Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 28
L # Almera el edition limited FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 „Tryggingastofnun getur ekki frekar en aðrar ríkisstofnanir greitt út nema hún hafl til þess skýr laga- fyrirmæli, lagaheimildir eða að hún hafi verið dæmd til að borga sam- kvæmt ákveðinni kröfu,“ sagði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra varðandi spuming- ar um hvers vegna stofnunin hafl ekki greitt út strax eftir Haarde. dóminn. „í úr- skurði Hæstaréttar var verið að við- urkenna ákveðin sjónarmið sem síð- an þarf að setja lagagrundvöll undir til að hægt sé að framfylgja dómn- um. Þetta skiptist í tvö tímabil, ann- ars vegar árin 1997-1998 og hins vegar árin 1999 og 2000. Það hefur 'i%erið slegið á það að greiðslumar sem falla til vegna áranna ‘97-98 séu um 430 milljónir króna að við- bættum vöxtum og fyrir 1999—2000 allt að 250 milljónum króna með vöxtum." Til framtíðar geti þessi nýja regla kostað um eða rúmar 100 milljónir á ári. „Það er talið að þessi breyting nái til innan við 20 af hundraði þeirra öryrkja sem em giftir eða í sambúð." -HKr. Flugdólgadeilan: Allt að 20 ara fangelsi - erlendis Flugdólgadeila Ómars Konráðs- sonar tannlæknis og Flugleiða er enn á borðum lögmanna en flugfé- lagið hefur sem kunnugt er kært Ómar og tvo aðra farþegar fyrir ólæti I háloftunum. Ómar hyggst gera tugmilljóna króna kröfu á móti fyrir að hafa verið vísað úr Mexíkóflugi í Minneapolis. Viðlika mál er komið upp hjá bandaríska flugfélaginu United Airlines sem þurfti að millilenda einni véla sinni i Alaska til að losa sig við drukk- inn farþega sem var á leið til Hong Kong. Sá Omar Konráðsson Heppinn aö fljúga ekki meö United Airlines. heitir Tabloff, frá Grove í fylki. Steven 44 ára, Buffalo Illinois- Steven trylltist á háloft- unum eftir stöðuga drykkju um borð, reif sima af vegg og svívirti flugfreyjur þar til hann var settur í handjám og skilinn eftir í Alaska. Flugleiðir stefna sem kunnugt að því að setja áþekk handjárn um borð í vélar sínar að fenginni reynslu af ölóð- vun farþegum. Steven Tabloff á yflr höfði sér 20 ára fangelsdóm vegna athæfis síns að sögn Eric Gonzales, fulltrúa hjá bandarísku alrikislög- reglunni, sem fer með rannsókn málsins. -EIR Heilsudýnur t sérjlokki! Bjargaði . áhöfn brenn- f andi báts Ahöfn línubátsins Njarðvikur GK frá Reykjanesbæ bjargaði fjórum norskum sjómönnum af brennandi báti út af Norður-Noregi skömmu fyr- ir miðnætti í gærkvöldi. Njarðvíkin var á útleið frá Noregi og stödd nokkr- ar sjómilur frá landi þegar skipverjar heyrðu neyðarkall frá norskum 70-80 tonna báti sem var að brenna. Engin staðsetning var gefin upp. tslending- amir sáu siðan bjarma yfir haffletin- um og var bátnum stefnt þangað. Áður en langt um leið sá áhöfn Njarðvíkur hið brennandi skip en áhöfn þess var þá búin að yfirgefa það og komin í gúmbát. Norðmönnunum var bjargað um borð en síðan var ákveðið að senda bát frá norsku ströndinni til að sækja skipbrots- mennina. Eftir því sem DV kemst næst sakaði engan Norðmannanna sem voru fluttir í land. -Ótt Búist við stormi Búist er við stormi (meira en 20 metmm á sekúndu) á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á miðhálendinu síðdegis í dag, í kvöld og fram á nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofu íslands má búast við skúrum á þessu svæði fram eftir degi, en síðan rigningu og hita, 2-8 stig. -SMK Best og verst klæddu konurnar 1 Fókus á morgun er að finna ítar- lega úttekt á best og verst klæddu konum landsins, en nokkrir sérfræð- ingar