Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Blaðsíða 13
13
Ævintýraheimur kvikmyndanna hefur
löngum heillað og þeir eru fleiri en tölu
verður á komið sem eiga sér drauma um
hlutdeild í ævintýrinu. En vinna við kvik-
myndir er alls ekki jafn heillandi og það sem
birtist okkur á hvíta tjaldinu, það fá íbúar
ótilgreinds þorps á írlandi að reyna á eigin
skinni í leikriti Marie Jones, Með fulla vasa
af grjóti. Það er ekki einungis að goðum lik-
ar stjömumar blikni viö persónuleg kynni
heldur verður þessi dásamlegi blekkingar-
heimur hjóm eitt í samanburði við dramatík
raunveruleikans. Það þýðir samt ekki að
þeir Charlie og Jake, sem eru aðalpersónur
verksins, gerist fráhverfir kvikmyndum því
þegar leikritinu lýkur em þeir komnir með
hugmynd að kvikmyndahandriti sem bygg-
ist á atburðum sem þeir upplifa á meðan á
tökum stendur. Harla ólíklegt er að sú hug-
mynd verði að veruleika og kemur út á eitt
því það sem skiptir máli er að þessi sameig-
inlega lífsreynsla hefur þroskað þá félaga og
gefið þeim skarpari skilning á lifmu.
Sagan sem okkur er sögð í leikritinu er
hugljúf og sorgleg og stundum má litlu muna
að væmnin nái yfirhöndinni. Sem betur fer
tekst höfundinum að halda sig réttu megin
við strikið og er fyrst og fremst gráglettnum
húmomum fyrir að þakka. En það sem ger-
ir verkið athyglisvert er að það er skrifað
fyrir tvo leikara sem hvor um sig fer með sjö
hlutverk. Fyrir utan að leika þá Jake og
Charlie þurfa leikaramir að túlka kven-
menn, gamalmenni og börn, svo fátt eitt sé
nefnt.
Eftir að hafa horft á Hilmi Snæ Guðnason
og Stefán Karl Stefánsson túlka þetta fjöl-
Leíklist
breytta persónugallerí af fádæma snilld er
erfltt að sjá aðra leikara fyrir sér í hlutverk-
unum. Hilmir Snær er löngu búinn að sanna
að hann er einn af okkar fjölhæfustu leikur-
um og þó Stefán Karl sé tiltölulega nýútskrif-
aður hefur hann þegar sýnt að hann er með
efnilegri nýliðum i leikarastétt. Hæfileikar
hans njóta sín hvað best í gamanleik og
frammistaða hans í Með fulla vasa af grjóti
olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Það
þyrfti lengra mál en hér kemst fyrir til að
gera grein fyrir blæbrigðaríkri túlkun
þeirra félaga á öllum þessum karakterum og
Djass
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001
DV
Menning
Gamansöm sorgarsaga
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Gleðilegt ár og öld
Menningarsíða DV óskar lesendum sínum
gleðilegs og gæfuríks árs og vonar umsjónar-
maður innilega að 21. öldin verði öll stilltari
og menningarlegri en sú síðasta. Við hlutum
vissulega margar menningarlegar nýjungar á
öldinni sem leið sem hafa gert meðal annars
alla bókagerð auðveldari, og við reynum að
gleyma því að alltof margar voru þær aukaaf-
urð við þróun vopna og annarra tækja til
hernaðar. Stjómmál,
hemaður og hamfar-
ir einkenna líka
helstu tímaviðmiðan-
ir 20. aldar, stríðin -
fyrri og seinni
heimsstyrjöld,
Kóreustríðið, Ví-
etnamstríðið - full-
veldi, eldgos, kreppa,
lýðveldisstofnun, ný-
sköpunarstjórn,
vinstri stjórn, við-
reisn. Myndi ásýnd liðinnar aldar ekki mild-
ast ef við tækjum upp nýjar tímaviðmiðanir
og reyndum að festa þær í sessi?
20. öldin skiptist nokkurn veginn í þrennt
eftir því hvaða fjölmiðlar voru sterkastir.
Fyrsta þriðjunginn mætti þá kenna við dag-
blöðin, annan þriðjunginn við útvarpið og
þann síðsta við sjónvarpið. Enn hægara væri
að grípa til bókmenntanna. í stað þess til
dæmis að tala um fyrristríðsárin gætum við
talað um ár Borgarættcirinnar sem einmitt
kom út á íslensku á árunum 1915-18. Og í
stað þess að kenna árið 1918 við Kötlugos eða
spænsku veikina væri það árið sem Söngvar
forumannsins komu út!
