Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Rltstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þar borgarar, hér þegnar Meö stuðningi beggja þingflokka gaf Bandaríkjaforseti fyrir áramótin út nýjar reglur um vemd sjúkraupplýs- inga, sem ganga miklu lengra en tillögumar, er ekki náðu fram að ganga hér á landi, þegar deCODE genetics fékk einkaleyfi til að safna slíkum upplýsingum. Hér á landi vildu ríkisstjórn og meirihluti Alþingis ekki, að almenningur yrði spurður leyfis. Tillögur um upplýst samþykki náðu ekki fram að ganga, enda var for- sætisráðherra mikið í mun, að lögin yrðu samþykkt eins og frumvarp þeirra kom frá deCODE genetics. í Bandaríkjunum verður hér eftir að fá skriflegt leyfi sjúklinga fyrir notkun gagna um þá, hvort sem er í stór- um atriðum eða smáum. Fá þarf endurtekið leyfi í sumum tilvikum, svo sem þegar slíkar upplýsingar gætu haft áhrif á stöðu sjúklingsins í þjóðfélaginu. Sérstaklega er stefnt að því, að slíkar upplýsingar kom- ist ekki til vinnuveitenda og tryggingafélaga, sem gætu mismunað fólki á grundvelli þeirra. Bandaríska þingið fól forsetanum árið 1996 að setja slíkar reglur og tryggingafé- lögin hafa fyrir sitt leyti samþykkt nýju reglurnar. í Bretlandi hafa stjórnvöld ekki gengið eins langt til móts við sjónarmið neytenda á þessu sviði. Þau hafa hins vegar gengið lengra í að vernda fólk fyrir fjárhagslegum afleiðingum af misnotkun á sjúkrasögu þess. Þau ákváðu fyrir áramót að tryggja fólk fyrir slíku. Ef tryggingafélög í Bretlandi neita að tryggja fólk eða setja því afarkosti í iðgjöldum vegna upplýsinga um heilsufar þess, mun rikisvaldið hér eftir sjá um þær trygg- ingar. Þannig er stefnt að því, að fólki sé ekki útskúfað vegna dreifingar á atriðum úr sjúkrasögu þess. í hvorugu landinu er talið, að dulkóðun upplýsinga tryggi, að sjúkrasaga fólks komist ekki til aðila, sem hafa aðstöðu til að setja þessu fólki stólinn fyrir dyrnar. Banda- ríkjamenn banna ósamþykkta söfnun slíkra gagna og Bretar gera ráðstafanir vegna afleiðinganna. Gert er ráð fyrir, að i framtiðinni muni vinnuveitendur með réttu eða röngu hafa upplýsingar um heilsufar at- vinnuumsækjenda og tryggingafélög sömu upplýsingar um heilsufar þeirra, sem sækja um líftryggingu. Hér á landi hafa stjórnvöld hins vegar engar áhyggjur. Þetta endurspeglar misjöfn viðhorf stjórnvalda til al- mennings. í engilsaxnesku löndunum er ströng hefð per- sónuréttinda, sem hafa mótast í aldalangri baráttu við einvaldsherra af guðs náð og forréttindastéttir fyrri tíma. Þar er fólk talið vera fullgildir borgarar. Hér á landi var aldrei háð slík sjálfstæðisbarátta fólks- ins. Sjálfstæðisbarátta íslendinga var barátta innlendrar yfirstéttar embættismanna gegn erlendum embættismönn- um. Eftir sigurinn tók íslenzk yfirstétt við hlutverki léns- herranna. Fólk var áfram talið vera þegnar. Þar sem íslendingar eru þegnar fremur en borgarar, láta menn hér sumt yfir sig ganga, sem aldrei gæti gerzt meðal Engilsaxa og raunar ekki heldur meðal Skand- ínava. Frægasta dæmið er einkaleyfi deCODE genetics á notkun heilsufarsupplýsinga án upplýsts samþykkis fólks. Margir íslendingar sýna valdinu taumlausa undirgefni. Þetta má til dæmis sjá af umgengni fólks við ráðherra á mannþingum. Af þessu má ráða, að þegninn sitji enn fast- ur í þjóðarsálinni, en borgarinn sé ekki enn kominn til skjalanna. Og landsfeður haga sér samkvæmt þessu. í skjóli hlýðinna þegna sinna talar forsætisráðherra niður til Hæstaréttar, forseta íslands og allra þeirra, sem efast opinberlega um gerðir einvaldsherrans. