Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 14
H fókus Fótbolti og handbolti er það sem virkar þessa dagana og fólk virðist loksins vera að kveikja á því. Þótt fólk sé kannski ekki tilbúiö að viðu- kenna það horfa allir á íslenska landsliðið í handbolta keþpa á stórmótum og kaffistofur vinnustaða eru miklu líflegri fyrir vikið. Knatt- spyrnulandsliðið þykir ekki siðri skemmtun þó Morgunblaðib hafi reyndar drepið okkur með allt of mikilli umfjöllun um B-landsliðið á Ind- landi á dögunum. Samt sem áður er það ein- faldlega svo að þetta eru íþróttirnar sem virka - þótt íslensku deildirnar og landsliðin og deildirnar séu í fríi er alltaf hægt að horfa á beinar útsendingar að utan - og það er það sem gildir að fólk hafi þæði gaman af því inn- lenda og erlenda. Það er ekkert vit í Kristni Björnssyni og Flösu Vola sem hverfa alltaf í lengri tíma. úr fókus íslenskur körfubolti er eitt það leiðinlegasta fyrirþrigði sem fyrirfinnst um þessar mundir. Það virðist sama hvað reynt er, íslenskir körfu- þoltamenn geta hreinlega ekki neitt og koma þeir algjörlega í veg fyrir að fólk fái snefil af áhuga á íþróttinni. Hér í eina tíð varð einhvers konar vakning með NBA-æðinu sem reið yfir landiö og allir krakkar kepptust við að kaupa sér Jordan-skó og aðrar „nauðsynjar" en sá áhugi hefur minnkað með hverju árinu og hverjum tapleik landsliðsins á alþjóðavett- vangi. Á tímabili gekk áhuginn meira að segja svo langt að íslenskir körfuboltaleikmenn voru farnir að raka á sér skallann til að reyna að líkjast Shaquille O'Neal eða einhverjum í þeim dúr en það sér hver heilvita maður aö það er til lítils þegar mennirnir geta vart komið send- ingu frá sér. Það er heldur ekki svo að við séum að sjá einhverjar troöslur eða skemmti- legt samspil í þessum leikjum en samt er okk- ur boðið upp á "Stjörnuleik" á hverju ári. Að vísu eru það erlendu leikmennirnir sem þera hann uppi eins og annað sem tengist körfu- bolta hér á landi þannig að allir ættu að sjá hversu tilgangslaust það fyrirbæri er. Væri ekki gáfulegra að íslendingar létu af þessum ósið sem körfubolti er meðan þeir geta ekkert í honum og færu að snúa sér að einhverju öðru? „Ég var 17 ára þegar ég smitaðist en vissi samt ekki aö ég væri smituð fyrr en tveimur og hálfu ári siðar þeg- ar ég var orðin tvítug. Þetta var í októbermánuði. Ég fór í blóðprufu af því ég hélt að ég væri kannski með klamedíu eins og allir aðrir á þessum tíma. Læknirinn sem ég fór til sagði mér að landlæknir hefði gefið út skip- un um að allir sem kæmu í kynsjúk- dómaskoðun ættu að láta taka hjá sér HlV-test líka. Tveim vikum síðar var hringt í mig og mér tilkynnt að ég væri jákvæð af HIV en ekki með klamedíu. Fyrst hafði ég enga hug- mynd um hvort þetta væri gott eða vont, stóð bara þarna á stofugólfmu heima hjá foreldrum þáverandi kærasta míns með simann í hend- inni. Stuttu seinna fékk ég svo algert sjokk; hélt t.d. að mamma myndi aldrei vilja tala við mig aftur. Mér fannst ég svo skitug og hræðileg. Hélt að þetta gæti einfaldlega ekki gerst. Ég var tvítug og það síðasta sem ég var að spá í var AIDS, það var bara einhver hommasjúkdómur," segir þessi unga kona sem ekki er tilbúin að koma fram undir nafni. Ástæðuna segir hún að hún vilji ekki að börnin sin þurfi að upplifa sömu fordómana og hún. Skuggi yfir