Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Page 10
26
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
Daewoo Matiz
Jmboö: Bílabúö Benna
Daewoo Matiz er einn
tninnsti og jafnframt ódýrast:
bíllinn sem völ er á, hvort heldur
tr leitað að vsk-bíl eða öðruvísi. Hann er með 0,8 lítra vél, 52
ia„ og fæst í þremur mismunandi útfærslum. Allar eru þær
neð tvo líknarbelgi og í dýrustu gerðina er hægt að fá læsi-
/arðar bremsur sem valbúnað. Dýrari gerðirnar eru með sam-
æsingar en ekki sú ódýrasta. En þó Matiz sé nettur er hann
/kki með lakasta burðargetu af litlu vsk-bílunum, heldur er
hún upp á 434 kg.
Verð með vsk. frá 854.070 kr.
Verð án vsk. frá 686.000 kr.
Daewoo Lanos
Umboö: Bílabúö Benna
Lanos er að stærðinni til í Golf-Corollaílokknum og boðinn
sem vsk-bill í þremur útfærslum, þar
sem mismunur felst einkum i
búnaði. Vélar í tveimur
dýrari gerðunum eru
1,6 1, 106 ha. og
hægt að fá bílana
með sjálfskiptingu.
Ódýrasti bíllinn er
með 1,5 1, 86 ha. vél.
Vökvastýri og samlæsingar
eru staðalbúnaður og rafknúnar rúð-
ur í tveimur dýrari gerðunum. Lanos er með tvo líknarbelgi,
dýrari gerðirnar með læsivarðar bremsur og þrefalda
höggvörn í fram- og afturhlutum, auk styrktarbita í hurðum.
Allar gerðir eru með samlæsingu á hurðum. Burðargeta er
554-590 kg.
Verð með vsk. frá 994.755 kr.
Verð án vsk. frá 799.000 kr.
Daewoo Nubira Wagon
Umboö: Bílabúö Benna
Nubira Wagon er í tveimur búnaðarútfærslum og er sú ódýr-
ari með 1,6 1, 106 ha. vél en sú dýrari með 2,0 1,
133 ha. vél. Hvorar tveggja eru fáanlegar með
flmm gíra handskiptingu eða
„ fjögurra gíra sjálfskipt-
\ ingu. Nubira Wagon er
með rafknúnar
rúðuvindur og
samlæsingu,
fdýrari gerðin
? með þokuljós.
Hvorar
tveggja eru
með tvo líknarbelgi og læsivarðar
bremsur og ennfremur eru farangursfestingar í flutningsrými.
Burðargeta Nubira Wagon er 638 og 647 kg eftir útfærslum.
Verð með vsk. frá 1.420.545 kr.
Verð án vsk. frá 1.141.000 kr.
Daewoo
Korando
Umboð: Bílabúö
Benna
Korando-jeppinn er boð-
inn í tveimur útfærslum,
CDX túrbódísil og E-230
með bensínvél. Disilvélin
er 2,91 og skilar 129 hö. en
bensínvélin er 2,3 1 með 150 hö. Vélar Da-
ewoo-jeppanna eru Mercedes Benz-vélar og framleiddar með
leyfi frá Benz. Handskipting er staðalbúnaður í báðum tilvik-
um en sjálfskipting valbúnaður. Korando er hvorki með líkn-
arbelgi né læsivarðar bremsur en búinn samlæsingum. Hann
er þriggja hurða og burðargetan er 830 upp í 870 kg eftir gerð-
um.
Verð með vsk. frá 2.425.260 kr.
Verð án vsk. frá 1.948.000 kr.
Daewoo Musso
Umboð: Bílabúö Benna
Mussojeppinn er fáanlegur í einni útfærslu með 2,3 1 bensín-
vél, 150 ha„ og tveimur
útfærslum með
dísilvélar, 2,3 1,
101 ha. og
2,9 1, 129 ha.
Eins
og í
Korando
eru vélamar í Musso Mercedes Benz vélar, framleiddar með
leyfi Benz. Musso-jeppinn með bensínvélinni er með læsivarð-
ar bremsur en hefur það umfram flesta aðra bíla að aftengi-
búnaður fyrir ABS er staðalbúnaður. Musso er með tvo líknar-
belgi og samlæsingar eru staðalbúnaður. Burðargeta Musso-
jeppanna er frá 630 kg upp í 685 kg eftir gerðum.
Verð með vsk. frá kr. 2.719.000 kr.
Verð án vsk. frá kr. 2.184.000 kr.
Fiat Punto S
Umboð: ístraktor
Fiat Punto er einn mest seldi bíll Evrópu. Sú kynslóð Punto
sem nú er í boði er ný hönnun hvað varðar útlit og búnað og
hefur fengið mjög góða dóma. Hann hlaut 4 stjörnur í árekstra-
prófun NCAP og er hlaðinn öryggisbúnaði, m.a. fjórum líknar-
belgjum, læsivörðum bremsum með rafeindastýrðri átaksjöfn-
un og kippibeltum. Þá er hann með rafaflsstýri með þyngdar-
vali, sem auðveldar mjög akstur innanbæjar. Það er þriggja
| dyra útfærslan sem einkum er boðin sem vsk-bíll, Punto S er
með 1,25 1, 60 ha. vél. Burðargetan er 475 kg.
