Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
37
Datek á íslandi • Smiðjuvegur 50 • 520 3100
Notið þægindin
Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín
í jólaumferðinni.
131 Bílastæðasjóður
:
Tilvera
DV
Fjölnotavélin Jolly
sem býður upp á
marga möguleika.
Eigum fyrirliggjandi
vélar, einnig hús og
fylgihluti.
Snorri og Karó
Hundurinn er eöalborinn og meö
langa ættarskrá en hann lætur þaö
ekki aftra sér í því aö hlaupa um allt
og atast í hrossunum.
Mættur klukkan átta um
helgar
„Ég reyni að vera í hesthúsinu
eins mikið og ég get og um helgar er
ég kominn hingað upp úr klukkan
átta og er fram á dag. Ég byrja á því
að gefa og bera undir hestana svo
hleypir maður út og ríður út ef veð-
ur leyfir. Við tökum hrossin yfir-
leitt inn rétt fyrir jól og íorum með
þau austur í Biskupstungur í byrj-
un júní.
Það er reyndar alveg hægt að
stunda hestamennsku í Reykjavík á
sumrin þvi aðstaðan er alveg frá-
bær, það eru bara allt of fáir sem
notfæra sér hana.“ Kip
SiCfu-rskart,
nýjar gerðir.
CfrdSært verð.
' V M
Sendum í póstkjöfu. r\/ j
Ján Sigmunikssan
Laugavegi 5, sími 551 3383
Ekki allir keppnismenn
„Mig langar að koma því á fram-
færi að ég fór ekki út í framboð vegna
neinnar óvildar við fráfarandi stjórn,
þetta eru allt kunningjar mínir og
Fáksmenn. En það fer náttúrlega eng-
inn út í formannskjör nema hann
vilji breyta einhverju.
Ég er staðráðinn í leggja áherslu á
ferðamálin og beita mér í reiðvega-
málum. Það er mikil áhugi á hesta-
ferðum hjá hinum almenna félags-
manni og ég vil auka vægi þeirra en
mótin eru að sjálfsögðu fastur liður í
starfseminni.
Þegar mótin eru orðin eins stór og
hjá okkur eru gerðar miklar kröfur
til mótssvæðanna og kostnaðurinn er
gífurlegur. Fáksmótin eru bæði stór
og dýr, þetta eru hreinlega eins og
fjórðungsmót og það fer allt of mikil
vinna í þau. Mótin vekja litla athygli
og það fylgjast of fáir með þeim.
Það er fullt af fólki innan félagsins
sem vill mikið fremur ríða út en vera
á mótum - við erum ekki allir keppn-
ismenn. Félag eins og Fákur þarf að
sinna öllum félagsmönnum sínum en
ekki bara fámennum hópi.
Það eru mörg vandamál í gangi í
sambandi við reiðvegina. Við vitum
ekkert hvað verður um vegina eftir
að nýju íbúðahverfín í Kópavogi og
Grafarvogi eru risin. Það er mjög
þrengt að okkur í Víðidal og við verð-
um fljótlega að fara að huga að nýju
svæði, okkur líst vel á Norðlingaholt-
ið og ég mun að sjálfsögðu beita mér
í því máli.“
Öll fjölskyldan í þessu
„Fjölskyldan er öll á kafi í hesta-
mennsku og við eigum fimmtán
hross. Við reynum að ríða út eins
oft og við getum og erum í þessu af
heilum hug. Ég er hestamaður af lífl
og sál, mér fínnst
gaman að um-
gangast hestana
og hugsa um þá,
ég gef sjálfur,
járna og tem. Ég
er bindindismað-
ur og kem ekki
hingað til að
skvetta í mig.
Fjölskyldan á
sumaraðstöðu
austur í Biskups-
tungum, við
erum þar mikið á
sumrin og heyj-
um fyrir hrossin.
Börnin okkar
hafa svolítið ver-
ið að keppa á
mótum en hvoki
ég né konan höf-
um gert það. Við
erum bæði frem-
ur hlédræg og
þetta er eitthvað
sem við höfum
bitið i okkur.“
Er í hesthúsinu eins mikið og eg get
Hundurinn Karó, Snorri B. Ingason, formaöur Fáks,
ónefndur hestur og María Rasmusdóttir tamningamaöur.
Fyrirsætan með
lungnaþembu
Fyrirsætan Christy Turlington
upplýsti fyrir helgi að hún hefði
greinst með lungnaþembu á byrjun-
arstigi. Christy Sagði í viðtali við
breska blaðið Times að sjúkdómur-
inn hefði greinst þegar hún lét taka
af sér lungnamynd til að vekja al-
menning til vitundar um nýja
tækni. Christy hætti að reykja fyrir
fimm árum en
svo virðist
sem skaðinn
hafi . verið
skeður, enda
byrjaði hún 13
ára að púa og
reykti pakka
á dag 16 ára.
Frá því faðir
hennar lést úr lungnakrabba hefur
hún barist ötullega gegn tóbaks-
reykingum.
Sá orðrómur gengur nú
íjöllunum hærra vestur í Am-
eríku að kvikmyndaleikkon-
an Anne Heche sé ófrisk.
Anne er sennilega frægust
fyrir ástarsamband sitt við
sjónvarpsleikkonuna Ellen
DeGeneres, samband sem nú
er búið.
Umboðsmaður Anne hefur
ekki undan að bera óléttusögumar til
baka og segir ástæðumar fyrir aðeins
meira holdi á maga hennar einungis
vera þær að hann, umboðsmaðurinn,
hafi skipað ungfrúnni að fita
sig aðeins. Alkunna er jú að
Anne Heche var hálfgerð hor-
rengla.
Óléttuorðrómurinn fór fyrst
á kreik fyrir nærri tveimur
mánuðum. Þá fyrst lagði Anne
í að sýna sig opinberlega með
karlmanninum sem stakk und-
an Ellen DeGeneres. Sá heitir
Coley Laffoon og er kvikmyndatöku-
maður. Hann vann með þeim stöllum
á vinnuferðalagi þeirra um Bandarík-
in i sumar.
Orðrómur um að
Heche sé ófrísk