fjölskyldunni „Ég grét í tvo mánuði. Hélt að ég væri að fara að upplifa síðustu jólin mín og fannst hrikalegt að hugsa til þess að ég ætti aldrei eftir að eignast mann og börn. En nú á ég mann og tvö yndisleg heilbrigð börn sem eru hvorugt með HIV," segir hún og bros- ir. „Ég og maðurinn minn kynntumst í gegnum félagsráðgjafa sem við þekktum bæði. Maðurinn minn, sem er líka HlV-jákvæður, hafði talað um að hann langaði svo að kynnast ein- hverjum sem væri líka með HIV. Hann hafði smitast af einhverri venjulegri stelpu sem hann svaf hjá þegar hann var á ferðalagi með fjöl- skyldu sinni í Evrópu. Við erum búin að vera saman í tíu ár núna, eigum íbúð og bíl og gerum hreinlega allt sem venjulegar fjölskyldur gera. Nema hvað að yfir okkar fjölskyldu hvílír skuggi. Sá skuggi er að auðvit- að getur maður veikst einn daginn og þá breytist allt ansi hratt." Fólk hugsar ekki „Fólk hérna heima er ekki nógu meðvitað um áhættuna sem fylgir því að nota ekki smokk. Það hugsar annaðhvort ekki neitt eða þá að það hugsar: „Ég fæ ekki HIV, það kemur bara fyrir einhvern annan." Það á alls ekki að hugsa svona. Maður á ekki að deyja af því að sofa hjá. Deyja út af einhverjum strák sem vill ekki nota smokk og svo heyrir maður kannski aldrei í honum aftur. Líf þitt gerbreytist ef þú smitast. Ég var tvitug og fannst fótunum vera kippt undan mér; skorið á allt. Þegar maður er tvítugur er allt æðislegt og maður nýtur lífsins út í ystu æsar en þegar þú færð HIV gerbreytist það. Félagslega er ekki hægt að líkja HIV Hún er um þrítugt í dag, hraustleg og myndarleg ung kona sem þig gæti ekki grunað að væri neitt öðruvísi en frænka þín eða mann- eskja sem þú sérð í Hagkaupi Hun smit- aðist af HIV þegar Duran Duran voru vin- sælastir og Bubbi var enn þa kongurinn. Margrét Hugrún hitti smitaðist af öðrum straknum sem hun svaf hi; Hún var 17 ára þegar hún smitaðist af HIV en er um þrítugt í dag. í fyrstu hélt hún að hún gæti aldrei lifað eðlilegu lífi en í dag á hún mann og tvö börn. Sá skuggi hvílir þó yfir fjölskyldunni að foreldrarnir eru báðir smitaðir og geta veikst hvenær sem er. Myndin er sviðsett. I við neinn annan sjúkdóm, nema kannski geðsjúkdóma, þar sem allt er inni í skáp og ekkert hægt að tala um neitt því fordómarnir eru svo miklir og þetta er svo hrikalegt tabú. Ef ég er t.d. stödd einhvers staðar þar sem fólk er að tala um sjúkdóm- inn og enginn veit að ég er jákvæð verð ég að passa mig að leiðrétta ekki of mikið til að fólk fari ekki að hugsa: „Já, af hverju veist þú svona mikið um HIV?" Það er svo vont að vera svona inni í skáp með þetta allt. Að þurfa alltaf að vera að skálda upp einhverjar afsakanir, eíns og t.d. með brjóstagjöfina og svona. Það er svo erfitt að geta ekki komið fram með eitthvað sem er svo stór hluti af lífi manns vegna þess að fordómarn- ir eru of miklir til þess," segir konan sem þekkir fordómana af biturri reynslu. Hún var rekin úr vinnu þeg- ar hún var 23 ára þegar það fréttist að hún væri með HIV. „Vinnuveitandinn hringdi og sagði að sögur gengju um bæinn og að viðskiptin hefðu minnkað. Þar með var ég rekin. Þetta er svo fárán- legt að það hálfa væri nóg og það er ekki eins og það sé búið. Fólk er enn að missa vinnuna vegna þess að það er HlV-jákvætt. Það var enginn séns fyrir mig að smita neinn. Smitleið- irnar eru bara