Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2000 ■ ■ ^0 ■ ■ ■ I' vwl tölvui t«kni og vlslnda Frönsk stjórnvöld skoöa skatt á stafrænan búnað: Höfundargreiðslur tryggðar til listamanna Nú þegar er búið að ákveða að setja skatt á tóma geisladiska, DVD- diska og ördiska sem tekur gildi 22. janúar næstkomandi og fer upphæðin eftirþví hversu mikið er hægt að geyma á diskunum. - vegna stuldar á efni þeirra BFrönsk yfirvöld íhuga nú að setja skatt á hvers konar búnað sem hægt er að geyma stolna tónlist eða myndefni á. Skatturinn mun beinast að tölvum, hörðum diskum og hvers kyns búnaði sem hægt er að fjölfalda á efni á stafrænu formi. Nú þegar er búið að ákveða að setja skatt á tóma geisladiska, DVD-diska og ördiska sem tekur gildi 22. janúar næstkomandi og fer upphæðin eftir því hversu mik- ið er hægt að geyma á diskunum. Tilgangurinn meö skattlagningu sem þessari er sá að hægt verði aö bæta listamönnum þann skaða sem þeir hljóta vegna stulds á efni þeirra í gegnum áðumefnda miðla. Allir borga, vondir og góöir Skatturinn hefur vakið hörð við- brögð hjá Qölmörgum hagsmunaað- ilum. Bertrand Eteve, formaður ai- þjóðlegra samtaka um viðskipti með hljóð-, mynd- og tölvubúnað (SECIMAVI), segir samtökin mjög andvíg tillögum franskra stjóm- valda. Að sögn Bertrands mun skatturinn leggjast á alla, sama þótt þeir noti sinn búnað á lögleg- an hátt og lög sem þessi hefðu slæmt fordæmi á alþjóðlega vísu. Menningarmálaráðherra Frakk- lands, Catherine Tasca, sagði hins vegar í viðtali við franska blaðið Le Figaro að skatturinn myndi tryggja listamönnum verðskuldað- ar höfundarréttargreiðslur. Að hennar mati grefur nútímatækni undan möguleikum listamanna á að hagnast á list sinni og listin myndi einfaldlega deyja út nema listamennimir fengju greitt fyrir störf sín. Einnig er ætlunin að nýta hluta skattteknanna til að styðja við bakið á upprennandi lista- mönnum. Pýskaland á undan Þýsk stjómvöld hafa nú þegar hafið skattlagningu sem þessa á tölvur. Skatturinn þar er um 2500 krónur á haröan disk. Allt bendir hins vegar til þess að skatturinn verði mun hærri í Frakklandi eða á milli 7000 til 12.000 krónur og hefur Viðskiptaráð Frakklands áhyggjur af að þessar háu upphæðir komi til með að skaða samkeppn- ishæfni fransks tölvuiðnaðar. Nú þegar eru tómar mynd- bandsspólur og kassettur skatt- lagðar í Frakk- landi I sama til- gangi en tekj ur ríkisins af þeim skatti hafa dregist sam- an með komu stafrænu tækninnar. 15 ár eru síðan MIR komst í gagnið og hefur fjöldi geimfara búiö í henni á þeim tíma. Fyrsta geimstöðin nálgast endalokin: MÍR „deyr“ 6. mars - 15 ára starfsferli lokið Rússnesk stjórn- völd hafa nú ákveðið dagsetn- ingu fyrir eyð- ingu geimstöðv- arinnar frægu, MÍR, sem sinnt hefur starfi sinu með sóma, fyrir utan nokkur hikst, í 15 ár. Ef allt gengur samkvæmt áætlun mun þessi aldna geimstöð hefja lokafór sína í átt að jörðu hinn 6. mars næstkom- andi. Aðalástæðan fyrir þessari ákvörð- un eru ýmisleg vandamál sem kom- ið hafa upp með geimstöðina. 25. des- ember síðastliöinn slitnaði samband við stöðina og voru áhyggjur um að MÍR hrapaði af sjálfsdáðum, atvik sem hefði getað endað illa. Þetta seinasta atvik fyllti mælinn og 30. desember skrifaði Mikhail Kasya- nov, forsætisráðherra Rússlands, undir skipun um að eyða MÍR. Rúss- ar ætla nú að einbeita sér að upp- byggingu alþjóðlegu geimstöðvarinn- ar. Ómannað geimfar verður sent á loft 22. janúar í þeim tilgangi að koma eldsneyti í geimstöðina svo hægt verði að nota þrýstiflaugar hennar til að hægja ferð hennar um jörðu og stýra henni í átt að jörðu. Ómönnuð geimför hafa áður flutt eldsneyti í MÍR en oft hafa