Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 31 DV Sport Vítanýting Stella Rún Kristjánsdóttir, 19 ára bakvörður úr ÍS, er með bestu vítanýtingu af þeim leikmönnum sem náðu lágmörkunum. Stella hefur aðeins misnotað þrjú víti af 19 en ÍS á þrjá efstu stúlkurnar. Efstar í vítanýtingu: Stella Rún Kristjánsdóttir, ÍS . 84,2% Hafdís Helgadóttir, ÍS ...81,3% Kristjana B. Magnúsdóttir, ÍS 79,0% Hanna Björg Kjartansdóttir, KR 77,8% Hildur Sigurðardóttir, KR .... 76,5% Theódóra Káradóttir, Keflavik . 75,0% Gréta María Grétarsdóttir, KR . 72,0% Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík .. 71,4% Tinna Björk Sigmundsdóttir, KFl, 70,8% Röð liðanna í vítanýtingu: KR 68,1% - Keflavík 67,5% - KFÍ 66,3% - ÍS 65,6% - Grindavík 53,0%. 3ja stiga skot Hafdis Helgadóttir, 35 ára framherji úr ÍS, hefur nýtt best allra skotin fyrir utan þriggja stiga línúna af þeim sem ná lág- mörkunum. Hafdís hefur nýtt 8 af 20 skotum sínum sem gerir 40% nýtingu og hefur hjálpað ÍS til að nýta 3ja stiga skotin best. Efstar í 3ja stiga skotnýtingu: Hafdís Helgadóttir, ÍS ....40,0% Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík . 36% Kristjana B. Magnúsdóttir, ÍS . . 35% Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 34,5% Marín Rós Karlsdóttir, Keflavik 32,3% Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 28,6% Sandra Guólaugsdóttir úr Grinda- vík hefur skorað flestar 3ja stiga körf- ur (12). Röð liðanna í 3ja stiga nýtingu: ÍS 26,7% - Keflavík 24,3% - KFl 22,4% - Grindavík 22,1% - KR 17%. Verðlaun DV-Sports fyrir fyrri hluta kvennakörfunnar: - Hafdís Helgadóttir, fyrirliði ÍS, valin best fyrir áramót DV-Sport verðlaunaði um helgina fyrir besta árangur leikmanna í fyrri hluta 1. deildar kvenna og mun enn fremur á næstu dögum verðlauna á sama hátt fyrir körfu karla og hand- bolta kvenna og karla. DV-Sport sló til og afhenti verðlaunin á Kjörísbikar- helginni þar sem fjögur af fimm liðum deildarinnar voru mætt til að leika um fyrsta deildabikarinn. DV-Sport hefur lagt aukna áherslu á að fylgjast með vel tölfræði hand- boltans og körfunnar í vetur og skipt- ir þar engu hvort um karlana eða kon- urnar er að ræða. Eftir áramót mun DV-Sport síðan verðlauna fyrir seinni hlutann og svo að lokum fyrir allt tímabilið. Lesendur DV-Sports ættu þvi að fá góða yfirsýn yfir tölfræðina um hvaða leikmenn skara fram úr í vetur, á öll- um hugsanlegum sviðum. Hafdís í stuöi Einn leikmaður hefur vakið einna mesta athygli í kvennakörfunni í vet- ur en hún er elsti leikmaður deildar- innar, orðin 35 ára og hefur nú fengið viðurkenninguna besti leikmaður fyrri hlutans. Hafdís vann að auki tvo tölfræði- þætti sem DV-Sport verðlaunar fyrir og varð í öðrum sæti í þremur öðrum. Hafdís er með 14 stig og 12,3 fráköst að meðaltali og náði tvöfaldri tvennu í fimm af átta leikjum sínum í deildinni fyrir áramót. Mest skoraði hún 30 stig á útivelli gegn Keflavík, tók 22 fráköst á útivelli gegn Grindavík, gaf 4 stoðsendingar á útivelli gegn KFÍ og varði 6 skot bæði gegn KR og Grindavík á heimavelli. Sterk þegar mest á reynir Leikreynslan telur oftast mest í lok leikjanna þegar spennan er í hámarki. Þetta sést ekki síst hjá Hafdísi. Hafdís sem er þriðja stigahæst, frákastahæst og önnur 1 vítanýtingu bætir tölur sínar í íjórða og síðasta leikhlutanum. Hafdís skorar 5 af sínum 14 stig- um að meðaltali í síðasta leikhlut- anum auk þess að taka þá 2,5 frá- köst í leik. Hafdís nýtir auk þess 52,1% skota sinna og 92,9% vítanna en sams konar tölur eru hjá henni 33,3% skotnýting og 72,2% vítanýt- ing fyrstu þrjá fjórðunga leikjanna. Stúdínur meö fimm verðlaun ÍS fékk flest verðlaun að þessu sinni eða alls fimm, KR fékk þrenn og Keflavik og KFÍ eitt hvor. Erlendir at- vinnumenn eru ekki gjaldgengir en eini erlendi leikmaður 1. deildar kvenna i vetur, Jessica Gaspar, varð efst í stigum, stoðsendingum og stoln- um boltum. í stað þess að vera gefa þessum er- lendu atvinnumönnum öll verðlaunin - en þeir eru ráðnir hingað til að vera betri en þeir íslensku - mun DV-Sport verðlauna þá leikmenn sem skara fram úr meðal jafningja. Verðlaunin sem gefin voru eru frá ísspor hf. í Síðumúla 17. -ÓÓJ Fráköstin Hafdís Helgadóttir, 35 ára framherji úr ÍS, hefur tekið flest fráköst allra í vetur, bæði að meðaltali í leik (12,3) sem og 1 einum leik (22). Hafdís hefur tekið yfir 10 fráköst í sex af átta leikjum sínum í vetur. 