Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 7
t/i\i\l dU söguna „Hugmyndin var að þetta ætti að vera ljósmyndabók, með texta- brotum", segir Þorsteinn J um minningarbókina sem hann gefur nú út um móður sína, Takk, mamma mín - minningabók. „Ég hafði svo sem ekki gert mér neina skýra grein fyrir því hvern- ig þessir textar ættu að vera. Ég hugsaði mér þetta fyrst sem ljós- myndabók en svo kom ég saman þessum brotum sem ég vildi hafa með. En ég hafði aldrei hugsað mér að skrifa fulla sögu. Ég vildi hafa þetta svona - brotakennda frásögn. Það þarf ekki að segja alla söguna." ímyndaðar samræður „Það sem ég gerði þessa síðustu mánuði sem mamma lifði var að skrásetja þetta tímabil að hluta. Mér fannst þetta vera svo óraun- verulegt að ég ákvað að setja þetta niður, bæði að hljóðrita samtöl og svo viðtöl sem ég tók við mömmu með vídeovél, til þess að gera þetta raunverulegt fyrir mér. Meðan á þessu stóð hafði ég svo sem ekki hugsað mér að gera neitt með þetta. Þetta var eitthvað sem ég var að gera fyrir mig.“ Móðir Þorsteins dó úr krabba- meini árið 1997 eftir að hafa barist við sjúkdóminn í tæpt ár. „Þetta er mjög skrítið. Það kem- ur bara tilkynning um að svona er þetta. Þá finnur maður svo sterkt fyrir því að tíminn er að renna út. Þá langar mann að spyrja spurninganna sem maður hefur aldrei þorað að spyrja. Þeg- ar myndavélin var komin á milli okkar virtist í fyrsta og kannski eina skiptið mögulegt að við gæt- um talað saman. Það er svo skrýt- ið með þessar samræður sem þú vilt eiga við fólk, hvort sem það eru foreldrar manns eða einhver annar. Þær eru svo oft bara til i höfðinu á manni. Þetta eru sam- ræður sem fara aldrei fram í raun og veru.“ Takk fyrir allt, þetta góða og vonda Það var Þorsteini mikilvægt að hafa ákveðinn raunveruleika í bókinni. „Að þetta væri ekki svo fínpússað að það væri í rauninni ekkert eftir. Mér fannst ég segja ákveðna hluti með myndunum og draga þar fram liðinn tíma, gamla daga og svo það sem var fyrir nokkrum árum.“ Hann segist frekar hafa viljað bregöa upp stuttum en skýrum myndum með samtalsbrotunum og láta það duga. „Leyfa svo þessu tvennu að vinna saman, ljósmyndunum og myndunum og svo vonandi ein- hverri brotakenndri sögu sem hefur skírskotun til annars fólks." Það kemur fram í bókinni að Þorsteinn er tvíburi, en lítið er minnst á systur hans í bókinni, hvers vegna? „Ég varð að að gera það upp við mig að þetta er min saga, ekki hennar eða okkar. Það er mjög meðvitað, það verður hver og einn að fá að segja sína sögu. Eng- in saga er rétt í raun og veru. Það hefur hver sína sögu. Svo er líka erfitt að útskýra af hverju maður skrifar svona bók. Það er eigin- lega ekki hægt. Mig langaði til að loka hringnum og segja takk. Og ekki bara takk fyrir sumt, heldur takk fyrir allt, þetta góða og vonda, og halda svo áfram. Það er líklega ómögulegt að útskýra hvað manni gengur til í raun og veru,“ segir Þorsteinn og hlær. Las úr jólabókum Þorsteinn byrjaði feril sinn í fjöl- miðlum á Rás 1 fyrir 18 árum síðan. „Mitt fyrsta starf fyrir útvarp var að lesa upp úr nýútkomnum jólabókum fyrir Gunnvöru Braga, stórskemmti- lega og góða konu sem sá um barna- efni í útvarpinu á þeim tíma. Svo gerði ég einn og einn þátt fyrir Rás 1. Seinna var ég með lög unga fólks- ins, sem var eins konar MTV þeirra tíma.