Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2000 Mikilvæg uppgötvun í stofnfrumurannsóknum: Lífferli frumna snúið við - í staö ræktunar á fósturvísum Ræktun fósturvísa til stofnfrumurannsókna þykir á mörkum þess siölega og ætti uþþgötvun dr. Ilham því aö vera kærkomin fyrir þá vísindamenn sem slíkar rannsóknir stunda. Samkvæmt frétt á vefsíöu breska dagblaðsins The Times hefur breska vísinda- konan Ilham Abuljadayel gef- iö út þá yfirlýsingu að hún hafi fund- ið aðferð til að umbreyta eðlilegum frumum úr fullorðnu fólki yfir í stofnfrumur svokallaðar. Ef staðhæf- ingar hennar reynast réttar þá mun það hafa mikil áhrif á heilbrigðismál í heiminum. Stofnfrumur er aðeins hægt að finna i fósturvísum og er um að ræða frumur sem enn hafa ekki þróast út í sérhæfð störf heldur geta orðið hvernig frumur sem er, s.s. heila- frumur, vöðvafrumur o.s.frv. Stofn- frumur eru taldar geta valdið bylt- ingu í meðferð sjúkdóma á borð við Stofnfrumur eru taldar geta nýst lömuöum og er Christopher Reeve, sem er hvaö þekktastur fyrir aö hafa leikiö Súpermann, einn þeirra sem hafa fariö fram á aö greidd yröi leiö stofnfrumurannsókna og kom hann fyrir þingnefnd á vegum Bandaríkja- þings í þeim erindagjöröum. hvítblæði, parkinsonveiki, alzheimer og jafnvel virkað gegn öldrun, svo fátt eitt sé nefnt. Vísindasamfélagið tortryggið Að sögn dr. Ilham, en hún er ónæmissérfræðingur, datt hún óvart niður á aðferðina. Hún var að reyna að drepa hvít blóðkorn með sérstöku mótefni. Eitt sinn gleymdi hún einu efnanna í mótefninu. Þeg- ar Ilham ætlaði að athuga blóðkom- in eftir nokkum tíma fann hún stofnfrumur í stað dauðra blóð- korna. Það má í raun segja að hún hafi snúið tímanum við í frumum með þessari uppgötvun ef rétt reynist. Visindasamfélagið er hins vegar af tortryggið gagnvart þessari upp- götvun og segir dr. Ilham að hún hafl ekki fengið niðurstöður sínar birtar í neinu af virtari vísinda- tímaritum heimsins. Dr. Ilham hef- ur látið sannreyna aðferð sína hjá fyrirtækinu Covance auk þess sem einstakir vísindamenn hafa fengið sömu niðurstöður og hún. Adrian Newland, prófessor við Royal London sjúkrahúslækninga- háskólann, er einn þeirra. Hann segir að niðurstöðurnar séu þær sömu hjá sér og dr. Ilham. Hann er þó ekki alveg viss hvort þroskaferl- inu sé snúið við og segir frekari rannsóknir þurfa fara fram. Hagkvæmari aöferð en ræktun fósturvísa Eins og áður sagði hafa stofnfmm- ur hingað til aðeins fengist úr fóstur- vísum. Rannsóknir á því sviði hafa þótt vera á jaðri þess að vera siðlegar þar sem rækta þyrfti fósturvísa til rannsókna sem slíkra. Miklar deilur hafa risið um þetta mál víða um heim og hafa rannsóknir sem slíkar verið bannaðar í sumum löndum. Aðferð dr. Ilham gerir fósturvísa hins vegar óþarfa og eyðir siðferðileg- um spurningum sem loðað hafa við rannsóknir á stofnfrumum til lækn- inga. Einnig er með hennar aðferð hægt að framleiða mun meira af stofnframum á styttri tíma en með framleiðslu fósturvísa. Fyrirtækið Tristem hefur verið stofnað í kringum uppgötvunina og er það í Dublin á Irlandi. Að sögn for- stjóra Tristem, Ghazi Dhöut, eigin- manns dr. Ilham, gætu próf á sjúk- lingum hafist eftir u.þ.b. 6 mánuði ef allt gengur að óskum og yrði þá lík- lega byrjað á hvítblæðissjúklingum. Aðferð dr. Ilham gerir fósturvísa hins vegar óþarfa og eyðir sið- ferðilegum spurning- um sem loðað hafa við rannsóknir á stofn- frumum til lækninga. Einnig er með hennar aðferð hægt að fram- leiða mun meira af stofnfrumum á styttri tíma en með fram- leiðslu fósturvísa. Mí hsJiuj Tveir rannsóknarhópar ná sömu niðurstöðum: Ijós fangað og hleypt út aftur - mun hafa áhrif á tölvugerð og samskipti Sólin var eina almennilega Ijósiö sem forfeöur mannkyns sáu og þeir gátu ómöglega hafa ímyndaö sér aö hægt yröi að fanga Ijósgeisla og halda honum. Tveim hópum vísindamanna í Bandaríkjunum hefur tekist, sín- um í hvoru lagi, að fanga ljós- geisla, halda honum og sleppa honum svo aftur. Þessi uppgötvun er talin geta haft mikil áhrif í tölvuframleiðslu og samskipti á Netinu. Báðir rannsóknarhóparnir notuðu sömu aðferð við að stöðva ljósið. Þeir kældu natríumgas sem var haldið saman af segulsviði í næstum alkul (0° á Kelvin= -273° á Celcius). Við Það gefur augaleið að tækni sem byggist á hraða Ijóssins mun stórauka vinnsluhraða tölva sem og gera samskipti nánast ör- ugg fyrir hleri, þar sem erfitt er að reyna að grípa samskipti sem fara svo hratt, þar sem Ijós er eins og allir vita hraðasti hlutur sem þekkist og ferðast um á 297.000 kílómetra hraða á sekúndu. þetta verður gasið ógegnsætt. Með því að lýsa svokölluðum tengigeisla á gasið verður það gegnsætt. Næst skutu vísindamennirnir ljósgeisla í gegnum gasið. Þegar slökkt var á tengigeislanum varð gasið aftur ógegnsætt. Einnig var slökkt á hin- um ljósgeislanum sem í gegnum gas- ið fór. Þegar tengigeislinn var settur aftur hélt ljósiö áfram för sinni án þess að kveikt væri á lampanum sem það kom frá. Uppgötvunin mun hafa mikil áhrif á getu tölvá í framtíðinni sem og fjar- skipti þar sem hægt verður að fram- kvæma skammtasamskipti og fram- leiða örgjörva og annan tölvubúnað sem byggist á skammtafræði, sér- sviði innan stærðfræði og eðlisfræði sem byggist á verkun hluta á sviði atóma. Það gefur augaleið að tækni sem byggist á hraða ljóssins mun stórauka vinnsluhraða tölva sem og gera samskipti nánast örugg fyrir hleranum þar sem erfitt er að reyna að grípa samskipti sem fara svo hratt þar sem ljós er eins og allir vita hraðasti hlutur sem þekkist og ferð- ast um á 297.000 kílómetra hraða á sekúndu. Liðin eru tvö ár síðan stjórnanda annars hópsins, dr. Lene Vestergaard Hau frá Harvardháskól- anum, tókst að hægja á ljósi niður í 60 kílómetra á klukkustund. í fyrra tókst henni síðan að hægja á ljósi niður í 1,6 kílómetra á klukkustund sem er hægara en róleg ganga þannig að það var aðeins tímaspursmál hvenær tækist að stöðva ljósið alveg. Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvheimur@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.