Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Blaðsíða 15
14
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Fíflholtin eru víða
Frægt varð á liðnu sumri þegar fréttist af meðferð á
flokkuðu sorpi á Akranesi. Bæjarbúar höfðu flokkað
pappa og blöð og sett í þar til gerða gáma og treystu því
að pappírinn yrði endurunninn. Flokkunin var hins veg-
ar til lítils því það fréttist að bæjaryfirvöld töldu sig spara
peninga með þvi að aka með hinn flokkaða pappa beint til
urðunar á urðunarstað Vestlendinga í Fíflholti á Mýrum.
Bæjarbúi sem DV ræddi við taldi réttilega að þeir bæjar-
búar sem flokkuðu sorp með þessum hætti væru hafðir að
flflum og skilja mátti á honum að urðunarstaðurinn bæri
nafn með rentu.
En það er víðar pottur brotinn í flokkun og endur-
vinnslu sorps en á Akranesi. Fram kom í blaðinu í gær að
þótt endurvinnsla og endurnýting sorps hafi aukist taka
enn sem komið er fáir þátt í flokkun þess. Hið algenga er
að fólk hendir heimilissorpi óflokkuðu í tunnurnar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Sorpu fara aðeins um 11 prósent
af heildarmagni bylgjupappa til endurvinnslu. Þessi teg-
und sorps verður æ algengari enda bylgjupappi mikið not-
aður í alls konar umbúðir.
Fólki sem vill flokka sorp og koma með því í veg fyrir
gegndarlausa sóun nútímasamfélagsins er fráleitt auð-
veldað það starf. Svo er að sjá sem stjórnendur ýmissa
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu líti á þegnana sem
bjána. Þannig eru fjölmargir gámar sérstaklega gerðir fyr-
ir dagblaðapappír annars vegar og femur hins vegar.
Samviskusamir sorpflokkendur fara með pappirinn í
gámana. Þar skal stinga dagblöðunum í sérstakt gat og
fernunum í annað. Líti menn hins vegar inn í gámana sést
að þar er eitt gímald og hið flokkaða sorp fer í einn graut.
íslendingar hafa skuldbundið sig með alþjóðasamning-
um til að snúa af braut sóunar á verðmætum og draga úr
sorpurðun en auka þess i stað endurvinnslu. Til þess að
svo megi verða þarf hugarfarsbreytingu almennings. Æ
fleiri átta sig á þörf endurnýtingarinnar en um leið verð-
ur að gera þá kröfu til sveitarstjórna að þær fari fyrir og
auðveldi fólki nýja hegðan í stað þess að standa í vegi fyr-
ir nauðsynlegri þróun.
Reikna má með því að í framtíðinni þurfi neytendur að
greiða fyrir hvert kíló sorps sem fer í tunnuna. Flokkun
og endurnýting heimilisúrgangs verður því fjárhagslega
hagkvæm. Sveitarfélög eru misjafnlega langt á veg komin
með sín sorphirðumál. Það hlýtur að vera keppikefli
þeirra að marka sér stefnu í þeim málum og kynna hana"
borgurunum um leið og þeim er gert kleift að flokka sorp
til endurnýtingar.
Reykjavík virðist vera komin einna lengst á veg með
stefnumörkun og ætti að geta orðið smærri sveitarfélög-
um fyrirmynd. Fram kom í grein Hrannars B. Arnarsson-
ar borgarfulltrúa og Hjalta J. Guðmundssonar landfræð-
ings í DV í nóvember sl. að fyrstu drög svokallaðrar Stað-
ardagskrár 21 fyrir Reykjavík væru tilbúin. Þar er um að
ræða umhverfisstefnu og framkvæmdaáætlun um um-
hverfismál á nýrri öld sem byggist á sjálfbærri þróun sam-
félagsins og virkri þátttöku íbúa sveitarfélagsins.
Með slíkri umhverfisstefnu leggur sveitarfélagið línurn-
ar í öllu því sem snýr að umhverfi íbúanna og náttúru-
vernd í sinni viðustu merkingu og ekki síst í því sem
varðar endumýtingu og vinnslu úrgangs. Mikilvægt er að
íbúarnir komi að þeim verkum með jákvæðu hugarfari.
