Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Side 16
16
Menning
Allt með sykri
og rjóma
í bókinni
Nærmynd af
Nóbelsskáldi -
Halldór Lax-
ness í augum
samtíma-
manna - skrifa
nokkrir vinir
og ættingjar
skáldsins um
hann og við
aðra eru birt
viðtöl. Hér
heyrist í fólki
sem ekki hefur
tjáð sig áður
um þennan
holdgerving 20. aldarinnar á íslandi og er
margt af því efni verulega fróðlegt og sumt
líka reglulega skemmtilegt. Þar má fyrst
nefna grein Sigríðar Halldórsdóttur um föður
sinn, hlýlega og kímna mannlýsingu sem gef-
ur sjarmerandi mynd af þeim feðginum báð-
um. Fyndin er lýsingin á því hvað hann hefur
gaman af að dekra við hunda sína, sem reynd-
ar er oftar minnst á í bókinni, gaman að vita
hvað hann var naskur að kaupa föt á allar
konumar sínar og fróðlegt að heyra um „and-
stæðumar í upplýsingaflæðinu" frá honum,
eins og þegar mjólk var ýmist holl eða beinlín-
is banvæn eftir því hvar í heiminum hann var
staddur! Skilningsríkur unglingafaðir var
hamí lika og vissi hvað börnum á öllum aldri
kom.
Annar frábær kafli er viðtal Auðar Jóns-
dóttur, dóttur Sigriðar, við Solveigu Jónsdótt-
ur, dóttur Jóns Helgasonar prófessors í Kaup-
mannahöfn sem var einn helsti ráðgjafi Hall-
dórs og vinur um langa ævi. Dýrmætt er að fá
þar í einu lagi mannlýsingar þeirra beggja,
Jóns og Halldórs, og vantar bara að heyra
raddir þeirra sem báðar voru sérstakar og
minnisstæðar þeim sem heyrðu. Frásögnin af
því þegar Jón fann ekki frakkalöfin sín á
Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi er drepfyndin
og svo viknar lesandinn skömmu síðar þegar
Þórunn móðir Solveigar fer til dyra og úti
stendur maður með ísskáp! Það reyndist vera
„ísskápur sem Halldór hafði keypt og sent
mömmu þvi hann vissi að hún hafði aldrei
eignast þessháttar kostagrip." (130) Frásögn-
inni lýkur Solveig á heimsókn i Gljúfrastein
þegar Halldór var orðinn gamlaður. Þá las
hann upphátt fyrir hana úr Kristnihaldi und-
ir Jökli og þegar Solveig hrósaði honum fyrir
lesturinn svaraöi hann: „Hvað heldurðu?
Heldurðu að ég geti ekki ennþá hermt eftir
sjálfum mér?“ (136)
Þriðji kaflinn sem má nefna sérstaklega er
viðtal Ingu Huldar Hákonardóttur við hjónin
Helgu Egilson og Rögnvald Sigurjónsson. Þar
fáum við að vita hvaða áhrif Halldór hafði á
ungt fólk á fjórða
áratugnum, til
dæmis sundurgerð
hans í klæðaburði,
stóri kashmirfrakk-
inn og marglitu
sokkamir: „Halldór
varpaði fjötrum af
okkur með því að
vera svona djarf-
ur...“ (371) Þau
minnast líka hvað
hann vakti mikið
hneyksli með Vefar-
anum mikla.
Vinnukonan sem
las þá bók í sveit-
inni hjá Helgu faldi
hana undir sæng-
inni sinni milli þess
sem hún las!
Myndirnar eru úr
safni DV og sýna
Halldór Laxness á
heimavígstöðvum.
Nærmynd af
Nóbelsskáldi færir
okkur nær þessu
íslenska mikil-
Frá ýmsum hlið-
um
Hið dýrmæta við
bók af þessu tagi er
að þegar vel tekst
til gefur hún les-
endum mynd af
mikilmenni eins og
það kom samtíma
sínum fyrir sjónir
með kostum þess og göllum. Halldór virð-
ist að vísu eindregið ljúfmenni og að
mestu laus við galla, samkvæmt þessari
bók, þó má sjá á honum ýmsar hliðar,
einnig ólik viðbrögð umhverfisins við
honum og skemmtilegt samspil hans og
hans nánustu, einkum Auðar seinni konu
hans. Þar dytti kannski einhverjum í hug
að nefna sérhlífni, jafnvel karlrembu.
Ýmis atriði í bókinni munu eflaust
gagnast þeim sem munu á næstu árum og
áratugum freista þess að semja ævisögu
Halldórs, en þar hefur hann sjálfur þó lagt
mest til.
