Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 10
4 vlkuna 24.11-1.12 2000 47. vika Lenny Kravitz heldur enn sínu striki á toppnum þessa vikuna sem ætti að ýta enn frekar undir söluna á Best of plötunni hans. Lucy Pearl skýst óvænt upp í annað sætið og enn óvænna er upphlaup Fred Durst og félaga í Limp Bizkit sem hoppa í þriðja sætið. Lagið þeirra, My Generation, virðist falla hlustendum FM vel í geð og verður gaman að sjá hvort fleiri fylgja í kjöl- farið. Á sömu hraðferð í sætum 3-4 eru svo Gwyneth Palthrow og Sálin. Við biðum spennt eftir framhaldinu. Topp 20 Vikur v á lista: Lenny Kravitz JoJ 5 Lucy Pearl t 4 Limp Bizkit 't’ 2 04 Cruisin’ Gwyneth Palthrow & Huey Lewis 3 05) Ekki nema von Sálin hans Jóns míns 4" 5 06 Sigurjón Digri Land & Synir og Stefán Karl 6 01) Again 02 Don’t mess with my man 03) My Generation Wu-Tang Clan var stórveldi í rappheiminum allt þar til önnur plata hljómsveitarinnar, hin tvöfalda Wu-Tang Forever, kom út fyrir 3 árum. Hún þótti of löng og að miklu leyti leiðinleg en nú er komin ný plata, The W, og eins og nafnið gefur til kynna heldur sveitin sig við aðalatriðin í þetta skiptið. Trausti Júlíusson rifjaði upp Wu-Tang-söguna, (07) On a night like this Kylie Minogue 6 (OÍ) Get along with you Kelis 4r 5 09) Independent Women Destiny’s Child t 2 10 Spanish guitar (remix) Toni Braxton t 3 @ Give me just one night 98 Degrees 4* 6 (12) Með þér Skítamórall 1.4, 13 ( 73) La Fiesta Club Fiesta 4, 5 74 My Love Westlife t 2 (75) Why does my heart... Moby 4 75 Yellow Coldplay «4 11 “ I (77) Come on over Christina Aquilera •4 8 (73) Let the music play Barry White feat i n e (73; Body II Body Samantha Mumba 4, 3 20) Hollar Q topplag vikunnar J hástökkvari 9 vikunnar nýtt á listanum stenduristað <•% thækkar sig frá siðustu viku 4> T lækkarsigfrá siðustu viku fall vikunnar Spice Girls 4, 7 Sætin 21 til 40 Beautiful Day U2 4- 9 Body Groove Architecs feat. Nana f 4 Ég hef ekki augun af þér Sóldögg 4-10 Stop messing ar... Craig David t 3 You’re God Vertical Horizon 4 7 I wonder why Tony Touch feat t 4 Music Madonna -412 Trouble Coldplay X 1 Overload Sugarbabes T 2 Lady Modjo 4-11 fj Ekkert mál Á móti sól 4 8 Kids Robbie Williams&Kilie Mino... X1 Groovejet Spiller : 411 (: Fiesta (Houseparty) Dj Mendez 4 9 Shape of my heart Backstreet Boys X1 Hvenær Buttercup 4 7 Sky Sonique 4 8 Let’s get loud Jennifer Lopez ' 414 Could I have this... Houston/lglesias ; 414§ She Bangs Ricky Martin X 1 fókus) íslenski listinn er samstarfsverkefni D V og FM 957 og birtist vikulega í Fókus. Listinn er fluttur á FM í umsjá Einars Ágústs Víðissonar. Ekki lengur spurning um peninga eða frægð Wu-Tang Clan var stofnuö í New York-úthverfinu Staten Island árið 1992. Það voru þeir frændur Robert Diggs (RZA) og Gary Grice (GZA) sem söfnuðu saman nokkrum vin- um sínum og frændum til að búa til samstilltan hóp sem gæti gert at- lögu að plötuútgáfubransanum. Þeir Diggs og Grice höfðu báðir reynt fyrir sér einir með litlum ár- angri, Diggs gaf út efni sem Prince Rakeem hjá Tommy Boy og Grice átti að baki plötuna Words From The Genius sem kom út á Cold Chillin’ útgáfunni. Einn fyrir aila, allir fyrir einn Wu-Tang Clan var byggð upp eins og bræðralag, allir meðlimirn- ir áttu jafnan rétt á að koma efni að og allir skiptu þeir líka með sér kostnaðinum við upptökur og fram- leiðslu á fyrstu lögunum. Auk RZA og GZA voru í Wu-Tang frá byrjun þeir Russel Jones (Ol’ Dirty Bast- ard), Jason Hunter (Inspektah Deck), Lamont Hawkins (U-God), Clifford Smith (Method Man), Corey Woods (Chef Raekwon) og Dennis Coles (Ghostface Killer). Skömmu seinna bættist svo níundi félaginn við en það var Elgin Turner, betur þekktur sem Master Killa. Fyrsta smáskífan þeirra, Protect Ya Neck, var upphaflega seld af þeim sjálfum á götum New York þar sem þeir notfærðu sér sölu- og dreifmgartæknina sem þeir höfðu komist í kynni við