Fíflalegir flokkunargámar ýta ekki undir þá hugarfars-
breytingu sem nauðsynleg er.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun*
Horft fram á öldina
Hraði breytinganna verð-
ur meiri á öldinni 2001 en
menn hafa nokkru sinni orð-
ið vitni að. Allir eru sam-
mála um að tölvur munu
verða miklu fullkomnari en
þær eru nú. Tækninni mun
fleygja fram og vélmenni
munu í vaxandi mæli taka
við störfum manna. Ein-
hvem veginn finnst mér að
munurinn milli manna og
vélmenna muni minnka. Það
kemur sjálfsagt engum á
óvart. Tölvunum fer stöðugt fram.
Hugarflug og frumkvæði
Aldrei hefur verið varið jafnmikl-
um fjármunum tO rannsókna á
mannsheilanum og nú um stundir.
Ekki aðeins til þess að rannsaka
manninn, bæta hann og ná tökum á
sjúkdómum og leyndardómum manns-
heilans. Staðan er nefnilega sú að
menn komast ekki lengra með þróun
tölva og vélmenna án þess að rann-
saka mannsheilann frekar. Vilji menn
gæða tölvumar greind, hugarflugi,
ímyndunarafli og frumkvæði verða
menn að leita leyndardómsins í heila
mannsins. Þannig er það arðvonin, öfl
Gu&mundur G.
Þórarinsson
verkfræbingur
markaðarins sem hraða
rannsóknum á mannsheilan-
um.
Á komandi öld munum
við þvi sjá vélmenni sem
fara sífellt nær hæfileikum
mannsins tO hugarflugs og
framkvæðis, tO þess að læra
af reynslunni. En á sama
tíma og vélmennið mun
verða sífeOt mennskara mun
maðurirm sífeOt verða vél-
rænni. Á þessari öld munu
menn sjá fleiri og fleiri vél-
hluti setta inn í mannslikamann.
Gervihjarta, gervinýru, gervilungu,
hvers konar liðamót, jafnvel gervi-
blóð. Takmörkin virðast liggja viö
heilann sjálfann. Nái samspO læknis-
fræði, verkfræði, eðlisfræði og tölvu-
fræði að færa líkama mannsins
þannig nær líkama vélmennisins mun
þróunin á sama tima færa okkur vél-
menni með heila sem sífeOt nálgast
mannsheOann að hæfni.
Þróun?
Stærstu heilar mannkynsins hafa
spurt sig hvað hafi í raun gerst á 3
miOjón ára tíma lífs á jörðinni. í mjög
einfólduðu svari má segja að þróun líf-
„Nái samspil lceknisfrœði, verkfrœði, eðlisfrœði og tölvu-
frœði að fœra likama mannsins þannig nær likama vél-
mennisins mun þróunin á sama tíma færa okkur vélmenni
með heila sem sífellt nálgast mannsheilann að hæfni. “
Mjöl eða hunang?
Sú var tíð, að Jónas Kristjánsson,
ritstjóri DV, var talinn heimsmaður.
Skrifaði hann þá leiðsögurit um er-
lendar stórborgir og talaði eins og
sá, sem valdið hafði. Hann hefði ver-
ið aOs staðar og séð aOt. Ein bókin
kom út árið 1985 og var um París.
Þar segir á einum stað, að í borginni
sé mikiO fjöldi sérverslana. Ein
þeirra sé Maison du Miel á 24 Rue
Vignon. Þar fáist rúmlega þrjátíu
tegundir hveitimjöls, sem aOar séu
tO sýnis yfir búðarborðið. Nokkrar
aðrar sérverslanir með mjöl séu í
París, en þessi sé hin merkasta.
Hunangi breytt í mjöl
Jónas talar í þessari bók eins og
hann hafi skoðaö staðinn
aOan í krók og kima. En
„miel“ á frönsku merkir
ekki mjöl, heldur him-
ang. Auðvitað hafði
Jónas aldrei komið í
Hunangshúsið á 24 Rue
Vignon, heldur aðeins
reynt með þessum
hörmulega árangri að
stauta sig fram úr
frönskum ferðabækling-
um.
En Jónas hefur víðar í
lífi sínu breytt hunangi í
mjöl. DV hefúr aOa burði
tO að vera fjörlegt og skemmtOegt
blað, hispurslaust og hægri sinnað,
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
prófessor
í stjórnmálafræói
SLIntrtmurJ.
