Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 4
28 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 Sport ÍR-Fram 23-31 0-1. 1-5, 4-6, 4-9, 7-9, (7-14), 9-14, 11-16, 13-20, 16-20, 16-23, 18-24, 20-27, 21-29, 23-31. ÍR Mörk/viti (Skot/viti): Ingimundur Ingi- mundarson 4 (7), Erlendur Stefánsson 3/3 (4/3), Einar Hólmgeirsson 3 (4), Finn- ur Jóhannsson 2 (4), Olafur Sigurjónsson 2 (5), Kári Guömundsson 2 (3), Ragnar Helgason 2 (4), Róbert Rafnsson 2 (4), Bjarni Fritzson 1 .(3/1), Brynjar Steinars- son 1 (4), Sturla Ásgeirsson 1 (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 3 (Ólafur S., Ragnar, Róbert) Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/víti (Skot á sig): Hrafn Margeirsson 2 (11, 18,2%), Hallgrímur Jónasson 13/3 (35/6, 37,1%, víti hvert) Brottvísanir: 4 mínútur Fram Mörk/viti (Skot/víti): Róbert Gunnars- son 12/2 (13/4), Vilhelm Gauti Berg- sveinsson 4 (5), Hjálmar Vilhjálmsson 4 (7/1), Björgvin Þór Björgvinsson 3 (6), Gunnar Berg Viktorsson 3/1 (9/2), Njörður Árnason 2 (6), Þorri B. Gunnars- son 2 (1), Guðjón Drengsson 1 (2), Sebast- ian Alexandersson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Róbert 4, Björgvin, Njörður) Vítanýting: Skorað úr 3 af 7. Varin skot/víti (Skot á sig): Sebastion Alexandersson 20/1 (43/4, 46,5%) Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Einar Hjaltason og Ingvar Reynisson (2). Gceöi leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 130. Ma&ur leikins: Róbert Gunnarsson, Fram. FH-Afturelding 32-20 2-0, 7-1, 8-5, 10-6, 11-10, 13-11, (15-12), 15-13,18-16, 21-17,'25-18, 31-18, 32-20. FH Mörk/víti (Skot/viti): Héðinn Gilsson 10/4 (14/5), Valur Örn Arnarson 5 (6), Hálfdán Þórðarson 5 (8), Victor Guð- mundsson 4 (5), Guðmundur Pedersen 3/2 (3/2), Sverri Þórðarson 2 (3), Lárus Long 1 (2), Sigursteinn Arndal 1 (1), Hjörtur Hinriksson 1 (1), Sigurgeir Ámi Ægisson (2) , Pálmi Hlöðversson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 10 (Hálf- dán 3, Sverrir 2, Victor 2, Sigursteinn, Héðinn, Hjörtur). Vítanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot/víti (Skot á sig): Bergsveinn Bergsveinsson 19 (36/1, 53%) Jónas Stef- ánsson 0 (3/3, 0%, eitt víti í slá). Brottvisanir: 10 mínútur Afturelding Mörk/viti (Skot/víti): Bjarki Sigurðs- son 6/4 (11/4), Gintaras Savukynas 4 (9), Hilmar Stefánsson 3 (6/1), Hjörtur Arn- arsson 3 (5), Magnús Már Þórðarson 3 (6), Haukur Sigurvinsson 1(4), Páll Þórólfsson (3) , Gintas Galkauskas (9), Níels Reynis- son (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Hilmar 2, Hjörtur). Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Reynir Þór Reynisson 9 (32/3, 28%), Ólafur H. Gíslason 1/1 (10/4,10%). Brottvisanir: 10 mínútur (Gintas rautt). Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, 6. Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 300. Ma&ur leikins: Bergsveinn Bergsveinsson, FH. Ungverskur sigur Ungverska kvennalandsliöiö í handknattleik tryggði sér í gærkvöldi Evrópumeistaratitilinn í handknattleik eftir sigur á Úkraínu, 32-30, í úrslitaleik mótsins sem fram fór í Rúmeníu. Leikurinn var æsispennandi og þurfti a& framlengja hann þar sem sta&an var 26-26 a& loknum venjulegum leiktíma. Agnes Farkas, sem feikur með þýska liöinu Dortmund, var markahæst í ungverska li&inu meö 14 mörk. Rússland hlaut bronsið eftir sigur á Rúmeníu, 21-16. Ungverjaland vann Rúmeníu, 25-24, í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum bar Úkraína sigurorö af Rússlandi, 28-24. -ósk Hvaö var sagt eftir leik: Óskar Ármannsson: Það er erfitt að svara því