Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Vélstjórinn mætti góðglaður um borð: Rekinn fyrir fyllerí, fékk milljónir í bætur - eða 700 þúsund krónur í laun á mánuði Fyrsti vélstjóri sem mætti undir áhrifum áfengis um borð í skip sitt, Sigurborgu SH 12, og var látinn taka poka sinn á að fá 2,1 miUjón króna í skaðabætur segir Héraðsdómur Vest- urlands. Vélstjórinn fór í mál við út- gerðarfyrirtækið Soffanías Cecilsson hf. í Grundarfirði með tilstyrk Vél- stjórafélags íslands og krafðist skaða- bóta. Dæmt var í máli þessu skömmu fyrir jól. Útgerðinni er auk þess gert að greiða vélstjóranum, dráttarvexti frá 2. desember 1999 til greiðsludags. Soffan- ías greiði Vilhjálmi einnig kr. 350.000 í málskostnað auk virðisaukaskatts. Sigurður Sigurbergsson framkvæmda- stjóri Soffaníasar Cecilsson hf. sagði í gær að hann undraðist dómsniðurstöð- una, hann sagði fyrirtækið munu áfrýja málinu til hæstaréttar. Hann segir aldrei hafa verið ágreining um að mennimir voru ölvaðb' auk þess sem þeir mættu of seint til skips. “Ég var búinn að drekka nokkra bjóra en kokkurinn sem var með okk- ur var búinn að brjóta áður og var á undanþágu. En einn okkar hélt á litl- um bjór og það sá útgerðarstjórinn og missti stjóm á skapi sínu,“ sagði vél- stjórinn í gær, en hann býr norðan- lands. „Þetta vom nú bara nokkrir bjórar og ég var alveg fullfær til vinnu. En ef þeir ætla að hafa þetta eins og fangabúðir, þá er það þeirra mál. Mik- ið af þessum mönnum era aðkomu- menn og óeðlilegt ef þeir mega ekki fá sér í aðra tána,“ sagði vélstjórinn. í málinu er staðhæfing gegn staðhæf- ingu um hvort mennirnir vora drukknir eða ekki. Rekinn tvívegis Lögmaður vélstjórans lagði fram Galtarviti veröur áfram í eigu ríkisins Keflavík seld einkaaðila Þrjú tilboð bárust í útboði Ríkis- kaupa á jörðinni í Keflavík sem er lítil vík á milli fjallsins Galtar í Súg- andafirði og Öskubaks við vestan- verða Skálavík á Vestfjörðum. Jörð- inni fylgja vitavarðhús ásamt úti- húsum og rafstöð, en gengið frá kaupunum við Ólaf Jónasson frá ísafirði skömmu fyrir jól. í Keflavík stendur Galtarviti sem þekktur er í gegnum tíðina i veður- fregnum Veðurstofu íslands. Vitinn sjálfur verður áfram í eigu rikisins. Hann er sjálfvirkur og gengur fyrir sólarorku. Ólafur mun hafa í hyggju að eiga þarna sumardvalarstað fyrir sjálfan sig en hyggst einnig bjóða aðstöðuna á leigu. Ekkert vegasamband er til Galt- arvita og um torfærar gönguleiðir að fara yfir fjall eða með sjó undir bröttum hlíðum Öskubaks og Galt- ar. Jeppa- og vélsleðamenn hafa þó komist þangað akandi yfir fjallið og þá helst frá Bolungarvík á harð- fenni á vetrum. Annars er ekki fært þangað nema sjóleiðina. -HKr. Frá Grundarfiröi. ljósrit af opnu úr dagsbók skipsins í réttinum. Þar má sjá að bókað hefur verið við 2. desember 1999: „Kl. 18.50 mætir skipstjóri til skips. Brottfór var ákveðin kl. 19.00. Kl. 20.00 mætir A , 1. vélstjóri til skips ásamt þeim B mat- sveini og C. Ofurölvi. Þeim er umsvifa- laust sagt að taka pokann sinn (rekn- ir). Brottfór er frestað til kl 10.00 dag- inn eftir meðan verið er að manna skipið." Nöfn era í dómnum en era ekki birt hér. “A lagði fram ljósrit af arinarri opnu skipsdagbókar Sigurborgar, af dagbók- arfærslum októbermánaðar 1999. Sam- kvæmt því skjali var bókað í dagbók- ina við 17. október: „Kl. 11.00 1. vél- stjóri kallað- ur á stjóm- pall og sagt upp störfum. (Ástæða, van- ræksla í starfi.)