Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Side 5
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 29 Sport Bárd Christian Tonning, þjálfari STIF: Sárt að tapa „Það var auðvitað sárt að tapa þessu svona eftir svo góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum hreint frábæran fyrri hálfleik en maður getur ekki farið fram á það að liðið spili svo fullkominn handbolta heilan leik, það er nánast ómögulegt. Við lentum ekki í neinum sérstökum vandræðum í sóknarleiknum i síðari hálfleik. 17 mörk ættu að vera nóg í venjulegum leik - 39 mörk í einum leik er talsvert mikið. Við áttum í nokkrum vandræðum i vörninni í seinni hálfleik, sérstaklega með leikmann númer 7 (Óskar). Við vissum að hann er með góð skot en hann fékk of mikið pláss. Það er eins og menn segja: Það er eitt að segja hlutinn en annað að gera hann,“ sagði Tonning eftir leikinn og var þungur á brún. -ÓK 1-0, 1-1, 7-1, 9-3, 11-5, 13-7, 15-8, 18-10, (22-12), 22-13, 25-15, 28-21,33-25,34-27, 37-29, 39-30 Sandefiord Mörk/viti (skot/víti): Kenneth Klev 9 (14), Eivind Ellingsen 7/1 (10/1), Pal Cramer 6 (6), Erik Hucko 6 (9), Thomas Pettersen 5 (7), Kim Jacobsen 4 (5), Jan Kirkegaard 2 (3). Mörk úr hraðaupphlaupum: 8 (Cramer 4, Jacobsen 1, Ellingsen 1, Pettersen 1, Klev 1). Vitanýting: Skorað úr 1 af 1. Varin skot/víti (skot á sig): Marinko Kurtovic 20 (45/4,44%), Simen Hansen 1 (6, 17%). Brottvísanir: 8 mínútur Haukar Mörk/viti (skot/viti): Óskar Ármannsson 8 (10), Halldór Ingólfsson, 7/4 (11/4), Rúnar Sigtryggson 6 (9), Þorvarður Tjörvi Olafsson 4 (5), Aliaksandr Shamkuts 3/5, Einar Gunnarsson 2 (4), Einar Öm Jónsson (5). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Tjörvi) Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/víti (skot á sig): Bjarni Frostason 5 (29/1, 10%), Magnús Sigmundsson 5 (18, 28%). Brottvisanir: 10 mínútur (Baumruk fékk rautt fyrir 3 brottvísanir). Maður leikins: Óskar Ármannsson, Haukum Haukar sneru við leik sínum og komust áfram gegn Sandefjord Dómarar (1-10): Peter Hanson og Peter Olsson, Svíþjóð (6). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 300. Sandefjord-Haukar 39-30 Halldór Ing- ólfsson og fé- lagar fagna því í gær að vera komnir áfram en hér til vinstri sést Einar Örn Jónsson fara inn úr horn- inu. Æfm : i m i, ^ *:WZj —S Haukar tryggðu sér í gær- kvöld áframhaldandi þátttöku í EHF-keppninni í handknattleik þegar liðið tapaði fyrir norska liðinu Sandefjord á útivelli, 39-30, í ótrúlegum spennuleik. Eftir fyrri leikinn höfðu Haukar tíu marka forystu en í hálfleik í gær voru heimamenn búnir að vinna upp muninn og allt stefndi í tap Hauka þegar karakterinn í liðinu kom í ljós og fleytti liðinu áfram. Þær voru ekki gæfulegar, upp- hafsmínúturnar í leiknum í gær. Vissulega náðu Haukar að skora fyrsta mark sitt eftir einnar mín- útu leik en þeir þurftu hins veg- ar að bíða í rúmar sex mínútur eftir því næsta og á meðan fóru heimamenn mikinn og voru komnir í 7-1. Vörn Hauka, 4:2, gekk engan veginn upp og Norð- mennimir fengu að stjórna hrað- anum í leiknum eins og þeir vildu og allt var gestunum í mót. Sóknin var lítið skárri en vömin og 6:0 vöm Sandefjord átti í litlum vandræðum með stirðan sóknarleik Hauka, a.m.k. framan af. Þegar líða tók á leik- inn fór hins vegar að rofa til í sókninni og mörkin fóru að líta dagsins ljós þó fá væru. Sóknar- leikur heimamanna var hins vegar alger unun á að horfa í hálfleiknum og Erik Hucko og Kenneth Klev fóru mikinn og skoruðu auðveldlega fram hjá þeim Bjarna Frostasyni