Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
23
Mazda Demio GLX
Mazda
Demio er
nettur bíll en
leynir á sér.
Hann er
fremur há-
byggður
þannig að
létt er að um-
gangast hann
og ökumað-
urinn hefur
tiltölulega
góða yfirsýn yfir umhverfi sitt. Dyr eru breiðari og hærra til
lofts en almennt gerist í smábílum þannig að ökumaður situr
hátt og hefur gott fótarúm. Demio er með þokuljós að aftan og
bremsuháljós, tvo líknarbelgi og læsivarðar bremsur. Burðar-
getan er 455 kg.
Verð með vsk. frá 1.245.000 kr.
Verð án vsk. frá 999.984 kr.
Mazda 323 F GLX
Umboð: Ræsir hf.
Sú var tíðin að Mazda var metsölubíll á íslandi ár eftir ár.
Síðan hafa aðrar tegundir orðið yfirsterkari en í sjálfu sér eru
Mazda-bílar enn af sama gæðaflokki og áður. Tveir nettir
Mazda-bílar eru í hópi þeirra sem nú eru boðnir sem vsk-bíl-
ar. Mazda 323 F GLX er fimm dyra bíll og boðinn með vali um
tvær vélar, 1,5 1 90 ha og 1,8 1115 ha. Hann er með læsivarðar
bremsur og spólvörn, líknarbelgi fyrir ökumann og framsætis-
farþega, fjarstýröar samlæsingar. Burðargetan er 463 kg.
Verð með vsk. frá 1525.000 kr.
Verð án vsk. frá 1224.880 kr.
Mazda Premacy
Umboð Ræsir hf.
Mazda Premacy er í hópi svokallaðra fjölnotabíla sem er
samheiti yfir þá bíla sem bjóða upp á breytilega innréttingu
sem fljótlegt er að hagræða eftir því til hvaða nota þeir eru ætl-
aðir hverju sinni. Premacy er með 1,8 1115 ha vél og mjög vel
búinn, m.a. með fjóra líknarbelgi, læsivarðar bremsur með raf-
eindastýrðri hemlajöfnun og bremsuháljós. Þá er hann með
upphitaða útispegla, sem eru mikið þarfaþing á íslenskum
vetri. Spólvöm er líka staðalbúnaður, svo og fjarstýrðar sam-
læsingar. Burðargetan er 463 kg.
Verð með vsk. frá kr. 1.779.000 kr.
Verð án vsk. frá kr. 1.428.893 kr.
Mazda B-2500 Stretch Cab
Mazda skúffubílarnir eru til bæði með eitt og hálft hús og
fullgilt 5 manna hús með fjórar hurðir. Sá sem er í boði
óbreyttur sem vsk-bíll er svokallaður Stretch Cab en það er í
raun bíll með eitt og hálft hús. Þannig búinn er hann tveggja
hurða með tvö nett aukasæti fyrir aftan hefðbundin sæti öku-
manns og framsætisfarþega. Þessi aukasæti eru þó þannig að
þau eru fullboðleg séu leiðir ekki langar. Þessi skúffubíll er
með 2,51 dísilvél, 78 ha og líknarbelg í stýri, burðargeta er 1200
kg. Ýmiss konar aukabúnaður er fáanlegur á Mazda B-2500,
svo sem plasthlíf innan í skúffu og hús á skúffuna.
Verð með vsk. frá 1.930.000 kr.
Verð án vsk. frá 1.550.176 kr.
Mazda E-2000 og E-2200
E-gerðirnar frá Mazda eru fáanlegir í ýmsum myndum sem
sendibílar, pallbílar eða jafnvel
smárútur. Boðið er
upp á tvær mismun-
andi lengdir. Þeir
hafa orð fyrir að
vera rúmgóðir
og sérlega
þægilegir í
akstri. Eins
og tölurnar í
heiti þeirra
gefa til kynna
er boðið upp
á tvær vélar,
2,0 1 bensínvél, 90 ha, og 2,2 1 dísilvél, 70 ha. Sendibílarnir eru
búnir 80% tregðulæsingu í afturdrifí. Burðargeta er 1200 til
1700 kg. í þessum bílum eru hvorki líknarbelgir né læsivarðar
bremsur staðalbúnaður en grunnverðið er líka mjög hagstætt.
Verð með vsk. frá 1.415.000 kr.
Verð án vsk. frá 1.136.528 kr.
Bílskúrinn
slæmur
geymslu-
staður bíla
Geymsla bifreiðarinnar í heitum skúr á vetuma getur
oft gert bíleigendum skráveifu. Ástæðan er einfaldlega sú
að bíllinn safnar innan í brettin snjó og saltblöndu sem
bráðnar svo í hitanum þannig að innan á bílnum og undir
honum er raki sem ekki nær að þoma yfir nótt. Þannig
stendur bíllinn í raka helminginn af tímanum á meðan
Vetur konungur gengur yfír sem flýtir fyrir ryðmyndun.
Þá getur einfaldlega verið betra að láta hann standa ut-
andyra þar sem að snjórinn nær ekki að bráöna. -NG
Nú er vetur gengin í garð og tími til komin að setja
vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bílkó færðu úrvals
vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spólaðu
ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 557 9110
eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð
toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði.
OPIÐ 08-18 MAN-FOS. 0PIÐ 10-16 LAU.
NEYÐARÞJÓNUSTAN ALLTAF OPIN SÍMI 800 4949.
DAB0
BÍLKÓ EHF.- Bifreiðaþjónusta - Dekkjaverkstæði - Bílaþvottur
Smiðjuvegur 34-36 • Kópavogi • Sími 557 9110 • Rauð gata