Meðal annarra sem viðtöl eru við í
Nærmynd af Nóbelsskáldi eru María,
elsta dóttir Halldórs, Jytte Eiberg, dóttir
ráðskonu hjá Auði og Halldóri á Gljúfra-
steini, Barbara B. Rehbronn, þýsk kona
sem réðst í vist að Gljúfrasteini 1960 og
hefur haldið tryggð við fjölskylduna síð-
an, Hörður Óskarsson prentari, Elías Mar
rithöfundur, Sveinn Einarsson leikstjóri
og Jón Guðmundsson bóndi á Reykjum,
nágranni Halldórs og Auðar. Meðal þeirra
sem eiga greinar eru Einar Laxness, son-
ur Halldórs og Ingu, fyrri konu hans,
Árni Bergmann og Matthías Johannessen.
Hólar gefa bókina út. -SA
Bókmenntir
Grátt gaman
Orðabækur eru þarfa-
þing, bráðnauðsynlegar
nemrnn, kennurum, blaða-
mönnum og rithöfundum,
svo nokkrir séu til nefndir.
Þess utan eru einstaka sér-
vitringar sem hafa af þeim
unun sjálfra þeirra vegna
og þar á meðal yðar ein-
lægur. Mér er þó mjög til
efs gagnsemi Orðabókar
andskotans eftir Ambrose
Bierce. Þar ber fyrst til að
gengi myrkrahöfðingjans
hefur fallið mjög á þessum
síðustu og verstu og að bók þessi er komin
nokkuð til ára sinna; kom fyrst út 1906 og
fyrndar orðabækur verða fljótt haugmatur og
engum manni til gagns og gleði. Má segja að
slíkum bókum sé best lýst með því að vitna í
ritið sjálft: „orðabók kv, tól meinfýsinna
bókabéusa til að hefta þróun tungumáls og
gera það hrökkt og óþjált. Þessi orðabók er þó
mjög notadrjúgur samsetningur."
Síðari hluti skilgreiningarinnar er vissu-
lega óþolandi sjálfshól en lýsir sennilega höf-
undinum nokkuð vel.
Ambrose Bierce var banda-
rískur blaðamaður, dálka-
höfundur og afar misheppn-
að ljóðskáld sem tókst á sln-
um ferli að skapa sér ein-
dæma óvinsældir og andúð
fjölmargra. Til að öðlast svo
vafasaman frama þurfa
menn að vera í senn mein-
yrtir og snjallorðir og það
var Bierce, en hvort slíkir
hæfileikar stuðli að langlífi
er hæpnara. Það er lýsandi
að dálkur sá sem Bierce var
þekktastur fyrir bar nafnið blaður og fátt er
steingeldara en blaður gærdagsins. Hallberg
Hallmundsson skrifar reyndar greinargóðan
formála um ævi Bierce sem ég las með
ánægju.
En víkjum að sjálfri orðabókinni. Hún
geymir einkum hugtakaskýringar setn mest-
megnis eru útúrsnúningar á viðurkenndum
vanahugmyndum. Sjaldnast verður sá hund-
ingsháttur til að opna mönnum nýja sýn eða
dýpri skilning en getur oft verið hnyttinn.
Dæmi: „tilflnning kv, lamandi sjúkdómur
sem stafar af yfirráðum hjartans yfir heilan-
um, stundum samfara griðarlegu hlaupi natr-
íumklóríðupplausnar úr augunum." Eða:
„kynmök h ft, samband sem forsjónin sér um
að flón stofni til sín í millum sér til gagn-
kvæmrar tortímingar." Af slíku má hafa
nokkurt gaman sé í hóf stillt og gæti hentað
hugmyndasnauðum í tækifærisræður.
Þýðing Hallbergs er viða kjamyrt en eins
og hann getur um í eftirmála er fremur um
staðfæringu og úrdrátt að ræða en beina þýð-
ingu. Bæöi er að margt er fyrnt og staðbund-
ið í ritinu og að orðaleikir þýðast illa á önnur
mál. Sem betur fer hefur Hallberg og sleppt
mörgum kvæðum enda eru þau harla óburð-
ugur skáldskapur. Á stöku stað hefur verið
gripið til íslenskra kvæða i staðinn og er það
yfirleitt til bóta. Frágangur bókarinar er hinn
glæsilegasti frá útgáfunnar hendi; fagurrauð
bók í eldrauðri kápu og hæfir þeim sem hún
er helguð.
Geirlaugur Magnússon
Ambrose Bierce: Oröabók andskotans. Hallberg
Hallmundsson íslenskaöi. JPV FORLAG 2000.
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
___________________PV
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Skáldin koma!
Á morgun munu skáld og
rithöfundar gera víðreist,
heimsækja vinnustaði, stofn-
anir, skóla - og ekki sist gera
strandhögg á stöðum þar sem
raddir skálda hljóma sjaldan -
undir fyrirsögninni Skáldin
koma!
