Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Qupperneq 17
17
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000___________________________________
I>V ______________________________________Menning
Braggar og tilurð borgar
Llklega standa fá sagnfræðileg efni okkur
nær en saga húsanna sem við búum í. Bókin
Undir bárujárnsboga eftir Eggert Þór Bern-
harðsson sagnfræðing fjallar að vísu ekki um
þau heldur hús sem voru þar sem sum okkar
búa nú en hurfu síðan, braggana sem spruttu
upp eins og gorkúlur um alla Reykjavík þegar
herinn kom hingað árið 1940, settu svip á eft-
irstríðsárin og urðu svo hluti bókmenntanna
í sögum Einars Kárasonar.
Þetta er mikil bók að vöxtum, nærfellt 300
síður. Textinn segir aðeins hálfa sögu því að
eins og ýmis fyrri verk Eggerts er þessi bók
einstaklega myndauðug og hefði talsvert gildi
þó að ekki væri nema fyrir myndirnar sem
fæstar hafa sést áður á prenti, þar á meðal all-
margar loftmyndir. Bókin er fagmannlega
hönnuð af Búa Kristjánssyni.
Það var herinn sem kom með braggana og
þandi út Reykjavík, ýmis braggahverfi urðu
til þar sem engin eða mjög strjál byggð var
áður. Þorri Reykjavíkur austan við Hlemm en
vestan við Elliðaár byggðist á sjötta og sjö-
unda áratugnum og sú byggð leysti meðal
annars bragga af hólmi. Húsnæðisskorturinn
í hinni ört vaxandi Reykjavík olli því að
braggamir voru notaðir áfram þó að herinn
hyrfi og það tók sinn tíma að losna við þá,
þeir seinustu hurfu ekki fyrr en nálægt 1980.
Bókmenntir
Saga Eggerts snýst einum þræði um hús-
næðisvandann sem orsakaði braggabyggðina
og tilraunir yfirvalda til að leysa þann vanda.
Þetta er saga um tilurð borgar, um innreið nú-
tímans í Reykjavík. Öðrum þræði snýst hún
um daglegt líf fólks í bröggimum, félagsleg
DV-MYND INGÖ
Eggert Þór Bernharösson sagnfræöingur.
vandamál og bágan aðbúnað en ekki siður
menningarléga stöðu þeirra sem þar bjuggu.
Mörgum þótti aðbúnaðurinn í bröggunum fyr-
ir neðan allar hellur, en vel meint umræða
um það gat ýtt undir fordóma gagnvart
braggabúum. Litið var niður á þá sem bjuggu
í bragga.
Eggert leggur áherslu á að þeir sem bjuggu í
bröggum hafi ekki verið einsleitur hópur, en
vissulega var þar ekki yfirstétt
Reykjavíkur á ferð og utanbæjarmenn
bjuggu þar fremur en gamalgrónir
Reykvíkingar. Aðbúnaðurinn var
misgóður, sumar braggaíbúðir voru
síst verri en íbúðir í húsum og ekki
áttu allir braggabúar við félagsleg
vandamál að stríða. Mörgum tókst að
lifa þar sæmilegasta lífi. Um aðra
gegndi öðru máli.
Braggasaga Eggerts Bernharðsson-
ar er merkt framlag til húsnæðis-, fé-
lags- og menningarsögu þessarar ald-
ar. Hún hefur víða skírskotun, snýst í
raun ekki aðeins um bragga heldur
um hvernig borgin sem við þekkjum
mótaðist. Þar fyrir utan er
þetta
skemmtileg
saga sem ætti
að höfða til
margra. Yngri
lesendur geta
þar kynnst
Reykjavík sem
var gjörólík borg-
inni sem nú blas-
ir við þó að ekki
sé langt um liðið.
Þeir eldri komast
að því að þeirra eig-
in ævi er orðin
hluti af sögunni og fá jafnvel nýja sýn á hana í
þessari braggasögu. Ármann Jakobsson
Eggert Þór Bernharðsson: Undir bárujárnsboga.
