Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Page 25
29
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001
I> V Tilvera
Disney 2001
Sá risi í kvikmyndaiönaðinum
sem er hvað íhaldssamastur er Disn-
ey. Þaó má ganga að því vísu á
hverju ári að Disney geri nokkrar
miólungsdýrar fjölskyldumyndir,
nokkrar gamanmyndir, tvœr til
þrjár stórar, leiknar kvikmyndir sem
kosta á bilinu 100 til 200 milljón doll-
ara og svo teiknimyndirnar sem yjir-
leitt eru þrjár, ein tölvugeró og tvœr
hefóbundnar þó erfitt sé oróið aö
gera greinarmun á gömlu og nýju
aóferóinni. Áriö í ár er engin undan-
tekning frá reglunni og er hér stikl-
að á stóru og aóeins sagt frá
nokkrum skrautfjöórum hjá hinu
fjölskylduvœna Disney.
Pearl Harbour
Dýrasta kvikmyndin frá Disney
á þessu ári er Pearl Harbour sem
Michael Bay (Armageddon) leik-
stýrir. Um er að ræða kvikmynd
sem segir frá
þegar Japan-
ar gerðu árás
á herstöðina
Pearl Har-
bour á
Hawaii árið
1941 og segir frá tveimur ungum
flugmönnum og hjúkrunarkonu.
Inn í myndina er síðan fléttað
sögulegum staðreyndum. Með aðal-
hlutverkin fara Ben Afflect, Josh
Hartnett, Kate Beckinsale, Cuba
Cooding jr., Jon Voight, Tom
Sizemore, Dan Aykroyd og Alec
Baldwin.
Atlantis: The Lost Empfre
Stóra teiknimyndin í sumar
heitir Atlantis: The Lost Empire.
Aðalpersónan er Milo Thatch sem
dreymir um að klára verk sem afi
hans, frægur landkönnuður, hafði
byrjað á, það er að finna hina
týndu borg, Atlantis. Þegar hann
flnnur dagbók afa sins kemur
milljónamæringur til sögunnar
sem býðst til aö kosta leiðangur.
Leikarar sem ljá raddir sínar eru
meðal annars Michael J. Fox,
James Garner, Leonard Nimoy,
John Mahoney og David Ogden Sti-
ers.
Big Trouble
Barry Sonnenfield, sem síðast
leikstýrði Men in Black, verður
með nýja mynd á árinu, Big Trou-
ble. Miðpunkturinn í myndinni er
dularfull ferðataska sem þvælist á
milli persóna og breytir lífi þeirra.
Meðal þeirra sem koma nálægt
töskunni er fráskilinn faðir, óham-
ingjusöm húsmóðir, atvinnumorð-
ingjar, strætisrónar, tveir ástfangn-
ir unglingar og FBI-löggur. í aðal-
hlutverkum eru Tim Allen, Rene
Russo, Stanley Tucci og Tom
Sizemore.
Monsters Inc.
Monsters Inc. er tölvugerð
teiknimyndi og í dýrari kantinum.
Myndin gerist innan fyrirtækis
sem sérhæfir
sig í að gera
hryllingsleik-
fong og við
kynnumst
nokkrum per-
sónum sem
hafa það að atvinnu að hræða fólk.
Aðalpersónan er James sem er
blár að lit, risi meö horn. Hans
besti vinur er Mike, græn, lítil
ófreskja. James stjórnar af hörku
en það kemur þó ekki í veg fyrir að
aðrar ófreskjur vilji velta honum
af stalli. Meðal leikara sem ljá
raddir sínar má nefna John Good-
man, BOly Crystal, James Cobum,
Jeffifer Tilly og Steve Buscemi.
Just Vlsiting
Hollywood hefur nokkrum sinn-
um tekið franskar myndir upp á
sína arma og endurgert þær upp á
amerísku. Just Visiting er ein
slík. Er hún endurgerð Les Visite-
urs sem fjallaði um kostulegt tíma-
ferðalag tveggja miðaldamanna.
