Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 37 Sport dv Michael von Griinigen frá Sviss vann í gær stórsvigskeppni í Val d’Isére í Frakklandi. Fyrir keppnina leiddi Hermann Maier frá Austur- ríki stigakeppni stórsvigsins en þar sem honum var vísað úr keppni áð- ur en hún hófst hefur von Grúnigen nú tekið forystu. Maier hefur einnig verið meinað að taka þátt í næstu stórsvigskeppninni í heimsbikam- um. Þá fóru um helgina einnig fram tvö brunmót kvenna, bæði í St. Moritz í Sviss. Liðskonur austur- riska liösins voru drjúgar að hala inn verðlaunapeningana en á laug- ardag vann Brigitte Obermoser og stalla hennar Renate Götschl vann daginn eftir. Sú síðarnefnda hlaut einnig silfur á laugardag. Þá kepptu karlarnir einnig í bruni á laugardag, í Val d’Isére og röðuðu þrír menn frá sama landi sér á verðlaunapallinn eins og ger- ist af og til - en í þetta sinn voru sig- urvegaramir frá Ítalíu, ekki frá ná- grannaþjóðinni Austurríki sem hef- ur oftast séð um að útvega verð- launahafa. Alessandri Fattori hlaut sigur- launin og Kristina Ghedina varð annar en hann hefur undanfarið verið að ná sér af meiðslum. Ghed- ina var helsti keppinautur Her- manns Maiers í bruni á síðasta tímabili og ljóst að hann er allur að koma til. Hermann Maier var dæmdur úr leik í gærmorgun áður en keppni í stórsvigi hófst. Keppendum er leyft að æfa í brautinni fyrir keppni en þó eru sett tímamörk svo að starfs- menn geti unnið í brautinni og gert hana keppnishæfa. Maier var of lengi í brekkunni og braut því þess- ar reglur og var þar með vikið úr keppni. Maier brást hinn versti viö þessum fregnum og þaut niður keppnisbrekkuna eins og um sjálft ólympíugullið væru að keppa. FIS, alþjóðlega skíöasambandið, íhugar nú að kæra Maier fyrir að stefna þeim starfsmönnum keppninnar sem voru í brekkunni i lifshættu með atferli sínu. í kjölfarið var honum einnig meinað aö taka þátt í næstu stórsvigskeppni, í Bormio á Ítalíu á fimmtudag. Von Grúnigen hefur því með sigrinum tekið forystu i stigakeppni stórsvigsins en Maier var með flest stig fyrir keppni. Annar varð Heinz Schilchegger frá Austurríki en hann var fljótastur niður brekkuna í fyrri umferð keppninnar. -esá Úrslit: Karlar: Brun, Val d’Isére: 1. A. Fattori, Ítalíu ............1:52,25 2. K. Ghedina, ttalíu .......1:52,57 3. R. Fischnaller, ttalíu......1:52,66 4. Bruno Kernan, Sviss.........1:52,72 5. Werner Franz, Austurr. . . . 1:52,81 Heildarstaða bruns: 1. S. Eberharter, Austurr. . . 240 stig 2. Hermann Maier, Austurr. 231 stig 3. Lasse Kjus, Noregi.......140 stig Stórsvig, Val d’Isére: 1. M. Von Grúnigen, Sviss ... 2:31,33 2. H. Schilchegger, Austurr. . 2:31,92 3. Bode Miller, BNA ..............2:31,98 4. Frederic Covili, Frakkl. . . . 2:32,35 5. A. Schifferer, Austurr.......2:32,37 Heildarstaða stórsvigs: 1. M. Von Grunigen, Sviss . . 300 stig 2. Hermann Maier, Austurr. 260 stig 3. H. Schilchegger, Austurr. 212 stig Samanlögð heildarstaða: 1. Hermann Maier, Austurr. 631 stig 2. S. Eberharter, Austurr. . . 409 stig 2. Lasse Kjus, Noregi...... 409 stig 4. M. von Grúnigen, Sviss . 342 stig 5. A. Schifferer, Austurr. ... 333 stig Konur: Brun, St. Moritz (laugardagur): 1. B. Obermoser, Austurr, . . . 