Braggalíf í Reykjavík 1940-1970. JPV FORLAG 2000.
Segðu speglinum
Sónata er samkvæmt orðabók tónverk fyrir
einleikshljóðfæri í þremur til fjórum köflum,
sbr. Tunglskinssónötuna eftir Beethoven sem
vel er þekkt og nokkuð vísað til
í skáldsögu Þóreyjar Friðbjörns-
dóttur, Spegilsónata. í ritgerða-
safni sínu List skáldsögunnar (á
ísl. 1999) ræðir Milan Kundera
hvernig hann hefur nýtt sér
sónötuformið og eina reglu segir
hann þar vera ófrávíkjanlega: að
skiptast skuli á hraðir og hægir
kafla. Ekki er hægt að segja að
Þórey Friðbjömsdóttir fylgi
þessari reglu í skáldsögu sinni
því kaflarnir eru yfirleitt hægir,
og þó að nokkur hraðamunur sé
á er vart hægt að segja að skipt-
ist á hægt og hratt, aðeins mishægt.
Þrískipting sögunnar er hins vegar augljós
því sagan gerist á þremur plönum: Fyrsti þátt-
ur gerist við kistulagningu þar sem sögumað-
ur segir frá kirkjuverði, hugsunum hans og
viðbrögðum þegar gömul kona mætir góðri
stundu fyrir athöfnina. Annar þáttur er eintöl
tveggja radda sem þó virðist vera sama per-
sónan ung og aldurhnigin. Þriðji þátturinn
segir frá elskendum, Guðrúnu og Kjartani, og
er í raun minning Guðrúnar um samband
þeirra. Það hefst með barnaleikjum, er inn-
siglað með bernskum kossi og
þróast yfir í átakamikið ástar-
samband. Elskendunum sem
ekki fá að njótast er þar líkt við
tvö tré sem flétta saman rótum í
moldinni, ágætis líking þótt
hún minni á líkingu í Tristrans-
kvæði.
Auðvitað þarf ekki skarp-
skyggnan lesanda til að átta sig
á að saga þar sem einu nafn-
kenndu persónurnar heita Guð-
rún og Kjartan hljóti að vera
ástarsaga og endi sennilega illa.
Ástarsaga er að visu býsna víð-
feðmt hugtak. Innan þess rúmast bæði þær lit-
skreyttu kiljur sem við blasa í sjoppum, Lax-
dæla, Salka Valka og íslenskur aðall, svo fátt
eitt sé nefnt. Spegilsónata líkist ekki þeim
fyrstnefndu, að sögn sérfræðings mins í þeim
ritum, í það minnsta er í sjoppubókmenntum
lítið gert af því að nota vísanir í fornsögur, og
ekki líkist hún heldur þeim síðamefndu því
Spegilsónata gerist i einhvers konar samfé-
lagslegu tómarúmi sem ekki verður sagt um
þær sögur. Þess utan voru þær nema þá
máske Laxdæla skrifaðar af körlum en Speg-
ilsónata af konu. Þó er mér til efs að sagan
teljist til hreinræktaðra kvennabókmennta en
það hugtak er einnig ansi víðfeðmt. Þó er ljóst
að þrátt fyrir kvenraddirnar gætir ekki mjög
femínískra viðhorfa.
Þórey Friðbjörnsdóttir skrifar nokkuð lipr-
an, myndrikan en umfram allt ljóðrænan stíl,
svo ljóðrænan að mjög hægir á allri fram-
vindu sögunnar og endurtekningar eru of tíð-
ar í myndmáli. Þá fannst mér öll frásögnin af
kistulagningunni ótrúlega smásmyglisleg en
þaö kann að stafa af andúð minni á seremon-
íum með rotnandi hræ, svo vitnað sé í meist-
ara Þórberg. Þess utan fer starfsheitið kirkju-
vörður ákaflega illa í mig. i minni sveit nefn-
ist sá meðhjálpari og sé ég enga ástæðu til að
nota enskuslettu yfir það göfuga starf. En
þrátt fyrir ýmsa annmarka er Spegiisónata
þokkalega vel uppbyggð saga og athyglisverð
sem slík.
