Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 7
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 l!aÍSW88g ■ ■■I■■M■ tölvun tskni og visinda mm Dreamcast-leikir á toppinn í Japan: Þrír á topp tíu listann þar af einn söluhæstur ívi'J Jsj Sega-tölvuleikja- fyrirtækinu hef- ur ekki gengið sem skyldi að selja Dreamcast- leikjavélina í Japan. Dreamcast hefur selst aðeins betur en Nintendo 64 en ekki nálægt því eins vel og PlayStation og PlayStation2. Reyndar hafa PlayStation-vélarnar einokað flesta sölulista bæði fyrir vél- búnað og hugbúnað. Dreamcast virðist þó eitthvað vera að sækja í sig veðrið í Japan þessa dagana því þrír Dreamcast-leikir hafa hreiðrað um sig á topp tíu listanum yfir söluhæstu tölvuleikina þar í landi. Þessir leikir eru ekki þekktir hér á Fróni enda alls ekkert víst að aðrir en Japanar fái að dútla sér í þeim. Leikimir bera nöfnin Mercuri- us Pretty sem komst á sjálfan toppinn, Biohazard 3 sem komst í þriðja sætið og svo Aero Dancing F sem lenti í því níunda. Það er vonandi að Dreamcast-vélin haldi áfram á þessari braut enda ekki gott fyrir neytendur að risar eins og Sony verði kærulausir þar sem það skilar aðeins af sér verri leikjum sem eru alltaf vondar fréttir fyrir leikja- vini hvar svo sem þeir hafa veðjað aurunum sínum. Resident Evil 4 eða 5? Resident Evil- tölvuleikimir eru ansi lífseigir og hafa þeir birst á flestum leikja- tölvum oftar en einu sinni. Nú er á leiðinni enn ein viðbótin, Resident Evil: Code Veronica Comp- lete, og niun hún birtast á PlaySta- tion2 og Dreamcast á næsta ári. Res- íul 711 yj ident Evil: Code Veronica kom reynd- ar út á þessu ári fyrir Dreamcast en Resident Evil: Code Veronica Comp- lete inniheldur víst fleiri vopn og staði og er eitthvað stærri. Það virðist ekki vera neitt lát á leikjum í Resident Evil-seríunni, enda hryllingsævintýraleikir ótrúlega vin- sælir um þessar mundir og mikið úr- val leikja í þessum flokki. Það er von- andi að Resident Evil: Code Veronica Complete hafi eitthvað verulega krassandi upp á að bjóða svo aS Dreamcast-eigendur lendi ekki í því að kaupa sama leikinn tvisvar. Blaðamenn hjá net- leikjamiðlum hafa einé og alltaf fengið að stelast íieikinn og halda þeir vart vatni af hrifningu yfir leiknum. Segja þeir Driver 2 standast allar vænt- ingar, sem er ansi gott því mikils var vænst af leiknum. ■fý sem er ansi gott því mikils var vænst af leiknum. Þessi framhaldsútgáfa af Driver er einnig sú síðasta fyrir PlaySta- tion-tölvuna þar sem Infogrames, framleiðendur Driver-leikjanna, hyggjast einbeita sér að gerð leikja fyrir PlayStation2 hér eftir. Þá er ekkert annað hægt fyrir aðdáendur Driver á klakanum en að bíða og æfa sig fyrir komandi eltingarleiki sem eru í vændum innan skamms. Mechwarrior 4 er orðin floknari þar sem mismunandi veðurskilyröi hafa orð- ið áhrif á stjórn vélmennanna. Vélmennaleikur á ala Microsoft: MechWarrior 4 til- búinn í framleiðslu Fleiri Pésaleikir á leikjatölvur: Half Life á PlayStation2 Framhaldsleikur á PlayStation: Driver 2 tilbúinn - sagður standast allar væntingar - kemur líklega seint á næsta ári einum leik, enda seldist hann ótrú- lega vel. Nú er bráðum komiö að því að aðdáendur Tanners fái meira að sjá og heyra því aö framhald Dri- ver, Driver 2, er á leiðinni á PlayStation innan skamms. Blaða- menn hjá netleikjamiðlum hafa eins og alltaf fengið að stelast i leikinn og halda þeir vart vatni af hrifningu yfir leiknum. Segja þeir Driver 2 standast allar væntingar, Driver, fyrirrennari Driver 2, er búinn að halda mörgum PlayStation-eig- andanum vakandi fram eftir nóttu og má búast við að Driver 2 geri slíkt hiö sama. ú j'j hJj1 