28 af 98 fráköstum Hafdísar eru tekin i sókninni sem gerir 3,5 að meðaltali. Efstar í fráköstum: Hafdis Helgadóttir, ÍS.............12,3 Erla Þorsteinsdóttir, Keilavík .....10,4 Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS...........9,8 Hildur Sigurðardóttir, KR...........9,1 Fjóla Eiríksdóttir, KFl.............8,1 Hanna Björg Kjartansdóttir, KR .... 7,3 Sigríður Anna Ólafsdóttir, Grindavík 73 Stefania Ásmundsdóttir, KFÍ.........6,8 Kristin Björk Jónsdóttir, KR........6,0 Gréta Maria Grétarsdóttir, KR.......5,9 Helga Þorvaldsdóttir, KR............5,8 Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavik .... 5,7 Sigríður Guðjónsdóttir, Keflavík .... 5,4 Kristjana B. Magnúsdóttir, ÍS........53 Sólveig Gunnlaugsdóttir, Kíl.........53 Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík ... 4,6 Röð liðanna i fráköstum: Is 42,1 - KR 41,5 - KFÍ 39,3 - Keflavík 38,3 - Grindavík 31,9. Besta hlutfall tekinna frákasta: KR 55,7% - ÍS 53,1% - KFÍ 50,9% - Keflavík 48,4% - Grindavík 41,9%. Keflavík með besta bekkinn Keflavík er með besta bekkinn í deildinni ef marka má stig sem koma frá varabekknum að með- altali í leik. Varamenn Keflavík- ur skora 17,8 stig að meðaltali og eru einnig með flest fráköst eða 12,6 að meðaltali. ÍS fær 17,6 stig af bekknum og KFi 12,5 fráköst í leik. Varamenn stúdína senda flestar stoðsendingar eða 4,8 í leik. Efstu lið defldarinnar, KR og KFÍ, fá aftur á móti minnstu framlögin frá bekknum eða að- eins 10,9 stig í leik. -ÓÓJ Körfupunktar Stúdinur eru sterkastar í fjórða og síð- asta leikhlutanum. ÍS hefur unnið flórða leiklflutann sex sinnum í átta leikjum, tapaði aðeins einu sinni og skorar auk þess mest og fær fæst stig á sig á lokakafla leikjanna. Fjögur efstu lidin leióa öll einn fjórðung í skotnýtingu. Keflavík hittir best í fyrsta leikhlutanum eða 42,1%, KFÍ leiðir í öðr- um leikhluta með 37,9% skotnýtingu, KR- stelpur hitta best strax eftir leikhlé eða 40,9% og að lokum eru það stúdínur sem hitta besta á lokakaflanum en þær nýta 39% skota sinna í fjórða leikhluta. KR fœr á sig fiest stig af öllum liðum í deildinni eða 51 stig að meðaltali. Ekkert lið fær á sig færri stig í þremur fyrstu leikhlutunum allt þar til í fjórða og síð- asta ieikhlutanum þar sem KR-liðið dett- ur niður í fjórða sætið. ÍS fær á sig fæst stig í fjórða leikhlutanum. Tvœr ísafjaróarstelpur leika mest í deildinni, Sólveig Gunnlaugsdóttir er með 34,3 mínútur að meðaltali í leik og Jessica Gaspar spilar 33,9 minútur í leik. Tíu stelpur leika yfir 30 mínútur í leik, flestar úr KFÍ eða þrjár. KFÍ á einnig grófustu leikmenn deildar- innar en þær Stefanía Ásmundsdóttir (4,0) og Gaspar (3,5) fá á sig flestar villur að meðaltali. Pétur Guömundsson, þjálfari Grindavík- ur, er alltaf að læra meira og meira á sitt unga lið og hefur verið að fá góð framlög frá bekknum í undanfómum leikjum sem hefur hjálpað liðinu að ná betri úrslitum. Varmannabekkur Grindavíkur hefur skorað 23 stig að meðaltali í síðustu flór- um deildarleikjum. -ÓÓJ 1. DEILD KVENNA KR 8 6 2 519-408 12 KFÍ 8 5 3 483-421 10 Keflavík 8 5 3 503-444 10 ÍS 8 4 4 470-436 8 Grindavík 8 0 8 325-591 0 Seinni umferó hefst 14. janúar með leik Grindavíkur og Keflavíkur í Grindavíkur, ÍS og KR mætast síðan 15. janúar og fyrstu leikir KFÍ eftir áramót eru 19. og 20. janúar þegar þær fá KR-stúlkur i heimsókn í tvo leiki. Fyrstu leikir eftir áramót eru þó 1 bikarnum þar sem KR-Keflavík(B), ÍR/Breiðablik-ÍS, Haukar-KFl og Grindavík-Keflavík mætast. Gaspar efst á þremur stöðum Bandariskir atvinnumenn eru ekki gjaldgengir í verðlaunaveit- ingu DV-Sport en eini erlendi leikmaöur 1. deildar kvenna, Jessica Gaspar, leiðir deildina í þremur tölfræðiþáttum, í stigum (20,1), stoðsendingum (5,9) og stolnum boltum (5,0) auk þess að vera i þriðja sæti í fráköstum (9,9), þriggja stiga nýtingu (35%) og skotnýtingu (43,7%). Gaspar setti meðal annars met í stoðsendingum á þessu tímabili og náði einu þreföldu tvennu deildarinnar í vetur. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.