Það sem er merkilegt viö amer-
ísku útgáfuna er að frönsku leikar-
arnir Jean Reno og Christina
Claver endurtaka iilutverk sín á
ensku og Jean-Marie Gaubert, sem
leikstýrði Les Visiteurs, leikstýrir
einnig amerísku útgáfunni.
Vinir og boxarar
Woody Harrelson og Antonio Banderas leika fyrrum boxara sem fá annað tækifæri.
Uppgjör í Las Vegas
Sambíóin taka til sýningar á
morgun dramatíska spennumynd,
Play It to the Bone, sem fjallar um
tvo vini sem báðir eru fyrrum
hnefaleikakappar. Þeir verða báðir
hissa og glaðir þegar þeir fá boð um
að keppa hvor gegn öðrum í Las Ve-
gas. Þeim er ekki til setunnar boðið,
eiga vera mættir í hringinn í hvelli.
Félagarnir tveir, Vince og Cesar,
hafa áður boxað hvor gegn öðrum
án þess að það hafi haft áhrif á vin-
skapinn og þeir reikna ekki með
öðru en að um verði að ræða harð-
an bardaga án nokkurs haturs og
fullt af peningum. Annað á þó eftir
að koma í Ijós. Þeir leggja í ferðina
á gömlum bíl og er bílstjórinn vin-
kona þeirra, Grace. Fljótt koma upp
ýmis vandamál sem gera það að
verkum að þeir fara að tortryggja
hvor annan. Ekki batnar ástandið
þegar þeir taka með sér puttaling-
Stúlkurnar
Meðreiöarfélagar Vinces og Cesars
á ferð þeirra til Las Vegas eru tvær
stúlkur, Grace og Lia, sem Lolita
Davidovich og Lucy Liu leika.
inn Liu sem hefur afgerandi áhrif á
samband þeirra. Þegar loks er kom-
ið til Las Vegas mega vinirnir ekki
sjá hvor annan án þess að vera með
skítkast svo það er ljóst að bardag-
inn á milli þeirra verður allt annað
en vinsamlegur.
í hlutverkum Vince og Cesars
eru Woody Harrelson og Antonio
Banderas og í hlutverkum stúlkn-
anna eru Lolita Davidovich og
Lucy Liu. Aðrir leikarar eru Tom
Sizemore, Robert Wagner og Rich-
ard Masur. Leikstjóri og handrits-
höfundur er Ron Shelton sem hef-
ur sérhæft sig í að gera kvikmynd-
ir um íþróttamenn - undantekning
er hinn ágæti pólitíski tryllir
Blaze. Honum tekst misvel upp en
á að baki nokkrar athyglisverðar
íþróttakvikmyndir, eins og Bull
Durham og White Men Can’t
Jump. Alls hefur Ron Shelton leik-
stýrt sjö kvikmyndum.
-HK
Klassísk barátta
góös og ills
Barn meö dularfullan bakgrunn
Kim Basinger í hlutverki Maggie O’Connor sem eiur upp barn sem hún
óvænt þarf að vernda.
Bless the Child, sem Stjömubíó
frumsýnir á morgun, er ein af
nokkrum kvikmyndum sem komið
hafa fram á undanfómum misser-
um sem fjalla um persónur sem eru
andsetnar. Oftast er um að ræða
einhvem erfingja þess i neðra en nú
ber svo við að í Bless the Child er
lítil stúlka sem býr yfir einhverjum
miklum innri krafti sem hún notar
aðeins i þágu hins góða.
í myndinni segir frá Maggie sem
tekur að sér uppeldi systurdóttur
sinnar þegar systir hennar, sem er
eiturlyfjaneytandi, lætur sig hverfa.