Einn besti fyrstu persónu skotleik- ur allra tíma er án efa tölvuleik- urinn Half Life. Half Life kom fyrst út fyrir Pés- ann og sló þar rækilega í gegn og seld- ist eins og heitar lummur. Half Life er svo auðvitað að eignast arftaka en einnig er Half Life um þessar mundir að koma sér fyrir á öðrum farartækj- um eins og Dreamcast og nú einnig á PlayStation2 leikjavélinni. Framleiðendur PlayStation2 útgáfu Half Life spara ekki stóru orðin og segja PlayStation2 útgáfuna vera þá bestu til þessa. Alls konar aukaíidus- ar og möguleikar munu prýða Half Life fyrir PlayStation2. Þar á meðal munu veröa nýir karakterar, ný borð, vopn og meiri alúð lögð í leikheiminn með fleiri smáatriðum og flottari myndrænni út- færslu. Eins og á hinum farartækjun- um verður hægt að spila Half Life fyr- ir PlayStation2 á Netinu og þá bæði í Það að Half Life sé aö koma á PS2 ætti að kæta eigendur svoleiðis tækja, þar sem um einn besta fyrstu persónu skotleik allra tíma er aö ræða. samkeppni og samvinnu með öðrum hvenær Half Life fyrir PlayStation2 mennskum spilurum. kemur út en seinni partur næsta árs Ekki er ljóst á þessari stundu þykir ansi grunsamlegur. PlayStation vél- in hefur boðiö upp á marga góða kappakst- ursleiki í gegn- um tíðina. Hvort sem fólk hefur viljað raunveruleika, æsing og spennu eða sérkryddaða akst- ursleiki hefur PlayStation séð fyr- ir því. Einn af þeim sérkrydduðu er akstursleikurinn Driver, sem sló í gegn öllum að óvörum á PlaySta- tion-vélinni fyrir nokkrum misser- um. Þar var á ferð akstursleikur sem bauð upp á allan pakkann í f DJ ju JaJJdf Microsoft-hug- búnaðarfyrir- tækið er best þekkt fyrir Windows-stýri- kerfið margnot- aða en Microsoft gerir fleira en að búa til stýrikerfí. Eins og margir vita er Microsoft einnig með puttana í framleiðslu tölvuleikja. Meðal leikja sem það framleiðir er Age Of Empires-serí- an og MechWarrior-leikimir og nú er einmitt á leiöinni fjórði leikur- inn í MechWarrior-seríunni, Mechwarrior 4: Vengeance. MechWarrior snýst um skotbar- daga þar sem spilarinn tekur að sér stjóm risavaxinna vélmenna sem eru sérhönnuð fyrir bardaga. MechWarrior-leikimir eiga sér all- stóran hóp aðdáenda sem hafa kaf- að djúpt í leikinn, sem þykir frekar flókinn og fjölbreyttur. í þetta skipt- ið er hægt að velja úr 21 mismun- andi bardagavélmennum til að rústa óvinunum og er leikumhverf- ið orðið nokkuð nákvæmara, m.a. þarf spilarinn að læra að stjóma vélmenninu við alls konar veður- skilyrði og birtustig. MechWarrior 4: Vengeance kem- ur út fyrir Pésann á næstu misser- um og er um að gera fyrir aödáend- ur leiksins að láta hann á jóla- gjafalistann. Jyjyu-' iviiúí Tól og tæki í Warcraft III: Hægt að búa til sína eigin grafík Aðdáendur Warcraft-leikj- anna bíða þessa dagana spenntir eftir að Blizz- ard-tölvuleikja- fyrirtækið klári þriðju útgáfuna af Warcraft. Ekki er hún þó á næstu grösum en mik- ið er þó spekúlerað í hvað leikurinn muni koma til með að bjóða aðdá- endum sínum er hann kemur út. Eitt af því sem fylgir pakkanum í þetta skipti er tól til að búa til sín eigin borð. Þetta tól mun víst verða með spánnýja möguleika innan- borðs og verður hægt að búa til leikheim alveg eftir sínu höfði. T.d verður hægt að búa til karaktera frá gmnni og skipta allri grafík leiksins út fyrir sína eigin. Einnig verður hægt að fikta meira við gervigreind leiksins og er víst að þessi möguleiki gerir fjölspilun enn þá skemmtilegri en áður. Warcraft III er væntanlegur á markað fyrir Pésann á næsta ári og eins og áöur kom fram er það tölvu- leikjafyrirtækið Blizzard sem gefur leikinn út. IDJ yu- Míúj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.