Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
Fréttir
I>V
Díoxín í sjávarfangi afleiðing mengunar frá Evrópu:
Eigum rétt á skaða-
bótum frá ESB
- verði settar hamlandi reglur um fiskimjöl, segir sjávarútvegsráðherra
Þann 14. desember nk. mun verða
tekin til umí]öllunar hjá ESB skýrsla
um dioxínmengun í fískimjöli og lýsi.
Hafa sumir þingmenn lýst áhyggjum
vegna málsins og telja bann við sjávar-
afurðum af norðurslóðum yfirvofandi
sem valda muni hruni íslensks efna-
hagslífs. Sjávarútvegsráðherra segir
ekki ástæðu til að óttast þetta nú en ís-
lendingar muni á móti halda uppi
kröfu um skaðabætur á hendur Evr-
ópuþjóðum vegna mengunar.
„Þetta er vissulega aivarlegt mál en
væntanlega ekki eins alvarlegt og við
stóðum frammi fyrir varðandi kúarið-
una. Þetta snýst um dioxíninnihald í
fiskimjöli og lýsi til fóðrunar dýra.
Enn sem komið er er ekki verið að tala
um manneldisþáttinn," segir Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
Ekki sett mörk
„Það liggja fyrir tvær skýrslur um
þessi mál. Þar eru ekki lögð til nein
mörk á innihaldi díoxíns í lýsi eöa
fiskimjöli eins og framkvæmdastjóm
ESB var að reyna að setja fyrir rúmu
ári. Hvort komið verður með ein-
hverjar tillögur um mörk, þrátt fyrir
að þær séu ekki inni í fyrirliggjandi
skýrslum, vitum við ekki.
Mjölið er kannski ekki eins við-
kvæmt fyrir þessari umræðu og lýsið.
Díoxín safnast fyrir í fitunni en
möguleikar eru þó á að hreinsa lýsið
og minnka díoxininnihald. Það er
þegar gert varðandi lýsisframleiðsiu
til manneldis.
Það er sárt fyrir okkur að vera að
ræða þetta við lönd sem eru sunnar á
hnettinum, þar sem mest af mengun-
inni verður til og
berst með loft-
straumum til
norðurs og safn-
ast fyrir í fæðu-
keðjunni."
Eigum rétt á
skaðabótum
- Munum við
þá kreflast skaða-
bóta ef ströng
mörk ESB koma
til með að valda
okkur efnahagstjóni?
„Það er ekki spuming um að við
eigum siðferðislega slíkan rétt. Við
höfum haldið þessu á lofti og notað
það í kröfum okkar til að fá menn til
að vinna þetta af skynsemi en rjúka
ekki til eins og til stóð fyrir rúmu ári.
Þetta mál hefur verið á dagskrá á
nánast öllum fundum sem ég hef átt
með sjávarútvegsráðherrum síðasta
eitt og hálft árið. Sömu aðilar hafa
staðið saman í þessu máli og stóðu
saman í kúariðumálinu gagnvart
fiskimjöli."
- Er líklegt að þetta verði yfirfært
á allan sjávarútveg?
„Það er ekki verið að gera það
núna en ekki er ólíklegt að sú þróun
muni eiga sér stað. Eins og er hef ég
ekki ástæðu til að hafa af því beinar
áhyggjur en það er þó alit hugsanlegt.
Við þurfum því að halda okkar sjón-
armiðum á lofti en aðalmálið til fram-
tíðar er að koma í veg fyrir þessa
mengun." -HKr.
Árni M.
Mathiesen sjáv-
arútvegsráð-
herra
íslenskir mjölframleiðendur:
Enn með öndina í hálsinum
- þriðja atlagan aö fiskimjöli á tveim árum
íslendingar
standa nú
frammi fyrir
hugsanlegu
banni á fiski-
mjöli og nú
vegna díoxín-
mengunar. Þeir
sluppu með
skrekkinn varð-
andi bann ESB á
notkun fiskimjöls
í dýrafóður í vikunni. Þó bann hafl
verið sett varðandi fóðrun jórtur-
dýra með fiskimjöli, þá eru enn
nægir markaðir varðandi fóðrun
annarra nytjategunda. Þetta var í
annað sinn á tveim árum sem ís-
lendingar stóðu með öndina í háls-
inum varðandi hugsanlegt bann á
notkun fiskimjöls.