Geirlaugiu- Magnússon
Þórey Friðbjörnsdóttlr: Spegilsónata. JPV FORLAG
2000.
Tveir heimar
Aðalsteinn Ás-
berg er þekktur fyr-
ir skemmtileg ævin-
týri fyrir börn og
nýjasta bókin, Brúin
yfír Dimmu, er enn
ein rós í hnappagat
hans. Þetta ævintýri
er óvenjulegt þar
sem söguhetjumar
eru vöðlungar, æv-
intýraverur sem
gera sér ferð inn í
mannheima.
Við kynnumst Kraka, Míriu og Póa sem búa
í Stöpli undir Brúarsporði. Brúin liggur yfir
ána Dimmu sem aðskilur Mángalíu og mann-
heim, eða Myrkland eins og vöðlungar kalla
hann. Dagvarður faðir Kraka og Póa er annar
tveggja varðmanna brúarinnar. Það þarf að
gæta hennar dag og nótt vegna gamals spá-
dóms þess efnis „að einn góðan veðurdag
myndi ófreskja frá Myrklandi ráðast inn í ríki
vöðlunga og leggja þar allt í eyði“.
Fyrir undarlega tilviljun kemst Kraki yfir
bók sem inniheldur leiðbeiningar um það
hvernig komast megi yfir brúna og aftur til
baka án þess að mannfólkið verði þess vart.
Þetta verður til þess að krakkarnir takast á
hendur ferð sem reynist hin mesta svaðilfór.
Nálgun höfundar við efni og boðskap er
frumleg og athyglis-
verð. Það opnar les-
anda aðra sýn á mann-
lífið að hafa söguhetj-
urnar úr annarri vídd
og skoða mennina
með gests auga ef svo
má segja. Til að ýkja
þann mun sem er á
okkur og þessum
ágætu ævintýrahetj-
um málar höfundur
ansi dökka mynd af
mannskepnunni.
Mynd sem er þó sann-
ferðug að gefnum for-
sendum.
Mángalía er aftur á
móti heillandi heimur.
Á okkar mælikvarða
er hann gamaldags
þar sem vöðlungar eru
ekki komnir á okkar
tæknistig og hefðbund-
in verkaskipting kynj-
anna rikir á heimilinu.
Vöðlungar eru ekki eins fyrrtir og við. Þeir
eru friðelskandi verur sem lifa í sátt við nátt-
úruna og hún skipar stóran sess í lífi þeirra,
ekki síst tunglið sem heimur þeirra dregur
nafn sitt af.
Þessi tilraun Aðal-
steins til að skemmta les-
endum um leið og hann
kennir þeim að líta í eig-
in barm og velta fyrir sér
hlutum eins og fordóm-
um og þröngsýni gengur
frábærlega upp. Sagan
verður aldrei klisju-
kennd, fenda hug-
myndauðgi: höfundar við
brugðið. Ekki skemma
heldur dýrt kveðnar vís-
umar sem hann virðist
kasta fram áreynslu-
laust.
Bókina prýða ágætar
teikningar eftir Halldór
Baldursson en teikningar
af söguhetjunum hefðu
kannski mátt gefa meira
svigrúm fyrir ímyndun-
arafl lesanda. Kápumynd
hans er sérlega vel
heppnuð og það hefði
verið gaman að sjá upp-
drætti í bókinni af Mángalíu og Myrklandi.
Oddný Ámadóttir
Aöalsteinn Ásberg Slgurösson: Brúln yfir Dimmu.
Myndir Halldór Baldursson. MSI og menning 2000.
DV-MYND PJETUR
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Skoöar mannheim frá óvæntu sjónar-
horni.
