Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 4
Það getur verið góð leið til að greina menn að skoða hjá þeim geisladiskasafnið. Það á þó ekki við um Ólaf Lárusson, Óla töff. Hjá honum ægir öllu saman, gömlu og nýju, íslensku og erlendu, Megasi og Elvis. Allt á þetta sér eðlilega skýringu, því eins og margir vita er Óli töff útvarpsmaður, að vísu ekki starfandi sem slíkur um þessar mundir en engu að síður vel inni í málunum. Maður getur veríð skotinn þó maður sé ekki Óli töff er mikill áhugamaður um Svíþjóð og aðdáandi sænska knattspyrnulandsliðsins nr. 1. „Það var gasalega mikið af fólki sem hlustaði á okkur,“ segir Óli um útvarpsþáttinn Tveir á upp- leið sem hann stjórnaði af mikl- um myndugleik ásamt félaga sín- um Stjána stuð. Þátturinn gekk samfleytt í þrjú ár, lengst af á Út- rás og um skamma hríð á Sól- inni. „Stundum var ég bara í vandræðum með að svara öllum símalínunum og hélt að þaö mundi kvikna í simanum," segir Óli og skellir upp úr. Vinsælli en Jón og Gulli Það er næstum áratugur liðinn síðan þátturinn hóf göngu sína. Óli man ekki árið nákvæmlega en tímasetningin var fullkomin. Jón og Gulli voru nýlega horfnir af öldum ljósvakans með þáttinn vinsæla Tveir með öllu og Óli telur Tvo á uppleið hafa fyllt skarðið sem þá myndaðist. „Það vantaði svona þátt. Ég held að við Kristján höfum náð meiri áheyrn en Tveir með öllu,“ álykar Óli, en leggur ofuráherslu á að hann hafi náttúrlega ekki mælt þetta ná- kvæmlega. I þáttunum brölluðu þeir félagar Óli og Stjáni margt, tóku viðtöl og gáfu reiðinnar býsn af pitsum. Óli rifjar líka upp nokkra símahrekki á milli hlátur- roka. Tónlistin var þó í öndvegi og spiluð voru alls kyns lög. „Allt nema þungarokk, það fer nefni- lega svo illa í Kristján," segir Óli með stríðnisglampa í augunum. Sænska söngkonan Christina Lindberg er í mestum metum hjá Óla um þessar mundir og hann sprettur á fætur og kemur aftur með hulstur af geisladisknum „Andra tidar, andra vegar.“ í leit að nýrri stöð í ljósi þessara miklu vinsælda kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir að Óli töff hefur ekki starfað sem útvarpsmaður í um það bil sjö ár. Um þessar mundir vinnur hann á handverkstæðinu Ásgarði og breytir spýtum í barnaleikföng og pennastatíf af hagleik. En hugur Óla hefur alltaf staðið til útvarpsmennskunnar og eftir að Sólin lagði upp laupana hefur hann sótt um starf hjá flest- um hinna útvarpsstöðvanna. „Þeir segjast alltaf ætla að hugsa málið en þetta er mjög grunsam- legt mál. Svona mál eiga ekki að taka mjög langan tíma,“ segir Óli réttilega um atvinnuleitina. „Þeir vita að við Kristján erum mjög mikilvægir menn í útvarpi," bæt- ir hann við. Og víst er það að margir sakna þeirra kumpána og furðulegt að enginn skuli geta nýtt sér krafta þeirra og hlust- endahóp. Óli er samt alls ekki á því að gefast upp og elur þann draum í brjósti að geta stofnað sína eigin útvarpsstöð með gömlu Útrás að fyrirmynd, annað hvort á íslandi eða i Svíþjóð, en til þess þarf mikið fjármagn. „Maður byrjar smátt en endar stórt,“ seg- ir Óli og svipurinn gefur til kynna að honum er fúlasta al- vara. „Ég mundi vilja hafa Krist- ján með í því dæmi, bjóða honum að vera meðeigandi." Gæslumaður í Djúpu lauginni Á árunum sínum i Iðnskólanum