Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 3
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 27 Sport Léttur leikur - Gróttu/KR að Stjörnunni. Nýliðarnir fara í jólafríið í 3. sæti Leikur Stjömunnar og Gróttu/KR í Garðabænum á laugardag var ekki upp á marga fiska. Öruggur sigur Gróttu/KR var niðurstaðan enda mótspyrnan ekki mikil sem Garð- bæingar veittu. Nýliðamir fara því í jólafríið í 3. sæti deUdarinnar sem er vitaskuld mjög ásættanlegur ár- angur fyrir liðiö. Þurrt og leiðinlegt Leikurinn byrjaði rólega, Stjörnu- menn voru greinUega ákveðnir í því að vinna sér inn langþráð stig en það tók gestina ekki langan tíma að hrista Garðbæinga af sér. Eftir það varð leikurinn þurr og leiðinlegur þar sem bæði lið virtust fremur áhugalaus um að skapa skemmtUeg- an handbolta. TU marks um það varði Birkir Iv- ar Guðmundsson, markvörður Stjömunnar, 8 af sínum 13 skotum í leiknum á fyrsta stórglæsUega. fjórðungnum. Þó ligg- |_ Til að mynda varði hann öU þau þrjú hraða- upphlaup sem Stjömumenn fengu í leikn- um. Förum sáttir í jólafrí „Við gerðum þaö sem þurfti að gera tU að vinna þennan leik,“ sagði Ein- ar Baldvin Árnason, fyrir- liði Gróttu/KR, í samtali við DV-Sport eftir leik. ur sökin að mestum hluta ekki hjá Birki, ~í NISSAIM Í heldur vörn Stjörn- unnar sem varð orðin eins og gatasigti. 1 M Hilmar vei með á Haukar 12 11 1 365-286 22 nótunum Fram 13 11 2 350-290 22 Sem fyrr voru tveir Grótta/KR 13 9 4 326-320 18 menn I aðalhlutverki í KA 13 8 5 332-318 16 sóknarleik Gróttu/KR. FH 13 7 6 319-293 14 Hilmar Þórlindsson og Afturelding 13 7 6 357-338 14 Aleksandis Petersons Valur 12 6 6 293-277 12 voru drjúgir og skor- uðu samanlagt 17 ÍBV 13 6 7 356-346 12 ÍR 13 6 7 295-301 12 mörk í leiknum í 25 til- raunum. Þá var hinn Stjarnan 13 4 9 325-240 8 ungi ' markvörður HK 13 2 11 296-347 4 Gróttu/KR, Hreiðar Guðmundsson, vel með Breiðablik 13 0 13 264-422 0 á nótunum og varði oft „Við bjuggumst nú við meiri mót- spymu en við náðum að brjóta þá niður, sérstaklega í byrjun síðari hálfleiks. Eftir það var þetta orðinn meiri göngubolti. Við fórum mjög sáttir í jólafríið. Viö hefðum auðvitað vUjað vera í undanúrslitum bikarsins líka en það verður nú ekki á aUt kosið. Eft- ir smáhikst í byrjun tímabilsins er- um við búnir að taka marga góða leiki í röð. En nú hefst nýtt undirbúnings- tímabil og ég segi það að núna hefst nýtt mót. Þeir sem æfa samvisku- samlega í þessu hléi koma sterkir inn og það getur allt gerst. Það er ekki það mikiU munur á liðunum í deUdinni. En við stefnum auðvitað á að halda fengnum hlut í deUd- inni.“ -esá — Arnar Pétursson, fyrirliöi Stjörnunnar, sækir hér aö marki Gróttu/KR en Magnús Agnar Magnússon, Gróttu/KR, kemur til varnar. Stjarnan-Grótta/KR 24-30 0-1, 2-2, 4-4, 6-6, 6-10, 10-12, (11-14), 11-16, 12-20, 14-22, 16-24, 20-26, 21-28. Stiarnan Mörk/viti (Skot/viti); Magnús Sigurös- son 8/3 (ÍOÁ), David Kekelion 4 (4), Ed- vard Moskalenko 4 (5), Amar Pétursson 3 (9), Bjarni Gunnarsson 1 (3/2), Konráð Olavsson 1/1 (3/2), Björgvin Rúnarsson 1 (4), Sæþór Ólafsson 1 (4), Sigurður Við- arsson 1 (4/1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 0. Vítanýting: Skorað úr 4 af 8. Varin skot/viti (Skot á sig): Birkir ívar Guðmundsson 13 (43/3, 30,2%). Brottvisanir: 6 mínútur Grótta/KR Mörk/viti (Skot/viti): Hilmar Þórlinds- son 9/3 (14/3), Aleksandis Petersons 8 (11), Davíð Ólafsson 5 (5), Magnús Magn- ússon 3 (4), Sverrir Pálmason 2 (4), Krist- ján Þorsteinsson 1 (1), Alíreð Finnsson 1 (1), Einar B. Ámason 1 (4), Auðunn Sverrisson (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Davíð 3, Sverrir, Petersons, Alfreð) Vitanýting: Skorað úr 3 af 3. Varin skot/viti (Skot á sig): Hreiðar Guðmundsson 18/3 (42/8, 42,9%). