Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBERBER 2000 19 tólvu-i t*kní og visinda j'jJyhjj' Deilur um rótarlén Nú, þegar } nokkrir dagar i eru síðan } ICANN, nefndin j sem sér um að útdeila lénum, ákvað að taka j sjö ný rótarlén í gagnið eru strax farnar að heyrast óá- j nægjuraddir frá ýmsum stöð- um. Rótarlénin sem tekin voru i I notkun eru .biz, .name, .info, j .pro, .museum, .aero og .coop og voru valin úr 200 nafna potti. Meðal þeirra sem kvartað hafa ér Alþjóða heilbrigðis- stofnunin, WHO, sem stakk upp á .health. Kvartanir frá WHO og öðrum gæti leitt til j þess að nýju rótarlénin verði j ekki samþykkt af viðskipta- stofnun Bandaríkjanna. Sam- þykki hennar þarf til að þau } taki gildi. Ástæður þess að ný rótarlén 1 eru nauðsynleg eru þær að þau j alþjóðlegu rótarlén sem notuð ; eru nú, .com, .org og .net, eru j orðin yfirsetin. 32 milljónir } Lengri frjósemistími Það hefur verið : viðurkennd kenning í lang- } an tíma að kon- } ur séu að jafn- j aði frjósamastar á milli daga 10 og 17 í tíðahringnum. Ný bandarísk könnun gaf hins þær niðurstöður að sú kenning væri ekki alls kostar rétt. í : könnuninni kemur fram aö að- f eins um þriðjungur kvenna er | aðeins frjór á þeim tíma. Tekin voru dagleg þvagsýni hjá 213 heilbrigðum bandarísk- um konum og þau mæld til að ákvarða hvenær egglos ætti sér stað. Samkvæmt niðurstöðum gátu jafnvel konur með reglu- legan tíðahring ekki sagt með vissu hvenær þær nákvæmlega höfðu egglos. Stór hluti kvenna hafði egglos fyrir dag 10 og margar voru frjóar fram yfir dag 17. Þetta þýðir að „öruggu dag- arnir“ svokölluðu sem sumar konur nota sem getnaðarvöm eru ekki jafn öruggir og haldið var. Einnig hefur þetta valdið þvi að læknar telja nú að fólk sem er að reyna að eignast börn eigi ekki aðeins að ein- beita sér að „frjósama" tímabil- inu heldur stunda kynlif reglu- lega yfir allan tíðahringinn. Síminn í þvottavélina Tveir breskir uppfinninga- menn, Chris Chapman og David Sand- bach, hafa nú þróað fataefni sem leiðir rafmagn og hægt væri að búa til t.d. síma og lyklaborð sem hægt væri að klæðast og setja í þvottavél. Þeir hafa nú þegar búið til lyklaborð úr áklæðinu sem og svampkenndan síma sem hægt er að þvo í vél. Meðal hugmynda sem komið hafa upp um notagildi eru teppi sem spila tónlist þegar gengið er á þeim eða lök á spítala sem myndu gefa frá sér hljóð þegar sjúklingar sem eru annars ófærir um að tjá sig pissa und- ir og þannig yrði komist hjá óþarfa hlandbruna. Nýtt gen einangrað: Eykur líkur á HlV-smiti - en hægir á þróun eyðni Vísmdamenn telja sig nú hafa einangrað gen sem getur haft áhrif á það hvort fólk smit- ast af HIV- veirunni eða fær eyðni. Þessi upp- götvun hefur vakið vonir um að komast megi að því hvers vegna sumir eru móttækilegri fyrir HIV- smiti en aðrir. Genið heitir RANTES og er hluti af ónæmiskerfi mannslíkamans. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að fólk sem hefur genið er mun í meiri hættu á smitast af HlV-veirunni. Ljósa hliðin á málinu er hins vegar sú að fólk sem hefur genið er allt að 40% lengur að fá eyðni. Þetta hefur vakið vonir hjá vísindamönnum um að hanna megi lyf sem byggir á RANTES til að hindra að HlV-já- Öruggt kynlíf er enn öflugasta vopnið í baráttunni gegn HlV-veirunni. Genið heitir RANTES og er hluti af ónæmis- kerfi mannslíkamans. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem hefur genið er mun í meiri hættu á smitast af HlV-veirunni. kvætt fólk fái eyðni og eru nokkur lyfjafyrirtæki nú þegar byrjuð á rannsóknum í þá átt. Nú þegar hafa vísindamenn ein- angrað gen sem gerir HlV-smit mjög ólíklegt. Það gen heitir CCR5 og virkar þannig að það hindrar að T- frumur ónæmiskerfisins myndi móttakara sem HlV-veiran festir sig á smitar frumumar. Að sögn Dr. David McDermott sem leiddi hóp þeirra sem fann CCR5 er fólk með genið þó engan veginn ónæmt fyrir HlV-veirunni frekar en aðrir. Það er því fyrir öllu að stunda öruggt kynlíf því það er enn öflugasta vopnið gegn HlV-veirunni. Eða eins og McDermott lýsir því: „Líkumar eru miklar á að menn deyi verði þeir fyrir trukki á miklum hraða.