðunum fjármálaheimsins og alþjóðafyrirtækja" og að sú eindregna einstak- lingshyggja sem einkennir markaðshagkerfið grafi undan lýðræðinu. Stóra spumingin um hnattvæðingu og aflt sem henni fylgir snýst á endanum um hvort hin- ar róttæku breytingar á lífsaðstöðu og verð- mætamati krefjist líka endurskoðunar á hug- takaflóru stjórnmálaumræðunnar. En merkir það ekki líka að við þurrkum einfaldlega út efa- semdimar um ágæti samfélagsins sem halda stjórnmálaumræðu lifandi? „Hvers vegna ekki að sníða til eða öllu heldur hagræða þeim stofmmum lýð- ræðisins sem hvort eð er eru úreltar svo stóru framtíðar- vandamálin verði leyst á tæknilega hagkvæman hátt út frá skýrri greiningu á vanda- málunum svo allir geti vel við unað?“ spyr Ulrich Beck i grein sinni. „Hvers vegna ekki að taka stökkið yfir í kapítal- isma án lýðræðis?" Írónía er veikleikamerki Spumingar af þessu tagi era vissulega írónískar og írónísk- ur undirtónn einkennir sumar greinar hókarinnar. Þetta er bæði kostur og galli. Kostur- inn er Sá að höfundarnir leyfa sér að varpa fram ögrandi spurningum sem hljóta að vekja lesendur til umhugsunar um samtíðina. Gallinn er ákveðin nöldur- og heimsósómatilhneiging i sumum greinanna. Það er staðreynd að við höfum ekki svör við flestum brennandi spumingum um framtíðar- skipan mannlegs samfélags. Tækniframfarir, breytt fiármála- og atvinnuumhverfi skapar óvissu sem verður ekki leyst með ákvörðunum, hvort sem þær eru lýðræðislegar eða ólýðræðis- legar. Það er veikleikamerki að bregðast við óvissu með íróníu og í raun uppgjöf gagnvart því fiölþjóðlega valdi sem smám saman virðist ætla að leysa þjóðrikið af hólmi. Er það gott eða vont? Enginn höfundanna býður lesendum upp á einarða eða sannfærandi afstöðu í þvi efni. Félagsfræðingurinn Zygmunt Bauman gengur lengst í að draga fram sjúkleikamerki samtíma- menningar. Hann telur stofnanir samfélagsins með öllu getulausar gagnvart hnattrænum vald- höfum og kallar óbeint eftir pólitískum leiðtoga með innsæi og hugrekki Alexanders mikla. I grein Baumans má, eins og víðar í bókinni, finna vissan grun (eða ætti maður kannski að segja gælur?) um að ný tegund af alræði kunni að leysa lýðræðið af hólmi. En hvort það er al- ræði heimsfiármálanna eða alræði sem rís upp gegn heimskapítalinu er ekki ljóst. Atviksbækur ReykjavíkurAkademíunnar og Bjarts eru góð tilraun til þess að tengja fræði og þjóðfélagsumræðu. Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar er safn sérlega áhugaverðra greina sem tvímælalaust eiga erindi við íslenska lesendur. Þýðingarnar eru flestar læsilegar, þó að þær séu vissulega misgóðar. Ekki fann ég margar prentvillur en vond málvilla er í greinartitli þar sem talað er um tvær vígstöðvar í stað tvennra vígstöðva. Ég get þó ekki að því gert að mér finnst bækurnar dálitið tuskulegar í frágangi og mættu aðstandendur vel hugsa til þess þegar gengið verður frá næstu ritum í röðinni. Jón Ólafsson Atvik 4: Framtíö lýöræöis á tímum hnattvæöingar. Rit- stjórar: Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir. ReykjavíkurAkademlan og Bjartur, 2000. V V . , •' v3; m**. '&} -•* • ý " J S«.* Uo,%*«a ;•/ . v«•-'- /úír*, ■. >• ' / . V-- '• '.-r ‘v>/\r* y* Fr»*tíó , • V ' . S ' S ' N V bi;.....,,,: Menning Umsjón: Siija Aðaisteinsdóttir Úr Lé konungi. Lýðrædi og leikhús I tilefni af sýningunni á Lé konungi og útkomu bókarinnar Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar (sjá umsögn hér á síðunni) standa Leikfélag Reykjavíkur og ReykjavíkurAkademían að umræðu í Borgarleikhúsinu undir yfirskriftinni Leikhús og lýðræði annað kvöld k. 20. Meðal þátttakenda eru Gottskálk Þór Jensson, Steinunn Jóhannesdóttir og leik- arar Borgarleikhússins. Á fimmtudaginn kl. 17 verða fram- haldsumræður um efnið í Reykjavíkur- Akademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð. Þá koma þangað stjórnmálamenn til að skipt- ast á skoðunum við fræðimenn um ísland á tímum hnattvæðingar. Meðal þátttak- enda eru Jón Kristjánsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Ögmundur Jónasson. Kossinn Bókaútgáfan Salka hefur sent frá sér skáldævisöguna Koss- inn eftir unga handa- ríska skáldkonu, Kathryn Harrison. Les- andinn er leiddur í gegnum erfitt ferðalag aftur til ástlausrar æsku, baráttu við anor- exíu og búlemíu og fær að kynnast ein- kennilegu sambandi stúlkunnar við foður sinn. Gagnrýnendur vestra eru sammála um að sagan sé einstaklega vel skrifuð og að efnistök höfundar á þessu erfiða við- fangsefni séu afar áhrifamikil. Rannveig Jónsdóttir þýddi. Málstofa um arkitektúr Málstofa um arkitektúr og skipulag verður á morgun kl. 16 í stofu 157 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 2-6. Tilefn- ið er að á árinu hafa komið út þrjár bæk- ur um íslenskan arkitektúr og skipulag sem bjóða upp á markvissa umræðu um þróun þessara mikilvægu þátta íslensks þjóðlífs. Bækurnar eru Leiðsögurit um ís- lenska byggingarlist sem Dennis Jóhann- esson, ritstjóri hennar, kynnir, íslenskur arkitektúr - leiðsögurit, eftir Brigit Abrecht sem Pétur H. Ármannsson kynn- ir og Borg og náttúra sem Trausti Vals- son, höfundur hennar, kynnir. Listfræð- ingarnir Halldór B. Runólfsson og Aðal- steinn Ingólfsson halda erindi um bæk- urnar þrjár og framlag þeirra og loks verða paflborðsumræður. Lífvísindi og samfélag Kari Stefánsson, Gísfl Pálsson og Styrmir Gunnarsson eru meðal fyrirles- ara á námskeiðinu Lífvísindi og samfélag hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla ís- lands dagana 24.-25. nóvember. Á því verður leitast við að svara áleitnum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar örrar þróunar í líftækni og erfðavísindum undanfarin ár. Meðal annars verður fiall- að um eignarhald á erfðaupplýsingum, siðferðisleg álitamál í erfðavísindum, hlutverk löggjafans og genalækningar. Námskeiðið er öllum opið. Frekari upp- lýsingar fást á vefsetrinu www.endur- menntun.is og í síma 525-4444. 1000 gátur Vaka-Helgafell hefur gefið út mestu gátubók landsins með þúsund gát- um, löngum og stuttum, þungum og léttum, ríku- lega myndskreyttum, fyr- ir alla fiölskylduna. Hér er endurskoðað efni úr bókunum 444 gátur og 555 gátur að viðbættri gátu númer 1000: „Hvaða rök getur maður ekki notað til að telja öðrum hughvarf?" Lausnir era jafnan á sömu síðu og loka- svarið er - Y[pjeu3e}j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.