Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 7
 I ¦:¦; Hróður Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns hefur boríst víða með hinni mögnuðu heimildamynd hans um ísiensku hagamúsina. Þorfinnur, eða Toffi, eins og hann er oftast kaliaður, hefur tekið kúvendingu í heimildamynda gerðinni og nýjasta myndin segir frá smákrimmanum Lalla Johns. - . Hélt a eröldin væri ur fokus Þorfinnur Guðnason, Toffi, sat fyrir smákrimmanum Lalla Johns á Keisaranum og fékk hann til aö samþykkja kvikmyndlna. Hann segir aö Lalli sé algjör stjarna. „Ég held að fólk vilji sjá svona mynd. Þetta er eins og vinur minn sagöi: „Lífið er ekki bara kokkteilboð og greiddir reikning- ar. Það er líka Keisarinn og ógreiddir reikningar." Það mætti segja að þetta sé mannfræðileg landkönnun á undirheimum Reykjavíkur. Þarna getur fólk upplifað þá tilfinningu að vera utangarðsmaður, í gegnum augu og eyru Lalla Johns," segir Toffi um nýjustu heimildamynd sína, Lalla Johns. Myndir í 100 löndum Flestir ættu að þekkja list Toffa að einhverju leyti, annað- hvort eftir að hafa séð heimilda- mynd hans um Húsey eða hina víðfrægu mynd um hagamús- ina. Ætla má að nokkrar milljón- ir hafi nagað á sér neglurnar yfir æsilegu lífshlaupi mýslunnar en myndin hefur verið sýnd í um 100 löndum og nafn Toffa fengið góða dreifingu með endurteknum endalausum endursýningum National Geographic á mynd- inni. Einhverjir kunna líka að hafa séð heimildamynd kappans um skemmtistaðinn Grand Rokk. Sjálfur vill hann minnst um hana tala. „Hún var bara lókalbrandari og ég fékk að drekka frítt þarna í nokkra mán- uði. Það er allt og sumt," segir hann hress og viH snúa sér að öðru. Hann hefur ekki setið auð- um höndum eftir gerð Hagamús- arinnar. Myndinni um Lalla verður varpað á hvíta tjaldið von bráðar en hann hefur einnig fengist við gerð þriggja annarra mynda um líf íslendinga um tveggja ára skeið. „Það er sama inntak í þeim öllum. Við fylgj- umst með fólki í tvö ár og reyn- um að segja sögu þess. Myndin hefst á einhverjum væntingum eða áheitum fólks og svo sjáum við til hvernig það kemur út. Þetta eru Jón Proppé gagnrýn- andi, Guðjón Bjarnason, arki- tekt og myndlistarmaður, og Gróa og Guðný, bændur í Laug- ardal í Árnessýslu," útskýrir Toffi. Sat fyrir Lalla á Keisaranum Kveikjuna að myndinni um Lalla Johns fann Toffi þegar hann rakst á mynd af Lalla í ljósmyndabók Rún- ars Gunnarssonar, með textanum „Lalli Johns er harðjaxl og lætur engan segja sér fyrir verkum". Reyndar kannaðist Toffi við Lalla frá fyrri tíð. „Já, ég kynntist hon- um á billiardstofunni á Klapparstíg þegar ég var smápolli og þegar ég rakst á hann hér áður fyrr þá tók hann mér alltaf eins og við værum ævilangir vinir," rifjar hann upp. Lalli tók líka ljómandi vel í hug- mynd vinar síns þegar Toffi viðraði hana við hann eftir að hafa setið fyrir honum á Keisaranum. „Ég komst að því að Lalli Johns er al- gjör stjarna. Hann er svo ómeðvit- aður um myndavélamar og er bara hann sjálfur, hann er harður, hann er mjúkur og allt þar á milli," segir Toffi. „Þrátt fyrir að hann sé ógæfu- maður þá