Dagskráin hefst formlega í
íslandi í bítið á Stöö 2 með
upplestri Vigdísai’ Grímsdóttur úr Þögninni.
Kl. 8.30 lesa Guðrún Helgadóttir, Guðbergur
Bergsson og Pétur Gunnarsson úr nýju bókunum
sínum í Kaffivagninum, Grandagarði.
Á sama tima byijar Sigurður Skúlason að lesa
fyrir nemendur Melaskóla úr
Ert þú Blíðfinnur? Ég er með
mikilvæg skilaboð og Harry
Potter.
Klukkan 9.30 verða starfs-
menn álversins í Straumsvík
heimsóttir af Degi B. Eggerts-
syni, Steingrími Hermanns-
syni og Sigurjóni Magnús-
syni.
Klukkan 10, í upphafi ríkisstjómarfundar,
mun Vilborg Davíðsdóttir lesa úr Galdri.
Klukkan 10 hefst líka dagskrá á Grund. Bald-
vin Halldórsson les úr Þjóðsögum Jóns Múla, Vil-
borg Dagbjartsdóttir les úr Mynd af konu, fluttur
verður kafli úr Nærmynd af Nóbelsskáldi og les-
ið úr ljóðaúrvali skagfirskra skálda, Undir blá-
himni.
Klukkan 12 mæta Bima Anna Bjömsdóttir,
Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir og lesa
úr Dís fyrir starfsmenn Kaupþings. í hádeginu
heimsækja Steingrímur og Dagur starfsmenn
Olís.
—m Klukkan 12.30 hefst dagskrá
1 í húsi Blindrafélagsins í Skóg-
j arhlíð. Þar lesa Vigdís Gríms-
J dóttir, Guðrún Eva Mínervu-
dóttir, Sigmundur Emir Rún-
arsson og Sigurður A. Magn-
I ússon úr nýjum bókum sínum.
Á sama tíma hefst dagskrá í
Ráðhúsi Reykjavíkur með Sig-
urði Pálssyni, Gerði Kristnýju og Mikael Torfa-
syni.
Klukkan 13 verður upplestur á Landspítalan-
um fýrir böm og fullorðna. Þangað koma Kristín
Helga Gunnarsdóttir, Guðbergur Bergsson og
Steinar Bragi með nýjar bækur sínar og Guðrún
Sigfúsdóttir les úr smásagnasafhi Fríðu Á. Sig-
urðardóttur.
Klukkan 16 verður svo upplestur á Litla-
Hrauni þar sem Pétur Gunnarsson, Auður Jóns-
dóttir og Þorsteinn Guðmundsson lesa úr nýjum
bókum.
Því er ekki að treysta að skáldin láti þetta
duga. Verið viðbúin óvæntum heimsóknum!
Dagskráin er hluti af Stjömuhátíð M-2000.
Sálmar lífsins
Dægradvöl, Félag áhugamanna um menningu
á Álftanesi, býður til tónleika í Bessastaðakirkju
í kvöld, kl. 20. Þar munu Sigurður Flosason saxó-
fónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari
flytja dagskrána Sálma lífsins sem mikla athygli
hefur vakið.
Nýjar þýðingar
í kvöld verður lesið úr nýj-
um þýðingum á Súflstanum,
Laugavegi 18. Bjöm Þór Vil-
hjálmsson les úr Ströndinni
eftir Alex Garland, Svanur
Kristbergsson úr Blýnótt eft-
ir Hans Henny Jahnn, Frið-
rik Rafnsson úr Öreindun-
um eftir Michel Houellebecq,
Sigrún Á. Eiríksdóttir úr
Inga og Mira eftir Marianne Fredriksson og
Brynhildur Bjömsdóttir úr Dóttur gæfunnar eft-
ir Isabel Allende.
Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis.
Útgáfuhátíð Andblæs
Tíunda hefti listatímarits-
ins Andblæs var að koma út,
efhismikið að venju. Að
þessu sinni em kynntir 14
myndlistarmenn, auk þess
sem birt er viðtal við amer-
íska rithöfundinn og fyrrum
glæpamanninn Edward
Bunker, Ijóð eftir íslensk
skáld og ljóðaþýðingar frá
ýmsum þjóðlöndum.
í tilefhi af nýja heftinu verður haldin upplestr-
arhátíð í Norræna húsinu annað kvöld, kl 8.30.
Skáld sem eiga ljóð í tímaritinu munu lesa upp
og danska skáldið Nicolaj Stochholm kemur til
landsins af þessu tilefhi en í heftinu em átta
þýdd ljóð úr nýjustu bók hans. Einnig kemur
fram tónlistarmaðurinn Gímaldin. Ritstjóri And-
blæs er Margrét Lóa Jónsdóttir.