Drýgsta viðmiðunin lengi vel eru bækur
Halldórs Laxness. Við gætum til dæmis talað
um „áratug stóru bókanna" (Sölku Völku,
Sjálfstæðs fólks, Heimsljóss) í stað þess að
tala um kreppuárin. Og í stað þess að kenna
miðbik fimmta áratugarins við stríðslok eða
lýðveldisstofnun má miða við útgáfu íslands-
klukkunnar (1943-46).
Eftirstríðsárin sem líka eru kennd við kalt
stríð væri miklu fallegra að kenna við hinar
miklu menningarstofnanir sem þá voru sett-
ar á fót og hafa síðan verið kjölfestur í ís-
lensku menningarlífi eins og Þjóðleikhúsið
og Sinfóníuhljómsveit íslands. Ekki síður
mætti kenna það tímabil við atómskáldskap.
Sjöunda áratuginn mætti þá kenna við
„þrenninguna", Thor, Guðberg og Svövu!
„Var það ekki á þrenningarárunum sem
Gylfi Þ. var menntamálaráðherra?" gæti þá
maður spurt mann...
Ég sakna ekki þess sem var
ég trúi ekki á fegurö
fortíöarinnar
en átraumanna
minnist ég rrieö trega
nú þegar kólnar og dimmir
og bilið vex
milli þess sem er
og þess sem átti aö verða.
DV-MYND PJETUR
Statistarnir taka að dansa írskan dans í brúökaupinu í kvlkmyndinni
Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson í tveimur af fjórtán hlutverkum sínum.
því látið nægja að segja að þeir hafi báðir
brillerað í þessari vel heppnuðu uppfærslu.
Elín Edda Árnadóttir á heiðurinn af
ágætri útfærslu leikmyndar sem er í senn
einföld og táknræn. Ian McElhinney leik-
stýrir verkinu og leynir sér ekki að hann
þekkir það afar vel enda búinn að setja það
upp víða. Hann hefur valið þá farsælu leið
að gera sem minnst úr öllum ytra búnaði
sem verður til þess að leikaramir fá að njóta
sín til hins ýtrasta. Hilmir Snær og Stefán
Karl bregðast honum ekki; þeir eiga stórleik
i þessari sýningu sem á eflaust eftir að vera
lengi á fjölum Þjóðleikhússins.
Halldóra Friðjónsdóttir
Þjóðleikhúsiö sýnir á Smíðaverkstæöinu: Með fulla
vasa af grjóti eftir Marie Jones. Þýðlng:_Guöni Kol-
beinsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Útfærsla leik-
myndar og búnlnga: Elín Edda Árnadóttir. Aðstoðar-
leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leikstjðri: lan McEI-
hinney.
Ásgeir, Marsalis, Kristjana og
Sunna á degi jazzins
Rithöfundaverðlaun
Hin árlega viður-
kenning var veitt úr
Rithöfundasjóði Rík-
isútvarpsins á gaml-
ársdag og hlutu að
þessu sinni heiður-
inn Ingibjörg Har-
aldsdóttir, ljóðskáld
og þýðandi, og Þor-
valdur Þorsteinsson,
myndlistarmaður og
rithöfundur. Á Þor-
valdi mátti raunar skilja að viðurkenningin
markaði þau tímamót í lífi hans að hann
neyddist nú til að líta á sig sem Rithöfund
með stóru R-i eftir aö hafa fram að þessu
daðrað við ritlistina í skjóli myndlistarinnar.
Hann þakkaði foreldrum sínum afar fallega
fyrir að hafa hvort á sinn hátt stuðlað að rit-
listarþroska hans, móðirin með því að hafa
fyrir honum mergjað tungutak - og mikið af
því! Og föðurnum fyrir að hafa þagað og
hlustað.
Ingibjörg fylltist fortíðarþrá á þessum
tímamótum og rifjaði upp í sínu þakkará-
varpi hlutdeild
gömlu Gufunnar í
uppeldi sínu. Þetta
gefur tilefni til að
birta hér eitt af eftir-
minnilegustu ljóðum
Ingibjargar - um leið
og þeim Þorvaldi er
óskað innilega til
hamingju með heið-
urinn. Ljóðið heitir
„Nostalgía" og er úr
ljóðabókinni Nú eru
aðrir tímar (1989):
Fimmtudagurinn milli
jóla og nýárs verður að telj-
ast einn mesti jazzdagur
ársins 2000. Um kvöldið lét
Ríkisútvarpið loks verða af
því að leika upptöku frá
hinum frægu tónleikum
Lincoln Center Jazz
Orchestra sem tileinkaðir
voru Louis Armstrong á af-
mælisdegi hans þann 4. júlí. Sama kvöld bauð
Múlinn upp á tónleika gítarleikarans Ásgeirs
Ásgeirssonar á efri hæð Kaffi Reykjavíkur.