var Óli títt við gæslustörf á bölltim hjá ýmsum framhaldsskólum og þótti ágætt. Stundum þurfti hann að taka á honum stóra sínum en helsta tilhlökkunarefnið var að sjálfsögðu að fá að gæða sér á pitsu og kók að balli loknu. Nú orðið segist hann fara lítið út að skemmta sér en hefur þó gert und- antekningar og verið viðstaddur upptökur á stefnumótaþættinum Djúpu lauginni og hefur jafnvel gælt við þá hugmynd að taka sjálf- ur þátt. „í fyrri syrpunni sleppti ég bara tveimur þáttum. Mér fannst Laufey Brá og Kristbjörg stjórna best. Ég varð eiginlega svolítið skotinn í Laufeyju en ekkert alvar- lega. Það var kona að vinna hér á sambýlinu sem sagðist halda að Laufey ætti kærasta og ég tók því ekkert illa. Maður getur nú verið skotinn i einhverjum þó maður sé ekki hriflnn," segir Óli töff og því er varla hægt að mótmæla. tvífarar Eva Sólan þula Anna Nicole Smith glyðra Hversu likar geta tvær manneskjur orðið? í það fæst enginn botn, a.m.k. ekki fyrr en bréfin í DeCODE hækka. Og hvað sem því líður dylst engum að Eva Sólan sjónvarpsþula og Anna Nicole Smith fyrirsæta eru barasta líkari en tvíeggja tvíburar. Anna Nicole hefur helst unnið sér það til frægðar að kasta ítrekað af sér klæðum fyrir ljósmyndara Playboy- timaritsins og giftast fjörgömlum auðkýflngi, sem skrikaði fótur, datt af grafarbakkanum og lést samstundis. Eva er dýrkuð og dáð af landsmönnum sem sperra bæði augu og eyru til að meðtaka boðskapinn og gullkornin sem hrjóta af vörum þessarar ljóðmæltu þokkadísar. Flestir ættu þó bágt með að sjá hana fyrir sér fáklædda í Playboy eða í faðmi gamals manns, t.d. Alla ríka, öðrum þætti það ábyggilega hin besta skemmtun. heimasíöa vikunnar http://www. nerve.com Heimasíða vikunnar sem er að líða er www.nerve.com sem til- heyrir samnefndu veftímariti og gefur sig út fyrir að vera vettvang- ur hugsandi manna og kvenna til að ræða um hvaðeina er viðkemur kynlifi. Ef verið er að leita að myndum er þetta ekki rétti staður- inn, þær eru „listrænar" og það eru engar slóðir hér sem fjalla um sloppy bj*s eða barely legal eitt- hvað. Sömuleiðis má auðveldlega láta þessar sífelldu poppöpp Fin- landia-auglýsingar fara vel í taug- arnar á sér. Kostirnir eru hins veg- ar fjölmargir. Fyrst og fremst er þama heill mökkur af dágóðum pistlahöfundum sem skrifa á per- sónulegum nótum um reynslu sína, fantasiur, heimilistækjaeign og fleira. Oft eru pennamir t.d. á eldhúsnótunum og hræra ljúffeng- um mataruppskriftum saman við ástarlífið, nú, eða hórdóminn, því mörg eru jú tilbrigðin við að gera ríð. Fantasíurnar sem lesa má teygja sig stundum út fyrir ramma laganna, mörk lífs og dauða eða jafnvel vísindalega skilgreiningu dýrategunda, en eins og einhver sagði: kynlíf er bara subbulegt ef það er gert vel. Þó svo að ást- in sé alþjóð- legt tungumál er hægt að nota tunguna á fleiri vegu en einn og því hafa nerve-lið- ar verið svo forsjálir að gefa lesendum kost á s p æ n s k u , þýsku, portú- gölsku og frönsku, auk enskunnar yl- hýru. En það er líka hægt að vera með í leikn- um, spjalla við aðra einmana perverta, senda inn smáauglýsing- ar eða sögur, eða taka þátt í bráð- skemmtilegri teiknimyndasam- keppni. Drífa sig! f Ó k U S 24. nóvember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.