Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Side 13
13 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 DV DV-MYND HILMAR PÓR Málsvörn fyrir land Jólavertíðin er ekki hag- stæð bókum sem krefjast yfir- legu og umhugsunar; svo mikill er æsingurinn og heimtufrekja dómfellandi ijöl- miðlanna. Ein slíkra bóka er stórvirki Guðmundar P. Ólafssonar um hálendið, viskubrunnur og augnayndi sem enst hefur þessum skrif- ara gjörvallan jólamánuðinn. Og rétt eins og fyrri bækumar í þessum flokki mun hún án efa verða honum fylginautur um ókomna tíð og þá jafnt til upprifjunar á ferðalögum sem hvati til frekari ferðalaga um óbyggðir landsins. Nú þegar Guðmundur hefur lokið öllum fjór- um köflum sfns mikla íslandssinfóns er auðvitað við hæfi að velta fyrir sér eðli þessarar smíðar hans. Fyrst og síðast er hún málsvörn fyrir nátt- úru landsins, þar sem ekki einungis er tæpt á öll- um þáttum náttúrufræðanna frá örveirufræði til jöklafræði með viðkomu i orðsifjafræði og goða- fræði heldur er sérstaklega áréttuð huglæg þýð- ing náttúrunnar fyrir aðnjótendur hennar í þá- tíð, nútíð og framtíð. I öllum bókum sínum legg- ur Guðmundur til dæmis sérstaka áherslu á end- urspeglun náttúrunnar í íslenskum bókmenntum og alþýðufræðum og um leið á þátt rithöfunda og þjóðsagnasafnara í því að „dýpka skilning þjóð- arinnar" á þessari sömu náttúru. Hér hefði hann raunar einnig mátt nefna til sögunnar fleiri ís- lenska listamenn, fjölmarga myndlistarmenn, leikskáld (Jóhann Sigurjónsson), tónskáld (Jón Leifs) og arkitekta (Guðjón Samúelsson). Umræða um náttúrunytjar Ekki má heldur gleyma því að í ofanálag eru bækur Guðmundar helstu sýnisbækur íslenskrar landslagsljósmyndunar sem við eigum, ómetan- legar heimildir um fegurðarsmekk hérlendra „linsufangara“ við upphaf nýrrar aldar. Hér stendur Hálendið kannski öðrum stórbókum Guðmundar eilítið að baki, ljósmyndirnar að sönnu prýðilegar og þénugar til staðháttalýsinga en ná sjaldan viðlíka listrænu flugi og i Perlun- um og Ströndinni. Kannski njóta síðastnefndu bækurnar þess einfaldlega að þær voru á undan í ritröðinni. Hins vegar er öll útlitshönnun Há- lendisins með sömu ágætum og í fyrri bókunum en þar vélar um Guðjón Ingi Eggertsson í náinni samvinnu við höfund. Bókmenntir Hér að ofan er ritröð Guðmundar öll nefnd málsvörn íslenskrar náttúru - kannski íslands- lýsing eins og Þorvaldur Thoroddsen hefði samið hana í dag - en þetta á kannski best við um Há- lendið, enda varð sú bók til í hita umræðunnar um náttúrunytjar, Köldukvíslaeyrar og Eyja- bakka. Það var ekki síst Guðmundur sjálfur sem Guðmundur P. Ólafsson, náttúrufræðingur og rit- höfundur, hefur lokið öllum fjórum köflum síns mikla Islandssinfóns. hleypti fjöri í þessa umræðu með eftirminnilegri grein í Morgunblaðinu í janúar 1997. í eftirmála þessarar nýju bókar upplýsir hann að viðhorf sín til stóriðju og virkjana hafi næstum gengið að bókinni dauðri, því í framhaldinu hefði enginn fengist til að styrkja hana. Við erum öll landverðir Tónninn í þessari bók er því tilfinninga- þrungnari en í fyrri bókunum. í eftirmála gengst Guðmundur fúslega við ákveðinni tilfinninga- semi - sem kann að fara fyrir brjóstið á einhverj- um lesendum. Til dæmis er hann óhræddur við að opinbera gremju sina yfir virðingarleysi ís- lenskra „virkjanagoða" og „Ding-dong ráðherra“ gagnvart auðæfum hálendisins. En fyrir vikið verður bókin bæði persónulegri og brýnni. Hér er Guðmundi einnig mikið í mun að sýna fram á alþjóðlegt og sammannlegt umfang um- ræðunnar um náttúruvernd; vitnar því ekki ein- vörðungu í íslensk skáld, fjallamenn og náttúru- fræðinga heldur einnig í Thoreau, Whitman, Arundhati Roy, Lovelock, Lewis Thomas, Rachel Carson og fleiri náttúruunnendur. Eða eins og höfundur segir í formála: „Við erum öll landverð- ir.