“ Merkileg tilraun í Bandaríkjunum: Api stjórnar vélarmi Notaou hausinn meö heilabylgjunum einum saman «41 var síðan safnað í tölvu sem reiknaði út hvaða heila- bylgjur væru tengdar hreyfingu handanna. Þegar tölvan gat orðið sagt tU hvað apinn var að gera með hendinni í hermUíkani voru bylgj urnar sendar beint á Netið. Tölv- an hreyfði síðan arminn ná- kvæmlega eins og apinn hafði gert. Einn vísindamannanna sem tóku þátt i tUrauninni, Mandayam Srinivasan, Tækniskól- anum í Massachusetts, sagði aö það hefði veriö frábært að sjá arminn hreyfast, vitandi það að honum væri stjórnað af heUabylgjum apa. „Þetta var eins og apinn væri með 970 kUó- metra langa gervihönd." Visindamennimir tengdu Iftíl raf- skaut i heilann á apanum og kenndu honum svo ákveðn- ar handahreyfing- an Upplýsingum um þé heíiastarf- semi var sfðan safn- að i tölvu sem reikn- aði út hvaða heila- bylgjur væru tengdar hreyfingu handanna. Tllraunin með apann eykur vonir manna um að hægt verði að hanna tölvubúnað sem gerir lömuðu fólki mögulegt að stjórna gervilimum á sama hátt og apinn - með heilabylgj- unum. Bandarískum vís- indamönnum tókst fyrir stuttu að nota heUa- bylgjur apa tU að stjóma vélarmi, sem staddur var i um 970 kUómetra fjarlægð, i gegnum Netið. Vísindamenn eru afar spenntir yfir þessari tUraun því þetta getur þýtt að hægt verði að hanna tölvubúnað, byggðan á sömu tækni, sem gæti gert lömuðum mögulegt að stjórna gervi- limum. Vísindamennimir tengdu lítU raf- skaut í heUann á apanum og kenndu honum svo ákveðnar handahreyfmg- ar. Upplýsingum um þá heUastarfsemi IViík JJJiJJJJJ Kaffi er yfirleitt talið frekar heilsuspillandi en hitt og taka visindamennirnir fram að ekki sé ástæða til þess að auka kaffidrykkju þar sem meiri rann- sóknir þurfi að fara fram. Ný rannsókn frá Bandaríkjunum: Kaffi gott gegn park- insonsjúkdómnum Niðurstööur bandarískrar rannsóknar leiddu í ljós að kaffidrykkja virð- ist minnka lík- urnar á því að fólk fái parkinsonsjúkdóminn. Bornir voru saman tveir hópar með 196 manns í hvorum. 1 öðrum hópnum var m.a. fólk sem þjáðist af parkinson- veiki en enginn í hinum hópnum var með sjúkdóminn. Mun fleira kaffi- drykkjufólk var í parkinsonlausa hópnum, eða 92% á móti 83%. Einnig kom í ljós að þeir sem drukku mikið kaffi, 4 boUa eða meira á dag, voru mun Ueiri i parkinsonlausa hópnum. Þar drakk rúmlega þriðjungur mikið kaffi en aðeins einn af hveijum fimm í hinum hópnum. Annað sem kom í ljós í rannsókn- inni var að svo virtist sem áfengi og reykingar drægju úr líkum á að fá parkinsonsjúkdóminn. Vísindamenn- irnir sem stóðu að rannsókninni tóku fram að þetta þýddi ekki að fólk ætti að auka kaffidrykkju, neyslu áfengis eða reykingar. Þeir segja að lítið sé vitað um tengslin á mUli neyslu þess- ara vímuefna og hættunnar á að fá parkinsonsjúkdóminn og meiri rann- sóknir ættu eftir að fara fram. Hugbúnaðarfyr- irtækið Cybernet Systems setti ný- verið á markað nýjung fyrir tölvuleikjaspil- ara þessa heims. Um er að ræða hugbúnað sem gerir leikjaunnendum kleift að nota höfuð- hreyfingar tU að stjórna sjónarhorni í leikjum. Hugbúnaður hefur fengið nafnið Use Your Head (í. Notaðu höfuðið) og það eina sem þarf tU að notast megi við hann er videovél sem hægt er að tengja í USB-tengi á tölvum. Hugbún- aðurinn er ekki hugsaður sem tól tU að taka yfir önnur stjórntæki heldur sem skemmtUeg viðbót sem kemur til með að auka á skemmtun í leikjaspili. Þetta er ekki svo vitlaus hugmynd hjá þeim í Cybernet þar sem leikja- spUarar, sérstaklega fyrstu persónu skotleikjaspUarar, þekkja hvemig það er að reyna að líta fyrir hom á skján- um. Það þarf hins vegar einhverja samhæfingu áður en fólk hættir að lita í kringum sig og sjá bara herberg- ið sitt. Use Your Head hugbúnaðurinn er nýtanlegur í öUum gerðum leikja Fyrstu persónu skotleikjaaödáend- ur, sem flestir þekkja þá tillfinningu aö reyna aö Ifta fyrir horn á skján- um, geta nú loks nýtt sér þá til- hneigingu. og hægt er að nálgast hann á vefslóð- inni www.usuyonrhfíuIsW't-otii gegn hóflegri peningagreiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.