er hann mjög sjarmer- andi og maður getur samsamað sig baráttu hans og glímu við sjálfan sig og kerfið. Skyldur utanborðsmótor Lalli Johns er týpiskur islenskur smákrimmi og góðkunningi lógregl- unnar, með stóru g-i. Hann hefur hlotið 35 refsidóma á 30 ára óslitn- um glæpaferli sínum og setið inni í 17 ár, en það er næstum tvöfaldur lífstíðardómur samanlagt. „Ferill- inn hófst þegar hann kynntist ein- um frægasta innbrotsþjófi síðustu aldar sem blöðin kölluðu Náttfara," segir Toffi og rekur sögu hetjunnar. „Lalli komst í þennan félagsskap sautján ára. Hann kom frá sundr- uðu heimili og hafði mikla ævin- týraþrá. Hann er goðsögn i lifanda lífi og hefur þessa Hróa hattar- ímynd á sér. Hann kemur kannski með góssið en gefur það allt öðrum. Hann er örlátur og, eins og einn segir í myndinni: „Hann getur gefið þér síðustu sígarettuna sína." Það segir allt," heldur Toffi áfram og fær sér smók. „Stundum fær hann samviskubit og menn geta komið og náð i þýfið ef þeir spyrja hann eftir þvi. Þá er hann algjör snillingur að koma því í réttar hendur eftir ýms- um krókaleiðum." Sögurnar af Lalla eru óteljandi og Toffi rifjar upp hvernig LaJli fékk „ættarnafn- ið". „Það er sagt að hann hafi ein- hvern timann stolið utanborðsmót- or, framleiddum af Johnson, og nafnið festist við hann. Hann kallar sjálfan sig Johnson og svarar í sim- ann: „Já, Johnson hérna," segir Toffi og leikur farsimakveðju Lalla. En á LaUi GSM-síma? „Já, já. Hann er stundum með síma, alls konar tegundir," segir hann og skellir upp úr. Sjálfur í fangelsi Myndin fylgist með lifi LaUa í fjögur ár og stundum uröu langar pásur á tökunum á meðan hið opin- bera ræddi sín mál við kappann. Hann lenti þrisvar í steininum á þessu tímabili, fór í meðferð og var lagður inn á spítala í tvigang; fyrst þegar hann missti meðvitund eftir að hafa keypt eitrað spítt af óvildar- mönnum sínum og í seinna skiptið varð hann fyrir bO og fótbrotnaði. „Ég náði því skoti," segir Toffi stolt- ur. Sjálfur lenti kvikmyndagerðar- maðurinn í útistöðum við laganna verði við upptökurnar: „Jú, ég fór með Lalla að fikniefnalögreglunni en þeir lokuðu bara á mig, Og ég fór inn á Litla-Hraun og tók á móti honum. Þeir tóku ekkert vel í þetta hjá Fangelsismálastofnun og það var eftir krókaleiðum að ég loksins komst inn í Jailið" í mjög stutta stund," segir hann um þessa öfug- snúnu baráttu sína við kerfið. Á fund borgarstjóra Sem hlutlaus heimildagerðar- maður reyndi Toffi að skipta sér sem minnst af því hvað Lalli gerði meðan filman rúllaði. „Ég er bara fluga á vegg og auðvitað er ekki mitt að dæma. Hann er meira að segja að reyna að brjótast inn í bíl í myndinni. Svo ætlar hann að fá við- tal við borgarstjórann til að redda sínum málum. Hann talar nefnilega bara við toppana. Við vorum komn- ir inn í Ráðhús og hann labbar inn á skrifstofu og ég segi: „Lalli, ekki! Þú ert að fara til borgarstjórans." Og hann svarar: „Hvað er þetta, ég er ekkert að gera af mér," segir Toffi. Sem betur fer er lítið um ör- yggisverði á þessum stofnunum okkar. Hann stal nú aldrei neinu fyrir framan myndavélina, eða ekki beint, nema nokkrum pennum og öskubakka og einhverju." Fólkinu sem var í kringum Lalla var líka misvel við návist Toffa og mynda- vélarinnar. „Ég fékk nú eina lífláts- hótun en það gáfu allir leyfi til að taka upp á endanum.