Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2000 tölvui t«kni og viiinda Nýjar rannsóknir á heilastarfsemi rhesusapa: Köttur greindur frá hundi Hundur er ekki sama og köttur og köttur því ekki sama og hundur. Þaö vita allir. I apaheilum eru sérstakar frumur fyrir hunda og aörar fyrir ketti og hugsanlega er svipaö upp á teningnum í heila okkar mannanna. Köttur er köttur og hundur er hundur og í apa- heilum eru sér- stakar frumur sem greina þar á milli. Kannski í okkur mönnunum líka. Vísindamenn við tækniháskólann í Massachusetts (MIT) hafa komist að raun um að einstakar heilafrumur í öpum stilla sig inn á hugtakið kött og aðrar á hugtakið hund. í grein í tímaritinu Science segja þeir að þetta sýni hvemig heilinn skipi hlutum í flokka. „Eitt grundvallaratferli okkar er að ljá því sem er í kringum okkur merkingu," segir Earl Miller, aðstoð- arprófessor í heila- og hugarstarfs- visindum við MIT, einn forsvars- manna rannsóknarinnar. „Þegar við komum inn í herbergi eyðum við ekki miklum tíma og fyr- irhöfn í að bera kennsl á hlutina. Við vitum strax hvort eitthvað er stóll eða borð og við vitum hvemig á að nota það þótt við höfum aldrei séð þennan ákveðna stól eða þetta ákveðna borð fyrr.“ Samt, segir Miller, vita vísinda- menn svo til ekkert um hvernig heil- inn fer að þessu. Hann segist álíta að einstakar heilafrumur hljóti að koma þar við sögu. „ímyndum okkur ungt barn sem er að læra um ketti,“ segir Miller í samtali við fréttamann Reuters. „Við ^fm*HHTT*TTiTrirrTrTrTWi,mtTrrwT*~wTn* erum með langan lista yfir það sem gerir kött að ketti. Ef það er með löng veiðihár, malar og er loðið hlýtur það að vera köttur. Þessar upplýsing- ar eru greyptar í einstakar tauga- frumur í heilanum." Heilinn verður síðan að geta náð í þessar upplýsingar og fengið ein- Vísindamenn við tækniháskólann í Massachusetts (MIT) hafa komist að raun um að einstakar heila- frumur í öpum stilla sig inn á hugtakið kött og aðrar á hugtakið hund. hvern botn í þær með hraði. „Með því að greypa upplýsingarnar í eina frumu getur heilinn skipað hlutum sjálfkrafa og áreynslulaust í flokka," segir Miller. Miller og samstarfsmenn hans sýndu rhesusöpum tölvugerðar mynd- ir af köttum og hundum, sex tegund- um í allt. Vísindamennirnir blönduðu síðan saman myndunum sex og gerðu úr eina. Um leið og myndin var orðin köttur eða hundur að meira en helm- ingi gátu aparnir flokkað hana rétt í um níutíu prósentum tilvika. Leiðslur voru tengdar við heila apanna til að skoða virkni þeirra. „Þetta var langt og strangt en þeir lærðu hvað það er sem gerir kött að ketti og hund að hundi," segir Miller um apana. Og þar sem heilar apa og manna eru svipaðir eiga vísindamennirnir von á að maðurinn fari svipað að þeg- ar hann lærir að flokka tilveruna í kringum sig. Lífið bara býsna gott fyrstu fjörutíu árin, eða svo: Hallar undan fæti eftir fertugt og tölur hrakar að vísu ekkert að ráði fyrr en við erum komin vel á sjötugsaldurinn en miklu fyrr ger- ist það að við þurf- um lengri tíma til að sækja þessar sömu upplýs- ingar. „Þegar maður kemur fram á miðjan aldur getur maður verið allt að tíu til fimmtán pró- sentum lengur að bregðast við en þegar maður var á þrí- Þótt fertugum sé allt fært veröur víst ekki um þaö deilt að þegar