Verð með vsk. frá 1.095.000 kr.
Verð án vsk. frá 909.000 kr.
Fiat Palio Weekend
Umboð: ístraktor
::
Palio er upprunalega framleiddur með heimsbíl í huga, ein-
faldur í uppbyggingu, traustur vinnuþjarkur og auðvelt að um-
gangast hann. Þrátt fyrir tiltölulega lítið utanmál er hann
furðu rúmgóður og státar af öllum helsta öryggisbúnaði eins
og liknarbelgjum og læsivörðum bremsum, bremsuháljósi.
Palio er með 1,25 1, 75 ha. vél. Farangursrými er 1540 lítrar og
burðargetan er 575 kg.
Verð með vsk. frá 1.260.000 kr.
Verð án vsk. frá 1.042.000 kr.
________________________
Fiat Bravo 80 SX
Umboö: ístraktor
Fiat Bravo er þriggja hurða bíll í stærðarflokki Golf-Corolla,
Meðal staðalbúnaðar má nefna vökvastýri, hæðarstillt stýri og
ökumannssæti. Hann er með læsivarðar bremsur, fjóra líknar-
belgi, samlæsingar og rafknúnar rúðuvindur, svo nokkuð sé
nefnt. Vélin í Bravo 80 SX er 1,25 1, 80 ha. og burðargetan er
: 525 kg.
Verð með vsk. frá 1.266.000 kr.
Verð án vsk frá 1.047.000 kr.
I
Fiat Marea Weekend
Umboð: ístraktor
Marea Weekend er vel búinn langbakur. í staðalbúnaði eru
m.a. sjálvirk hitastilling á miðstöð og loftkælingu (AC), læsi-
varðar bremsur með bremsuháljósi, fjórir líknarbelgir, tví-
skiptur afturhleri, fjarstýrðar samlæsingar, útihitamælir, lúx-
usinnrétting, rafstýrð mjóbaksstlling á bílstjórasæti og ýmis-
legt fleira. Val er um tvær bensínvélar, 1,6 1, 103 ha„ 2,0 1, 155
ha. eða eina dísilvél, 1,91,105 ha. einbunudísil, allar mjög spar-
neytnar. Burðargeta Marea Weekend er 650-675 kg eftir út-
færslum.
Verð með vsk. frá 1.495.000 kr.
Verð án vsk. frá 1.230.000 kr.
Fiat Multipla SX
Umboð: ístraktor
Einn óvenjulegasti og byltingarkenndasti bíllinn á markaðn-
um en um leið notadrjúgur og prýðilegur i akstri og umgengni.
Sætaskipan veldur því að hann telst þriggja manna þrátt fyrir
vaskbreytingu. Hæð og breidd farangursrýmis býður upp á
óvenjulega flutningsgetu bíls í þessum stærðarflokki. Multipla
er boðin með 1,61,103 ha. bensínvél eða 1,9 1 einbunudísil, 105
ha. Burðargeta er 650 kg.
Verð með vsk. frá 1.630.000 kr.
Verð án vsk. frá 1.340.000 kr.
Fiat Doblo
Umboö: ístraktor
Nafnið á þessu nýjasta trompi Fiatverksmiðjanna vísar til
tvöfalds notagildis bílsins en hann verður fáanlegur sem fjöl-
skyldu- og/eða sendibill. Dobló sem er væntanlegur fljótlega
upp úr áramótum verður framleiddur í 26 mismunandi útgáf-
um. 3, 4 eða 5 dyra, dísil eða bensínknúinn. Áætluð burðargeta
er frá 625-805 kg eftir útfærslmn.
Verð liggur ekki fyrir.
Fiat Ducato
Umboö: ístraktor
Fiat Ducato er til í ótal útfærslum, háþekja eða lágþekja,
sendibíll, smárúta, pallbíll með einfóldu eða tvöföldu húsi,
grindarbíll, og hægt er að fá bílana með aldrifi, 4x4. Val eru
um 2,0 1 bensínvél, 100 hestafla eða nýja 2,8 1 einbunudísilvél.
Ducatobílamir eru allvel búnir. Þeir eru með liknarbelg í
stýri, rafdrifnar rúðuvindur, rafstillanlega bakspegla, samlæs-
ingar. Burðargéta er allt að 1900 kg.
Verð með vsk. frá 1.832.000 kr.
Verð án vsk. frá 1.471.000 kr.
Iveco Daily
Umboð: ístraktor
Algerlega ný lína af þessum vinsæla bil kom á markað á síð-
asta ári. Daily var kosinn sendibíll ársins 2000 i Evrópu. Þessi
bíll er boðinn í þrjú þúsund útfærslum, háþekju og lágþekju
sendibílar og smárútur, pallbílar með einfóldu eða tvöfóldu
húsi, grindarbílar. Iveco Daily fæst með fjórum útgáfum dísil-
véla frá 85 upp í 143 hestöfl, allt einbunuvélar. Líknarbelgur í
stýri og fjarstýrðar samlæsingar eru meðal staðalbúnaðar í öll-
um útfærslum og hemlalæsivöm er staðalbúnaður i bílum með
3500 kg heildarþunga. Burðargeta er aflt að 1800 kg.
Verð með vsk. frá 2.207.000 kr.
Verð án vsk. frá 1.773.000 kr.