Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 DV Tilvera' IBBI Ghita 65 ára Ein virtasta kona Dana áraraðir, Ghita by, heldur upp ára afmælið í Ghita á að baki far- sælan feril í hartnær hundrað kvikmynd- um og sjónvarps- myndum. Margir minnast hennar vafalaust úr hinum vinsælu þáttum Matador og ekki má gleyma Riget og Köngulónni en síðastnefnda þáttaröð- in var nýverið í ríkissjónvarpinu. Ghita hefur einu sinni leikið í ís- lenskri kvikmynd, Ungfrúnni góðu og Húsinu, eftir Guðnýju Halldórsdóttur. ■ .. ■#! Gildir fyrir föstudaginn 12. Janúar Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): . Þú ert eirðarlaus og þarft á upplyftingu að halda. Gerðu þér daga- mun ef þú hefur tök á þvT. Happatölur þínar eru 8, 13 og 24. RskarniK19.febr.-20. mars); Þú getur lært margt af L ^Höðrum og ættir að líta “í; til annarra varöandi y tómstundir. Þú verður virkur í ifélagslífinu á næstunni. Hrúturlnn (21. mars-19. aprii): Hætta er á að fólk sé of upptekið af sínum eigin málum til að samskiptin gangi vel. AstarmáHn ganga þó vel þessa dagana. Nautið (20. april-20. maíl: Seinni hluti vikunnar verður hagstæðari fyr- ir þig og dagurinn verður fremur við- burðalítill. Farðu varlega varð- andi öll útgjöld. Tvíburamlr (21. maí-21. iúníl: Þú ert ekki hrifinn af ’ því að fólk sé að skipta sér of mikið af þér. Þú ert dálítið spenntur og þarft áð reyna að láta spennuna ekki ná tökum á þér. Krabbinn (22, iúní-22. iúiil: Til að forðast misskilning I í dag verða upplýsihgár að vera nákvæmar og þú verður að gæta þess að udVís. Annars er hætta á að mikil togstreita skapist á milli fólks. Llónlð (23. iúlí- 22. áeúst): Þú færð margar góðar fréttir i dag. Félagslíf- ið er með besta móti jjL en þú þarft að taka þig á í námi eða starfi. Mevlan (23, áeúst-22. seot.i: Dagurinn verður frem- ur rólegur og vanda- ^^V^*»tnálin virðast leysast ^ f af sjálfu sér. Kvöldið veröur ánægjulegt í faðmi fjöl- skyldunnar. Vogln (23. seot.-23. okt.t: Þú skalt nýta þér þau tækifæri sem gefast eins vel og þú getur. Dagurinn gæti orðið nokkuð erfiður en þú færð styrk frá góðum vini. Sporðdrekl (24. oKt.-21. nðv.l: Það gengur ekki allt I upp sem þú tekur þér - » V^fyrir hendur í dag. • Ekki taka gagnrýni nærri þér. Happatölur þinar eru 4, 9 og 23. Bogamaður (22. nóv.-21. des.i: SÞú uppskerð eins og þú sáir og ættir þvi að leggja hart að þér í dag. Taktu þér þó frí í kvöld og gerður eitthvað skemmtilegt. Stelngeitln (22. des.-l9. ian.i: ímyndunarafl þitt er frjótt í dag og þú ættir að nýta þér það sem best. Þú þarft að treysta á sjálfan þig því samvinna gengur ekki sem best. »UKIII UO. St nolckuð eri DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Lyftu grettistaki Fríöur hópur meö Grettistakiö, fjörutíu manns sem komiö hafa viö sögu í rekstri Höföa í 22 ár. Má meö sanni segja aö þetta fóik hafi saman lyft grettistaki. * Fjörutíu Grettistök afhent PV, AKRANESI:_____________________ í tilefni þess að ákveðnum áfanga er nú lokið í uppbyggingu Dvalar- heimilisins Höfða og öldrunarþjón- ustunnar á Akranesi og sunnan Skarðsheiðar bauð stjóm Höfða 40 manns til kaffidrykkju nýlega þar sem afhent voru Grettistök - virð- ingarvottur vegna starfa fólksins fyrir heimilið og aldraða á Akranesi og nágrenni. Liðin eru 30 ár síðan bæjarstjóm Akraness samþykkti