Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
Útlönd
DV
Sest á skólabekk
Bandaríkjaforseti skipaöi eiginkonu
sinni, Hillary, að fara snemma í
rúmiö fyrir fyrsta skóladaginn.
Bill Clinton stríð-
ir Hillary vegna
starfskynningar
BUl Clinton Bandaríkjaforseti
stríðir HiUary eiginkonu sinni þessa
dagana vegna starfskynningar sem
hún sækir vegna væntanlegrar setu í
öldungadeild Bandaríkjaþings.
„Ég vildi að Hillary gæti verið
héma en hún er í öldungadeildar-
skólanum," sagði Bill við móttöku í
Hvíta húsinu í Washington í gær.
Forsetinn kvaðst hafa gefið konu
sinni góð ráð og meðal annars hafa
sagt: „Þetta er fyrsti dagurinn þinn í
skólanum. Þú verður þess vegna að
fara snemma i rúmið til að fá góðan
nætursvefn. Þú þarft einnig að vera
snyrtilega klædd. Þetta er jú fyrsti
skóladagurinn." Gríni forsetans var
vel tekið.
Elian Gonzalez
Elian fékk aöstoö viö aö biása á
kertin á afmæiistertunni í gær.
Castro I afmælis-
veislu Elians
Fidel Castro Kúbuforseti stjóm-
aöi afmælisveislu Elians litla
Gonzalez sem varð 7 ára í gær. Yfir-
höld héldu afmælisveisluna í skóla
Elians i Cardenas og var greinilegt
að afmælisbarnið skemmti sér vel.
Castro lék á als oddi, hann hló að
trúöum sem skemmtu og gerði að
gamni sínu við skólabörnin og
kennara þeirra.
„Þetta er afmælisdagur okkar
allra og við erum öll hamingjusöm
vegna þeirra erfiðleika sem við
gengum í gegnum,“ sagði Kúbufor-
seti. Móðir Elians og stjúpi drukkn-
uðu í nóvember í fyrra á flótta frá
Kúbu. Elian var bjargað og komst
hann heim til Kúbu með fóöur sín-
um sjö mánuðum seinna.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftlrfarandi
elgnum verður háð á þelm sjálf-
um, sem hér segir:
Langahlíð 23, 68,4 fm 2ja herb. íbúð á 2.
hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Db.
Svövu Kristjánsdóttur, gerðarbeiðendur
Búnaðarbanki Islands hf„ Hellu, og Toll-
stjóraembættið, mánudaginn 11. desem-
ber 2000 kl, 10,00,__________
Skólavörðustígur 17, kjallaraíbúð,
Reykjavík, þingl. eig. Öm Ingólfsson,
gerðarbeiðendur Landsbanki íslands hf„
aðalbanki, og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn,
mánudaginn 11. desember 2000 kl.
10.30. __________________
SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK.
Forsetaslagurinn enn hjá dómstólum í Flórída:
Þingið undirbýr
val kjörmanna
Hæstiréttur Flórída tekur í dag
fyrir kröfu lögmanna Als Gores, for-
setaframbjóðanda demókrata, um
að niðurstöðu undirréttar um að
hafna handtalningu vafaatkvæða í
nokkrum sýslum Flórida verði
hnekkt.
Talið er að niðurstaða Hæstarétt-
ar muni endanlega skera úr um það
hvor verður næsti forseti Banda-
ríkjanna, A1 Gore eða repúblikan-
inn George W. Bush, ríkisstjóri í
Texas.
Frambjóðendurnir þurfa að
tryggja sér 25 kjörmenn Flórída til
að fá tilskilinn meirihluta kjör-
mannanna sem velja forsetann 18.
desember næstkomandi.
Þing Flórída ákvað i gær að boða
til fundar síðdegis á morgun þar
sem undirbúa á val á kjörmönnum
ríkisins, fari svo að málaferlum
vegna úrslita forsetakosninganna
verði ekki lokið þegar frestur ríkis-
Skammist ykkar
Nokkur þúsund manns tóku þátt í
mótmælastööu viö Hæstarétt Flór-
ída í gær þar sem þess var krafist
aö öll atkvæöi í forsetakosningunum
væru talin meö.
ins til að tilnefna kjörmenn rennur
út 12. desember.
Demókratar á þingi Flórída mót-
mæltu harðlega en sögðust ekki hafa
nægilegan styrk til að koma í veg
fyrir ætlan repúblikana sem eru í
meirihluta.
Lögmenn Bush börðust í gær gegn
tveimur lögsóknum kjósenda úr röð-
um demókrata í Seminole- og Martin-
sýslum. Þar er þess krafist að þús-
undir utankjörfundaratkvæða verði
lýstar ógildar þar sem repúblikanar
hafi á ólöglegan hátt leiðrétt umsókn-
ir þar um. Bush sigraði í báðum sýsl-
unum, samkvæmt opinberum tölum.
Lögspekingar telja afar ólíklegt að
stefnendur hafi sigur en fari svo
mun það kosta Bush þúsundir at-
kvæða. Gore myndi þá sigla fram úr
Bush og fá fleiri atkvæði í Flórída.
Yfirkjörstjórn Flórida lýsti hins
vegar Bush sigurvegara þann 26.
nóvember, með 537 atkvæða mun.