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Til hamingju, öryrkjar Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í einu helsta bar- áttumáli öryrkja. Tekist var á um hvort ríkinu sé heim- ilt að skerða bætur al- mannatrygginga vegna tekna maka, svonefnda makatengingu. Hæstiréttur hefur fellt dóm i tviþættu deilumáli og öryrkjar unnu báða þætti málsins. Hug- myndir um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna eiga ekki við í þessu sam- hengi og stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Garðar Sverr- isson, formaður Öryrkjabandalags íslands, hefur verið einn ötulasti bar- áttumaður öryrkja í þessu máli og hlýtur honum að vera bjart í geði þessa dagana. - Athyglisvert er að Hæstiréttur byggir í ríkum mæli á ákvæðum alþjóðasamninga sem ís- land hefur staðfest og skýrir ákvæði laga í því samhengi. Nú ætti þetta deilumál að vera að baki og ákvæði 65. greinar stjórnar- skrárinnar, um að hver einstakling- ur skuli njóta jafnréttis á við aðra sem réttar njóta, svo og almennra Guðmundur G. Þórarinsson verkfræOingur mannréttinda, skal uppfylla og skilja á þennan veg, seg- ir Hæstiréttur. - Raunar eru hér skilaboð til alþing- ismanna um að gæta vel að stjórnarskrárákvæðum við lagasetningu. Víðtæk áhrif Á þessari stundu getur sjálfsagt enginn sagt fyrir um hver áhrif þessa dóms verða í okkar þjóðfélagi. Annars vegar geta fjölmörg atriði mismunandi laga ork- að tvímælis, verið á gráu svæði með tilliti til dómsins, og hins vegar má e.t.v. gera ráð fyrir að Hæstiréttur hafi með þessum dómi bent á að hann muni í framtíðinni draga fleiri ákvarðanir löggjafans í efa meö af- stöðu til stjómarskrárinnar. Enn ein afleiðing og hún til mikilla bóta er ábending til ráðuneytanna að vinna reglugerðir sínar nákvæmar með til- liti til laga. Almennur borgari hiýtur að velta fyrir sér hvers vegna Hæstiréttur var ekki fullskipaður í svo viða- miklu máli. Fimm dómarar og þrir „Almennur borgari hlýtur að velta fyrir sér hvers vegna Hæstiréttur var ekki fullskipaður í svo viðamiklu máli. Fimm dómarar og þrír af fimm telja að lagasetningin brjóti í bága við stjómarskrá. Tveir telja að svo sé ekki. Þetta segir okkur hversu flókið málið er. “ af fimm telja að lagasetningin brjóti í bága við stjórnarskrá. Tveir telja að svo sé ekki. Þetta segir okkur hversu flókið málið er. Það er líka eins gott ef Hæstiréttur tekur að sér víðtækari „lagasetn- ingu“ að hann sé skipaður heims- mælikvarðamönnum. Hvað svo? Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að undirbúa hvernig bregðast skuli við dómnum. Telja verður að það séu eðlileg við- brögð með tilliti til hversu víðtækar afleiðingar dómurinn kann að hafa. Skoða þarf málið í heild, þar með hvar víðar þarf að grípa inn i þessu samhengi. Öryrkjar tortryggja þessa nefndarskipan og telja að verið sé að leita leiða til þess að draga úr áhrif- um dómsins. Formaður nefndarinn- ar segir ekki ástæðu til þess, eftir dómnum verði farið. Nota þarf tím- ann til þess að undirbúa greiðslur aftur í timann, þannig að þær séu til- búnar þegar nauðsynlegar lagabreyt- ingar hafa átt sér stað. Ekki má draga öryrkja á þeirri afgreiðslu. Slíkt væri þarflaust, tilgangslaust og Bílar og hús Nýlega kom saman hópur fólks og lokaði Keflavíkurveginum með kröfu um tvöföldun bílabrautarinnar. Ráðamenn tóku þessu með jafnaðar- geði, enda búnir að binda vegaféð í jarðgöngum til Héðinsfjarðar og Loð- mundarfjarðar sem fóru í eyði fyrir 70 árum. En hvers vegna bílabraut? Hvaö kostar að leggja jámbraut til Keflavíkur? Hverjar yrðu líklegar tekjur af þvi, hagræði og sparnaður þegar allt er talið? Væri þá ekki hægt að leggja Reykjavíkurvöllinn niður án þess að skerða samgöngur og reikna það inní dæmið? Hvers vegna heyrist varla krafan um samgöngur sem ganga fyrir raf- magni í stað stanslausrar olíu- brennslu? Hvaða áhrif hefur olíu- brennslan á heilbrigðiskostnaðinn svo ekki sé minnst á vanlíðanina? Ætli ofnotkun bíla sé ekki einn stærsti þáttúr margra vestrænna sjúkdóma og ekki síst hér þarsem bíl- ar mega heita eina samgöngutækið. Hvað kostar bílaflotinn? Búið er að leggja niður samgöngur á sjó og skera niður flugsamgöngur að verulegu leyti. Þá er ekkert eftir nema bilarnir. Landslag á íslandi er ekki sérlega hannað fyrir bíla og vegimir fjarri því að vera gerðir fyr- ir álagið, að ekki sé talað um brýrn- ar. Samt halda menn áfram að troð- ast einsog bílar séu leiktæki fremur en samgöngutæki. Rútubílstjórar troðast með fullan bíl af fólki útí beljandi jökulfljót og uppá blindheiðar í myrkri tilað full- nægja hetjudellunni. Það verður að prófa hvað bíll- inn kemst. Ég hef engan heyrt spyrja hvað bílaflot- inn kostar og rekstur hans, eða vegimir, viðhald þeirra og hreinsun. Það er víða hægt að leggja járnbrautir, en fyrst þarf að athuga kostnaðinn. íslenska vitleysan Islenska vitleysan felst ekki aðeins í því að allir þurfi að eiga allt, hún felst ekki síst í þvi að ætla að gera alla að „fasteignaeigendum" einsog bændur. Hvað sem það kostar skulu allir geyma fé sitt í húsum. Borgar sig að geyma peninga í húsum? Nú eru Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaöur Leigjendasamtakanna vextir húsbréfa 5,1% verð- bætur 5,6% og affoll um 9%. Þetta þýðir um 20% raunvexti ofan á lánin. Ekki aðeins þarf hátt hús- næðisverð, heldur síhækk- andi verð tilað hagnast á slíku. Enginn með réttu ráði gerir ráð fyrir slíkum eilífum vexti, sem betur fer vil ég segja því hvar myndi það enda? Þriðjungur bótaþega hef- ur nú tekjur undir lág- marks framfærslu og al- „Hvað kostar að leggja járnbraut til Keflavíkur? Hverjar yrðu líklegar tekjur af því, hagrceði og spamaður þegar allt er talið? Vœri þá ekki hœgt að leggja Reykja- víkurvöllinn niður án þess að skerða samgöngur og reikna það inn í dœmið?