Nú síðast var það vegna ótta um
kúariðusmit, en þann 26. júlí 1999
sluppu menn með skrekkinn er
ákvörðun um leyfúegt díoxínmagn í
fiskimjöli var frestað á fundi hjá nefnd
Evrópusambandsins sem fjallaði um
fóður. Þráðurinn verður aftur tekinn
upp þann 14. desember og enn standa
íslenskir mjöl- og lýsisframleiðendur
með öndina í hálsinum, en tíu rnillj-
arða árlegur útflutningur er í húfi.
Tillögur um bann vegna díoxín-
mengunar komu upp í kjölfar dí-
oxínhneykslis í Belgíu og mengunar
í fóðri kjúklinga og kúa í byrjun
sumars 1999. Þaö leiddi til að marg-
ar þjóðir bönnuðu innflutning á
belgískum vörum, m.a. mjólkurvör-
um og á belgísku súkkulaði. Tillög-
urnar virtust þó svo fljótfærnislega
unnar af nefndinni að eftir kröftug
mótmæli margra þjóða var málinu
slegið á frest.
Byggjum á rökum
Aðalfulltrúi íslendinga í fasta-
nefnd um fóður er Ólafur Guð-
mundsson, en Guðjón Atli Auðuns-
son hjá Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins situr fundi úti i Evrópu sem
sérfræðingur Islands varðandi dí-
oxín. Guðjón segir að íslendingar
muni að sjálfsögðu hlíta rökum, en
honum sýnist að öll rök varðandi af-
urðir héðan séu í lagi. Þau rök bygg-
ir íslenska sendinefndin á viðamikl-
um gögnum og mælingum sem aflað
hefur verið með rannsóknum í fs-
lensku umhverfi síðan sumarið
1999. Þá voru engin gögn til en nú
liggja fyrir um 50 niðurstöður og
byggir Evrópusambandið nú að
stórum hluta á íslenskum gögnum.
Eftir frestun málsins í fyrra var
það sett i áhættumat og úr þvi var
málið að koma í lok nóvember.
Fyrsti fundur um þær niðurstöður
verður 14. desember, en nú er unn-
ið að framkvæmdaáætlun sem
byggð er á þessum niðurstöðum, en
hún verður varla tilbúin fyrr en í
janúar. Þá verður þetta væntanlega
rætt í þeirri nefnd sem setur endan-
leg mörk, að sögn Guðjóns Atla
Auðunssonar. -HKr.
Guöjón Atli
Auðunsson.
Finnskir kalkúnar
Nóatún býöur í dag kalkúna frá Fmnlandi. Alls veröa seld 9 tonn og kostar
hvert kíló 599 krónur.
Finnskir kalkún-
ar í Nóatúni
í dag mun Nóatún hefja sölu á inn-
fluttum kalkúnum frá Finnlandi. Alls
verða seld um 9000 kg á 599 kr/kg.
Markaðsstjóri Nóatúns, Jón Þor-
steinn Jónsson, segir að heildsölu-
verð á kalkúnum hér á landi sé um
695 kr. og því sé hann á mjög góðu
verði þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld
leggi um 50% tolla og gjöld á vöruna.
Margir muna eflaust eftir því þeg-
ar Jóhannes í Bónus reyndi að flytja
inn kalkúnaleggi um árið með mis-
jöfnum árangri. Þessi innflutningur
Nóatúns á kalkúnum er í samræmi
við samning íslands við Gatt alþjóða-
viðskiptastofnunina þar sem kveðið
er á um að heimilt sé að flytja til
landsins ákveðið hlutfall af lands-
framleiðslu í hverri tegund.
Innflutningurinn er gerður í nánu
samstarfi og undir eftirliti embættis
yfirdýralæknis. Að sögn Jóns er ná-
Níu tonn af finnskum kalkúnum á
jólaborðiö.
kvæmlega farið eftir öllum skilyrðum
er varða fóðrun á eldistímanum, heil-
brigði, verkun og frágang og skilar
það sér í vel holdfyiltum gæðafugli.