“ En besta vörnin er fræðsla og Hálendið er um- fram allt stórbrotið, mannbætandi og listavel skrifað fræðirit um jarðfræði, gróður og dýralíf í óbyggðri víðáttunni ofan sveita og samskipti ís- lendinga við þessa víðáttu frá upphafi vega. „Náttúra landsins er ekki aðeins lifibrauð okkar og uppspretta hamingju," segir Guðmundur í niðurlagi bókar sinnar, „hún er menningararfur líkt og tungumál, skáldskapur eða önnur arfleifð. Hvað við gerum við þann arf mun lýsa þroska okkar eða vanþroska, framsýni eða skammsýni." Aðalsteinn Ingólfsson Guömundur Páll Ólafsson: Hálendiö í náttúru íslands. Mál og menning 2000. HÁLENDlÐ Uppdópaður paradísarmissir Það er ekki beinlínis jóla- legt að lesa Ströndina eftir Alex Garland, a.m.k. ekki ef maður vill eiga rólega stund með bók við kertaljós. Spenn- an í sögunni er gífurleg og of- beldið gegndarlaust. Sögu- maðurinn, Richard, er ungur og ævintýragjam Ameríkani á hippaferðalagi um Asíu með bakpokann sinn. Hann er frekar stefnulaus hasshaus með stríðsmyndir um Víetnam á heilanum. Markmiðið er að koma sem víðast á framandi staði og vinna einhver handar- vik til að eiga fyrir farmiða á næsta stað. Hann er orðinn leiöur á að sitja innan um sólbakað fólk á skítugri baðströnd í Bangkok þegar hann heyrir þjóðsögu um ósnortna og friðaða strönd í taúenskum eyjaklasa þar sem enginn túristi hef- ur stigið fæti. Hann leggur á sig mikið erfiði til að komast þangað ásamt frönskum kunningjum sinum og þykist hafa fundið paradís á jörðu. Á ströndinni er fyrir hópur manna í eins konar frumstæðri kommúnu. Richard og félagar ganga í flokk þeirra og una sér vel framan af. Löngum hefur það verið fjarlægur draumur margra að flýja úr öllu stressinu í fiölmiðla- og neyslusamfélagi nútímans og komast í nána snertingu við náttúruna og sjálfan sig. Þessi draumur holdgerist að nokkru leyti i Survivor- sjónvarpsþáttunum sem margir kannast við. Ströndin hans Richards er svona útópía: af- skekkt, fögur, friðsæl og gjöful, rólegt og fagurt mannlíf og trú á samheldni sem byggist m.a. á sanngjarnri verkaskiptingu. Ekki spiUa mari- júana-akrar taílensku bændanna á eyjunni fyrir allri sælunni. En náið sambýli fólksins á strönd- inni er ekki árekstralaust. Upp koma ýmis vandamál sem firring og hálfgerð geöveiki Ric- hards auka enn á. Hiö ljúfa líf á ströndinni er honum ekki nóg - ógnir eyjunnar töfra hann og trylla. Richard sér blóðugar sýnir, talar við hryll- ingsveruna Dafify og lifir sig æ meir inn I heim Víetnam-myndanna. Ýmis atriði úr sögunni minna á Flugnahöfðingja Williams Golding (Lord of the Flies) þar sem nokkrir skólastrákar bjarg- ast á eyðieyju. Brátt losnar um höft siðmenning- arinnar og dýrið gengur laust. Sama gerist í Ströndinni og endalaus dópneyslan flýtir stór- lega fyrir hörmungunum. Lokasena bókarinnar birtir vitfirringu eiturlyfia og