“. Vélstjórinn sagði í viðtali við DV að þessi uppsögn hefði stafað af afskiptasemi stýrimanns af störfum vél- stjóranna tveggja á skip- inu. Útgerðin studdi varakröfur sínar um lækkun m.a. þeirri málsástæðu, að þama hafi verið um að ræða uppsögn með þriggja mánaða uppsagnarfresti og helmingur uppsagnarfrestsins því liðinn er stefnandi var rekinn í land. Vélstjórinn hélt þvi fram, að ekki hafi verið um gilda uppsögn að ræða, til þess hefði hún þurft að vera skrifleg, enda hafi hún verið dregin til baka. Krafðist vélstjórinn skaðabóta (meðal- bóta) samkvæmt 25. gr. sjómannalaga miðað við þriggja mánaða eða 90 daga laun. Vélstjórinn sagði við réttarhöldin að þeir félagamir þrír hefðu farið á veit- ingahús. Þar hafi þeir snætt hádegis- verð og staldrað við í fiórar tO fimm klukkutíma. Stefnandi hafi drukkið bjór með matnum. Alls hafi hann drakkið þrjá til fióra bjóra á þessu timabili, eða samtals 1,5 til 2 lítra. Sagt að taka pokana sína Um kl. 19 síðdegis héldu skip- verjamir áleiðis til skips,. en komið var við í sölutumi til þess að kaupa vinnuvettlinga. Þar hittu þeir fram- kvæmdastjóra stefnda sem brást ókvæða við er hann sá að matsveinn- inn hafði bjórflösku meðferðis. Útgerð- arstjórinn innti þá eftir því hvort þeir væra ölvaðir. Stefhandi neitaði þvi en viðurkenndi að hafa drakkið bjór. Seg- ir vélstjórinn að framkvæmdastjórinn hafi þá tilkynnt þeim að þeir hefðu ekkert um borð að gera, og gengið burt. Sjálfur segir Sigurður fram- kvæmdastjóri það rangt, hann hafi sagt þeim að þeir ættu ekki von á góðu hjá skipstjóranum. Þegar stefnandi og hinir skip- verjamir tveir komu gangandi eftir bi^ggjunni hafi skipstjórinn á Sigur- borgu SH 12, Ómar Þorleifsson, gengið til þeirra og sagt þeim að taka pokann sinn. Þar sem skipstjórinn hafi þannig rift ráðningunni, hafi stefhandi sótt fóggur sínar og vikið úr skiprúmi. Finnur Torfi Hjörleifsson dæmdi. -DVÓ/JBP Hafnarfjörður: Árásarmálið upplýst Lögreglan í Hafnarfirði hefur upplýst líkamsárásarmál sem átti sér stað skömmu fyrir jól þegar 17 ára unglingspiltur réðst á 10 ára gamalt barn og misþyrmdi þvi. Barnið hafði staðið í hópi annarra barna við gömlu sundlaugina í Hafnarfirði og voru nokkur barn- anna að henda snjóboltum í bíla sem framhjá óku. Atvikið átti sér stað þann 18. desember. Bílstjóri bílsins, móðir unglingspiltsins, stöðvaði bíl sinn við barnahópinn eftir að þau höfðu hent snjóboltum í bíl þeirra mæðgina. Pilturinn vatt sér út farþegamegin og réðst að einu barnanna, 10 ára gömlum |io7PESEMBER 20C0 Hafnarfjörðun Sarni misþyrmt LOsnaítasí c ffaéjatörti to«ar eftir mm iítaBaliairs ataa- m&ngr 8!5 á W ara &&& riirtt «so- isauzfi* aiii s isáBEitoa 8iasftE m i Pvrasas atósáus, er si * smaBsaíPSS mmb. dreng. Að sögn aðstandenda barns- ins kýldi pilturinn barnið í magann, skellti því utan í vegg og síðan í göt- una og steig ofan á það. Konan fór ekki út úr bilnum á meðan þessu fór fram en kallaði í piltinn skömmu síðar. Þau yflrgáfu svæðið og skildu við bamið liggj- andi í götunni. Drengurinn þurfti á læknisaðstoð að halda en hann fékk snert af heilahristingi við barsmíð- arnar og fleiri áverka víðar um lík- amann. Aðstandendur drengsins kærðu málið til lögreglunnar. Haft var upp á piltinum og móður hans, skýrsla tekin af þeim og málið telst upplýst. Ekki er ljóst að svo stöddu hvort að- standendur barnsins ætli sér að halda áfram með kæruna. -SMK Hrönnin í nýjan búning: Kemur sem ný til verka á Suðureyri DV, SUDUREYRI:_______________________ Undanfarið hefur línubáturinn Hrönn ÍS 303 frá Suðureyri verið í alls- herjar endurbyggingu hjá bátasmíða- stöðinni Plastorku á Isafirði. Hrönnin er 6 tonna bátur. Er hún mikiö afla- skip sem hefúr borið góða björg að landi á þeim tæpu 20 árum sem liðin era frá því hún kom hingað ný frá Sví- þjóð. Var hún farin að láta á sjá og sýna ýmis þreytumerki. Því var ákveð- ið að taka til hendinni og endumýja nánast allt nema skrokk. Hún fær nýtt stýrishús með öllum tækjum nýjum og nýtt rafmagn verður lagt í hana frá granni. Ný vél hefúr verið sett í bátinn, 430 hestafla vél af Cummins gerð, sem kemur í stað 200 ha. vélar. Báturinn fær nýja skrúfu, stefnisrör og öxul. Nýr flotkassi hefúr verið settur á bát- inn að aftan, en það eykur flot hans og DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON. Ný Hrönn til Suöureyrar. Hér eru þeir Kristján Dale, Esra Esrason og Jens Magnússon viö sinnu sína á ísafirði. Þeirgeröu stutt hlé fyrir myndatöku og standa hér viö stýrishúsiö á Hrönninni sem hefur heldur