þeim aldrinum er náö fer aö halla undan fæti, ef marka má rann- sóknir á heilastarfseminni. tugsaldrinum," k ir Wesnes. Skýrasta dæmið um þetta í dag- legu llfi er vandi fólks við að muna þegar í stað nafn á einhverj- um sem maður hittir i veislu eða hreinlega nafn á einum vinnufélaganum. Þótt ástæðurnar fyrir því að svona hægir á getu okkar til að leysa vitsmunaleg Kafarar sjá fram á að eignast góðan vin: Smatolva varar við köfunarveiki Sumir segja að lífið byrji ekki fyrr en fertugs- aldrinum er náð. Aðrir segja að þá sé allt búið. Vísinda- menn segja hins vegar að flest hægjum við bara á okkur þegar þeim merka áfanga er náð. „Lífið er bara ansi gott þangað til maður verður fertugur," segir Keith Wesnes, heiðursprófessor í sálfræði við Norðymbralandshá- skóla i Englandi. „Eftir það fer að halla stöðugt undan fæti.“ Wesnes kynnti rannsóknir sínar í breska sálfræðifélaginu fyrir jól- in. Þar kemur fram að viðbragðs- timi okkar, sá timi sem við getum einbeitt okkur í einu, og minni okk- ar byrja að dala frá því við erum 40 til 45 ára. Niðurstöðurnar byggir hann á rannsóknum á 2.300 heil- brigðum körlum og konum á aldr- inum 18 til 87 ára. Getu okkar til að geyma upplýs- ingar og bera kennsl á orð, myndir Kafarar mega eiga von á því að eignast góðan bandamann i baráttunni við hina illræmdu köfunarveiki inn- an fárra ára. Um er að ræða litla tölvu sem kafararnir munu bera á úlnliðn- um á meðan þeir eru í kafi. Köfunarveiki gerir vart við sig þeg- ar kafari er of lengi á of miklu dýpi eða fer of hratt upp að vatnsyfirborð- inu. Skyndileg lækkun loftþrýstings- ins getur valdið því að loftbólur myndast í blóðinu. Afleiðingamar geta verið skelfúegar, mikill sársauki, lömun og jafnvel dauði. Það eru tæknimenn frá Heriot-Watt háskólanum í Skotlandi sem eru að þróa nýtt tæki. Það mun vara kafara við þegar þeir eru í hættu á að fá köf- unarveiki. Þróunarvinnan fer fram undan ströndum Orkneyja. Tækið kemur tO með að meta magn loftbóla í blóði kafaranna og segja þeim að fara hægar upp til að koma 1 veg fyrir vandamál. Sjávarlíffræðingurinn Bobby For- bes segir að litla úlnliðstölvan muni Sjávarlíffræðingurinn Bobby Forbes segir að litla úlnliðstölvan muni fylgjast með köfurun- um á meðan þeir eru í kafi en einnig fyrir og eftir köfun. fylgjast með köfurunum á meðan þeir eru í kafi en einnig fyrir og eftir köf- un. í tölvunni verður svokallað smart- kort sem heldur skrá yfir alla líkams- starfsemi kafaranna. „Hún verður svipuð þrýstings- minnkunartölvunum sem kafarar nota núna,“ segir Forbes í samtali við fréttamann Reuters. Forbest segist vona að nýja tækið verði komið á markaö eftir um það bil fimm ár. Tækið er einkum hugsað fyr- ir þá sem hafa köfun að atvinnu en gæti einnig gagnast frístundaköfurum. Um eitt hundrað kafar þurfa að fara í verkefni liggi ekki ljósar fyrir kunna þær að tengjast skilvirkni boðkerfis heilans. Ein leið til að varðveita óskerta starfsemi heilans eins lengi og kostur er felst í því að gefa heilasellunum aldrei frí heldur brúka þær og brúka. Önnur hugsanleg leið til að draga úr áhrifum ellinnar á heilastarf- semina er að neyta jurtalyfja eins og suðaustur-asíska trésins ginko, eða musterisrunna. Rannsóknir benda til að jurt þessi bæti minni gamals fólks. „Lífið er bara ansi gott þangað til maður verð- ur fertugursegir Keith Wesnes, heið- ursprófessor í sálfræði við Norðymhralands- háskóla í Englandi. „Eftir það fer að halla stöðugt undan fæti.