Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
>4
Tilvera DV
Reynt aö plata börnin.
Hér er Trölli (Jim Carrey) bú-
irm aö dressa sig upp
sem jólasvein og reynir
aö hafa áhrif á börnin
Þegar Jim Carey
stal jólunum
Þegar Trölli stal jól-
unum (The Grinch)
hefur á aðeins tuttugu
dögum náð því afreki
að ná inn um 200
milljón dollurum í
aðgangseyri í Banda-
rikjunum og ljóst er
að myndin á eftir að
fara í hóp þeirra
kvikmynda sem
mesta aðsókn hafa
fengið frá upphafi.
Myndin er gerð
eftir klassískri
barnasögu, How
the Grinch Stole
Christmas eftir Dr.
Seuss, og hefur hún
komið út á íslensku
undir nafninu Þeg-
ar Trölli stal jólun-
um. Þessi vin-
sæla saga hefur
heillað börn
alla tíð síðan
og þykir sjálf-
sögð lesning í
jólaamstrinu.
Dr Seuss, sem
heitir fullu nafni
Theodor S. Geisel, hafði
hvað eftir annað neitað
Hollywood um að fá að
kvikmynda einhverja af
bókum hans og það var
ekki fyrr en nú að
ekkja hans, Audrey Geisel, lét und-
an þrábeiðni framleiðandans Brians
Grazers (Apollo 13, The Nutty Pro-
fessor, Liar, Liar) að leyfi fékkst.
Þegar Grazier var svo búinn að fá
leyfið leitaði hann til tveggja fyrr-
um samstarfsmanna, Leikarans Jim
Carreys og leikstjórans Rons
Howards, til að fullkomna verkið.
Og hver er betri en Jim Carrey til
að leika þann útsmogna og skap-
vonda persónuleika Trölla en Jim
Carrey sem virðist geta allt þegar
kemur að þvi að taka fettur og brett-
ur enda finnur hann sig vel i hlut-
verkinu og hefur lagt á sig að vera í
langan tíma á hverjum degi í um-
sjón förðunardeildarinnar og víst er
að hann á stóran þátt í vinsældum
kvikmyndarinnar.
Aðrir leikarar í myndinni eru
Jeífrey Tambor, Christine Bar-
anski, BiU Irwin, MoUy Shannon og
Taylor Momsen. AUt frekar óþekkt-
ir leikarar. Sögumaður er aftur á
móti í sama Uokki og Jim Carrey.
Anthony Hopkins sér um að leiða
áhorfendur um söguslóðirnar. Ron
Howard, sem er fyrrum barna-
stjama í kvikmyndum, er einn eftir-
sóttasti leikstjórinn í HoUywood.
Hann á að baki margar vinsælar
kvikmyndir, má þar nefna ApoUo
13, Cocoon, Splash, Backdraft og
Ransom. The Grinch verður frum-
sýnd á morgun.
-HK
Trölll.
Jim Carrey viröist
kunna vet viö sig í
gervi Trölla sem er illa
viö jólin.
Dancer in the Dark
★★★★ Dancer in the Dark er há-
melódramatísk sápuópera, gerð af
hjartans einlægni og miklu næmi -
en um leið læðist stöðugt að manni
sá grunur að Von Trier sé að
skemmta sér við að hafa áhorfand-
ann að fífli. -ÁS
Snaicft
★★★ Snatch er fyndin, hröð og per-
sónur fjölbreyttar og skrautlegar. Ef
áhorfendur geta liðið ofbeldið, sem er
mikið og gróft, þá er Snatch frábær
skemmtun með sterkum höfundarein-
kennum leikstjórans Guy Ritchies.
Stíll Ritchies gerir út á hraða, stutt
samtöl, ofbeldi og margar persónur
sem fá að mestu leyti jafnmikið pláss
í myndinni. Þetta tekst honum af
snUld, sérstaklega þegar að þvi er
gáð að handritið er innantómt. -HK
Den eneste ene
Den eneste Ene
★★★ Den eneste Ene er bæði
ósköp dönsk og alls ekki. Það má
eiginlega segja að þetta sé róman-
tisk gamanmynd af amerískri sort
sem flutt hefur verið til Danmerkur:
einfeldningsleg trú á ástina, árang-
urslaus framvinda sögunnar, ham-
ingjusamur endir og feel-good-andi
sem svífur yfir vötnunum. Persón-
umar eru hins vegar danskar og
samfélagið skandinavískt. Það að
þessi blanda skuli ganga upp gerir
Den eneste Ene nokkuð merkUega
mynd. -GSE
Nurse Betty
★ ★★ í Nurse Betty er flest vel gert.
Það er helst að frásagnarmátinn
verður flatur og áhorfandinn fær það
á tilflnninguna að sagan hafi ekki
snert við sögumanninum. Á móti
kemur að persónurnar em snyrtilega
frágengnar af höfundum og leikurum.
Morgan Freeman er traustur að
vanda, Chris Rock hefur ekki í ann-
an tíma verið betri, Greg Kinnear er
hégómlegur og sjálfupptekinn sem
leikari í sápuóperu og Renée
ZeUweger fer vel með hlutverk góð-
mennskunnar sjálfrar. -GSE
Kjúklingafióttinn
★★★ Það sem gerir teiknimyndir
góðar er það sama og gerir aðrar
kvikmyndir góðar: gott handrit, góð
myndræn útfærsla og góður leikur.
Slík mynd er Kjúklingaflóttinn
(Chicken Run) sem ber nokkurn
ferskleika með sér í flóru teikni-
mynda þar sem vel hefur heppnast
að blanda saman brúðum og teikni-
myndum. Mynd sem öU fjölskyldan
getur sameinast um. -HK
101 Reykjavik
★★★ Hilmir Snær leikur auðnuleys-
ingjann Hlyn sem lifir og hrærist í
hverfi 101 Reykjavík. Lif hans er í
fóstum skorðum þar tU vinkona móð-
ur hans kemur í heimsókn og úr
verður einhver sérkennUegasti ástar-
þríhyrningur íslenskrar kvikmynda-
sögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir
þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN
Átök í undirheimum Lundúna
Bretar eru duglegir við að fram-
leiða gæðamyndir sem segja frá lífi
undirheimalýðsins í London. Síð-
asta dæmið er hin ágæta Snatch
sem sýnd er í kvikmyndahúsum
þessa dagana. Ein slík er Love,
Honour and Obey sem tekin verður
tU sýningar í Háskólabíói á morgun.
Þetta er spennumynd með dökkum
húmor þar sem fylgst er með hópi
krimma í Norður-London, glæpa-
mennsku þeirra, fjölskyldum, vin-
um og ástriðu þeirra á karaoke. Að-
alpersónan er Jonny, sem hundleið-
ist í starfí sínu sem sendUl. í gegn-
um besta vin sinn Jude, sem er
frændi Rays, eins alræmdasta
glæpaforingja í London, fær hann
inngöngu í harðsvíraðan glæpa-
flokk Rays sem starfar í Norður-
London. Jonny hungrar í almenni-
legan hasar og verður þess valdandi
að stríðsástand myndast á milli
tveggja voldugra glæpaflokka.
Vinir og skúrkar
Jonny Lee Miller og Jude Law í hlutverkum sínum.