og Magnúsi Sigmundssyni í mark- inu en þeir liðu mjög fyrir slak- an varnarleik og fyrsta varða skotið kom ekki fyrr en eftir rúmar 20 mínútur þegar Bjarni varði vel. Heimamenn héldu áfram sóknarleik sínum og juku for- skotið jafnt og þétt þar til í hálf- leik að staðan var orðin 22-12: ótrúlegar hálfleikstölur og áhangendur heimamanna kunnu sérlega vel að meta leik sinna manna. Útlitið var ekki bjart fyrir Hauka þegar gengið var til síðari hálfleiks en það er harðara en svo í Hafnfirðingum að þeir legg- ist niður þegar eitthvert mótlæti er. Með nýja vöm að vopni, 3:3, mættu þeir fjallhressir til leiks og byrjuðu strax að saxa á for- skot heimamanna og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í hálfleikn- um. Heimamenn svöruðu ekki fyrr en eftir rúmar þrjár mínút- ur en aldrei liðu meira en tvær mínútur milli marka hjá þeim í fyrri hálfleik. Vörnin tók hins vegar sinn toll strax og Petr Baumruk fór út af í tvær mínút- ur og við það komust heima- menn aðeins af stað aftur. Það fór að fara um menn þeg- ar Sandefjord var komið níu mörk yfir á nýjan leik, 27-18, en þá tóku Haukarnir aftur kipp og skoruðu þrjú mörk í röð og komu muninum í sex mörk eftir rúmar tíu mínútur. Þeir voru aftur komnir á þokkalegt ról og náðu á tímabili muninum í fimm mörk, 28-24. Þegar hér var komið fóru heimamenn hins vegar aftur af stað og ætluðu sér að stöðva þennan góða leikkafla Hauka sem gaf þeim klárlega aukið sjálfstraust. Sandefjord tók mik- inn kipp og náði með góðri bar- áttu að koma muninum í 9 mörk, 38-29, og nú var spennan orðin gifurleg. Petr Baumruk fékk sína þriðju brottvísun þegar tvær og hálf mínúta var eftir og heimamenn komust í tiu marka mun, 39-29, og nú voru góð ráð dýr. Inn á var kominn Einar Gunn- arsson og hann hefði auðveld- lega getað orðið skúrkurinn í leiknum en varð þess í stað hetj- an. Marinko Kurtovic varði tvisvar hjá honum i sömu sókn- inni en í bæði skiptin í innkast, þó svo í annað skiptið hafi vart mátt á milli sjá hvort boltinn fór aftur fyrir eða út fyrir. Haukar héldu boltanum og náðu með ótrúlegri seiglu og útsjónarsemi að halda honum allt þar til örfá- ar sekúndur voru eftir að Einar Gunnarsson smeygði sér í gegn- um vörn heimamanna og skaut Haukunum áfram í keppninni. Lokastaðan varð 39-30 og enginn tími fyrir heimamenn að skora þau tvö mörk sem til þurfti. Það var allt annað að sjá til Haukanna í sóknarleiknum, einnig i síðari hálfleik, og þar fór fremstur Óskar Ármannsson sem bar félaga sína á baki sér stóran hluta hálfleiksins með út- sjónarsemi sinni og góðum skot- um. Einnig fór Aliaksandr Shamkuts að fá úr meiru að moða og spilaði vel báöum meg- in. Haukarnir spiluðu allir illa í fyrri hálfleik en komu síðan vel inn i síðari hálfleik. Þorvarður Tjörvi Ólafsson átti nokkuð góð- an leik á heildina litið en Hall- dór Ingólfsson hefur oft haft meira að segja í leik liðsins og var tekinn vel af sterkri vörn heimamanna í fyrri hálfleik. Hvorugur markvarðanna tók skot svo einhverju næmi og var það einna helst slakri vörninni að kenna þó að hún hefði reynd- ar varið fleiri skot í fyrri hálf- leik en markverðirnir. Hjá heimamönnum gafst mönnum færi á að sjá Kurtovic í sínu eiginlega formi. Hann var mjög sterkur og tók Einar Öm Jónsson alveg í bakaríið en mað- ur leiksins í fyrri leiknum skor- aði ekki eitt mark i þessum leik. Kenneth Klev og Erik Hucko voru frábærir í fyrri hálfleikn- um og Pál Cramer var mjög sterkur beggja vegna á vellinum. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.