Slítu.ion
Vinsælustu og óvinsælustu
stjórnmálamennirnir
samkvæmt skoöanakönnun DV 12. janúar 2001 -
málgagn neytenda, sparifjár-
eigenda og skattgreiðenda,
blað, sem þorir, á meðan aðr-
ir þegja. Þess í stað er það
orðið eins og gamaO mjölpoki
í höndum geðvondra vinstri
manna.
Umdeildasti
stjórnmálamaöurinn
Gott dæmi um þetta var
laugardagsblaðið 20. janúar
siðastliðinn, sem helgað var
Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra. Þar var flennistór og
afar vond mynd af Davíð á
forsíðu, en letrað yfir hana með
stríðsfyrirsagnaletri, að hann væri
óvinsælasti stjómmálamaö-
ur landsins.
Þetta var mjög vOlandi
fyrirsögn af þeirri einfóldu
ástæðu, að Davið hefur jafn-
an mælst í senn vinsælasti
og óvinsælasti stjómmála-
maður landsins. Heiðarleg-
ur blaðamaður hefði ólíkt
Jónasi auðvitað valið fyrir-
sögnina: UmdeOdasti stjóm-
málamaður landsins.
I ».'XI
Bomar eru lanun vtiv
»*ldlr og óvmsjpldir tfu
umdelldustu stjörnmlU-
skoAaiukonDun DV.
Granu súlurnxr sýn«
nl&urstoðu slðustu
skoðanakðnnunar
sem var btrt I oktðber
ZOOO.
„Davíð hefur jafnan mælst í senn vinsælasti og óvinsœlasti
stjómmálamaður landsins. “ - „Birtur var langur listi yfir mál,
sem Davíð hefur sagt hispurslaust skoðun sína á, og síðan óspart
á þvi hneykslast. “
Með og á móti
Ekkert forvitnilegt
í svonefndri fréttaskýr-
ingu inni í blaðinu var
tækifærið ekki notað til að
lýsa hinum forvitnOega og
sögulega stjómmálaferli
Davíðs Oddssonar. Má þó
margt um hann segja frá
ýmsum hliðum. Öðru nær.
Birtur var langur listi yfir
mál, sem Davíð hefur sagt hispurs-
laust skoðun sína á, og síðan óspart
á því hneykslast. Var það þó flest
heldur meinlaust, svo sem að al-
ræmd ummæli biskups um það, að
eins gróði væri aOtaf annars tap,
væru klisjukennd. Sjáifur hefði ég
raunar kallaö þau ummæli fávísleg
og búist við, að DV áteldi biskup
fyrir þau, ekki forsætisráðherrann
fýrir hófsamleg viðbrögð við þeim.
Stjórnmálamaður aldarinnar
Ekki var í blaðinu leitað neinna
skýringa á þvi, hvers vegna Davíð
Oddsson er eftir tíu ára setu í for-
sætisráðherrastól talinn í vandaðri,
nýlegri skoðanakönnun á vegum
GaUup-stofnunarinnar stjómmála-
maður aldarinnar.
Skýringarnar blasa þó við. Auk
þess sem Davíð hefur mikla mann-
þekkingu og gott tímaskyn, næma
tilflnningu fyrir því, sem mögulegt
er í stjórnmálum, hefur hann haft
forystu um stórkostlegar endurbæt-
ur, tæmt hjá sér biðstofuna með því
að leggja niður fjölda opinberra
sjóða, selt ríkisfyrirtæki, breytt með
aðstoð manna sinna tekjuhalla í
tekjuafgang, komið verðbólgu niður
fyrir það, sem er í grannrikjunum,
sett lög til tryggingar réttindum ein-
staklinga gagnvart ríkinu, - í stuttu
máli opnað landið. Þess vegna er ís-
land nú fimmta ríkasta land í
heimi. Á meðan Davíð býður fram
hunang, reynir Jónas Kristjánsson
að fleygja f fólk gömlu mjöli.
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
ótaþœtti í lánakeifinu?
Hverfur með evrunni
t „Því miður verð-
ur að svara þessari
K spurningu játandi
mm eins og ástatt er
með krónuna okk-
ar í dag. Lánskjaravísitalan er
að hluta hækja tU að halda
uppi veiku krómmni okkar en
dugar samt skammt. Svo er
vísitalan aftur á móti ófreskja
fyrir lántakendur. Mikið má
leggja á sig tU að losna við
hana. Við erum enn þá með verðbóta-
þáttinn aðeins af iUri nauðsyn.
