Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Qupperneq 28
NISSAN ALMERA
www.ih.is
Sfrettaskotið
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
M 5M 5155
FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 2001
Kennaradeilan:
Gangurí
viðræðunum
„Það er kominn gangur i viðræð-
urnar núna,“ sagði Elna Katrín
Jónsdóttir, formaður samninga-
nefndar fram-
haldsskólakenn-
ara, við DV í morg-
un. Samninga-
nefndir kennara
og ríkisins sátu á
fundi fram á nótt
og settust aftur við
samningaborðið
kl. 11 í morgun.
Elna Katrín
sagði að nú væri
9m
Elna Katrín
Bjartsýnni.
að komast meiri mynd á launakerfi,
innröðun i það, tilfærslur milli
vinnuþátta, timasetningar og fleira.
„Það tekur nokkuð langan tima
að koma samningnum saman. Ég
býst við að við sitjum alveg við í
dag og á morgun til að athuga hvort
við getum klárað þetta,“ sagði Elna,
iæm kvaðst vongóð um að takast
myndi að ná samningi fyrir helgi.
Það væri orðið afar brýnt að leysa
deiluna. Hún sagði þó að enn hefði
ekki náðst samkomulag um alla
þætti. Samningstíminn væri enn
vandamál þar sem ríkið byði mjög
litlar hækkanir síðast á honum. Þá
lægi ekki í öllum atriðum fyrir sam-
komulag um vinnutíma. Þá væri eft-
ir að fjalla um vinnu kennara að
loknu verkfalli. -JSS
Svartárdalur:
Fjós brann
Gamalt fjós og hlaða brunnu til
kaldra kola á bænum Stafni í
Svartárdal í gærdag. Að sögn lög-
reglunnar á Blönduósi hafði frosið
í vatnsleiðslu og þegar bóndinn
var að þíða klakann í gærmorgun
hrökk neisti í hey. Skömmu eftir
hádegið tók heimilisfólk svo eftir
eldinum. Tveir nautgripir voru í
fjósinu auk hænsna. Tókst fólkinu
að koma nautgripunum út úr log-
andi húsinu en hænsnin hlupu út
sjálf. Hvorki menn né dýr sakaði.
Slökkvilið og lögregla voru kölluð
til, en hlaðan og fjósið eru talin
wónýt eftir brunann. -SMK
Öryrkjabandalagið:
Fundar í dag
Nefnd ríkistjórnarinnar vegna
öryrkjamálsins hefur enn ekki
skilað af sér niðurstöðum. Stjóm
Öryrkjabandalagsins ætlar að
koma saman til fundar í dag vegna
málsins.
„Við ætlum að fara yfir málin og
leggja línurnar," sagði Garðar
Sverrisson, formaður Öryrkja-
bandalagsins. Hann vonast tU þess
að öryrkjar fái greitt samkvæmt
dómnum fyrir helgi. -MA
PAÐ ER NALYKT
AF MÁUNU!
DV-MYND HARI
Opnað í Bláfjöllum
Skíðasvæðiö í Bláf/öllum verður opnað klukkan 14 í dag, í fyrsta sinn á þessum vetri. Skíðasvæðið verður opnað
með takmörkunum og aðeins 250 miðar seldir. Fyrstir koma, fyrstir fá og búást starfsmenn jafnvel við að það verði
uppselt en slíkt er nýmæli í Bláfjöllum. Börn og fullorðnir renndu sér á skíðum á ÍR-svæöinu í Hamragili í gær en þar
var tilbúnum snjó bætt við þann náttúrlega til að liðka fyrir.
Forsætisráðherra Noregs kúvendir og hætt er við virkjanir:
Eigum nóg víðerni
segir Arnbjörg. Stefnuleysi, segir Hjörleifur
Jens Stoltenberg,
forsætisráðherra
Noregs, boðaði í
nýársávarpi sínu þá
kúvendingu að horf-
ið er frá áformum
um þrjár nýjar
vatnsaflsvirkjanir í
Norður-Noregi. Ekki
verður virkjað í Bei-
arn, Bjollága eða í
Ambjörg
Sveinsdóttir.
Halldór
Ásgrímsson.
Hjörleifur
Guttormsson.
Jens
Stoltenberg.
Arnbjörg Sveinsdóttir,
alþingismaður Sjálfstæðis-
flokks í Austfjarðakjör-
dæmi er á allt öðru máli.
Hún segist að vísu ekki
þekkja bakgrunn þess að
Stoltenberg tekur ákvörð-
un um að slá af virkjanir
og leggja áherslu á mikil-
vægi ósnortinnar náttúru.
„Norðmenn hafa aðra
Mellfjord við Saltfjellet.
„Óspjölluð náttúra verður sifellt
verðmætari. Við erum nú komin að
þeim mörkum að nýjar stórar vatns-
aflsvirkjanir eru liðin tíð,“ sagði Stol-
tenberg í ávarpi sínu.
Náttúruverndarmenn í Noregi hafa
fagnað mjög þessari stefnubreytingu
norskra stjórnvalda. Hjörleifur Gutt-
ormsson, náttúrufræðingur og vara-
þingmaður Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs, segir þarna vera
mikil tíðindi á ferð.
„Það er fagnaðarefni að Norðmenn
eru að átta sig á mikilvægi ósnortinn-
ar náttúru," sagði Hjörleifur í morg-
un.