Sem dæmi má nefna að fuglinum hef-
ur aldrei verið gefið vaxtaraukandi
lyf á eldistímanum og er honum slátr-
að í samræmi við ströngustu reglur
Evrópubandalagsins um slátrun og
meðferð alifugla. -ÓSB
Rauntekjur ellilífeyrisþega
Félag eldri borg-
ara, undir forystu
Ólafs Ólafssonar,
hefur fengið ríkis-
skattstjóra til þess
að gera úttekt á því
hverjar rauntekjur
ellilífeyrisþega eru. í
úttekt ríkisskatt-
stjóra kemur fram að um 7.390 manns
eða 28% ellilífeyrisþega hafa lægri
mánaðartekjur að meðaltali en 85.500
krónur fyrir skatta og 11.686 manns
eða 44% ellilífeyrisþega hafa um
76.000 krónur fyrir skatta.
Lýðskólinn til Danmerkur
Skólanefnd Lýöskólans hefur geng-
ið frá samningi við danska ríkið og
fengið samþykki borgarráðs fyrir
styrk, sem þýðir að starfsemi skólans
flyst til Danmerkur eftir áramót.
Fyrstu nemendur fara utan 4. janúar
í 18 vikna nám við Vallekilde-skólann
á Sjálandi, allt að 20 manna hópur. -
Vísir greinir frá.
Frægur kafbátur til íslands?
Hugsast getur að tekin verði hér á
landi kvikmynd þar sem frægur rúss-
neskur kafbátur leikur aðalhlutverk-
ið á móti Harrison Ford. í frétt frá
Reuters-fréttastofunni segir að kaf-
báturinn, sem verið hefur í höfn á
Flórída frá 1998, verði dreginn hingað
til lands vegna töku á myndinni K-19.
Kafbáturinn var í þjónustu sovéska
og síðar rússneska flotans frá 1968 til
1992.
Klámfengin þjóð
Þjóðin hefur tekið einu íslensku
klámvefsíðunni fagnandi af marka
má upplýsingar sem birtast á klam.is.
Þar segir að þá þrjá mánuði sem
klámsvæðið hefur verið opið hafi
heimsóknir verið rúmlega 75.000 á
mánuði eða á þriðja hundrað þúsund
alls.
20% seld í Landssímanum
20% hlutabréfa
ríkisins í Landssím-
anum verða seld á
næsta ári. Halldór
Ásgrímsson, formað-
ur Framsóknar-
flokksins, sagði að
komið yrði til móts
við flokkinn í
skýrslu einkavæðingarnefndar.
í fréttum RÚV kom fram að grunn-
net Landssímans verður selt með
honum.
Læknadópið vandamál á Vogi
„Róandi ávanalyfjum er ávísað
mest allra lyfla í okkar heimshluta og
röng notkun þessara lyfja er mikið
vandamál," segir í nýlegri skýrslu
SÁÁ, sem gert hefur nákvæma könn-
un á neyslu sjúklinga á Vogi á róandi
lyQum. Um 30% allra kvenna i sjúk-
lingahópnum og 15% karlanna áttu
við vanda að stríða vegna róandi lyfja
árið 1998 eða um 320 einstaklingar. -
Dagur greinir frá.
Rusl til Skagafjarðar
Framtíð sorphirðu á Akureyri og í
nágrenni var til umræðu á fundi Hér-
aðsnefndar Eyjafjarðar í gær. Breytt-
ir tímar kunna að vera í vændum.
Hugmyndir eru uppi um að leggja
niður sorpurðunarstað Eyfirðinga í
Glerárdal og flytja ruslið til Skaga-
fiarðar, að Kolkuósi.
Sölu Orkubús mótmælt
Undirskriftalistar
með nöfnum 957
íbúa ísafjarðarbæjar
voru afhentir bæjar-
stjóranum, Halldóri
Halldórssyni, nýver-
iö. Með afhendingu
þeirra er mótmælt
fyrirhugaðri sölu á
eignarhlut ísafjarðarbæjar í Orkubúi
Vestfjaröa. -HKr.