Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
Fréttir
íhugar að kæra dæmdan málverkafalsara fyrir eftirlíkingar:
Verður að stoppa
þennan mann
- segir Pétur Gautur um fyrrum eiganda Gallerí Borgar - þvættingur, segir Pétur Þór
Myndlistarmað-
urinn Pétur Gaut-
ur hyggst kæra
Pétur Þór Gunn-
arsson, fyrrum eig-
anda Galleri Borg-
ar, fyrir brot á höf-
undarlögum. Pétur
Gautur staðhæfir
að Pétur Þór hafi
endurmálað marg-
ar mynda sinna
sem hann nú sýnir í listamiðstöð-
inni í Straumi og á rakarastofu í
Hafnarfiröi. Pétur Þór málaði
myndimar á meðan hann afplánaði
dóm á Kvíabryggju fyrir mál-
verkafals en þar sat hann í 6 mán-
uði. Á þeim tíma málaöi hann 120
myndir sem flestallar eru keimlíkar
myndum Péturs Gauts og félaga
hans, Sigurbjamar Jónssonar, en
þeir tveir sýndu myndir sínar
gjarnan í Gallerí Borg á meöan Pét-
ur Þór rak það og seldu vel.
„Það verður að stoppa þennan
mann. Hvað gerir hann næst?“ spyr
Pétur Gautur sem borið hefur sam-
an myndir Pétur Þórs og sínar og
sér þar lítinn mun á. „Þetta er al-
varlegt brot á höfundarrétti og ég
íhuga að kæra manninn, þó svo ég
hafi verið einn af fáum sem ekki
sneri viö honum baki þegar mál-
verkafölsunarmálið gekk yfir. Við
vorum viðskiptafélagar og góðir
kunningjar. En maður lætur ekki
stela frá sér,“ segir Pétur Gautur
sem vill eiga sínar myndir í friði
fyrir öðrum.
Pétur Þór hefur selt vel á sýning-
um sínum í Straumi og á rakara-
stofunni í Hafnarfirði og vísar ásök-
unum Péturs Gauts á bug sem
þvættingi:
„Það eru ekki allir sem þola að ég
sé kominn aftur og hafi fengið þús-
und manns á opnun og selt fyrir
nokkrar milljónir. Sannleikurinn er
sá að þegar ég hóf myndlistarnám
1982 málaði ég klassiskar uppstill-
ingar sem voru mun líkari myndun-
um sem Pétur Gautur gerir í dag en
þessar sem ég sýni nú,“ segir Pétur
Þór Gunnarsson sem kunni því alls
Mynd eftir Pétur Gaut
Þessa mynd keypti Pétur Þór af Pétri
Gauti handa eiginkonu sinni og
hangir hún á vegg á heimili þeirra
hjóna.
ekki illa að sitja í hálft ár á Kvía-
bryggju: „Þetta var engin kvöl og
pína. Þarna fékk ég loksins tíma til
að gera það sem mér finnst
skemmtilegast; að mála.“
Vill eiga sínar myndir sjálfur
Pétur Gautur rýnir í sýningarskrá Péturs Þórs Gunnarssonar og viröir fyrir sér
meintar eftirlíkingarnar.
Prófað þrátt
fyrir mótmæli
DV. AKRANESI:
Þórir
Ólafsson.
Þórir Ólafsson,
skólameistari FVA,
sagði í gær að próf-
um yrði fram hald-
ið eins og stefnt
hefði verið að. „Það
hefur verið vinnu-
| regla við fram-
kvæmd prófa að
deildarstjórar hafi
umsjón með þeim en þeir eru nú í
verkfalli eins og aðrir kennarar.
Kennarar hafa mótmælt því að próf
skuli haldin án aðkomu deildar-
stjóra og vilja að þeim sé frestað
þar til verkfallið leysist."
Þórir segir aö við venjulegar að-
stæður hefðu deildarstjórar haft
umsjón með prófunum en það ætti
ekki við núna. Því hefði verið beitt
óhefðbundnum aðferðum til að
tryggja að þeir nemendur, sem hafa
stundað nám meðan á verkfallinu
stendur, gætu gengið undir próf. í
framhaldsdeildunum á Snæfells-
nesi hafa stundakennarar, sem eru
ekki í Félagi framhaldsskólakenn-
ara, kennt námsefnið og segir Þór-
ir að hann hafi beðið þá um að
semja prófin að þessu sinni. Þeir
samþykktu það og fór fyrsta prófið
fram í gær en prófum mun Ijúka í
þessari viku. Um 50 nemendur
stunda nám í tveimur framhalds-
deildum á Snæfellsnesi. -DVÓ
Fjögurra mánaða
fangelsi fyrir ölv-
unarakstur
DV. VESTURLANDI__________________
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi
í síðustu viku tvítugan Ólafsvíking
í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ölv-
unarakstur um götur Reykjavíkur
aðfaranótt síðasta þjóðhátíðardags.