í gegnum dópsölu, sem eins og kunnugt er var (og er?) helsta fjáröflunarleið fátækra borgarbúa New York. Prot- ect Ya Neck náði fljótlega mikilli spilun á hip-hop útvarpsstöðvunum og útsendarar stóru plötufyrirtækj- anna voru orðnir áhugasamir. Þeir RZA og GZA pössuðu samt mjög vel upp á að taka ekki hvaða samnings- tilboði sem er og það fór svo að lok- um að þeir völdu nýtt fyrirtæki, Loud Records, sem Steve Rifkin var að koma af stað. Wu-Tang Clan: Heldur sig við efnið á nýju plötunni. Eitt af meistaraverkum hip-hop sögunnar Samningurinn sem Rifkin gerði við þá markaði tímamót, því hann gerði hverjum meðlimi hljómsveitarinnar kleift að semja við hvaða fyrirtæki sem er um útgáfu á sólóefni. Rifkin tók áhættu, en hann átti ekki eftir að sjá eftir því. Fyrsta Wu-Tang platan, Ent- er The Wu-Tang (36 Chambers), kom út árið 1993 og var samstundis hampað sem meistaraverki. Hún er enn þann dag í dag talin ein af bestu hip-hop plötunum frá upphafi. RZA, sem er heilinn á bakvið tónlist Wu-Tang, forð- aðist það meðvitað að búa til tónlist eins og þá sem var 1 tísku á fyrstu árum tíunda áratugarins. Hann leitaði í hip hop áranna 87-88, sem var hrárra og ferskara, og inn í það blandaði hann svo hljóðbrotum úr Kung Fu- myndum, sem gáfu sérstaka stemmn- ingu og uröu fljótlega aðalsmerki hljómsveitarinnar. Þegar við bættist sú fjölbreytni og sá kraftur sem 9 vel færir rapparar gefa varð útkoman ómótstæðiieg. 12 milljón plötum seinna Síðan Enter the Wu-Tang kom út er hljómsveitin búin að selja 12 milljón plötur, flestir meðlimanna hafa gefið út sólóplötur og plötur í samstarfi við aðra, hljómsveitin kom á fót Wu Wear fatamerkinu sem gengur mjög vel og reisti Wu-setrið, sem er risastórt heim- ili/klúbbur/stúdíó í New Jersey. Wu-Tang Forever þótti, eins og áður segir, frekar langdregin og sólóplöt- urnar hafa gengið misvel í aðdáendur, gagnrýnendur og plötukaupendur. Það hefur líka gengið á ýmsu hjá þeim prí- vat, sumir þeirra hafa komist i kast við lögin, t.d. 01’ Dirty Bastard, sem enn er á flótta, eftirlýstur eftir að hann strauk af meðferðarstofnun sem hann var á samkvæmt skilorðsbundnum dóm sem hann hlaut i sumar. „Hungrið er vaknað“ Það er skemmst frá því að segja að The W er þrusuplata. Hún er tekin upp í Los Angeles, en þangað fóru þeir til að fá frið frá hversdagsamstrinu í New York. Þeir dvöldu allir undir sama þaki og deildu svefnherbergjum rétt eins og i árdaga þegar þeir voru að byrja. „Við vOjum sýna með þessari plötu að Wu er enn málið,“ segir RZA og bætir við: „Hungrið er vaknað hjá okkur. Þetta er ekki spuming um pen- inga eða frægð lengur, heldur bara þetta óstöðvandi samúræja hungur.” Á meðal flottra laga á plötunni em fyrsta smáskífan, Gravel Pit, sem er þegar orðin popp-rapp klassík, Careful (Click, Click) sem er þungt og hægt lag með miklum bassa og ljúfum flauhileik sem hljómar í bakgrunni, næstum eins og í fjarska, Hollow Bo- nes, sem er byggt utan um mjög flott og grúví soul sampl og I Can’t Go To Sleep lagið sem gamla soul stjarnan Isaac Hayes syngur í, en í það lag em notaðir bitar úr útgáfu Hayes af Burt Bacharach-laginu Walk On By. Auk innkomu Hayes rappar Busta Rhymes í The Monument, Nas í Let My Niggas Live, Snoop Dogg í Conditioner og Junior Reid fyrmm söngvari reggíhljómsveitarinnar Black Uhuru undirstrikar hip- hop/reggí bræðralagið með innkomu í tvemur lögum, One Blood Under W, sem er ný útgáfa af hans eigin lagi, One Blood, og laginu Jah World. The W hefur alls staðar fengið frábæra dóma og Wu-Tang Clan virðist á góðri leið með að ná fyrri styrk sem leiðandi afl í rappheiminum. Með frábæran pródúser (RZA) og níu flotta rappara er það kannski ekki skrýtið, en það hjálpar líka til að tvö helstu stórveldi rappsins undanfarin ár, Death Row og Bad Boy, em nánast horfin af sjónar- sviðinu. f Ó k U S 24. nóvember 2000 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.