“ a Kafarar geta fengiö hina illræmdu köfunarveiki ef þeir fara ekki var- lega. Innan fáeinna ára er útlit fyrir aö þeir geti fengið viðvaranir frá smátölvu á úlnliönum ef hætta steðjar aö. meðferð gegn köfunarveiki á hverju ári í helstu köfunarmiðstöðvum heimsins, svo sem á Cayman-eyjum. : Aspirín gegn hjartaáföllum Aspirín er margra meina bót, að því er fram kemur í nýrri rannsókn ítalskra vísinda- manna sem sagt er frá í lækna- blaðinu Lancet. Aspirínið getur dregið úr líkun- um á að fólk í miklum áhættuhópi fái annað hjartaáfall. Þá dregur það einnig úr likunum á heila- blóðfalli í áhættuhópum. Rann- sókn ítalanna sýnir einnigt fram á að þetta undralyf geti komið í veg fyrir að fólk sem þjáist af sykur- sýki, oflitu eða miklu kólesteróli í blóði fái fyrsta hjartaáfall sitt. Vísindamennimir bára saman áhrif aspirins og E-vítamins á nærri fimm þúsund sjúklinga í miklum áhættuhópi sem voru til meðferðar hjá heimilislæknum sínum. Aspirín dró úr dauðsfoll- um og hjartaáfóllum en E-vitamín- ið hafði engin áhrif. Blæðingar voru hins vegar fylgikvilli aspirínneyslunnar. Tifstjarna miklu yngri en áöur var talið Stjarnvísinda- menn frá McGill- háskólanum i Montreal i Kanada hafa komist að raun um að tifstjama ein uppi á himninum er miklu yngri en hing- að til hefur verið haldið, eða 1.615 ára gömul en ekki 24 þúsund ára eða svo. Uppgötvun þessi gæti bent tO þess að vísindamenn verði að endurskoða fyrri aðferðir sínar við aldursgreiningu tifstjarna. Með að- stoð Chand- ra-röntgen- geislarann- sóknarstöðv- ar banda- rísku geim- visindastofnunarinnar, NASA, komust Kanadamennirnir að því að tifstjaman umrædda í stjömu- merkinu bogmanninum hefði sennilega orðið til þegar risastór stjarna sprakk árið 386. Það ár tóku kínverskir stjamvísinda- menn eftir því sem þeir kölluðu gestastjömu á himninum frá miðj- um apríl til miðs mai á þessum stað á himninum. Þegar Chandra fylgdist með tif- stjörnunni á síðasta ári var hún nákvæmlega í miðju leifa sprengi- stjörnunnar. Þar sem tifstjömur fara alla jafna fljótt burt frá fæð- ingarstað sínum þykir það benda tO að þessi sé enn á barnsaldri, eða þannig. Upprunl mannsins í upp- námi AOs óvíst er nú hvort nútímamað- urinn er upprunn- inn í Afríku, eins og sátt virtist hafa verið um meðal vísindamanna. Tvær nýjar rannsóknir draga hins vegar svokaUaða „Out-of-Africa“- kenningu stórlega í efa og hafa enn á ný komiö af stað umræðum um hvaðan við komum. í annarri rannsókninni, sem gerð var í Ástralíu, kemur fram að erfðaefnisrannsóknir bendi tO að svokaUaður Mungo-maður, 60 þúsund ára gömul beinagrind, sé erfðafræðUega aUs óskyldur Afr- ikumönnunum sem tahð er að hafi þróast fyrir 150 þúsund árum og dreifst síðan um heiminn. Samkvæmt hinni rannsókn- inni, sem sagt var frá í tímaritinu Science, benda rannsóknir á haus- kúpum frummanna til þess að innræktun hafi veri miUi Afriku- mannanna og Neanderdalsmanna sem bjuggu á þeim svæðum sem Afríkumennirnir fóm um, og jafn- vel mOli Afríkumannanna og homo erectus, eða upprétta mannsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.