“ mennum launum er haldið niðurvið gólf með tilheyrandi þrældómi. Og samt á að gera alla að húseigendum og bíleigendum. Einnig í þéttbýlinu skal byggðinni dreift sem mest og allir troðast á bílum þótt göturnar beri þá ekki og hvergi sé pláss fyrir þá í borginni eða nágrenni. Hvað kostar að leggja neðanjarðarlest um höfuðstaðinn eða reka sporvagna? Húrra fyrir Eimskip Eimskipafélagið ætlar að byggja nokkur hundruð íbúðir nálægt mið- bænum. Loksins, loksins mun fólk geta tryggt sér öruggt húsnæði án þess að taka lán og án þess að vera neytt til þess af hinu opinbera að geyma fé sitt í húsum og stunda fast- eignabrask við hvern flutning. Nú geta menn sem eiga fé látið bankana geyma það óg sinna eðlilegri greiðslu- þjónustu. Þetta er framtíðin í samfé- lagi þarsem 40% íbúanna búa einir. Svo þarf sporvagna og lestir og al- mennilega félagsþjónustu. Þá verður Reykjavík borg einsog hún á að vera. Jón Kjartansson Með og á móti Erum ekki að finna upp hjólið reglur um kattahald í Hveragerði Kettir gera mikið gagn , „Eg get ekki - 1 annað en verið . meðmæltur þess- EjJSj ' ari nýju reglugerð um kattahald hér í bæ. Ég er ekki á móti katta- haldi eða dýrahaldi, enda bæði hundur og köttur á mínu heimili. Með þessari nýju reglugerð er ætlunin að taka á því litla broti, líklega um 1%, kattaeigenda sem hugsanlega geta verið til vandræða. Samkvæmt reglugerðinni verður fólk að sækja um undanþágu vegna undaneldis og það er ekkert athuga- Gísll Pál! Pálsson, forseti bæjarstjóm- ar í Hverageröi vert við að hafa eftirlit með þessum hlutum. Því miður hefur skapast vandi sums staðar og dæmi um að allt að átján kettir séu á sama heim- ilinu. Með reglugerðinni getum við betur fylgst með katta- haldinu en satt að segja á ég ekki von á að kattareglunum verði alltaf fylgt út í ystu æsar. Það er lika vert að taka fram að Hvergerðingar eru ekki að fmna upp hjólið í þessum efnum, viðlíka reglugerðir hafa verið settar víða um land, til að mynda á Akureyri og á Selfossi." r„I fyrsta lagi er ég á móti því að settar séu svona strangar reglur um kattahald. Ef á annað borð á að setja svona reglur, sem ég reyndar set stórt spurningarmerki við, eiga þær fyrst og fremst að lúta að því að kettir séu hreinir og hafi einhver hibýli og húsbændur. Mér finnst þó rétt að reynt sé að halda villiköttum í skefjum. Og ákvæðið um að menn skuli tryggja kettina sína fyrir tjóni sem þeir kunna að valda flnnst mér ákaflega kjánalegt. Ég get ekki séð að Knútur Bruun bæjarfulltrúi kettir valdi verulegu tjóni en þegar slíkt kemur fyrir er það mjög sennilega á mörk- um þess að vera skaðabóta- skylt. Þó ég sé á móti þessum reglum skil ég sjónarmið þeirra sem hafa áhyggjur af kattaskít í sandkössum, það hefur stundum pirrað mig líka. Sjálfur á ég faUegan og góðan kött sem mér þykir vænt um og þar að auki gera kettir mikið gagn með því að veiða mýs. Það hefur minn köttur alla tíð gert og er þar af leiðandi í góðu gengi hjá mér og minni konu.