Fullnustu þriggja mánaða þeirrar
refsingar skal fresta og hún falla
niður að liðnum þremur árum frá
uppkvaðningu dómsins ef ákærði
heldur almennt skilorð. Ákærða var
einnig gert skylt að greiða 60.000
króna sekt í ríkissjóð en 14 daga
fangelsi komi í hennar stað ef hún
verður ekki greidd innan fjögurra
vikna. Hinn dæmdi var sviptur öku-
réttindum í ár.
Ökumaðurinn ók ógætilega aust-
ur Sæbraut þessa nótt og hafnaði
bifreiðin utan vegar. Ákærði hefur
frá árinu 1997 þrisvar gengist undir
sátt og fiórum sinnum verið dæmd-
ur vegna ýmissa lögbrota: smáþjófn-
aðar, skemmdarverka og hraðakst-
urs, og var á skilorði sem hann
rauf.
-DVÓ
Veörið í kvöid
REYKJAVlK AKUREYRI
Sólariag i kvöld 15.37 14.58
Sólarupprás á morgun 11.03 09.46
Síðdegisflóð 15.27 20.00
Árdegisflóð á morgun 03.57 08.30
^VINDÁTT 10°«-HITI 1$ -10°
^VINDSTYRKUR í metrum á sekúndu >FR0ST HEIÐSKlRT
O o
ŒTTSKÝJAÐ HÁtF* SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
o w w Q
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
© © -\r
EUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR 1 SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Bjart veður suðvestanlands
Norðaustan &-13 m/s en 13-18 við
suöausturströndina síðdegis og einnig
norðvestan til í kvöld. Bjart veöur
suðvestanlands.Hiti 1 til 8 stig, mildast
sunnanlands.
Hálkublettir á heiðum
Skafrenningur er á Steingríms-
fjaröarheiöi, Möörudalsöræfum og
Vopnafjarðarheiði samkvæmt
upplýsingum frá Vegageröinni.
Hálkublettir eru á heiöum og
fjallvegum. Aö ööru leyti er góö færö.
Slydda og rigning norðan og austan til
Austan og noröaustan 8-13 m/s á morgun en 13-18 norövestan til.
Slydda eöa rigning með köflum norðan og austan til. Rigning eða skúrir
suðvestanlands í nótt og á morgun. Hiti 1 til 8 stig, mildast sunnanlands.
Laugard
m
Vindur:'
10-15 m/*
Hiti 6° til 0°
Sunnuda
Vindur:
13-18 mj.
Hiti 4" til -3"
Mánudagur
Vindur ^ '
13-18 m/.
Hiti 4° til -3”
Austan og norðaustan 10-
15 m/s. Dálítll rignlng eöa
slydda norðan tll, skúrir
suðaustanlands en skýjað
með köflum á Suövestur-
og Vesturlandl.
Austan- og norðaustanátt,
víða 13-18 m/s. Rlgnlng
eða slydda með köflum
sunnanlands en snjókoma
eða él og vægt frost
noröan tll.
Austan- og norðaustanátt,
víða 13-18 m/s. Rlgnlng
eöa slydda með köflum
sunnanlands en snjókoma
eöa él ög vægt frost
noröan tll.
rmsh i HB
AKUREYRI rigning 2
BERGSSTAÐIR skýjað 3
B0LUNGARVÍK alskýjað 3
EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 5
KEFLAVÍK léttskýjað 3
RAUFARHÖFN REYKJAVÍK léttskýjaö 4
STÓRHÖFÐI hálfskýjaö 5
BERGEN skýjaö 8
HELSINKI súld 4
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 7
ÓSLÓ rigning og súld 8
ST0KKHÓLMUR þokumóöa 6
ÞÓRSHÖFN hálfskýjaö 7
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 5
ALGARVE þokumóöa 18
AMSTERDAM þokumóöa 8
BARCELONA rigning og súld 11
BERLÍN skýjaö 4
CHICAGO snjókoma -7
DUBLIN skýjað 8
HALIFAX alskýjaö -3
FRANKFURT skýjað 6
HAMBORG léttskýjaö 9
JAN MAYEN snjóél -3
LONDON léttskýjaö 8
LÚXEMB0RG þokumóöa 7
MALLORCA þokumóöa 14
MONTREAL -8
NARSSARSSUAQ alskýjaö -7
NEWYORK skýjaö -1
ORLANDO skýjað 14
PARÍS skýjaö 8
VÍN þokumóöa 7
WASHINGTON alskýjaö -2
WINNIPEG þoka liikm'iannffcmiaiifcirj -15 M9