geimfar- ar um borð þurft að stýra þeim. Ef þessi seinasta eldsneytisflaug klikk- ar þá mun mannað far fara og ganga frá verkefninu. Þegar MÍR fer I gegnum gufuhvolf Jarðar mun það brotna í þúsundir bita sem sumir munu geta verið allt að 700 kg. Talið er öruggt að mestallt drasl muni brenna upp á ferð sinni í Ómannað geimfar verður sent á loft 22. janúar í þeim tilgangi að koma eldsneyti í geimstöðina svo hægt verði að nota þrýstiflaugar hennar til að hægja ferð hennar um jörðu og stýra henni íátt að jörðu. gegnum gufuhvolfið og það sem end- ist slíka ferð á að enda í Kyrrahaf- inu. Gamalreyndir sérfræðingar í geimferðum segja hins vegar ekkert fullkomlega öruggt með að allt gangi eins og i sögu. IT/Ginger-fárið að leysast: Ginger umbyltir ekki heiminum Nú er komin aðeins skýrari mynd á allt fjölmiðlafárið í kringum hina dularfullu upp- finningu Richards 18 Kamen sem gengur V undir nöfnunum IT og Ginger. Teikningin af Gin- ger, sem birtist i síðasta blaði DV-Heims og er af nokkurs konar vélknúnu hlaupa- hljóli, er sögð vera rétt og á fólk nú erftt með að sjá hvernig farartæki sem þetta geti umbylt heiminum. Nú er hins vegar rætt mn að það sé ekki farar- z tækið sem slíkt sem eigi Ginger er í rauninni bara vélknúiö hlaupahjól með hjólin á vitlaus- um staö en þaö er hins vegar vélin í hjólinu sem gæti haft mikil áhrif á daglegt líf fólks. - segir Richard Kamen uppfinningamaður eftir að valda þeirri byltingu sem um var talað heldur vélin sem knýr það áfram, sem margir telja að sé svokölluð Stirling-vél. Vitað er að Kamen sótti um einka- leyfi í fyrra fyrir hönnun á FIG. 1 Stirling-vél. Nafnið kemur frá skoska ráðherranum Robert Stirling sem- árið 1816 sótti um einkaleyfi á vél sem gekk fyrir elds- neyti sem þandist út og dróst saman en brann ekki. NASA vinnur við rannsóknir á slíkum vélum fyrir geimkönnunarför sín. Ef um slíka vél er að ræða, og jafn- vel þó hún muni aðeins geta keyrt lít- ið hlaupahjól, getur það haft stórar breytingar í fór með sér þar sem Stir- ling-vélin á að ganga fyrir ómengandi og ódýru eldsneyti sem myndi gera bensín- og olíuknúna bíla óþarfa. Enn er þó allt á huldu með málið. Nú er hins vegar rætt um að það sé ekki far- artækið sem siíkt sem eigi eftir að valda þeirri byltingu sem um var talað heldur vélin sem knýrþað áfram sem margir telja að sé svokölluð Stiríing-véi. Vitað er að Kamen sótti um einkaleyfi í fyrra fyrir hönnun á Stiríing vél,- Kamen sjálfur neyddist til að gefa út fréttatilkynningu þar sem hann harmaði lekann í sambandi við bóka- samninginn sem hann hefur gert um uppfinninguna og sagði einnig að all- ar tilvitnanir í þá sem séð hefðu gripinn, Steve Jobs hjá Apple og aðra, hefðu verið teknar úr sam- hengi og að þeir hefðu einnig haft sínar efasemdir um Ginger. „Tilvitn- anirnar saman með frjóu ímyndun- arafli fólks hafa leitt til óraunhæfra væntinga. Við erum að vinna að verkefni sem lofar góðu en það er ekki neitt sem kemur til með að hrista stoðir raunveruleikans eins og við þekkjum hann eða umbylta hon- um á neinn hátt.“ Lagfæring á grein Varðandi dóm- inn um Philips- sjónvarpstækið í seinasta tölublaði DV-Heims þá láðist að taka tvennt fram. Það var að sjónvarp- ið kom frá verslun- inni Kalíber í Kringl- unni og eiga starfs- menn hennar þakkir skyldar fyrir að treyst þessu verð- mæta tæki úr verslun- inni. Einnig telst það góður siður aö gagn- rýnendur setji nafn sitt með dómum, sama um hvað sá dómur kann að vera, og skal það hér með tekið fram að einstakling- ur sá er hreifst svo mjög af sjónvarpstækinu góða heit- ir fullu nafni Hafsteinn Thorarensen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.