Þeir sem gátu slitið sig frá Lönu Kolbrúnu og
Wynton Marsalis í útvarpinu fengu því tón-
leika með einum efnilegusta gítarleikara okk-
ar, ef þeir komust þá upp á efri hæðina. Á
neðri hæðinni voru nefnilega þær stöllur
Kristjana Stefánsdóttir og Sunna Gunnlaugs-
dóttir með tónleika! Sem sagt: óvenjulega
mikið úrval jazztónlistar í boði - og allt svo
að segja á sama tíma.
Tónleikar Kristjönu og Sunnu hófust með
leik tríós Sunnu Gunnlaugsdóttur. Sunna lék
eigið lag, „Good StuiT‘, sem gaf góðar vonir
en var samt lítið annað en upphitun fyrir
tríóið þegar upp var staðið. Kristjana Stefáns-
dóttir bættist í hópinn í næsta lagi, „All of
you“. Þetta er lag sem margir nota sem mæli-
kvarða á jazzpíanista eftir að Garland fór á
kostum í hljóðritun með Miles Davis. En nú
er öldin önnur. Sunna kláraði sig með prýði,
þó ekki hefði hún þá „dínamík" sem lagið
býður upp á. Hollenski bassaleikarinn Joris
Teepe sýndi góð tilþrif.
! „Sometimes I’m Happy" náði tríóið og
söngvarinn góðum byr sem entist þeim út
tónleikana. Kristjana „skattaði fjóra" á móti
trommuleikaranum Scott McLemore og
bassaleikarinn Teepe fór á kostum.
McLemore er nettur trommari sem hefur all-
góða tækni en virtist ekki vera nægilega vel
heima í mörgum af þeim lögum sem boðið
var upp á. Jafnvel jólasöngurinn „Jingle
Bells“, þar sem McLemore var einleikari, var
nokkuð
losaraleg-
ur. Það
var aug-
ljóst að
ekki hafði
gefist mik-
iU tími til
samæf-
inga fyrir
þessa tón-
leika.
í heild-
ina séð var
lagaval
Kristjönu
kunnuglegt.
Being in
Love“,
DV-MYND INGÓ
Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Kristjana Stefánsdóttir
Sunna snýr við okkur baki á myndinni en á milli stúlknanna eru trommarinn Scott
McLemore og hinn næmi bassaleikari, Teepe. Á litiu myndinni sjáum viö framan í Sunnu.
„Love for Sale“, „Almost Like
Love“ og „Once I Had a Secret
gamlir kunningjar afgreiddir á hefð-
bundinn hátt. Þeim tókst þó einstaklega vel
upp í „Daydream" eftir Bmy Strayhorn.
Kristjana sannaði hér í eitt skipti fyrir öll að
hún er efnilegasta jazzsöngkona okkar. Hún
hefur sýnt mikla framför undanfarin ár, sér-
staklega i „skattinu".
Tónleikamir voru í heildina séð prýðilegir.
Þeir skiptust ósjálfrátt í tvennt, annars vegar
jazzlög og hins vegar sönglög eftir Kaldalóns
og Sunnu Gunnlaugsdóttur. Frumflutningur
fjórmenninganna á sönglögum Sunnu við
þrjú ljóð Tómasar Guðmundssonar, „Lestin
mikla", „Frá liðnu vori“ og „Fagra veröld",
sýndu góða tilfmningu Sunnu fyrir skáldinu
góða og Kristjana söng lögin mjög fallega.
Enn kom bassaleikarinn Teepe á óvart. Ákaf-
lega næmur og fallegur bassaleikur bar af.
Lag Kaldalóns við jólakvæði sr. Einars í
Eydölum, „Nóttin var sú ágæt ein“, var án
nokkurs vafa besti flutningur tónleikanna.
Kristjana og Sunna náðu ákaflega vel saman,
falleg útsetning og hljómasetning naut sín vel
og stjama kvöldsins, Joris Teepe, lék fallegan
emleik.
Að lokum örfá orð um umgjörð tónleik-
anna. Það var mjög til vansa hve tónlistar-
mennimir sýndu áheyrendum sínum lítið til-
lit. Tónleikamir hófust rúmlega tuttugu mín-
útum of seint, hljómburðartæki voru illa
stillt fyrir söngvarann, hluti prógrammsins
var illa æfður, kynningar voru óundirbúnar
og fóru því oft á tíðum fyrir ofan garð og neð-
an.
Ólafur Stephensen