Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 11
Með lögum eins og Sweet Dreams og Beautiful People hefur Marilyn Manson á undanförnum árum náð því að verða ein af þekktari rokksveitum Bandaríkjanna. Gæði tónlistar- innar hafa þótt ærið misjöfn en á móti hefur hljómsveitin ætíð náð að vekja sterk við- brögð hjá fólki. Nýjasta afurðin var að detta inn í verslanir og kíkti Kristján Már Ólafsson á þetta furðu verk rokksins. Á Það eru orðin þónokkur ár síðan ung stúlka sönglaði lagstúf með sama nafni og fyrirsögnin hér að ofan en hversu mörg þau eru þori ég ekki að fullyrða um. Ég get hins vegar upplýst að það eru að verða þrjátíu ár síðan drengurinn sem átti eftir að verða Marilyn Manson kom í heiminn - sá fæddist í Ohio 5. janúar 1971. Hann hét nú bara Brian Warner eins og fyrstu átján ár ævinnar en kom að krossgötum þegar hann fluttist tU Flórída. Þar vann hann um sinn fyrir sér sem blaðamaður fyrir tónlistar- tímarit en það breyttist þegar hann kynntist gitarleikaranum Scott Mitchell. Þeir ákváðu að stofna plötudómar hljómsveit og skipta um nöfn. Mitchell varð Daisy Berkowitz og Warner varð Marilyn Manson. Hljómsveitin kallaðist MarUyn Man- son and the Spooky Kids. Stjörnur og fjöldamorð- ingjar Krakkahópurinn sem þeir söfnuðu í kringum sig var svo sannarlega skuggalegur. Þar hafa orðið þónokkr- ar mannabreytingar í gegnum tíðina og meira að segja MitcheU er horfinn á braut. í dag samanstendur sveitin af Manson, bassaleikaranum Twiggy Ramirez, Madonnu Wayne Gacy á hljómborð, Ginger Fish á trommur og gítarleikaranum John 5. Trent Reznor tók gengið fljótlega upp á sína arma og batt samningi við Nothing, útgáfu sína. Þá hafði sveitin þegar vakið athygli, ekki síður fyrir útlit og háttalag en tónlistina. Á tón- leikaferð tU stuðnings fyrstu breið- skífunni, Portrait of an American FamUy, rífur Manson eintak af helgri bók mormóna og endar í fangelsi i Flórida fyrir óviðeigandi nekt á al- mannafæri. Anton LaVey, stofnandi kirkju Satans, sæmir hann embætti prests eða einhvers álíka. Ljúfir draumar Sveitin slær rækUega í gegn með útgáfu sinni af lagi Eurythmics, Sweet Dreams (are made of these). Þá fyrst öðlast hún athygli út á eitthvað annað en háttalag forsprakkans, öðlast at- hygli út á það sem máli skiptir, að því er sumum finnst. Það dregur þó ekki úr látunum í kringum gengið, það kemur meðal annars fram í sjónvarps- þætti og endar með því að kveikja í settinu. Þessi kynlegi kvistur er umdeUdur - öðlast aðdáun margra sem forsvars- maður málfrelsis - en þeir sem eru á móti honum kaUa hann ódýra útgáfu af Alice Cooper. Þegar platan Ant- ichrist Superstar kemur út rýkur hún þó upp listana og tónleikaferðin í kjöl- farið leysist upp í baráttu „sannkrist- inna“ í fjölmörgum ríkjum fyrir því að bandið fái ekki að spUa opinber- lega. Manson höfðar mál á hendur Oklahoma, Virginia og New Jersey. Hann kemur auk þess fram í fjölmörg- um spjaUþáttum og rífst listUega við aUs kyns fólk. Sumir segja að hann hafi selt sál sína, aðrir segja að hann hafi selt Satan sál sina. Vatn á mylluna Sama er hvað rifist er og skammast þá virðist hið forkveðna um að öU at- hygli sé góð athygli halda. Platan Mechanical Animals kemur út og þrátt yfir að kappinn sé ásakaður um að fá ríflega lánað hjá tU að mynda David Bowie hvað varðar umslag og tónlistina þá nær hún auðveldlega platínusölu. Jafnvel gríðarleg gagn- rýni á Manson og koUega í kjölfar hræðilegra fjöldamorða í bandarisk- um háskóla hefur lítið að segja, enda kannski ekki svo gott að krossfesta fólk þó morðingjar eigi plötur þess (en ég bendi þó á að við erum að tala um Bandaríkin). Manson lendir á lista People-tíma- ritsins yfir verst klæddu konur ársins 1998 og hefur, hvort sem það er þess vegna eða af öðrum ástæðum, tUtölu- lega hægt um sig það sem eftir lifir aldarinnar. Fyrsta janúar árið 2000 smeUir hann nokkrum af málverkum sínum inn á vefsíðu sveitarinnar ásamt nýársósk um að næsta árþús- und megi hefjast með jafnmikilli ringulreið, ofbeldi og óeirðum og því á undan lauk með. Þó