en ekki breytt um svip. sjóhæfni, m.a. til mótvægis við aukinn þunga. Vonast menn til að ganghraði eftir breytingar verði 12-14 mílur, sem verður mikil aukning frá því sem var. Er mál manna að eftir þessar fram- kvæmdir verði Hrönnin nýr bátur að öllu leyti. Eigandi bátsins er Fiskiðjan íslandssaga á Suðureyri. Verður Hrönn áfram gerð út frá Suðureyri að breytingum loknum. Vélsmiðjan Þrymur á ísafirði sér um að setja niður vél, Rafskaut á ísa- firði annast allar raflagnir og raf- vinnu. Eins og áður sagði er það Plast- orka á ísafirði sem annast endurbygg- ingu á skrokk, lúkar og stýrishúsi, auk fleiri verka. Framkvæmdastjóri Plast- orku er Esra Esrason. Verkstjóri er Jens Magnússon húsasmíðameistari og einnig vinnur Kristján Dale hjá Plastorku. Mikið hefúr verið að gera hjá fyrirtækinu undanfarið og hta þeir Plastorkumenn með bjartsýni til fram- tíðarinnar. -VH ______SSr.-úcisjón: Hörður kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Góð verkunaraðferð Afrek íslandspóst við að koma jóla- póstinum til lands- manna vakti gremju margra. Sagt er Óskar Friðbjarn- arson, hákarlsverk- andi í Hnifsdal, hafi þó glaðst mjög yfir þessum tíðindum. Á hverju ári sendir hann hundruð sendinga af hákarli með póstinum til fólks fyrir þorrablótin. Nú geti hann sparað sér allt ómak við að verka hákarlinn. Framvegis hyggst hann skera há- karlinn ferskan að sumri og senda rakleitt í pósti til kaupenda. Þá sé tryggt að hákarlinn verði hæfilega kæstur þegar hann kemst á leiðar- enda i byrjun þorra... Skríkt af kæti Mikil skotgleði i landsmanna um I áramótin hefur | vart farið fram | hjá nokkrum I manni. Flestir | skutu upp hefð- bundnum rakett- um, en sagt er að I Össur Skarphéðinsson, Sverrir Hermannsson og Stein- grímur J. Sigfússon hafi lagt allan sinn flugeldapening í kaup á rakett- um með myndum af Davlð Odd- syni og Halldóri Ásgrímssyni. Heilög þrennig stjórnarandstöðunn- ar mun hafa skríkt af kæti í hvert skipti sem Davíð og Halldór sprungu með háum hvelli á nætur- himninum. Gárungar segja þetta illa gert af stjórnarandstöðunni, því rétt fyrir jólin hafi þvílík áramóta- bomba sprungið beint í andlit félaga Davíðs og Halldórs sem enn eru að sleikja sárin eftir dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu... Fornlegir Önfirðingar Á ráðstefnunni „Sérkenni Vestflrð- inga“ í Bolungarvík vorið 2000 vakti Pét- ur Bjarnason, fyrr- um fræðslustjóri á ísafirði, athygli á því að Vestfirðingar virðast geta haldið sérkennum sínum öldum saman. Eggert og Bjarni segja svo um 1750: „Önflrðingar safna skeggi og ganga í fótum með fomlegu sniði.“ Aldarfiórðungi síðar segir Ólafur Olavius um Önfirð- inga: „Það er annars dálítið sér- kennilegt að allir bændur í þessum fiölmennu sveitum láta sér vaxa skegg umfram aðra landsmenn og ganga í gamaldags klæðum." Um 40 árum síðar skrifar Skotinn Ebenez- er Henderson: „Það sem einkum vakti athygli mína var hið fyrir- mannlega skegg sem Önfirðingar báru.“ Taldi hann þá helst likjast pólskum gyðingum. Undir aldamótin 2000 líkir loks sr. Gunnar Björns- son i Holti (í frægu bréfi til bisk- ups) önflrskum bændum við Amish- fólkið í Ameríku. Og Pétur bætti við: „Hver eru helstu einkenni Amish fólksins? - Jú, karlmenn safna skeggi og ganga í fötum með fornlegu sniði..." Drottinn geröi þaö líka • í 101 vestfirskri þjóðsögu segir að þegar Hermann Jón- asson hætti þing- mennsku fyrir Vest- firðinga vora fram- sóknarmenn í vand- ræðum að fá fram- bjóðanda í hans stað, sérstaklega Stranda- menn sem litu alltaf á Hermann sem sinn mann. Kom til tals að fá Stein- grím son hans til þess að fara í fram- boð, en Steingrímur var lengi tregur til. Loks lét hann þó undan þrýstingi Strandamanna. Þegar Ragnari Valdimarssyni á Hólmavík, sem var mikill framsóknarmaður, voru sögð þessi tíðindi, sagði hann þetta ekki koma sér á óvart: „Drottinn gerði þetta líka. Hann gaf son sinn til þess að frelsa mannkynið..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.