Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2000 E3i rMfÍMtttfrT Game Boy Advance: Framleiðsla hafin - kemur fyrst út í Japan Nintendo fyrir- tækinu hefur alla tíð vegnað vel með lófaleikja- tölvuna Game Boy Color sem hefur slegið flest ef ekki öll sölumet sem hægt er að slá. Eins og fLest í þessum iðnaði er end- ingartími leikjatölva ekki langur en Game Boy Color leikjavélin hefur enst lengur en flestar aðrar leikjavélar. Nú i ár er svo von á arftaka hennar og nefnist hann Game Boy Advance. Game Boy Advance er áætluð á markað þann 21. mars næstkomandi í Japan og svo fær restin af heimsbyggð- inni að prófa einhverjum mánuðum seinna. A6 læra af reynslunni Nintendo ætlar ekki að falla í sömu gryíju og Sony með PlayStation 2 leikjavélina og er framleiðsla á Game Boy Advance þegar hafm. Nintendo hefur að markmiði að hafa reiðubúin 24 milljónir eintaka af vélinni fyrir útgáfudaginn. Þess má geta að Game Boy og Game Boy Color hafa til samans selst í rúm- lega 100 milljón eintökum sem ger- ir þessar tvær lófaleikjatölvur að söluhæstu leikjatölvunum frá upp- hafi. Game Boy Advance verður ansi kröftug, með 32 bita örgjörva sem er það sama og PlayStation vélin hefur en Game Boy og Game Boy Color höfðu báðar 8 bita örgjörva. Litaskjár mun prýða vélina og hægt verður að spila gömlu Game Boy Color leikina á Game Boy Advance. Þá er bara að bíða og vona að Nintendo dragi það ekki of lengi að Nintendo ætlar ekki að falla í sömu gryfju og Sony með PlayStatíon 2 leikjavélina og er framleiðsla á Game Boy Advance þegar hafin. Nintendo hefur að markmiði að hafa reiðubúin 24 milljónir eintaka af vélinni fyrir útgáfudaginn. framleiða Game Boy Advance fyrir Evrópumarkað. Það hefur hins veg- ar heyrst að júlí sé líklegur komu- tími fyrir vélina. Mji\í Á meðal þess sem hefur gert Game Boy leikjatölvurnar svo vinsælar eru leikir á borö viö Super Mario Bros. og Pokémon sem sameina einfaldleika og skemmtilega spilun. Þaö væri nú ekki verra aö geta leigt sér mynd eins og Meet the Parents á Net- inu til aö sleppa viö aö popppokaskrjáfiö í kvikmyndahúsum borgarinnar. Kvikmyndafyrirtæki fiktar á Netinu: - hægt aö leigja myndir í sýningu Kvikmyndafyr- irtækið Miramax er þessa dagana að undirbúa til- raun með að selja bíómyndir á Netinu. Fyrirtækið hyggst bjóða kvikmyndir til niðurhals og þarf fólk að borga tæpa 4 dollara fyrir sólahrings „leigu“. Kerfið sem Miramax er að þróa verður því eins og nokkurs konar vídeóleiga á Net- inu nema að í boði verða bíómynd- ir sem verið er að sýna í kvik- myndahúsum á þeim tíma sem leig- an fer fram. Þessi tilraun Miramax er ein af mörgum sem kvikmyndafyrirtæki hafa verið að prófa. Framleiðendur kvikmynda hafa mikinn hag í því að þróa einhverja leið til að nota Netið við dreifingu mynda sinna. Ef ekki fmnst lausn eða sniðug hug- mynd er hætta á að einhvers konar bíómynda-Napster verði til og þá hafa fyrirtækin enga leið til að stjórna neinu sjálf. Nokkuð er reyndar um að fólk skiptist á mynd- um á Netinu en sú iðja hefur ekki náö sömu fótfestu og skiptimarkað- ir með tónlist á mp3 formi, enn sem komið er, og er ástæðan sjálfsagt sú að ein bíómynd er mun stærri pakki að flytja í gegnum Netið en stutt dægurlag. Háhraðatengingum við Netið fjölgar