Ég var búinn að hanga lengi með Lalla og ávinna mértraustþessafólks. Égfékkmér bjór með því og tefldi við þetta lið. Það eru margir góðir skákmenn þarna," segir Toffi, og hann fylgdi mannskapnum meira að segja nið- ur í Kaffi Austurstræti, þar sem félagar Lalla sitja að drykkju eftir að Keisaranum var lokað. „Stund- um fannst mér þetta þungt og erfitt og það var mikið myrkur þarna, svo fannst mér þetta svo sensationalt lika að það var erfitt að slita sig frá þvi," segir hann um upptökurnar. Nenni ekki að endurtaka mig Toffi viðurkennir að sá mikli tími sem fer tökur á einni mynd af þessu tagi geti verið erfiður. „Góðir hlutir gerast hægt. Það er eiginlega mottóið mitt," segir hann. „Það er mjög auðvelt að gera heimOdamynd á þremur dögum með þul en það er bara engin kúnst. HeimUdamynd- irnar fjaUa um timann og árstíðirn- ar." Toffi hefur gert þónokkrar slík- ar en LaOi Johns er „aOt önnur EUa", að hans sögn. „Ég er ekki að vinna eftir handriti og tók upp tugi klukkustunda af efni bara tO að finna þráðinn. LaUi er líka ekki skotinn á filmu heldur stafrænar myndavélar og það auðveldar nálg- unina. StOmn segir Toffi vera hluta af íslenskri nýbylgju í heimOda- myndagerð. Með stafrænum myndavélum sé tæknikostnaður í lágmarki og auövelt fyrir hvern sem er að gera kvikmynd." Áhugi Toffa á kvikmyndagerð hefur aUtaf verið tO staðar en eftir að hafa orðið fyrir hughrifum af kvikmynd David Lynch, Ereaser- head, á kvikmyndahátíð '77, ákvað hann að leggja hana fyrir sig. Hann vann nokkur ár sem tökumaður hjá Sjónvarpinu og komst að því fyrir tilvOjun að hann væri nærsýnn. „Ég átti að súmma upp að slysi í fjaUshlið en sá ekki neitt og þá upp- gótvaðist það. Ég hélt að veröldin væri bara svona úr fókus en svo fékk ég gleraugu og uppgötvaði að veröldin er ansi stór og kapitalísk, sá öU auglýsingaskOtin og ég hætti að klessukeyra bílana mína." Toffi tekur hlæjandi undir það að þetta sé ef tO viU stærsta byltingin í sinni kvikmyndagerð.Það er bjart yfir kvikmyndabransanum á íslandi að mati Toffa og hann tekur Skjá einn sem dæmi um leikgleðina í inn- lendri dagskrárgerð þó að hún sé misjöfn að gæðum. Næsta verkefn- ið hjá Toffa er hestamynd af svipuð- um toga og myndin um hagamús- ina og þegar hann er spurður um ástæðuna fyrir því að hann hefur bara gert heimOdamyndir kennir hann tímaskorti um. „Ég bara hef ekki haft tíma tO að gera bíó enn þá, en það kemur að því. Það hlýt- ur að gera það. Ég nenni ekki að endurtaka mig, mig langar að gera eitthvað nýtt." Ferill Toffa: Jtskrifaðist úr listahá- Épla í San Francisco í Kaliforníu 1987 lann á fréttastofu Rík- pssjónvarps í fimm ár og gerði þætti fyrir RÚV Hlaut Menningarverð- [laun DV árið 1993 fyrir myndina Húsey Framleiddi myndina IJHagamúsin sem sýnd var á National Geographic 26. janúar 2001 fókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.