Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Page 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 DV Einn milljarður króna í bætur til öryrkja í framhaldi hæstaréttardóms: Ekki verið að afnema allar tekjutengingar - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra Davíð Oddsson á fundl í Ráöherrabústaönum Tekjutenging er pólitísk leió til stýringar tekjujöfnun í þjóöfélaginu. Ríkisstjóm íslands kom saman í gærmorgun til aö fjalla um nýtt frumvarp til að framfylgja dómi Hæstaréttar í svokölluðu öryrkja- máli. Óskað verður eftir að þing komi saman til að fjalla um frum- varpið. Þar var einnig samþykkt til- laga heilbrigðisráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, um að endurskoðunar- nefnd hraði sinni vinnu varðandi aðra hópa og ljúki henni á næstu þrem mánuðum. í gær kynnti Davíð Oddsson for- sætisráðherra niðurstöðu starfshóps fjögurra lögfræðinga undir stjórn Jóns Steinars Gunnlaugssonar um viðbrögð við dómi Hæstaréttar frá 19. desember sl. í framhaldi af þeirri skýrslu ákvað ríkisstjómin að 1200 til 1400 manns af 8900 öryrkjum í landinu fái nú auknar bætur. Ákveð- ið hefur verið að greiða til baka skerðingu tekna fjögur ár aftur í tím- ann og mun það kosta um einn millj- arð króna. Til framtiðar munu breyt- ingar leiða til 100 milljóna króna minni skeröingar vegna tekjuteng- inga á ári. Davíð Oddsson sagði að það skipti ekki máli hvort mönnum líkaði dóm- ur Hæstaréttar betur eða verr, það yrði að fara eftir honum. Bæði Davíð og Halldór Ásgrímsson utanrikisráð- herra bentu á að tekjutenging væri pólitísk leið til stýringar tekjujöfnun i þjóðfélaginu. Dregið úr möguleikum „Hæstiréttur hefur nú dregið úr möguleikum þess að þetta sé notað til að jafna kjör á milli hópa í landinu," sagði Davíð í samtali viö DV. „Menn reyna ekki að komast fram hjá dómi Hæstaréttar, en reyna að túlka dóm- inn. Þegar skýringar á honum eru skoðaðar átta menn sig á því að allar kröfur um aö greitt væri eftir dómn- um hafa verið út í hött. Það hefði ver- ið kraftaverk ef Tryggingastofnun hefði getað greitt út samkvæmt þess- um dómi,“ segir Davíð og likti hann því viö aö mönnum væri gert að greiða reikning með engum tölum á. Ekki afnám tekjutengingar - Munu öryrkjar í framtiðinni halda óskertum lágmarksbótum án skerðingar vegna tekjutengingar? „Niðurstaöa lögfræðinga okkar er að með þessum dómi sé ekki verið að afnema allar tekjutengingar á bótum maka. Tekjutengingar eru notaðar alls staðar á Norðurlöndum og hvar- vetna þar sem við þekkjum til. Þannig aö ef menn vitna í alþjóðlega samninga þá er fróðlegt að taka eftir þeirri grein Hæstaréttar sem vitnar sérstaklega til 67. greinar vinnumála- sáttmálans sem Hæstiréttur vitnar til án þess að nefna hvað er í grein- inni. Þegar því er flett upp, sem ég veit ekki hvort Hæstiréttur hefur gert, þá stendur þar beinlínis að það megi skerða tekjur bótaþega ef það er gert meö tilliti til íjölskyldutekna." - Hvað um aðra hópa í þjóðfélaginu? „Nú mun þessi nefnd sem starfar undir forystu ráðuneytisstjóra forsæt- isráðuneytis, Ólafs Davíðssonar, halda áfram sinni vinnu og hraða henni. Hún mun eiga samstarf við þá aðila sem að málinu koma og vonandi skila niðurstöðu ekki seinna en um miðjan aprU.