“ Síðar fór Þorsteinn að vinna á Bylgjunni. Hann segir það hafa verið spennandi að taka þátt í nýju og frjálsu útvarpi þegar Bylgjan var að hefja útsendingar sínar. Eftir Bylgjuna vann Þorsteinn á Rás 2 en einnig fyrir Rás 1. Auk þessa vann hann á sama tíma eina og eina heimildamynd. „Árið 1996 fór ég að vinna á fullu á fréttastofu Stöðvar 2 í íslandi í dag. Jón Ársæll, frændi minn, byrjaði með þáttinn. Hann á nafnið og hann á þessa hugmynd, al- gjörlega. Ég kom inn í það með mitt svipmót, öðruvísi en hann, yngri og með önnur efnistök. Það voru mikil forréttindi að fá að vinna með ólíku og hæfileikaríku fólki. Helga Guð- rún er ólík mér, ég er ólíkur Jóni og Jón ólíkur mér. Svo vorum við með mjög góðan upptökustjóra, Dúa Landmark, með okkur. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Svo breyt- ist þátturinn eins og gengur. Ég fann að þegar mér bauðst að taka við starfi inni á dagskrárdeild þá var tíminn kominn, mig langaði til að halda áfram, breyta til.“ Litlir sigrar Þorsteinn viðurkennir að þegar honum bauðst að sjá um spurninga- þáttinn Viltu vinna milljón? hafi honum hreint ekki litist á það. „Svo skoðaði ég þáttinn, sem er orðinn al- þjóðlegur núna, kominn til 35 landa. Hann byrjaði í Bretlandi fyrir rúm- um tveimur árum. íslenska útgáfan er auðvitað smærri í sniðum en það sem er svo einfalt og hrífandi við þennan þátt er að peningarnir skipta ekki öllu máli. Hann er ótrúlega spennandi og það koma þarna einstaklingar sem velja sig inn í þáttinn með því að hringja í ákveðið símanúmer og svara einni spumingu. Síðan eru það ljósin, músíkin og einhvem veginn verður hjartslátturinn í þættinum hraður og spennandi. Þannig að þetta er sambland af spjallþætti og spurning- arþætti. Og guði sé lof, það eru eng- in skemmtiatriði eins og í Gettu bet- ur. Þannig að þetta eru spumingar og svo auðvitað takk ágætt, verö- laun.“ Þetta snýst sem sagt ekki bara um peningana? „Nei, alls ekki. Þátturinn mótast auðvitað eftir þvi landi sem hann er í. í Bretlandi er hann með áherslu á: „Hvað ætlarðu að gera við pening- ana þína?“ og „Hvað ætlarðu að bjóða mörgum vinum þínum á pöbb- inn, og hvað oft í viku? En svo til dæmis sá ég þáttinn sem framleidd- ur er i Venesúela og hann er allt öðruvísi. hvað þá sá rússneski eða danska útgáfan. Það var eitthvað í formi þáttarins sem mér fannst þess virði að reyna mig við. Og ef mér og Þór Freyssyni upptökustjóra og öllu hans góða fólki tekst vel upp þá held ég að við getum gert þetta að eftirminnilega spennandi spumingaþætti. Það sem einstaklingurinn reynir sem kemur í þáttinn er að hann hefur staöið upp úr sófanum heima hjá sér og tekist á við verkefni sem er ekki á allra færi að gera. Sem er að koma í sjónvarpið og svara spurningum. Það virðist vera létt þar sem þú sit- ur heima i stofu og veist öll svörin. En það er ekki auðvelt þegar þú ert kominn í hásætið sjálfur. Þetta eru svona litlir sigrar sem gestimir koma til með að vinna.“ Unnið með einvaldinum Samhliða nýja spurningaþættin- um er Þorsteinn auk þess að vinna að þáttaröð sem hann kallar Af- leggjara og verður sýnd með vorinu. „Þar er ég aftur að vinna einn með videovélina og um leið að vinna með þennan einvald í mér,“ segir hann og hlær. Hvaó ertu aó vinna meö í þessum þáttum? „Þar flakka ég með videovélina, hérna heima og erlendis, og raða svo saman brotunum. Viðtalsbrot- um og svipmyndum af fólki og að- stæðum. Þannig að nafnið gefur kannski til kynna afleggjara sem eru annars vegar, vegir eða slóðar sem eru kannski ekki í alfaraleið, þótt ég ætli kannski ekki að fara að leita uppi einhverja einbúa uppi í sveit. Svo á hinn bóginn eru þetta líka afleggjarar svona eins og i lík- ingunni að skera af blómi. Lítið brot af fólki sem þú tekur og vex og lifir sjálfstæðu lífi í sjónvarpskassan- um.“ 24. nóvember 2000 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.