hins vegar dag frá degi og því er nauðsynlegt fyrir kýikmyndafyrirtækin að fmna eitt- hváð upp. Ekki eru kvikmyndaframleiöend- ur einir í þessum bransa þessa dag- ana aö finna gott dreifikerfi á Net- inu. Fyrirtækið Blockbuster er gríð- arstór vídéóleigukeðja sem teygir anga sína víða um heim og á sjálf- sagt eftir að sjást hér á landi einn daginn og er í óðaönn að þróa kerfi til að leigja video í gegnum Netið þessa dagana. Þessi tilraun Miramax er ein af mörgum sem kvikmyndafyrirtæki hafa verið að prófa. Framleiðendur kvik- mynda hafa mikinn hag í því að þróa ein- hverja leið til að nota Netið við dreifingu mynda sinna. Nintendo með frekju og leiðindi - kæröi veffréttamiðil vegna umfjöllunar um leikjatölvuna Vefsíðan www.dailvrad- ar.co.uk er ein stærsta og viða- mesta breska vef- síðan sem fjallar um tölvuleiki, leikjatölvur og aðra afþreyingu. Dail- yradar, sem er á vegum útgáfufyrir- tækisins Imagine Media, hefur ákveð- ið að hætta allri umíjöllun um vörur Nintendo-fyrirtækisins, hvort sem um er að ræða leikjavélar þeirra eða hug- búnað. Forsvarsmenn dailyradar.co.uk tóku þessa ákvörðun í kjölfar mál- sóknar Nintendo-fyrirtækisins á hendur blaðinu The Unofficial Pokemon Trainer’s Guide sem íjallar um Pokémon-leikinn frá Nintendo. Málið er að The Unofficial Pokemon Trainer’s Guide er einnig í Nintendo segir aö veffréttamiöillinn hafi notaö myndir og vörumerki fyrir- tækisins án tilskilinna leyfa. Á myndinni er Gunpei Yokoi sem fann upp fiamohnv nú látinn Forráðamenn Dailyrad- arsögðu að það væri greinilegt að Nintendo- fyrirtækið væri að reyna að stjóma um- fjöllun fjölmiðla með þessu háttalagi sínu. eigu Imagine Media og er málsókn Nintendo byggð á því að blaðið noti myndir og vörumerki sem eru í eigu Nintendo. Dailyradar notar einnig myndir og vörumerki í eigu Nintendo þegar fjallað er um vörur Nintendo og þótti forráðamönnum þar á bæ að það sama yrði að ganga yfir alla. Forráðamenn Dailyradar sögðu að það væri greinilegt að Nintendo-fyrir- tækið væri að reyna að stjóma um- fjöllun fjölmiðla með þessu háttalagi sinu. Það er vonandi að þetta mál leysist og áhugamenn um Nintendo geti fengið fréttir af vömm fyrirtækis- ins sem fyrst. Ef tekið er miö af tölvuvæöingu fólks þá eru nemendur Johns Street sjálf- sagt sérfróöir um ríkari þjóöir heims á meöan þriöja heims ríki eru ekki jafn- þekkt. Skólaverkefni úr böndunum - vegna tölvupóstflóðs Verkefni breska landafræðikenn- arans Johns Streets vatt held- ur betur upp á sig fyrir skömmu. John ætlaði að nota Netið og tölvupóst til að fræða bekkinn sinn um heiminn og sendi í því skyni 25 tölvubréf þar sem hann bað fólk um að senda til baka hvar í heiminum það byggi og senda bréfið áfram til vina sinna. Svo ætlaði John og bekkurinn hans að merkja inn á heimskort staðsetningu þeirra sem myndu svara tölvupóstin- um. John hafði búist við hundrað og eitthvað svarbréfum og varð heldur undrandi þegar tölvupóstflóð fór af stað. Nú þegar hafa um 115.000 manns svarað tölvupóstinum og eru John og bekkurinn hans löngu hætt að geta merkt við staðina á heimskortinu. Nemendur Johns lærðu alla vega nóg af tiltækinu og þekkja án efa mun fleiri staði í heiminum eftir þetta verkefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.