Til þess að losna út úr þessum
vandræðum verðum við að taka upp
alvöru gjaldmiðU sem okkar króna er
ekki. Þar stendur okkur evran tU boða
með því að bæta henni inn í EES-
samning okkar við ESB. Við eigum
Verðbótaþátturinn barn síns tíma
Lú&vík
Gizurarson
hrl.
því að taka upp evruna og
ganga í það verk án tafar.
Losna með því við lánskjara-
vísitöluna.
Háir vextir sýna vantrú.
Seðlabankinn ákveður vexti
krónunnar okkar. Nú eru þeir
taldir með þeim hæstu í
heimi. Svona er Seðlabankinn.
Því miður yelja Uestar ríkis-
stjórnir léttu leiðina ljúfu í
fjármálum. Ekki er tekið á
neinum vandamálum og menn kaUa
mikinn viðskiptahaUa „góöæri". Þess
vegna myndi evran hjálpa okkur. Þar
með losnum við frá yerðbótaþættinum
sem er ófreskja fyrir lántakendur en
er ekki á evrunni. Svo eru vextir á
henni helmingi lægt'i en á krónunni
okkar til viðbótar. - Lengi lifi evran.
Ég tel að tíma-
I bært sé að huga að
/$7 Þv' að afnema
r verðbótaþáttinn.
Fyrir því eru þessi
rök einkum: 1. Verðbólga hef-
ur verið lág á Islandi undan-
farin ár og við sjáum fram á
stöðugleika. 2. Visitölutenging
lána er mjög óalgeng í okkar
viðskiptalöndum. Fátt er erfið-
ara en að reyna að útskýra fyr-
ir útlendingum íslensk verðbólgu-
reikningsskil. 3. Tíminn sem heimUt
er að verðtryggja skuldbindingar hef-
ur verið að lengjast. Öll styttri lán, t.d.
flest bUalán, eru nú óverðtryggð. 4. Of
mikUl munur er á vöxtum á miUi
óverðtryggðra og verðtryggðra útlána
banka og sparisjóöa.
Jafet S.
Ófafsson
viöskiptafræöingur
Verðbótaþáttnrinn er barn
sins tíma þegar hér var mjög
mikU verðbólga og möguleikar
fjárfesta, hvort sem það voru
einstaklingar, fyrirtæki eða líf-
eyrissjóðir, voru takmarkaðir
að verja raunvirði eigna sinna.
Staðan er aUt önnur og betri í
dag. Fjárfestingar erlendis fara
vaxandi og þar er mjög sjald-
gæft að rætt sé um vísitölu-
tengingu. Margur einstakling-
urinn á erfitt með að skUja þennan
verðbótaþátt þegar greitt er af lánum.
Það er aUtaf slæmt að hafa hluti
sem stór hluti fólks í landinu skilur
ekki tU fullnustu. Ég tel að það sé gott
skref í byrjun að lengja tímann á þeim
fjárskuldbindingum sem heimilt er að
verðtryggja í 10 ár.
Enn er deilt um lána- og vaxtapólitíkina og þykir sýnt að vextir séu ekki á niöurleiö. Minna hefur veriö rætt um veröbótaþáttinn í iandi sem
sýnir sífellt minni verðbólgu.
veranna liggi að mestu í þróun tauga-
kerfisins. í þróuninni hafl ævinlega
lífveran sem tók við af lífverunni á
undan helst haft það fram yfir hana
að hafa þróaðra taugakerfi. Hvað þýð-
ir það? Getur verið að það segi okkur
eitthvað um tUgang lífsins á jörðinni?
Er þróað taugakerfi skUyrði þess að
skynja æðstu gUdi mannlífsins? Bygg-
ist þá þróunin á því að sífeUt komu
fram lífverur sem betur voru búnar tU
þess að skynja hin æðri gUdi? Hvert
leiða þessi svör okkur?
En maðurinn hefur sjálfur nú tekið
þróunina í sínar hendur.
Getur verið að maðurinn muni
sjálfur nálgast vélmennið í líkams-
byggingu og gUdismati á sama tíma og
hann þróar vélmennið til þess að geta
hugsað eins og maður? AUt mun þetta
gerast jafnóðum og maðurinn nær
betri tökum á leyndarmálum erfð-
anna, breytir genasamsetningu litn-
inganna. Þannig mætti lengi velta
vöngum og aUa vega munum við sjá
öld þar sem einkafyrirtæki munu í
vaxandi mæli taka að sér hefðbundna
þjónustu samfélagsins, ríkisins. -
Auðvitað undir ströngu aðhaldi og eft-
irliti ríkisvaldsins.