“ Bæjarstjórn í Hveragerðisbæ hefur samþykkt nýjar reglur er lúta að kattahaldi í bænum. Samkvæmt reglugeröinni er fólki ekki heimilt að hafa fleiri en tvo ketti, eldri en þriggja mánaða, á heimili og þá verður fólk að sækja um undanþágu vegna undaneldis. aðeins til að vekja tortryggni og ósætti. Aðeins í lokin Hver er munurinn á þessum dómi og dómnum í Vatneyrarmálinu? Þar var ijallað um jafhræðisregluna og atvinnufrelsi. Hér er fjallað um jafn- ræðisregluna og félagsleg- og fjár- hagsleg réttindi. Sem leikmanni finnst mér ekki allur munur á. Gam- an væri ef lögfpóður maður skýrði orsakir þessara tveggja sundurleitu niðurstaðna Hæstaréttar. Guðmundur G. Þórarinsson Vel mælt um áramótin „Landsfeðum- ir kusu stein- dautt stórmeist- arajafntefli í ára- mótaávörpum sínum ... Lengra nær nú „áhrifa- vald“ forseta ekki á nýársdag árið 2001 en hvetja krakkana til að halda áfram að læra og fólk til að veðsetja ekki ofan af sér fyrir hluta- bréf... Báðum mæltist vel um ekki neitt sem vakti athygli. Tveir menn við skyldustörf á hátíðarstundu. Álíka spennandi fyrir þjóðina og kristnitökuhátiðin." Stefán Jón Hafstein í Degi 3. janúar. Ábyrgö fasteignasala „Það er um- hugsunarefni hvort ekki sé tímabært að eft- irlit með starf- semi fasteigna- sala sé virkara, s.s. gildir um flármálastofnan- ir. Fasteignasalar þurfa oft á tíðum að miðla miklum Qármunum milli aðila, svo sem peningum, húsbréf- um og skuldabréfum. Félag fast- eignasala hefur í mörg ár vakið at- hygli ráðamanna og óskað eftir því að settar verði sérstakar reglur um ábyrgðir og eftirlit." Guðrún Árnadóttir, form. Félags fast- eignasla í Heimili/Fasteignir, fylgiriti Mbl. 3. janúar. Vinstra genginu hlíft „Þetta er ör- ugglega lélegasta áramótaskaup sem ég hef séð og fór langt með að eyðileggja kvöldið fyrir fólki... Er 68 kynslóðin að missa húmorinn? Skaupið hefði get- að verið frá 1983. Svo er þetta alltaf svo einlitt. Vinstra genginu og borg- arstjóranum er alltaf hlíft. Það er menntahroki í þessu venjulega gríni um „unga og ótalandi" þáttagerðar- fólkið, sem hefur þó aldrei gert svona lélegt sjónvarpsefni... Mér finnst líka illa gert að skrifa „Is- lensku þjóðina" fyrir handritinu. Hún hefur meiri húmor en þetta.“ Hallgrimur Helgason rithöfundur í Degi 3. janúar. St j órnmálamaður 20. aldar Skömmu fyrir áramótin birti Kastljós Ríkissjón- varpsins niðurstöðu úr skoðanakönnun sem Gallup hafði gert fyrir það á því hver teldist maður 20. aldar á íslandi, kona hennar og stjómmálamaður. Það vakti einkum athygli mína að hvergi var nefnt nafn þess manns sem ég held að hafi markað dýpst spor í stjórnmálasögu þjóð- arinnar á öldinni, hvorki i svörum sem voru birt í sjónvarpinu né í umræðum sérfræð- inga sem voru kallaðir til að leggja mat sitt á mat þjóðarinnar. Þessi maður er Lúðvík Jósepsson. Valdalausir stjórnmálamenn Ég geri ekki athugasemd við þá niðurstöðu að Halldór Laxness var valinn maður aldarinnar. Hins vegar finnst mér valið á stjórnmálamanni og val þeirra sem fylgdu í fótspor Halldórs sem menn aldarinnar lýsa annaðhvort þekkingarskorti á sam- tímasögu eða yfirborðslegum skiln- ingi á hvað stjórnmál séu og eigi að vera. Þarna röðuðust formenn