ég fari um dimman dal ... Nú er platan HoUywood (in the shadow of the vaUey of death) komin í verslanir og engin ástæða tU að ætla henni annað en velgengni. Líkt og við hæfi er í tilfeUum slíkra verka þá er upptökum vandlega valinn staður; sveitin hljóðritaði á heimUi Mansons (húsi sem Rolling Stones bjuggu í á meðan þeir hljóðrituðu Let it bleed), á setri sem eitt sinn tilheyrði Harry Houdini, og á ýmsum stöðum í dauða- dalnum svokallaða. í umsögn sem goð- ið ritar eigin hendi líkir hann plöt- unni við Hvíta albúm Bítlanna en segir það þó glundroðakenndara, og ég hef enga ástæðu til að ætla að hann ljúgi. Browngat Þau tíöindi berast nú af guðföður soul-tón- listarinnar, James Brown, að hann hafi fengið leyfi fyrir því að breyta nafni 985. breiðgötu í Augusta í Georgíu í James Brown Square. í stað þess að bíða s eftir að einhver ann- \ ar heiðraði hann með þessum hætti taldi Brown þetta besta kost- inn í stöðunni eftir að hann hafði fest kaup á gömlu bankahúsnæði í heimabæ sínum. James Brown hyggst nota bygginguna fyrir skrifstofur sínar en einnig eru uppi ráðageröir um að koma upp safni í húsinu sem verður tileinkað tónlist. Ástæðan fyrir kaupum Browns á húsinu mun vera sú að fyrr á árinu eyðilögðust gömlu skrif- stofurnar hans þegar reiður starfsmaður hans kveikti í öllu hafurtaskinu. Þegar nýju skrifstof- urnar voru svo opnaðar komst Brown að því að húsnæðiö var rétt hjá James Brown Boulevard og fannst því ekki annað koma til greina en að gefa götunni nýtt nafn. með Pepsi Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur skrifað undir samning þess efnis að verða nýtt andlit Pepsi í heimalandi sínu. Kemur þetta þarlendum nokkuð á óvart þar sem hún aug- lýsti grimmt fyrir Kók á níunda áratugnum. Þegar Kyiie hætti að leika í hinni margfrægu sápu, Nágrönnum, birtist hún í fjölmörgum auglýsingum fyrir höfuöóvin Pepsi. Það truflar Pepsi ekki hið minnsta og segir fyrirtækiö að sagan sýni að fjölmargir listamenn hafi auglýst fýrir höfuðandstæöinga í gegnum tíðina. Aug- lýsingaherferðin fer í gang snemma á næsta ári og er jafnvel búist við að auglýsingarnar verði sýndar víðar en í Ástralíu. I gegnum tíð- ina hefur Pepsi jafnan notað heimsfrægar poppstjörnur til að auglýsa vörur sínar og má þar helstar nefna Michael Jackson, Spice Girls og nú síðast Robbie Williams. Þá er bara spurning hvort auglýsingarnar muni hneyksla jafn mikiö og síðasta myndband Kylie. I bólið h v a ö f fyrir hvernf skemmtileqar staöreyn air niöurstaöa ★ ★★ Fiytjandi: JJ72 Platan: JJ72 Útgefandi: Warner/Skífan Lengd: 44:38 mín. írskir krakkar sem eru hvorki meira né minna en bjartasta vonin í Bretalandi þessa dagana, að margra mati. Með- alaldur tríósins er ekki nema 19 ár þannig að meö sanni má segja að þaö eigi framtíðina fyrir sér. Þessi plata verður allavega að teljast hiö ágætasta upphaf á ferli. Sprautan Mark Greaney er mikiil aðdá- andi James Dean Bradfield, söngvara Manic Street Preachers. Þaö skín svo sem ekkert áberandi í gegn í söngstílnum en hins vegar er Ijóst að hann er alinn á tónsmíðum Bradfields og hans samtíðarmanna. Útkoman er alveg ágætis nútíma-popp/rokk með þunglyndisblæ. Mikil dul hefur hvílt yfir því hvaðan nafn sveitarinnar er fengiö og Mark kosið að viöhalda henni þegar blaða- menn hafa herjað á hann. Einhver álf- urinn vildi meina að þetta væri auð- kenni á þýskri flugvél úr seinni heims- styrjöld en ég get staðfest að það er þvaður. Einhver sagði þetta nafn og týpunúmer á þvottavél en þaö seljum við með góðum afslætti. Þó að tónlist þessarar tegundar falli mér vel í geö þá verð ég að segja að laga- smíöarnar vantar ögn meiri breidd. Þeg- ar platan var komin eins og hálfa leiö á spilaranum fannst mér oft og tíðum eins og ég væri byrjaöur að hlusta á sama lagið aftur. Lögin eru nær undantekning- arlaust fín en sum helst til náskyld - eig- um viö ekki aö segja að það lagist með tiö og tima? kristján már ólafsson JJ72 ★ ★★★ Fiytjandi: Red Snapper Platan: Our AÍm Is tO Satisfy Red Snapper Útgefandi: Warp/Japis Lengd: 57:01 mín. Þetta