“ - Kaliar það á margra mUljarða út- gjöld ríkissjóðs? „Ég veit ekki hvað það kaUar á. Hins vegar vona ég að við getum eftir sem áður reynt að nota það tækifæri tU að bæta kjör fólks í þeim hópum sem lakast standa, en ekki fara þá leið sem Hæstiréttur fór að bæta aðeins kjör þeirra 10 prósenta sem best standa í hópi öryrkja." Davíð ítrekaði að dómurinn sneri eingöngu að þeim öryrkjum í sambúð sem hafi verið með hæstar heimilis- tekjur, eða um 250-300 þúsund á mán- uði. Aðrir hafi ekki hagsbætur af þessum dómi. Davíð sagðist óska eft- ir góðu samstarfi við stjómarand- stöðu svo ömggt væri að hægt yrði að byija á greiðslu bóta fýrir 1. febrúar. -HKr. Dæmi um breytingu tekjutryggingar gifts öryrkja nri^a Tekjur í þúsundum króna á mánu&i Tekjutrygging á mánu&i Breyting á tekjutryggingu Ljfeyiisþegj Maki Samtals f dag Verður Krónir á máfluði Kafbeimistelgum 0 100 100 32.566 32.566 0 0,0% 0 150 150 29.029 29.029 0 0,0% 0 200 200 17.779 25.000 7.221 3,6% 0 250 250 6.529 25.000 18.471 7,4% 0 400 400 0 25.000 25.000 6,3% Dæmi um breytlngu tekjutryggingar glfts öryrkja. Miöað viö 25 þúsund kr. tryggingu á mánuöi og skeröingu um 2/3. Halldór Ásgrímsson: Algjör samstaða „Það er algjör samstaða innan ríkisstjómar um hvemig á málinu verður tekið,“ sagði Halldór Ás- grímsson, formað- ur Framsóknar- flokksins, eftir ftmd rikisstjómar- innar um öryrkjamálið í gær. „Við byggjum fyrst og fremst á lög- fræðilegu mati. Pólitíkin í þessu var ákveðin 1993 með frumvarpi sem flutt var á Alþingi af ráðherra Alþýðu- flokksins. Siðan var pólitíkinni breytt í ársbyijun 1999 eftir að umboðsmaður Alþingis hafði gert athugasemdir. Hvað farið er langt aftur í timann er fýrst og fremst lögfræðilegt álitamál. Niðurstaða þehra lögfræðinga sem að þessu komu er afskaplega skýr og þeir telja að okkur beri að fara fjögur ár aft- ui' í tímann og við hlítum því.“ - Kom ekki til greina að greiða sex ár aftur í tímann? „Það kom ekki til greina að áliti lög- fræðinganna. Að mínii mati ber ríkis- stjóminni að byggja á þeirra áliti.“-HKr. Ingibjörg Pálmadóttir: Hækkun um 140% Ingibjörg Pálma- dóttir lagði áherslu á gott samstarf við Öryrkjabandalagið í framtíðinni. „Ég vil auka það og bæta og tel það grundvallar- atriði að svo verði,“ sagði heilbrigðis- ráðherrann í samtali við DV. Hún sagði að lágmarksbætur til ör- yrkja hefðu verið 18 þúsund krónur á mánuði fyrir þær breytingar sem nú verða gerðar og þá tengdar tekjum maka. Eftir breytingar fái enginn minna en 43 þúsund krónur. Það eina sem geti breytt því séu eigin tekjur einstaklingsins. Samkvæmt þessu hækka bætumar um 140%. Ingibjörg segir að dregið hafi verið úr tekjutengingum siðustu tvö árin og ef það hefði ekki verið gert hefði ríkis- sjóður nú þurft að leggja út um tvo milljarða króna i stað eins milljarðs. Margir þeirra 8900 öryrkja í landinu byggju við mjög slæman kost og fengju ekkert út úr