Guðmundur G. Þórarinsson
Ummæli
Flugráð upp á borðið
„Ef Flugráð hef-
ur gert ítarlegan
samanburð á flug-
vaUarkostunum
fimm með tiUiti tU
ílugöryggissjónar-
miða þá væri mik-
Ul fengur að því að
fá þann efnivið
upp á borðið svo almenningur og aðr-
ir sérfræðingar á sviðinu geti lagt
mat á hann. Markmiðið er að umræð-
an um aUa kostina verði málefnaleg
og upplýsandi.“
Stefán Ólafsson prófessorí Mbl.-grein
um Reykavíkurflugvöll 31. janúar.
Óvissa í efnahagsmálum
„Veiking krónunnar þrátt fyrir inn-
grip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað
siðustu daga hefur aukið á óvissuna
um framvindu eínahagsmála ... Það
eykur svo enn á óvissuna, að vextir
eru orðnir of háir og íslensk fýrir-
tæki þurfa á því að halda að vextir
taki að lækka sem fyrst. Að öðrum
kosti er hætta á að um of hægi á hjól-
um efnahagslífsins."
Úr forystugreinum Viöskiptablaösins
31. janúar.
Sala Landssímans
„Sala fyrirtækis-
ins er skynsamleg,
en ég held að
mUdu skynsam-
legra hefði verið ef
við heíðum gengið
í söluna fyrir ein-
hverju síðan. Ekki
er óliklegt að við
höfum á hikinu tapað einhvers staðar
á bilinu 20 til 40 milljörðum, miðað
við það verðmat sem var á símafyrir-
tækjum fyrir um ári síðan.“
Lúövík Bergvinsson alþm.
I Degi 31. janúar.
Trúverðugleiki í pen-
ingamálaaðgerðum
„Ef til vill er dá-
lítil gengisleiðrétt-
ing æskileg, en
mikið gengisfall á
stuttum tíma getur
ekki talist eftir-
sóknarvert. Þess
vegna gæti það t.d.
verið nauðsynlegt
að hækka vexti um leið og vikmörkin
eru afnumin til þess að sýna fram á
að stöðugleiki sé enn tekinn alvarlega
og þannig forða frá mögulegu gengis-
falli. Einnig vill svo til að lög um
Seðlabanka íslands eru nú í endur-
skoðun og skiptir miklu að vandað sé
til verka. En traust og trúverðugleiki
ræður miklu um árangur peninga-
málaaðgerða.
Ásgeir Jónsson hagfræðingur
í Viöskiptablaöinu 31. janúar.
I w==^F=?r——jí
’ 1«=L.' ‘ II
mv hfith?
HONDM: HINN
F0LLW5MNI HÆSTR-
FÉTtHRPÓMRRTJ
2.—of
Umhyggja nýs forseta
George W. Bush, sem dæmdur var
til að vera forseti Bandarikjanna, hélt
ræðu þegar hann tók við embætti.
Hunang draup af hans vörum, hann
bað landa sína að efla réttlæti, sýna
af sér umhyggju og sætta sig ekki við
að hluti þjóðarinnar byggi við mikla
og langvarandi fátækt. Ekki nema
von að ýmsir menn leggi við eyrun og
spyiji: er þessi harðjaxl frá Texas
endurfæddur til kristilegs sósíal-
isma? Eða er þetta barasta meining-
arlaus fagurgali á hátíðlegri stundu?
Hvað meinar maðurinn?
Því miður verður sá sem hugsar
sig um að halla sér að síðarnefndum
möguleika. Bush forseti hefur alveg
rétt fyrir sér í því að mikil fátækt er
stórmál sem alla varðar. En hann
hefur engin svör í þeim málum önn-
ur en að hver beri ábyrgð á sjálfum
sér, auk þess sem menn skuli ekki
gleyma að senda góðgerðarfélögum
ávísun. Umfram allt eiga menn „að
treysta ekki á hið opinbera". Með
öðrum orðum: forsetinn gefur til
kynna að hinir fátæku eigi ekki von
á neinni sérstakri liðveislu af hans
hálfu og hans ráðherra. Enda vita
menn að höfuðáhugamál hins nýja
forseta er að lækka skatta um 1600
milljarða dollara.