er fyrsta plata Lundúnasveitar- innar Red Snapper síðan Making Bo- nes kom út fyrir 2 árum. Hún inniheld- ur m.a. smáskífuiagið Some Kind of Kink sem samplar lagið Rock on með 70's popparanum David Essex. Platan kynnirtil leiks nýja söngkonu, Karmine Kendra. Red Snapper er frekar óhefðbundin Warp-sveit. Hún er skipuð gítarleikara, bassaleikara, trommara og hljóm- borösleikara, blásara og söngvurum og er þekkt sem dúndur-tónleikasveit. Tónlistin er sambland af fönki, break- beat, elektró og rokki og ætti að höfða til margra. Red Snapper er margrómuð tónleika- sveit, sú besta í London, aö mati Time Out Magazine, sem ætti að vita sitt- hvað um málið. Hljómsveitin hefur ver- ið í ládeyðu undanfarið, m.a. vegna þess að Ali Friend handleggsbrotnaði (óheppilegt þegar maður spilar á kontrabassa ...), en hann er kominn á fullt aftur. Síðasta Snapper-plata Making Bones var frekar kraftlaus en á nýju plötunni hefur bandið náð fýrri styrk. Platan er mjög fjölbreytt, þetta er allt frá hörðu breakbeat-fönki upp í frekar róleg grúv, sem minna á hljómsveitir eins og Her- balizer, og út í melódíska elektró- dramatík - plata sem vinnur á við hverja hlustun. trausti júlíusson (HMIAJMieiO mtv níii MMirm p—■■ •l JJa’ t AW ★ ★★ Fiytjandi: PJ Harvey piatan: Stories from the city, stories from the sea Útgefandi: Universal/Skífan Lengd: 47:22 mín. Polly er nú búin aö vera aö um stund, hér er komin plata númer sex. Það ættu nú flestir sem á einhvern hátt eru þenkjandi um tónlist að þekkja tii hennar, hún er meira að segja svo merkileg að Thom Yorke féllst á að að- stoða hana á plötunni. Hvort nafnið tryggir gæðin skal ég hins vegar ekki segja um. Þetta er sérsniðið fyrir rauðsokkur ... nei, nei, hvernig læt ég. Mér hefur fundist þaö ansi persónubundiö hve vel fólk tengir viö hugverk Pollýjar. Oft- ar ekki er hún að glíma við vonbrigði og örvæntingu í garð karlpeningsins en það er ekkert áberandi kvenlegt við þaö hvernig hún getur rokkað. Patti Smith-aðdáendur gefi því gaum. skemmtilegar staðreyndir Titill plötunnar vísar í það að lögin samdi frúin á tveimur stöðum, annars vegar í sveitasælunni í Dorset á Englandi og hins vegar í borg borg- anna, New York. Skemmtileg staö- reynd það. Mér finnst Polly vera i þeim álögum að geta ekki gert piötu sem kalla má frá- bæra frá a til ö. Opnarinn Big exit líð- ur fýrir asnalega raddbeitingu í versun- um þegar óður tii hórkvenna og svika- hrappa virkar teygður og tilgeröariegur. Slikt dofnar þó innan um lög eins og This is love og er nánast gleymt þegar lokalagið, We float, brestur á. kristján már ólafsson p Ji# ★★★ Fiytjamdi: Finley Quaye piatan: Vanguard Útgefandi: Epic/Skífan Lengd: 42:31 mín. Þetta er önnur platan breska söngvar- ans Finley Quaye, en fyrsta platan hans, Maverick a Strike, sem kom út áriö 1997, sló í gegn svo um munaði. Hún innihélt m.a. smellina Even After All, Sunday Shining og Ultra Stimulation og færði honum Brit-verð- laun sem besta breska tónlistarmann- inum þaö árið. Tónlist Rnleys Quaye er reggískotið popp meö soul- og folk-áhrifum. Nýja platan er nokkuð fjölbreyttari en sú fyrri en flest lögin eru samt í þessum miilihraða gæða-reggipopp-stíl sem einkenndi fýrri plötuna. Þegar við bæt- um viö frekar skemmtilegum textum þá er Ijóst að þetta ætti aö geta höfð- að til margra. Rnley heldur því fram að hann sé ná- skyldur Bristol-snillingnum Tricky. Tricky neitar því staðfastlega og æsist mjög þegar málið ber á góma. Þeir eiga það sameiginlegt að vera óhófleg- ir kannabisneytendur þannig að óvíst er að við fáum nokkurn tímann að vita það rétta í málinu ... Þessi plata hefur þægilega og tíma- lausa stemningu. Bestu lögin að minu mati eru rólegu lögin sem eru letilegt reggípopp með lifandi sándi; hljóð- færaleikararnir birtast manni Ijóslif- andi i huganum I hægri sveiflu. Hrað- ari lögin eru síðri og platan er þvi nokk- uð misjöfn aö gæðum. Það sem er gott á henni er samt mjög gott. trausti júlíusson 4 * á 24. nóvember 2000 f ÓkllS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.