breytingum sem gerðar em vegna dóms Hæstaréttar. Til að koma til móts við það fólk og aðra sem treysta á bætur almannatrygginga er endurskoöunamefnd með fulltrúum öryrkja, aldraðra og aðila vinnumark- aðarins nú að störfum. „Við erum aö koma til móts við dóminn sem sagði að tekjutengingar væra of miklar. Það veröa þó áfram tekjutengingar því dómurinn sagði sem betur fer ekki að allar tekjuteng- ingar væm bannaðar." -HKr. VtAriik i kvöM Sunnan- og suövestanáttir Vaxandi sunnanátt, 18 til 25 m/s vestan til í kvöld. Suðvestan 10 til 15 m/s noröaustan til og á Austfjöröum og úrkomulítiö. Suövestan 13 til 18 m/s og rigning suðaustanlands. Hiti 4 til 9 stig, en svalari í fyrstu suðaustanlands. Sólariag í kvöld 16.09 15.33 Sólarupprás á morgun 11.01 11.05 Sí&deglsflóð 19.46 00.19 Árdeglsflóð á morgun 08.06 12.3 Skýrihgpr á veöuitáltmim <* vindátt 15) ■NVINDSTYBKUR 5 inetrum á sekúntíu 10 °4______HITI FROST HEIDSKiRT 3D O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ í? 6? RIGNING SKÚRIR SLYODA SNJÓKOMA ‘te// P ~\r = EUAGANGUR ÞRUMU* VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Veruleg hálka Samkvæmt upplýsingum Vegageröarinnar er ófært um Dynjandisheiöi á Vestfjöröum vegna hálku, þá er veruleg hálka á Steingrímsfjaröarheiöi. Einnig er verulega hálka á Melrakkasléttu, milli Kópaskers og Þórshafnar. Annars eru atlir helstu þjóövegir landsins færir, en hálka er einkum á Austurlandi. Rigning vestanlands Sunnanátt, 18 til 25 m/s og mikil rigning vestanlands. Suövestan 15 til 20 m/s og úrkomulítiö norðaustan til og á Austfjöröum. Suövestan 13 til 18 m/s og rigning aö mestu suðaustanlands. Mru#irjlaj Vindur: 18—23 m/* Hiti 4° til Sunnan 18 tll 23 m/s og rignlng um sunnan- og vestanvert landlö, en hægarl og úrkomulítlð norðaustanlands. Hltl 4 tll 9 stlg. Sunnwlajjui Vindur: > ,-'"0 13-18 m/a J Hiti 3” til 8° Miuiurla Vindur: 5-13 Hitf 1- til 6° m,j Sunnanátt, 13 tll 18 m/s, hvassast vestan tll. Rlgnlng vestanlands, súld sunnanlands, en úrkomulítið um landlð nor&anvert. Hltl 3-8 stlg. Suðvestanátt og kólnandl veður. Skúrir e&a slydduél um sunnan- og vestanvert landlö, en annars úrkomulitlð. Veftríð W. 6 AKUREYRI skýjaö 7 BERGSSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK skúrir 5 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -3 KEFLAVÍK alskýjaö 6 RAUFARHÖFN alskýjaö 3 REYKJAVÍK skúrir 5 STÓRHÖFÐI skúrir 6 BERGEN skýjaö 3 HELSINKI snjókoma -5 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö -1 ÓSLÓ hálfskýjaö -1 STOKKHÓLMUR -1 ÞÓRSHÖFN skúrir 5 ÞRÁNDHEIMUR snjóél 0 ALGARVE rigning 14 AMSTERDAM þokumóöa 2 BARCELONA þokumóöa 7 BERLÍN léttskýjaö -3 CHICAGO hálfskýjaö -2 DUBUN skýjaö 4 HAUFAX heiöskírt -9 FRANKFURT súld 3 HAMBORG heiöskírt -5 JAN MAYEN skýjaö -4 LONDON skýjaö 5 LÚXEMBORG þoka 5 MALLORCA þokumóða 6 MONTREAL alskýjaö -10 NARSSARSSUAQ snjókoma -1 NEW YORK skýjaö -1 ORLANDO léttskýjaö 8 PARÍS skýjaö 9 VÍN þokuruðningur O WASHINGTON heiöskírt -3 WINNIPEG alskýjaö -15 B :\'j efr ef llm É 3331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.