hvað gerðist i fyrri hálf- leiknum. Kannski er þetta bara sama gamla sagan um forskotið. Það er endalaust hægt að grafa djúpt í kist- una en svona var þetta bara núna. Þaö var enginn að reyna það viljandi að hleypa þeim inn í leik- inn. Það sem gerist oft í svona leikjum, þegar annað liðið hefur engu að tapa, er að það heppnast allt hjá þeim, alveg sama hvað það er. Síðan þegar þeir voru komnir nálægt okkur aftur þurftu þeir að fara að spila eðlilegan handbolta, það er þegar allt var komið á núllið aftur. Það sem gaf okkur forskotið þá í þessum leik var að við héldum haus og spiluðum venjulegan handbolta. Á endanum var það bara þetta eina mark sem skipti máli. Viggó Sigurðsson þjálfari: Þetta var hrein dramatík. Við misstum þá í mikinn hraða sem við ætluðum einmitt að forðast. Við vorum að gæla við það að þeir myndu ekki spila 6:0 vömina en þeir treysta á hana. Við fengum fullt af hraðaupphlaupum á okkur og markvarslan var alveg í núlli. Við reyndum að bakka aðeins en það tók það sama við, þeir hlóðu inn mörkunum og menn voru á hælunum svo þetta leit ekki gæfu- lega út. í hálfleik settumst við síðan nið- ur og reyndum að halda ró okkar og endurskipuleggja leikinn. Það var ekkert verið að hrópa og kalla, við settumst bara niður og strák- amir fengu tvær mínútur til að hvíla sig. Síðan ákváðum við að fara í 3:3 vörnina og það var með- alið sem virkaði. Það var algert gullmark sem að Einar Gunnarsson skoraði í lokin. Hann sat á bekknum nærri allan leikinn og sýndi virkilega hvað í honum bjó þegar hann kom inn á. -ÓK Sex leikja sigurganga Mosfellinga endaði í Kaplakrika: Rótbu rst FH-ingar höfðu ótrúlega yfirburði gegn slökum Mosfellingum Það hafa sennilega flestir búist við allt öðrum úrslitum úr leik FH og Aft- ureldingar á fóstudagskvöld en raun- in varð. Mosfellingar höfðu tveimur dögum áður unnið Stjörnuna sann- færandi í bikarnum en FH tapaði illa fyrir Fram í siðasta leik. En FH-ingar höfðu hins vegar frumkvæðið allan tímann og þó svo að um tíma væri út- lit fyrir að Afturelding léki eftir það sem Fram hafði gert helgina áður héldu FH-ingar haus og rúlluðu svo yfir Mosfellinga í seinni hálfleik. Munurinn var í lokin 12 mörk, 32-20. FH-ingar byrjuðu með látum og snemma sást það sem þeir hafa treyst mest á í vetur ganga fullkomlega upp. Vörnin var góð og þar með markvarsl- an og þá komu hraðaupphlaupin, en þannig komu fimm af fyrstu sex mörkum liðsins, og það sjötta kom úr vítakasti. FH-ingar komust í 7-1 en Mosfellingar náðu síðan að klóra í bakkann og minnkuðu muninn í eitt mark auk þess sem þeir fengu færi til að jafna leikinn. Það tókst ekki og tíu sekúndum fyrir leikslok skoraði Héð- inn mikilvægt mark fyrir FH sem gerði það að verkum að þeir höfðu þriggja marka forskot í leikhléi, 15-12. Framan af síðari hálfleik héldu FH- ingar 2 til 3 marka forskoti en þá skildu leiðir. Sónarleikur Afturelding- ar, sem hafði gengið svo vel í Garða- bænum á miðvikudag, hrundi gjör- samlega og á köflum voru þeir eins og algjörir byrjendur í sókninni. FH-ing- ar gengu á lagið þar sem ekki var heldur mikið fyrir vörninni að fara hjá Aftureldingu og skoruðu 13 mörk gegn tveimur á fimmtán mínútna kafla. Skipti þá engu máli þó að reynt var að taka Héðin Gilsson og Val Arn- arson úr umferð, alltaf fundu FH-ing- ar svar. Þegar sex mínútur voru eftir var staðan orðin 31-18 og úrslitin ráð- in, enda slökuðu bæði liðin nokkuð á undir lokin. „Við tókum okkur saman í andlit- inu eftir leikinn gegn Fram. Þar spiluðum við mjög vel í 20 mínútur og við vildum lengja þann kafla. Við þurfum að spila einfaldan