Það kemur síðan í ljós að litla stelp-
an hefur fæðst þegar heilög stjama
skein á himni. Þetta gerir það að
Barn meö ógnarkraft
Cody (Holliston Coleman) er þarnið
sem djöflatrúarfólk hefur veriö að
bíða eftir í margar aldir.
verkum að stelpan er búin yfimátt-
úrlegum kröftum sem hún notar
eingöngu til góðra verka. Hins veg-
ar er sértrúarflokkur sem vill hand-
sama stúlkuna svo hægt verði að
nota hana til að kalla fram hið illa.
Maggie gerir allt til að bjarga stelp-
unni frá hinu illa þegar hún fær að
heyra allan sannleikann frá fyrrver-
andi liðsmanni sértrúarflokksins,
Cheri. Hefst nú hin klassíska bar-
átta milli góðs og ills.
Með aðalhlutverkin í myndinni
fara Kim Basinger, Jimmy Smits,
Ian Holm, Christina Ricci og Holli-
ston Coleman. Leikstjóri er Chuck
Russell sem á að baki tvær stór-
myndir, The Mask og Eraser.
Russell hóf feril sinn hjá Roger
Corman og var fyrsta kvikmynd
hans Nightmare on Elm Street m og
skrifaði hann handritið að þeirri
mynd ásamt Frank Darabont
(Shawshank Redemptation, The
Green Mile).
-HK
Dancer in the Dark
★★★★ Dancer in the Dark er
hámelódramatísk sápuópera, gerð
af hjartans einlægni og miklu
næmi - en um leið læðist stöðugt
að manni sá grunur að Von Trier
sé að skemmta sér við að hafa
áhorfandann að fífli.
-ÁS
Saving Grace
★ ★★ Saving Grace er fyndin og
skemmtileg mynd allt fram í lokin
þegar endirinn verður að rútínu
sem allt of oft er notuð. Leikur er
frábær. Brenda Blethyn er slík yf-
irburðaleikkona að það þarf mikið
til að skyggja á hana en í heild er t
gott jafnvægi í leiknum og mesti
hláturinn kemur frá kostulegum
persónum í litlum hlutverkum.
-HK
Ikíngut
★★★ Góð kvikmynd sem byggist
á þjóðsagna- og ævintýrahefð.
Myndin fjallar um grænlenskan
dreng sem rekur á íslandsstrend-
ur í vetrarhörkum. Aðall myndar-
innar er, líkt og í góðum ævintýr-
um, barnsleg einlægni sem skilar
sér til áhorfenda. Mest áhersla er
lögð á samband Bóasar og
Ikínguts og þar mæðir mikið á
hinum ungu leikurum, Hjalta
Rúnari Jónssyni og Hans Tittus
Nakinen. Drengirnir ná upp sér-
lega góðum og einlægum samleik.
Góð fjölskylduskemmtun.
-HK
Nurse Betty
"kirk í Nurse Betty er flest vel
gert. Það er helst að frásagnarmát-
inn verður flatur og áhorfandinn
fær það á tilfinninguna að sagan
hafi ekki snert við sögumannin-
um. Á móti kemur að persónurnar
eru snyrtilega frágengnar af höf-
undum og leikurum. Morgan
Freeman er traustur að vanda,
Chris Rock hefur ekki í annan
tíma verið betri, Greg Kinnear er
hégómlegur og sjálfupptekinn sem
leikari í sápuóperu og Renée
Zellweger fer vel með hlutverk
góðmennskunnar sjálfrar.
-GSE
íslenski draumurinn
krki, Líflegt og skemmtilegt hand-
rit sem er uppfullt af lúmsku háði
og skemmtilegum orðaleikjum.
Styrkleiki myndarinnar er
kannski einnig helsti veikleikinn.
Persónurnar tala mikið í mynda-
vélina og þótt handritið bjóði upp
á skemmtileg tilsvör og orðaleiki,
þar sem góðir leikarar skapa eftir-
minnilegar persónur og fara vel
með textann, er ekki laust við að
atburðarásin hafi hæðir og lægðir.
íslenski draumurinn lofar góðu
um framtíðina hjá Robert Dou-
glas.
-HK