Bændaleiötogi handtekinn
Leiötogi frönsku bændasamtakanna, José Bové, var handtekinn í gær þegar hann tók þátt í mótmælum í París í
tilefni ráöstefnu um heimsviðskipti.
Rússar dæma Bandaríkjamann fyrir njósnir:
Bandarísk stjórnvöld hvetja til
þess að hann verði látinn laus
Mikil reiöi rikir nú í herbúðum
ráðamanna í Washington vegna
tuttugu ára fangelsisdóms sem
bandarískur kaupsýslumaður fékk í
Rússlandi í gær. Maðurinn var
ákærður fyrir njósnir. Talið er að
niðurstaða dómsins eigi eftir að
varpa skugga á samskipti Banda-
ríkjanna og Rússlands.
Kaupsýslumaðurinn Edmond
Pope, fyrsti Vesturlandabúinn til að
verða sakfelldur fyrir njósnir í
Rússlandi siöan kalda stríöið stóð
sem hæst fyrir nokkrum áratugum,
verður látinn afplána refsingu sína
í öryggisfangelsi.
Bandarísk stjómvöld hvöttu ráða-
menn í Moskvu í gær til að sleppa
Pope af mannúðarástæðum. Hann
þjáist af sjaldgæfu afbrigði bein-
krabbameins og fjölskylda hans hef-
ur sagt að fangelsisvist myndu
Edmond Pope
Bandaríski kaupsýslumaðurinn í búri
sínu í réttarsalnum í Moskvu í gær.
ganga endanlega af honum dauðum.
Áður en dómurinn var upp kveðinn
ítrekaði Pope að hann væri saklaus
af öllum ákærum og bað um að
hann yrði látinn laus.
„Ég er þegar búinn að dúsa átta
mánuði í rússnesku fangelsi. Ég er
ekki njósnari," sagði Pope, sem er
54 ára fyrrum starfsmaður leyni-
þjónustu bandaríska sjóhersins.
Pope hafði heimsótt Rússland
meira en tuttugu sinnum á átta ára
tímabili til að rannsaka borgaralega
notkun hernaðartækni, fyrst á veg-
um Pennsylvaníuháskóla og síðan á
vegum eigin fyrirtækis.
Hann var ákærður fyrir að stela
teikningum af háhraða rússnesku
tundurskeyti en hann sagði að
tæknin til smíðinnar væri öllum að-
gengileg.
Pope hefur sjö daga til að áfrýja.
Stuttar fréttir
í mál gegn drottningu
Breska blaðið
The Guardian höfð-
aði í gær mál til
þess að fá breytt 300
ára gömlu lögum
um ríkiserfðir í
Bretlandi. Blaðið
fullyrðir að lögin
stríði gegn nýjum
mannréttindasátt-
mála Evrópu. Samkvæmt lögunum
er ættleiddum, þeim sem getnir eru
utan hjónabands og þeim sem ekki
eru mótmælendatrúar bannað að
taka við krúnunni. Lagði blaðið til
að lýðveldi tæki við þegar Elísabet
Englandsdrottning félli frá.
Vinurinn eftirlýstur
Danska lögreglan hefur lýst eftir
vini bílstjórans sem rændi jafnvirði
400 milljóna króna úr peningaflutn-
ingabíl fyrir rúmri viku. Er vinur-
inn grunaður um aðstoð við ránið.
Ekki er vitað hvar ránsfengurinn er.
Rifist um sendinefnd
ísraelar og Palestínumenn og
ísraelar og Bandaríkjamenn rífast
enn um verksvið nefndarinnar sem
á að rannsaka upptök ofbeldisins á
herteknu svæðunum undanfamar
vikur.
Ófrjósemisaögerðir
Um 40 þúsund kvenna voru
neydd til að gangast undir ófrjósem-
isaðgerð á árunum 1945 til 1970.
Sumar kvennanna voru gerðar
ófrjóar án þess að vita af þvi.
Vill múr kringum ftalíu
Forseti Ítalíu,
Carlo Azeglio Ci-
ampi, segir þörf á
múr gegn ólögleg-
um innílytjendum.
Stjórnarandstað-
an, sem vill gera
innflytjendamál
að aðalmáli næstu
kosningabaráttu,
fagnaði ummælum forsetans. Ítalíu-
forseta er ekki illa við innflytjendur
en hann hefur áhyggjur af glæpa-
starfseminni sem margir tengja inn-
flytjendum.
Loftslagsviðræður
Embættismenn frá Bandaríkjun-
um og Evrópusambandinu hófu í
gær tveggja daga viðræöur í Kanada
til að reyna að bjarga Kyotosáttmál-
anum um niðurskurð gróðurhúsa-
lofttegunda.
Öryggisráðið fundar
Ricardo Lagos,
forseti Chile, varð í
gær við kröfu her-
foringja um að
þjóðaröryggisráð
landsins yrði kallað
saman vegna fyrir-
skipunar dómara
um að Augusto Pin-
ochet, fyrrverandi
einræðisherra, verði settur í stofu-
fangelsi. Dómstóll fjallar um lög-
mæti fyrirskipunarinnar í dag.
Kúariða utan úr geimnum
Breskir vísindamenn telja ekki
ólíklegt að kúariðubakterían hafi
borist með lofsteinum utan úr
geimnum. Það gæti skýrt hvers
vegna kúariða er skæðari meðal
nautgripa á vetrarbeit en annarra.