Hann segir yfirlýsingu Stoltenbergs
ganga langt. í henni felist að komið sé
að endalokum þess að reistar verði
stórar vatnsaflsvirkjanir.
„íslendingar ættu að taka sér þessi
viðhorf til fyrirmyndar og móta
stefnu varðandi nýtingu vatnsafls þar
sem tekið verði tillit til náttúru lands-
ins. Stjómvöld ættu að bregðast við
með þvi að móta sjálfbæra stefnu til
næstu 100 ára,“ segir Hjörleifur sem
telur stefnuleysi hafa rikt hér.
„Stefnan hefur verið sú að virkja
sem mest og sem fyrst. Ekki hefur
verið tekið tillit til þess að hér er um
takmarkaða auðlind að ræða. Við höf-
um úr miklu minna að spila en látið
hefur verið í veðri vaka,“ segir Hjör-
leifur.
orkugjafa en við og búa við aðrar
ástæður. Við eigum nóg víðerni og ég
sé ekki að við séum komin að neinum
endamörkum," sagði Ambjörg í morg-
un.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknarflokks-
ins, tók í sama streng og segir ákvörð-
un Norðmanna ekki snerta íslend-
inga.
„Það er allt önnur staða í Noregi en
á íslandi. Þeir hafa verið í því að
virkja alla síðustu öld og eiga ekkert
annað en náttúruperlur eftir. Við
erum miklu skemmra á veg komin,“
segir Halldór og bendir á að Norð-
menn búi einnig að öðrum orkugjöf-
um svo sem gasi og olíu. -rt
Klofningur í útfararstofu
Ágreiningur um leiðir hefur
valdið klofningi meðal eigenda
Útfararstofu Oswalds í Aðal-
stræti 4, sem áður hét Líkkistu-
vinnustofa Eyvindar Ámasonar
og var þá til húsa á Laufásvegi.
Til uppgjörs kom milli eigenda á
öörum degi ársins og lyktaði þvi
með að Davíð Osvaldsson sleit
endanlega samstarfi við hjónin
Ólaf Örn Pétursson og Inger
Steinsson, sem voru meðeigend-
ur hans að stofunni. Davíð situr
því einn eftir en Ólafur Örn og
Inger hyggjast stofna nýja útfar-
arstofu.
Ástæða misklíðarinnar, sem
Utfararstofa Oswalds
Enn ein útfararstofan bætist við
eftir uppgjör eigenda.
lyktaði með fyrrgreindum
hætti, mun vera sú að Davíð
Osvaldssyni, sem er lands-
þekktur útfararstjóri, mislíkaði
vinsældir Inger Steinsson með-
al viðskiptavina og syrgjenda,
en Inger er fyrsti kvenkyns út-
fararstjórinn sem starfað hefur
hér á landi.
Deilendur og fyrrum sam-
starfsmenn í útfararstofunni í
Aðalstræti vildu ekkert tjá sig
um snögg endalok samstarfsins
þegar eftir þvi var leitað í gær.
Samkeppnin væri mikil í útfar-
arþjónustu og aðeins þeir bestu
ættu eftir að lifa af. -EIR
Patreksfjörður:
Brotist inn í
Sá fáheyrði atburður varð á Pat-
reksfirði á nýársnótt að brotist var
inn I lögreglustöðina á staðnum.
Tæplega þrítugur sjómaður, sem
árangurslaust hafði reynt að ná
sambandi við lögreglustöðina,
gerði sér lítið fyrir, skundaði á
staðinn og braust inn. Til þess
þurfti sjómaðurinn að brjóta upp
tvær hurðir.
„Við vorum í útköllum og því
enginn á staönum," sagði Jónas
Sigurðsson, aðalvarðstjóri lögregl-
unnar á Patreksfirði. „Maðurinn
verður að sjálfsögðu kærður fyrir
innbrot. Svona lagað líðst ekki.“
Þegar lögreglumenn komu á lög-
reglustöðina um síðir, snemma á
nýársdagsmorgun sat innbrots-
þjófurinn i sófa þeirra, reykti og
bar upp erindið: Hann vildi láta
fjarlægja eiginkonu sína af heimili
þeirra hjóna.
„Við leystum málið og nú er allt
fallið í ljúfa löö,“ sagði Jónas aðal-
varðstjóri. -EIR
Kynlíf í dúr
og moll
Fókus morgundagsins færir okk-
ur viðtal við hinn eina og sanna El-
vis okkar Islendinga sem hyggst
skemmta landanum eftirminnilega
um helgina, rætt er við unga stúlku
sem stefnir á að meika það sem leik-
kona í Bandaríkjunum og fjallað er
um whasssuup? auglýsingarnar sem
hafa tröllriðið heiminum undan-
farna mánuði. Rósa Guðmundsdótt-
ir ræðir um nýjan kafla í lífi sínu og
nokkrir einstaklingar segja frá þvi
hvemig tónlist tengist ástarlífinu.
Gefnar em upp 99 ástæður fyrir því
að stúlkur ættu að sparka kærastan-
um og svo er Lífið eftir vinnu auð-
vitað á sínum stað, nákvæmur leið-
arvísir um skemmtana- og menn-
ingarlífið.
Heilsudýnur t sérjlokki!
Svefn&heilsa
heilsunnar
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150
brother P-touch 1250
Lítil en STÓRmerkileg merkivél
5 leturstærðir
9 leturstillinpar
prentar í 2 linur
borði 6, 9 og 12 mm
4 gerðir af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport_______