Ekki í einu bindi
Það var rangt sem sagt
var í þessum dálki fyrir
skömmu að ævisaga
Steins Steinars eftir
Gylfa Gröndal væri í
einu bindi og vona ég að
ekki hafi margir keypt
hana bara af þeirri
ástæðu. Umsjónarmanni
verður að fyrirgefast
misskilningurinn því
hvergi á hlífðarkápu eða titilblöðum er hægt
að sjá að þetta sé fyrsta bindi en þegar hlifð-
arkápu er ílett af kemur rómverska talan I í
ljós á kili.
Aðdáunarvert má heita að ætla sér að
skrifa mörg bindi um ævi Steins því ekki er
vitað til að hann hafi skrifað neitt hjá sér og
varðveitt, engar dagbækur, nær engin bréf -
eiginlega ekki neitt annað en ljóð. Vissulega
mætti skrifa óteljandi bindi um skáldskap
hans en hann er ekki til umræðu i þessari
ævisögu, alltént ekki í þessu fyrsta bindi. En
margir þekktu Stein og í skorti á upplýsing-.
um um skáldið sjálft virðast hér samvisku-
samlega sögð æviágrip þeirra allra - auk þess
sem bókin heldur til haga á einum stað heil-
mörgum skondnum þjóðsögum af skáldinu.
íslensku bókmennta-
verölaunin
Jæja, þá kemur að stóru
stundinni í kvöld þegar
einvaldurinn tilkynnir um
tilnefningar til íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
Ekki er deilt um smekk
einnar manneskju; hverj-
um og
einum
leyfist að hafa sínar skoð-
anir á bókum - og þá um-
sjónarmanni líka.
Ef valdið lægi hér yrði
valið svona: Draumar á
jörðu eftir Einar Má Guð-
mundsson, söguleg skáld-
saga í sérflokki; Þögnin eft-
ir Vig-
disi Grímsdóttur, meistara-
leg rannsókn á áhrifum
geðsjúks einstaklings á um-
hverfi sitt; Heimsins
heimskasti pabbi eftir Mik-
ael Torfason, sársaukafull
ævisaga ungs eiginmanns,
sonar, föður og úrkasts;
Leikur á borði eftir Ragn-
heiði Gestsdóttur, næm at-
hugun á barni undir miklu álagi; Öll fallegu
orðin, tregróf Lindu Vilhjálmsdóttur.
Hefði verið hægt að semja um þetta?
Hvað segja rýnendur?
Allir gagnrýnendur hafa til þessa verið
sammála um að lofa Drauma Einars Más og
eiginlega óhugsandi annað en hún verði til-
nefnd - enda öllum minnisstætt að Englar al-
heimsins voru ekki tilnefndir á sínum tima og
mun samviskubit vegna þess hvíla í genum
bókmenntanefndar að eilífu. (Sú bók fékk
hins vegar DV-verðlaunin
og ekki í eina skiptið sem
sú nefnd hefur verið nösk á
það sem skiptir máli - enda
ævinlega þrír menn í
henni!) Ekki man ég betur
en Linda hafi fengið ein-
tómt hrós fyrir sína bók og
sömuleiðis Ragnheiður
Gestsdóttir. Þögnin fékk
harðan dóm hjá Kolbrúnu
Bergþórsdóttur en lof frá öðrum og Mikael
fékk haröan dóm í Mogga en lof annars stað-
ar.
Meðal bóka sem eindregið lof hafa hlotið og
gætu verið nokkuð öruggt val hjá alvaldinum
eru Gula húsið, smá-
sagnasafn Gyrðis Elías-
sonar sem fékk Laxness-
verðlaunin í haust, Ert þú
Blíðfinnur? eftir Þorvald
Þorsteinsson, Fyrirlestur
um hamingjuna eftir Guð-
rúnu Evu Mínervudóttur
og Vetrarmyndin, ljóða-
bók Þorsteins frá Hamri.
Djarfara væri kannski að
velja til dæmis í allri
sinni nekt, smásagnasafn Rúnars Helga Vign-
issonar, eða Mýrina, spennusögu Arnalds Ind-
riðasonar, sem báðar hafa fengið fm um-
mæli...
Allt verður þetta ljóst í kvöld kl. 19.30 í
beinni útsendingu í sjónvarpinu.