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson (5). Gœði leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 100. Maður leikins: Hreiðar Guðmundsson, Gróttu/KR. HK-KA 22-25 1-0,1-1,2-2,2-4,3-5,4-6,5-7,6-7,6-9, 10-9, 11-11, 14-12, (14-13), 14-14, 14-16, 15-17, 17-17, 18-18, 20-18, 21-20, 22-21, 22-25. HK Mörk/viti (Skot/viti): Óskar Elvar Óskarsson 5/1 (11/2), Stefán Freyr Guðmundsson 5 (11), Jaliesky Garcia 4/3 (7/4), Alexander Arnarson 3 (4), Jón Bersi Erlingsson 2 (2), Guðjón Hauksson 1 (2), Samúel Árnason 1 (2), Sverrir Björnsson 1 (5), Hlynur Jóhannesson (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Alexander, Samúel). Vitanýting: Skorað úr 4 af 6. Varin skot/viti (Skot á sig): Hlynur Jóhannesson 19/1 (43/6, 44%, 1 víti framhjá), Arnar Freyr Reynisson 0 (1/1). Brottvisanir: 8 mínútur. KA Mörk/viti (Skot/víti): Guðjón Valur Sigurðsson 11/5 (18/6), Sævar Árnason 4 (5), Andreas Stelmokas 4 (8/1), Giedrius Cerniauskas 3 (8), Jónatan Magnússon 3 (5), Heimir Örn Árnason (4). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Cerniauskas 2, Stelmokas, Sævar). Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Varin skot/víti (Skot á sig): Hörður Flóki Ólafsson 26/2 (48/6, 54%). Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson (6). Gceöi leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 117. Maöur leikins: Hörður Flóki Ólafsson, KA. Loksins Breiðablik-ÍBV 18-28 I- 0, 2-4, 4-4, 5-6, 5-12, (7-14), 7-17, II- 18,13-19, 15-21, 15-25, 16-27, 18-28. Eyjasigur Eyjamenn unnu auðveldan sigur á botnliði Blika, 18-28, í Smáranum f frekar slökum leik á laugdardaginn. Leikir Breiðabliks i vetur hafa ekki verið spennandi og á þvf varð engin breyting í þessum leik þar sem ÍBV hafði náð 7 marka forskoti eftir 20 mínútur og hélst sá munur nokkum veginn til loka leiks. Þetta var langþráður sigur Eyjamanna sem höfðu tapað fimm deildarleikjum í röð. Leikurinn lofaði nú samt góðu til að byrja með, eitt- hvað virtist skorta á einbeitingu Eyjamanna og Blikar voru nokkuð sprækir. í stöðunni 5-6 urðu þáttaskil, all- ur kraftur var skyndilega úr heimamönnum og gestim- ir gengu á lagið og skomðu 6 mörk í röð á 9 mínútna kafla. Staðan var skyndilega orðin 5-12 og hélst sá munur til leikhlés. Vöm og markvarsla Eyjamanna var góð, sérstaklega gekk Erlingi Richardssyni vel að trufla sóknarleik Breiðabliks sem var ótrúlega slakur en þeir skomðu aðeins 2 mörk siðustu 19 mínútur fyrri hálileiks. Seinni hálíleikur var betri, Eyjamenn náðu fljótt 10 marka forystu en Blikarnir fóm þá loks að bíta frá sér og varð munurinn minnstur 6 mörk en Eyjamenn luku leiknum með stæl og skoraðu úr 7 síðustu sóknum sín- um. Guðfmnur Kristmannsson og Erlingur Richards- son vom bestir í liði Eyjamanna en Björn Hólmþórs- son var bestur heimamanna auk þess sem að Guð- mundur Geirsson varði vel á köflum. -HRM Breiöablik Mörk/viti (Skot/viti); Bjöm Hótmþórsson, 6 (16), Gunnar B. Jónsson, 3 (5), Garðar S. Guðmundsson, 3 (6), Andrei Lazarev, 2 (2), Halldór Guðjónsson, 2/2 (5/2), Davíð Ketilsson, 1 (1) , Sigtryggur Kolbeinsson, 1 (4), Kristinn Hallgrímsson, (1), Slavisa Rakanovic, (3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Lazarev 2, Gunnar 1, Bjöm 1). Vitanýting: Skorað úr 2 af 2. Varin skot/viti (Skot á sig): Guðmundur K. Geirsson, 16/1 (43/5, 37%), Rósmundur Magnússon, 0 (1/1, 0%). Brottvisanir: 4 mínútur ÍBV Mörk/viti (Skot/víti): Eymar Krúger, 7/4 (9/4), Jón Andri Finnsson, 6/1 (9/2), Guðfinnur Kristmannsson, 5 (6), Mindauskas Andriuska, 5 (12), Erlingur Richardsson, 3 (5), Svavar Vignisson, 1 (2) , Aurimas Frovolas, 1 (3). Mör.k úr hraöaupphlaupunu 9 (Jón A. 4, Eymar 2, Erlingur 2, Guðfmnur 1.) Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Varin skot/viti (Skot á sig): Gísli Guðmundsson, 13 (31/2, 42%). Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson (7). Gœöi leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 40. Maður leikins: Guöfinnur Kristmannsson, ÍBV. Klaufaskapur - HK-manna færði KA sigur á silfurfati Leikur HK og KA í Digranesi á laugardaginn fer seint á spjöld sögunnar fyrir áferðarfallegan handknattleik. Fáir leikmenn náðu að sýna sínar bestu hliðar og margir lykilmenn liðanna voru á hælunum allan tímann. í fyrri hálfleik var fátt um fína drætti. KA-menn byrjuðu betur og voru 9-6 yfir þegar komið var fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók Hlynur Jóhannesson, markvörður HK, sig til og lokaði markinu. Samherjar hans vökn- uðu líka, skoruðu fjögur mörk í röð og voru komnir yfir, 10-9, þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. HK-menn héldu síðan forystunni fram til háffleiks og leiddu, 14-13. Guðjón Valur Sigurðsson var ljósi punkturinn í fyrri hálfleik. Hann skoraði átta mörk í öllum regnbogans litum og hélt KA- mönnum gangandi. í seinni hálfleik hafði KA frumkvæðið til að byrja með, allt þar til Páli Ólafssyni, þjálfara HK, datt það snjallræði að taka Guðjón Val úr umferð. Má með ólíkindum teljast að Páli skyldi ekki detta þetta fyrr í hug því Guðjón Valur var eini leikmaður KA sem hafði ógnað marki HK að einhverju ráði þegar hér var komið sögu. Við þessu breytingu Páls riðl- aðist sóknarleikur KA-manna og leikmenn HKgengu á lagið og náðu tveggja marka forystu, 21- 19, þegar átta mínútur vora til leiksloka. Þá kom línumaður KA, Litháinn Andreas Stelmokas, heldur betur sterkur inn. Hann jafnaði leikinn, 21-21, og skoraði síðan næstu tvö mörk KA-manna og kom þeim yfir, 22- 23, þegar tæpar tvær mínútur vora til leiksloka. I næstu sókn HK-manna reyndi Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði HK-manna, heldur vafasama linusendingu á Alexander. Sú sending misfórst, títtnefndur Stelmokas brunaði upp og fékk vitakast sem Guðjón Valur skoraði úr. Þar með var spennan farinn úr leiknum og sigur KA-manna staðreynd. Klaufaskapur HK-manna und- ir lokin var með ólíkindum og geta þeir engum nema sjálfum sér um kermt að ná ekki að inn- byrða sigur eftir að hafa verið með góða stöðu ekki löngu fyrir leikslok. Hlynur Jóhannesson var yfirburðamaður hjá HK, varði 19 skot en því miður vom flestir félagar hans hálfrænu- lausir ef undan er skilinn Stefán Freyr Guðmundsson sem var ógnandi 1 sóknarleiknum. KA-menn spiluðu ekki vel í þessum leik. Þeir gerðu það sem þurfti til en ekki hótinu meir. Hörður Flóki fór hamfómm í marki KA-manna og átti stærst- an þátt í sigri liðsins ásamt Guð- jóni Val og Andreas Stelmokas, sem var mjög öflugur í vöminni auk þess sem hann kom sterkur inn á lokakaflanum. Heimir Örn Árnason var hins vegar ólíkur sjálfum sér og var á stundum sem hugur hans væri á einhverj- um öðrum stað en í Digranesi. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.