þrjár: við samfarir, blóðblöndun og frá móður til barns. Það er bara svo einfalt," segir hún ákveðið. af HIV Ekki lengur bara hommar og sprautufíklar Konan segir að það sé skrýtið að fólk skuli ekki vera meðvitaðra um sjúkdóminn á íslandi því landið sé svo fámennt. Hér séu 150 manns með HIV (og 150 í viðbót skv. Al- næmissamtökunum) svo flestir ættu að tengjast einhverjum sem hefur smitast. Hún er mjög hneyksluð á þvi að ekki skuli vera stöðug herferð hérlendis til að minna fólk á sjúkdóminn. „Kannski er það vegna þess að for- ráðamanneskjur þjóðfélagsins hugsa að þetta komi ekki fyrir sig og sína, en þetta getur algjörlega komið fyrir þig, mömmu þína, pabba þinn, börnin þín, vini og ætt- ingja. Þetta er ekki lengur bara ein- hver sjúkdómur sem leggst á homma og sprautufíkla. Nú eru það aðallega gagnkynhneigðir á aldrin- um 18-35 ára sem eru að greinast HlV-jákvæðir - fólk sem hittist á skemmtistað eða bar og fer heim í rúmið saman en notar engan smokk." Smokkurinn er 99% vörn Á heimasíðu Alnæmissamtakanna má finna ýmsar athyglisverðar staðreyndir um HlV-sjúk- dóminn. Þar kemur m.a. fram að í dag eru 136 einstaklingar greindir með HlV-veiruna á Islandi. Gera samtökin ráð fyrir helmingi á móti þeirri tólu sem eru smitaðir en vita ekki af því. Árið 1999 greindust 12 einstaklingar með HIV á landinu. Þessir einstaklingar eru á aldrinum 18-35 ára. Þar af eru tveir hommar en hinir gagnkynhneigðir; fimm konur og fimm karlar. 19 konur á landinu undir 30 ára aldri eru HlV-já- kvæðar og 40% smitaðra eru á aldrinum 20-29 ára. Fyrstu einkenni HIV minna á þrálát flensu- einkenni. Hiti, eitlastækkun og kvef sem erfitt er að losna við. Hægt er að ganga með veiruna I eitt til tvö ár án þess að mikil einkenr komi fram. Þega HlV-smituð manr eskja tekur lyfm reglulega eru líkurnar einn á móti þúsund að hún smiti aðra manneskju. HlV-smitaðir foreldrar geta eignast heilbrigð börn og smokkurinn er 99% vörn gegn HIV. Hægt er að fara í HlV-próf á eftirtöldum stöðum: Húð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18, Göngu- deild Landspítalans alla virka daga frá 8-16 og á Landspitalanum í Fossvogi. Prófið er ókeypis og niðurstöðu prófsins getur þú fengið eftir u.þ.b. viku. i hverjir voru hvar Þaö var nóg um að vera á Thomsen sem hélt uþp á þriggja ára afmæli sitt. Meðal þeirra sem sást til voru systkinin Hrönn og Árnl Svelnsbörn, Úlf- ur í Stjörnukisa, stílistinn Hrafnhlldur Hólmgeirs (Raven), Flnnur úr Silikon, gell- i.imar Maríkó og Sól- ey af SkjáEinum, tví- burarnir Klddl og Gulll úr Vinýl, Gelrl 3D og Sjáðufólkið (ekki miklu lengur samt...) Andrea og HEITUR TEITUR. Á 22 var Jón Sæ- mundur mest áberandi um helgina. Kappinn dansaði ber að ofan og heimtaði að Óll Palll spil- aði Oasis fyrir sig. Skuggabarinn fór vel af stað eftir hreytingarnar og laðaði að ekki ófrægara fólk en fyrrum spjót- kastarann og Waves-svikarann Einar Vilhjálms- son, Hjalla frá xl8 ásamt nokkrum sjóræningjum frá Noregi og einhverjum Bretum. Antony Karl Gregory rifjaði upp sigurmarkið í bikarnum fyrir allmörgum árum og Böðvar Bergsson (bróðir Guðna) hjá Rton var í góðu stuði og rakaði aö sér fylgdarmeyjum. Jón Kári mætti ásamt Christine frá Allied Domec, þeir Gunnl Gunn, Atli, Gunni, Halli og Kalli rifjuðu upp gamla sénsa á staðnum ásamt Kalla kokki af