Og rétt áður en Bush tók við emb-
ætti hafði hann í tvígang hitt full-
trúa ýmissa helstu stórfyrirtækja
Bandaríkjanna að máli og rætt við
þá og var mikill einhugur á fundun-
um - enda voru þama mættir full-
trúar þess ríka fólks sem mest mun
græða á skattalækkun. Um leið eru
þetta þeir menn sem höfðu
látið fyrirtæki sín gefa um
300 miljónir dollara í kosn-
ingasjóð svo Bush gæti
keypt sér tíma í sjónvarpi
og lýst því sem einlægast að
hann væri í senn umhyggj-
an og íhaldssemin holdi
klædd.
Minni skattar þýða að
sjálfsögðu að „hið opin-
bera“ mun að sinu leyti
gera enn minna en áður fyr-
ir þá fátæku, þá sem lifa
„án vonar“. í sömu átt geng- ””“
ur það að Bush ætlar að setja mikið
fé - líklega 80 milljarða í fyrstu at-
rennu - í það að koma upp sérstöku
kerfi eldflaugavama fyrir Bandarík-
in. Og lætur sér þá í léttu rúmi liggja
þótt þar með sé rift fyrri samningum
um afvopnun við Rússa og fleiri, þótt
bandamenn í Nató séu lítt hrifnir -
og þótt mjög ólíklegt sé að eldflauga-
varnakerfið komi að minnsta haldi.
Hitt er vist að Bush ætlar að selja
löndum sínum þá notalegu hugmynd
að brátt verði þeir ósæranlegir - um
leið og mörg stórfyrirtæki sem hafa
greitt götu hans með framlögum fá
arðvænlegar pantanir frá „því opin-
bera“. Frá því ríki sem er frægara
fyrir refsigleði en umhyggju.
Á tíð Clintons tókst aö koma fjölda
þeirra sem sitja í fangelsum yfir
tvær milljónir, enda var það þá leitt
í lög að fávísir strákar gátu hlotið 20
ára fangelsi fyrir að stela pitsu eða
gallabuxum ef þeir höfðu tvisvar
áður lent í lögreglunni. Og Bush,
sem er duglegasti fylgismaður
Arni Bergmann
rithöfundur
dauðarefsinga sem nú er
uppi, mun að sjálfsögðu
hvergi draga úr refsigleð-
inni - með fjárframlögum
til fangelsa sem hýsa ótrú-
lega hátt hlutfall ungra
manna úr fátækrahverfum
stórborga, ekki síst svartra
og „spænskra".
I
Með gafli á sjóinn
Bush forseti er heldur
ekki líklegur til að sýna
umhverfi mannsins mikla
™“ umhyggju. Því er spáð að
hans tíð verði gullöld olíufyrirtækja
sem fá nú að haga sér eins þau lyst-
ir í Alaska og að slakað verði á kröf-
um um mengunarvarnir. Og að því
er varðar viðleitni til aö komast að
alþjóðlegu samkomulagi um gróður-
húsalofttegundir þá verða Amerík-
anar alls ekki með í því dæmi, enda
kveðst Bush ekki trúa á óþægilegt
raus manna um að andrúmsloftið sé
að hitna ískyggilega hratt.
Við vitum að Bush svaf vel fyrstu
nóttina í Hvíta húsinu og er búinn
að hengja upp fjölskyldumyndir og
við vitum að fyrir löngu ók hann bíl
fullur. En „umhyggja" hans er skráð
með gafli á upplýsingasjóinn. And-
spænis henni stöndum við á gati.
Rétt eins og til dæmis Vestmannaey-
ingar í sínum vanda, en þeir eru nú
slegnir þeirri furðu að besta fisk-
veiðistjórnunarkerfi í heimi (eins og
kvótakerfið er látið heita) veldur
þeim meira tjóni en eldgos í miðri
byggð.
Ámi Bergmann
„Bush forseti er heldur ekki liklegur til að sýna umhverfi mannsins mikla um-
hyggju. Því er spáð að hans tíð verði gullöld olíufyrirtœkja sem fá nú að haga sér
eins þau lystir í Alaska og að slakað verði á kröfum um mengunarvarnir. “