Sjálf- stæðisflokksins í efstu sæti: Davíð Oddsson í fyrsta sæti sem stjómmála- maður, með næstum 40% nefninga, og annað sæti sem maður, Ólafur Thors í annað sæti sem stjórnmála- maður og fimmta sem maður, Bjarni Benediktsson í þriðja sæti bæði sem maður og stjórnmálamaður. Þessir menn hafa vissulega sitt- hvað sér til ágætis. Davíð Oddsson, eiginlegur sigurvegari þessarar kosn- ingar, er farsæll stjórnmálamaður og hefur meðal þeirra þann fágæta kost að vera orðheppinn og litrík persóna. En allir hafa þessir forystumenn Sjálfstæðisflokksins sýnt mestan áhuga á að halda sér og flokknum við völd, ekki að láta neitt sérstakt ieiða af sér. Þeir hafa jafnan tekið sér stöðu í skjóli valdsins, hvort sem það hefur verið meintur vilji kjósenda, Banda- ríki Norður-Ameríku eða Landssam- band íslenskra útvegsmanna. - Slikur stjórnmálamaður hefur í raun og veru engin völd og er því í strangasta skilningi enginn stjórnmálamaður. Afrek Lúðvíks Ekki bendi ég á Lúðvik Jósepsson sem stjórnmálamann aldarinnar af því að ég hafl verið sérstakur fylgis- maður hans í stjórnmálum. Þegar ég kom til starfa i Alþýðubandalaginu virtist Ragnar Amalds standa nær þeirri þjóðvarn- arstefnu sem leiddi mig i burtu frá Framsókn, og á hinn bóginn var Magnús Kjartansson orðsnjallari og virtist stefnufastari en Lúð- vík. Svo varð ég fljótt of sér- sinna í pólitík til að geta fylgt nokkrum foringja. En eftir á sé ég að Lúðvik ber að hreint ótrúlega miklu leyti heiðurinn af út- færslu fiskveiðilögsögunn- ar. Ef við forum í hetjuleit á annað borð og segjum að Jón Sig- urðsson sé hetja sjálfstæðisbarátt- unnar um landið og Bríet Bjarnhéð- insdóttir hetja kvenfrelsisbaráttunn- ar, þá er engin Qarstæða að kalla Lúðvík hetju sjálfstæðisbaráttunnar um landgrunnið. Hann kom sem sjávarútvegsráð- herra inn í vinstri stjórnina 1956-58 og knúði þar á af dæmalausri hörku að lýsa yfir einhliða útfærslu í tólf sjómílur þegar ráðstefna Sameinuðu þjóðanna náði ekki niðurstöðu um málið. Fulltrúar samstarfsflokkanna drógu lappimar, og sjálfstæðismenn gerðu sig ekki líklega til að styðja út- færsluna fyrr en hún hafði tekið gildi og þorskastríð var skollið á. Aftur varð Lúðvík sjávarútvegs- ráðherra í vinstri stjórninni 1971-74 og stóð þá fyrir útfærslu í 50 mílur, sem merkti í raun yfirráð Islendinga yfir þeim miðum sem gerðu veiðar útlendra togara á Islandsmiðum ómaksins verðar. Þar var sigur i sjónmáli þegar Lúðvík hvarf úr ráðuneytinu. Vegna þessarar óbilgjömu stefnu- festu Lúðvíks eru íslendingar nú ein- ir um að nýta íslandsmið og teljast einir hafa fiskveiðireynslu á svæð- inu í þeim samningum við Evrópu- sambandið sem hafa verið gerðir og bíða okkar á 21. öldinni. Er það ekki eitthvert verðmætasta nestið sem 20. öldin færir okkur inn í nýja öld? Gunnar Karlsson Lúðvík Jósepsson, fyrrv. alþm. og ráðherra. - „Hann kom sem sjávarútvegsráðherra inn í vinstri stjórnina 1956-58 og knúði þar á af dœmalausri hörku að lýsa yfir einhliða útfœrslu í tólf sjómílur þegar ráðstefna Sameinuðu þjóðanna náði ekki niðurstöðu um málið. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.