1:38,68 2. Renate Götschl, Austurr. . . 1:39,03 3. Emily Brydon, Kanada . . . 1:39,11 4. M. Dorfmeister, Austurr. . . 1:39,15 5. A. Meissnitzer, Austurr. . . 1:39,16 Brun, St. Moritz (sunnudagur): 1. Renate Götschl, Austurr. . . 1:36,49 2. Isolde Kostner, ttalíu...1:36,59 3. R. Cavagnoud, Frakkl.....1:37,13 4. B. Obermoser, Austurr. . . . 1:37,27 5. Carole Montiilet, Frakkl. . . 1:37,32 Heildarstaða bruns: 1. Isolde Kostner, Ítalíu .... 296 stig 2. Renate Götschl, Austurr. . 253 stig 3. B. Obermoser, Austurr. . . 211 stig Samanlögð heildarstaða: 1. Martina Erú, Þýskalandi . 560 stig 2. Régine Cavagnoud, Frakkl. 509 stig 3. M. Dorfmeister, Austurr. . 478 stig 4. Renate Götschl, Austurr. . 439 stig 5. Isolde Kostner, Ítalíu .... 410 stig Michael Von Grúnigen fagnar hér sigri i stórsvigskeppninni í Val d’lsére í gær og á innfelldu myndinni er austurríska skíöakonan Renate Götschl að skíöa til sigurs í keppni í bruni í St. Moritz í Sviss. Reuters Franska skíöakon- an Melanie Suchet datt ansi illa í skíöabrekkum St. Moritz í Sviss í gær en þar fór fram brun kvenna í heimsbikar- keppninni. Stööva þurfti keppni í 15 mínútur en í Ijós kom síöar aö Suchet haföi slitiö liöbönd í vinstra hné. Reuters Það sem koma skal? Náttúran og laxveiðiárnar eiga undir högg að sækja, það vita allir sem hafa fylgst meö síðustu vikumar og árin. Fisk- eldið vill meira og meira pláss, fleiri og fleiri laxar eiga eftir aö sleppa úr kvíaeldinu sem að öll- um líkindum verður sett upp víða um land. Verður reyndar fróðlegt að fygjast meö hvað veiðimálastjóri gerir með leyfið til þeirra sem ætla að stofna kvíaeldi út um all- ar jarðir. Er veiðimálastjóri ekki maður sem á að standa vörð um íslenska laxastofna? Ef ekki veiðistjóri, hver þá? En það er fleira sem steðjar að laxveiðiánum eins og í Elliöaán- um sem hafa verið í bullandi vandamálum í nokkrun tíma og nýjasta nýtt er Leirvogsáin. Þar kallar formaður veiðifélagsins á hjálp til að koma klóakmálunum í lag svo að laxarnir þurfi ekki að mæta skít og drullu næstu árin. Byggðin þrengir að Korpu og það verður að gæta þess að ekki fari illa. Við Elliðavatnið, þar sem þúsundir silungsveiði- manna eiga sínar góðu stundir, á að byggja og byggja. ___________ Af þessu hafa veiðimenn sem stunda vatnið miklar áhyggjur. Elliðavatnið hef- ur veriö kallað ---------- háskóli veiði- mannsins og það er ekki lygi. Silungurinn í vatninu er vænn og Veiðiljós Gunnar Bender skemmtilegur á færi. Hætturnar verða alltaf til staðar og það er fast sótt að ________ þessum náttúru- perlum sem við eigum. Við verðum að standa vörð um þessar perlur, ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Fluguveiðimaður- Valgeir Skagfjörð skrifar grein um villtan eldislax fyrir nokkrum dögum í Morgun- blaðið, grein hans var fróðleg og holl lesning. Það sem Valgeir segir um framtiðina og hvernig við förum í hringi í ruglinu er hlutur sem veröur jafnvel stað- reynd eftir nokkur ár. Þá verður ekki aftur snúið með eldisárnar og villta eldislax- inn sem enginn nennir að veiða. Við viljum veiða okkar náttúru- lega lax. -G. Bender ■±-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.