ofbeldis í sinni svæsnustu mynd. Ströndin hefur nú verið þýdd á um 30 tungu- mál. Þýðing Björns Þórs Vilhjálmssonar fer ekki vel af stað, ensk áhrif stinga í augu en það lagast þegar á líður. Það er t.d. ekki falleg ís- lenska að segja „hin hliðin á eyjunni". Sagan er skrifuð á „pop-cult“-máli með ótal tengingum við kvikmyndir, tölvuleiki, tónlist og slangur sem erfitt er að koma til skila en Birni tekst oft vel upp. Sagan er hörkuspennandi og mögnuð á einhvem dularfullan hátt með framandi um- hverfi sinu og villimennsku. Þeir sem hafa séð myndina, The Beach, ættu að lesa þessa bók hið fyrsta, það sannast eins og svo oft áður að bók- in er miklu betri en myndin. Og það er auðvit- að stór kostur að Leonardo di Caprio er ekki í bókinni. Steinunn Inga Óttarsdóttir Alex Garland: Ströndin. Björn Þór Vilhjálmsson þýddi. Forlagiö 2000. ___________Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Tíbrá á nýrri öld Á sunnudagskvöldið kl. 20 verða fyrstu Tíbrártónleikarnir á nýrri öld. Við slaghörpuna er Jónas Ingi- mundarson en með honum í för að þessu sinni eru fiórir söngv- arar af yngstu kynslóðinni, tvær söngkonur, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sess- elja Kristjáns- dóttir messósópr- an, og tveir söngvarar, Garð- ar Thór Cortes tenór og Ágúst Ólafsson baríton. Þetta unga fólk hefur dvalið víða 1 l^VlLipU VIU söng undanfarin ár og hafa þau öll vakið verulega athygli hvert á sínum stað (Berlín, London, Helsinki). Efnisskrá tón- leikanna er fiöl- breytt og glæsi- leg, og auk þess geta tónleikagestir átt von á nýbreytni sem kemur skemmtilega á óvart. Lífs míns sól Björn Guðni Guðjónsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, Lífs mins sól. Björn Guðni þjálfaði sig í ferskeytlugerð á unga aldri í Strandasýslu þar sem ættingjar og nágrannar stunduðu þá gömlu list af kappi. Þó að ekki séu margar stökur í bókinni yrkir Björn enn á hefðbundinn hátt, beitir stuðla- setningu og rími og reglubundinni hrynjandi. Bókin ber vott um ásetning og vilja til að yrkja og þar eru mörg kvæði kveðin af ákveðnu tilefni. Þó verður Björn Guðni ekki rétti- lega nefndur tækifærisskáld, fremur notar hann list sína til að koma ákveðnum hugmyndum og boðskap til skila. Ekki er það síst trúarlegur og siðferðilegur boð- skapur en einnig er honum annt um íslenska tungu, náttúru og sögu. Gott dæmi um skáldskap Björns Guðna er „Stríð“: Alla daga er húö í heimi stríð, hetjur verða til þá aðrir deyja. Sumra líf er eintóm orrahríð sem endalausa baráttuna heyja, í greipum óttans dimma daga þreyja dreymandi um að betri komi tíð. Tilgangslaust er mœtti manna eytt meðan byssur háum rómi gelta, vopnaskak fær oftast engu breytt því eintóm núll er stríðsins hlutavelta, blindir herrar vinningsvonir elta en vinna svo að lokum ekki neitt. Höfundur gefur bókina út sjálfur en málverk á kápu er eftir Elinu Önnu Þórisdóttur. Bara heppni Wft Nýjasta unglingabók hins mikil- virka Helga Jónssonar heitir Bara heppni og seg- ir frá Svölu sem ekki hef- ur átt sjö dag- ana sæla í líf- inu. Foreldrar hennar eru drykkfelldir og óreiðufólk í fiármálum og sjálf verður hún fyrir óþverralegri stríðni. Sagan er uppgjör hennar sem hún skrifar sem þátt í meðferð hjá sálfræðingi. Tindur gefur bókina út. I w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.