settust niður og ræddu málin í vikunni. Sagt er frá bíófanatíkerum sem hafa hist einu sinni í viku fyrir framan vídeóið í nokkur ár, rætt er við nokkur fórnarlamba kennara- verkfallsins og skyggnst inn í nætur- líf borgarinnar með djammdúettin- um Kókaín. Bibbi Curver rekur skrautlegan listamannsferil sinn. / Helgi með Helga Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags íslands, fékk pappa-Helga aö gjöfí tilefni af sextugsafmæli sínu. Ýmsir hafa haft á oröi að þaö ætti aö vera einn Helgi við hverja höfn á landinu. Nánar frá afmæiinu á bls. 24. Verkalýðsforystan til fundar við Öryrkjabandalagið: - ef okkur verður hrundið út í það, segir lögmaður þeirra „Þetta fer eftir því hvernig málið spinnst við Trygginga- stofnun en svo gæti farið að um 2000 öryrkjar myndu höfða mál gegn ríkinu ef okkur verð- ur hrundið út í það,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður í morgun um nýjustu vendingar í öryrkja- málinu sem nú skekur stjóm- arheimilið sem aldrei fyrr. Forysta verkalýðshreyfingar- innar hefur óskað eftir fundi með stjóm Öryrkjabandalags- ins í dag: „Allir þeir sem standa í réttinda- baráttu átta sig á því að þama er kom- ið stórhættulegt fordæmi þar sem svo virðist að ekki dugi lengur að vísa málum til Hæstaréttar. Þá er það bara samstaðan sem gildir," sagði Garðar í hofuöstöövum Öryrkjabandalagsins Fundaö meö stjórnarandstööunni í gær - verkalýösforystunni í dag. Sverrisson, formaður Öryrkjabanda- lagsins, í morgun. „Allt málið er orð- ið hið undarlegasta og þegar maður reynir að finna hliðstæður dettur manni ekkert annað en austurblokkin í hug sem til allrar hamingju er fyrir bí. Hugarfar hennar og and- rúmsloft virðist þó enn svífa yfir vötnunum í Stjórnarráði íslands. Ég tek undir með Sigurði Líndal prófessor sem hefur bent á að viöbrögð forsætisráð- herra í þessu máli sýni okk- ur að andi einveldistímans virðist enn lifa góðu lífi á talandi," sagði Garðar Sverrisson. Fundur forystu verka- lýðshreyfingarinnar og stjórnar Öryrkjabandalags- ins hefst í húsakynnum þeirra síðar- nefndu klukkan 13 í dag. í gær fund- uðu forystumenn stjórnarandstöðunn- ar með stjórn Öryrkjabandalagsins á sama stað. -EIR FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstseröir 9 leturstillingar prentar (2 línur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerölr af römmum Bafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_______ Ósiðlegt að beita »fyrningarreglum „Ríkisstjórnin ætlar að beita hnefarétti til að halda áfram aö brjóta mannréttindi á öryrkjum. Það á ekki að fara að dómi Hæstarétt- arog áfram skal skerða tekjutrygg- ingu öryrkja vegna tekna maka, þó Hæstiréttur hafi úrskurðað það í andstöðu við mannréttindaá- kvæði stjórnar- skrárinnar," segir Össur Skarphéð- jnsson, formaður Samfylkingarinn- ar, um fyrirhugaðar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í framhaldi dóms Hæstaréttar um tekjutengingar ör- yrkja. „Sömuleiöis er forkastanlegt að ríkisstjómin ætlar ekki að greiða öryrkjum sjö ár aftur í tímann, það er að segja jafn lengi og Hæstiréttur dæmdi að um ólögmæta skerðingu hafi verið að ræða, heldur einungis fjögur ár. Ég tel að það sé ósiðlegt að beita fymingEureglum þegar um er að ræða bætur vegna mannrétt- indabrota. Ég tel líka að það sé sið- laust að endurgreiðslan aftur í tím- ann á að byggjast á skertum bót- um.“ Nánar á bls. 4 -SMK ■ jm» _______________ f ÖRYRKJAR \AllRA LANPA ...J Ossur Skarphéöins- son. 2000 öryrkjar í mál við ríkið Nær til fimmt- ungs öryrkja *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.