að hefja undirbúning að byggingu dvalarheimilis fyrir aldraö fólk að Sólmundarhöfða. Heimilið tók síðan tO starfa í byrjun árs 1978 og hefur því verið rekið í 23 ár. Heiðraðir voru 19 manns úr fyrr- verandi stjómum og byggingar- nefndum og 10 starfsmenn með Stebbl kysslr slönguna Rokkarinn Steven Tyler, forsöngvari Aerosmith, er þekktur fyrir margvísleg uppátæki á tónleikum sveitarinnar. Hér má sjá hann kyssa slöngu sem haföi hringaö sig um háls forkunnarfagurrar dansmeyjar. Atriöiö var liöur í upp- skeruhátíö bandarískra tónlistarmanna í Los Angeles í vikunni. Noel vesalingurinn er með skrifkrampa Noel vesalingurinn Gallagher úr Oasisband- inu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Konan heimtar rúman milljarð króna i lífeyri eftir skilnaðinn og kapp- inn er kominn með skrifkrampa. Hann get- ur því hvorki skrifað texta við öll lögin sem hann semur né skrifað undir tékka handa fyrr- um frúnni. „Ég hef átt í erfiöleikum með textagerðina upp á síðkastið þar sem ég vil ekki skrifa um mislukk- að hjónaband mitt,“ segir Noel í við- tali við breska tónlistar- tímaritið NME. Litli bróðir Noels og fé- lagi hans í Oasis, Liam, er byijaður að semja lög og texta með Johnny nokkrum Marr, fyrrum gítarleika poppsveitar- innar The Smiths. Og sem fyrr er hæverskan víðs fjarri Liam þvi hann lýsti því nýlega yfir að hann hefði samið fjöld- ann allan af lögum sem væru í svipuðum gæðaflokki og lög Johns heitins Lennons. Afraksturinn verður vonandi að heyra á nýju plötu Oasis. langan starfsaldur á Höfða, einnig eigendurnir, Akraneskaupstaður og sveitarfélögin fjögur sem standa aö heimilinu og fjármögnuðu það, framkvæmdasjóður aldraðra, sem lagði einnig fjármagn til byggingar- innar. Sjúkrahús Akraness og heilsugæslulæknar sem lengi hafa starfað fyrir heimilið voru heiðrað- ir, sem og Akraneskirkja og Félag eldri borgara á Akranesi og ná- grenni. Alls var um að ræða 40 smækkaðar eftirmyndir af lista- verkinu Grettistaki sem stendur á lóð heimilisins, framleiddar af lista- manninum Magnúsi Tómassyni. Á Höfða búa í dag 78 aldraðir en starfsmenn eru 83 í 59 stöðugildum. Milli 15 og 20 manns sækja dagvist- un sem boðið er upp á. Auk þess að vera heimili fyrir aldraða er Höfði félags- og þjónustumiðstöð, með ým- iss konar þjónustu sem slíkri mið- stöð fylgir, m.a. er opið hús tvisvar í viku. Á lóð heimilisins hafa verið byggðar 27 sjálfseignaríbúðir og 15 bifreiðageymslur. Frá mötuneytinu á Höfða er send- ur út matur til aldraðra í bænum. Þessir síðastnefndu þættir eru hluti af öryggiskeðju fyrir aldraða og til þess ætlaðir aö gera þeim kleift að dvelja sem lengst á heimilum sínum og komast hjá stofnanavist. Fram- kvæmdastjóri Höfða er Ásmundur Ólafsson og formaður stjómar Sig- ríður Gróa Kristjánsdóttir. -DVÓ 20-50% lækkun Erum flutt að Stórhöfða 15. Bíleigendur, við lækkum verðið. Þú ferð beina leið í lága verðið. Vatnsdælur og vatnslásar, 30% afsl. Ökuljós og fl., 30% afsl. Fjaðragormar, 20% afsl. Stýrisliðir, 20% afsl. Höggdeyfar, 20% afsl. Hliðarlistar, 50% afsl. Driflokur, 40% afsl. Drifliðir, 20% afsl. Kúplingssett, 20% afsl. Boddíhlutir, 30% afsl. Ökuljós frá 1500 krónum stk. Sé vara ekki á lager er afgreiðslutími 1 -4 vikur eftir verðflokkum. (Öpia~9 Í2 ogT3-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.