Borginni. Nokia- gengið frá Svíþjóð leit inn ásamt sænska TV-crewinu, Atli frá Hausverk um helgar var óstöðvandi með vélina, Slgga Björns, sem þykir víst falleg, eignaði sér dansgófið ásamt vinkon- um sínum, flugfreyjan Jóna Lár var á staðnum, Hanna Antons og Gunna, Elríkur Önundar körfuboltatröll (greinilega ekki með áhyggjur af landsleiknum), Árni Gunnar fjárfestir, Freysi, sem sér um það hallærislega fyrirbrigði Breytt útlit í Hausverk um helgar, mætti með Svövu konu sinni, Magndís María, starfsmannastjóri hjá Vöku-Helgafelli dansaði sig sveitta og ógeðslega, Sandra, sem reyndi einu sinni fyrir sér sem þjónn, var glæsileg að vanda. Andrés frá Fasteign.is ræddi málin af kappi eins og ungum þissnessvonnaþíum sæm- ir, Ingvi Gelr Ómars, gleraugnaglámur með meiru, Sigurður John Lúðvíksson, klámkóngur ís- lands, dansaði grimmt með sinni spúsu, Grímur og Kolla GK voru heilluð af gleði, næturdrottning- arnar Erla og Anna, hinar einu sönnu Skugga- drottningar, vígðu harinn með Sex On The Beach, Steini diskó lét sig ekki vanta, Gústi og Erla frá Globus voru alveg að missa sig í gleöinni. Magga, sem einhver hefur kallaö fallegasta bar- þjón landsins (hún vinnur á Vínbarnum ef einhver vill kíkja), Þuri frá Onyx skoðaði allt í bak og fyrir, Brynja frá Lánasýslu íslands (ekkert aö þvi), Hjörtur Harðar. körfu- þoltagaur frá Keflavík, ívar Guð- munds Bylgjumaður, Maggi Bess tók nokkrar pósur í tilefni dagsins ásamt Auðunl sterka (og litla), Anna Mílanó-gella, Haukur Holm frétta- maður, Ásta og Keli úr Stundinni okkar. Óli Boggi frá Space var ofur- hress að vanda og Tryggvl Vals fót- þoltamaður og Heiöar Austmann af FM957 dönsuðu skuggalega þétt s a m a n við taktfasta tðnlist- ina. Á Astró á föstudaginn mátti sjá Sævar Pét- ursson úr Baðhúsinu, Dóru Takefusa og Margrétl Rós af Skjá- Einum og Röggu Gísla Villi Vill leiddi vinkonu slna Agnesi, Stebbi Hllmars og Slgurður Kári úr SUS voru ferskir, Hebbi Skeemo og Rúnar í Sixties tjöttuðu um bransann, Daníel Ágúst og Stefán Karl Stefánsson voru í góðu skapi, Antony Karl Gregory kom meö vini og Siggi B frá Heimilis- tækjum mætti ásamt Heimi Guðjóns fótbolta- manni. Maggi Bess og Maggi (I!) mættu ferskir að vanda, Gunnar Val, Haukur Holm fréttamaður, Steingrímur Ólafsson OZ-ari og Snæfriður á Skjá- Einum. Á laugardaginn mætti Dóra Takefusa aftur með allt SkjásEins-liðið, Krissa Ragnar, Árna Vig- fúss., Helga Ey- steins, Sóleyju, Önnu Rakel og Margréti Rós. Svo kom Sigur- geir frá FBA, Helena í Ég og þú og vinkonur, Örvar og Ágúst, Christine og Jón Kári, Kalll Lú af FM og Ásta frá TAL. Sunna Guðmunds á Planet Sport, ívar, markaðs- stjóri Kringlunnar, Laufey Brá henti sér í Djúpu laugina (eða hvað?), Júlll Kemp, Björn Jörundur, nöfnurnar Harpa MelstedogHarpa úrviðbjððnum Zink, Hrafnhlld- ur fegurðardrottning, Arnór Guðjohnsen og kona hans, Sævar Pétursson Baðhússtrákur, Siggi Johnny klámhundur, landslið Bandarikjanna í handbolta, Yesmlne, Anna Sig og Svavar Öm, Herbert Amarsson og Eiríkur Önundarson í körf- unni, Díana Dúa, Eva Sólan, Danícl Ágúst, Þor- björn Atli Frammari, Einar Gunnar handboltarisi og Heiðar Austmann af FM. RCWELLS Lokað vegna breytinga. Opnum aftur í byrjun febrúar. Kveðja, starfsfólk Tiska* Gæöi' Betra verð f Ó k U S 26. janúar 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.