sóknarleik til að ná árangri og þegar menn hlýða því erum við hættulegir því að við getum spilað góða vörn, markvarslan er góð og þá koma hraðaupphlaup með,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH. Bergsveinn varði mjög vel í leiknum, Héðinn var góður í fyrri hálfleik og Hálfdán var sterkur bæði á línunni og í vörninni. Úti á þekju í sókninni „Við náðum okkur aldrei í gang og það virtist alveg sama hvað við reynd- um. Sóknarleikurinn hjá okkur var gjörsamlega úti á þekju og síðari hálf- leikur er einn sá versti sem ég hef séð liöiö spila. Ég á eftir að skoða þennan leik á myndbandi og kanna hvað fór úrskeiðis," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar. Allir liðsmenn Áftureldingar léku undir getu og með svona leik kemst liðið ekki langt. -HI Þýskaland: Magdeburg - komst áfram Magdeburg, lið Alfreðs Gíslasonar og Ólafs Stefánssonar, komst áfram I 8-liða úrslit EHF-keppninnar eftir tvær harðar viöureignir við úkra- ínska liöið ZTR Saporoshje. Úkra- ínska liðið vann fyrri leikinn í Úkra- ínu, 23-22, en Magdeburg kom sterkt til leiks á heimavelli sínum í gær og vann meö átta marka mun, 29-21, og samanlagt, 51^4. Þýski landsliðsmað- urinn Stefan Kretzschmar var marka- hæstur hjá Magdeburg með átta mörk en Ólafur Stefánsson átti góðan leik og skoraði sex mörk. Alfreð Gislason, þjálfari Magdeburg, var að vonum ánægður eftir leikinn. „Við náðum að stööva þeirra sterkasta mann, Oleg Velykky, og það var lyk- illinn að sigri okkar,“ sagði Alfreð að leik loknum. Úrslit í Þýskalandi: Minden-Nettelstedt..26-23 Gústaf Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Minden og Róbert Duranona skoraði þrjú mörk fyrir Nettelstadt. Hameln-Wuppertal....25-22 Heiömar Felixson skoraði fjögur mörk fyrir Wuppertal. Wetzlar-Hildesheim..26-23 Sigurður Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Essen-WaUau-Massenheim 27-31 Patrekur Jóhannesson skoraði tvö mörk fyrir Essen. -ósk ÍR-Fram á föstudag: Depurð - hjá leikmönnum, dómurum og áhorfendum Þeir 130 áhorfendur sem létu sjá sig í íþróttahúsinu við Austur- berg á fóstudag sáu ekki dæmi um góðan handboltaleik. Enda var stemningsleysið algert á áhorfendapöllunum. Þó verður það að segjast að dómarapar leiks- ins átti einkar slæman dag og var það ekki til að bæta andrúmsloft- ið. Frá því að Framarar skoruðu sín fyrstu fimm mörk í leiknum gegn aðeins einu slíku frá Breið- hyltingum var sigur bikarmeist- aranna aldrei spuming. ÍR-ingar komust aldrei nálægt og niður- staðan því 8 marka sigur Fram. Róbert og Sebastian í sér- flokki Róbert Gunnarsson og Sebasti- an Alexandersson voru langbestu menn vallarins og raunar í nokkrum sérflokki á vellinum, Róbert i sókninni og Sebastian í markinu. Liðin sem mættust voru fyrir hann bestu vamarlið deildarinn- ar og var það ekki á iR-ingum að sjá að þeir væru þess heiðurs að- njótandi. Breiðhyltingar áttu einfaldlega slæman dag. Fyrirliði þeirra, Finnur Jóhannsson, var að von- um ekki ánægður með leik liðsins þegar DV-Sport hitti hann að máli. „Þetta var hræðilegur leikur, frá a til ö, fannst mér persónu- lega. Við mættum einfaldlega ekki tilbúnir, þaö er líklega eina skýringin sem hægt er að gefa.“ Bæöi liö í sárum „Bæði liðin em kannski í sár- um eftir að hafa dottið úr bikam- um og því var þessi leikur eins og hann var,“ sagði Sebastian Alex- andersson, markvöröur og fyrir- liði Fram. -esá Hornamennirnir Þorvaröur Tjörvi Olafsson og Einar Orn Jónsson fagna því með stael í Sandefjord í Noregi í gær aö vera komnir áfram í átta li&a úrslitin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.